Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 4
ÍÞRÓMR JHnrgiMiiiIaliili Reuter ÞJÓÐUERJAR fagna sigrinum gegn Englendingum á Wembley - tvelr af þessum leikmönnum, Stefan Reuter (2) og Andreas Möller, sem er honum á vinstri hönd, eru í lelkbanni og geta ekki leikið með Þjóðverjum gegn Tékkum á Wembley á morgun. KNATTSPYRNA / HM A ENGLANDI Göður sig- ur á Kýpur ÍSLENSKA kvennalandsliðiii s körfuknattleik iagði lið Kýpuv að velli 71:4X á alþjóðlegi móti á Möltu«gærkvöldi og er komið í undanúrslit -- ieikuv gegn Lúxemborg \ dag. Ef sá leikur vinnst mun islenska liðiö leika tii úrslita að öllum líkind- um gegn Albaníu. Anna María Sveinsdóttir skoraði 18 stig. Linda Stefansdóttii 16, Birnn Valgarðsd, 9, Auna Dis Svein björnsdóttir 8, Kristin Blönda- 6, Guðbjörg Norðfjörð 4, Eria Reynisdóttir 3, Helga Þor- valdsdóttir 3, Hanna Kjartans dóttir 2, Erla Þorsteinsdóttir 2. Stórt tap í Mannheím ÍSLENSKA kvennalandsliðið í kuattspymu tapaði stórt. fyrii- Þjóðverjuni í vináttulandsleik í Mannheim á gærkvöldi, 0:8, eftii- að staðan var 0:5 í leik- hléi. Brasilíu- menn efstír á blaði HEIMSMEISTARARNIR fré Brasiliu eru efstir á blaði hjá veðbönkuni í London, á listan- um yfir liklegustu sigurvegara í heimsmeistarakeppninni í Frakkiandi <998. Likur þeirra eru taldar 5-1, næstir á blaði em Þjóðverjar 6-1, Argentínu- menn og Italir 7-1. Þjóðverjar geta kallað á tvo nýja leikmenn MIKIÐ er um meiðsli í herbúð- um Þjóðverja, sem mæta Tékk- um í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða á Wembley á morgun kl. 18. Aðeins þrettán af þeim nítján leikmönnum sem eru enn í Englandi - þrír eru farnir heim vegna meiðsla, eru klárir í slaginn. Forráðamenn Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, funduðu um málið í gær og var ákveðið að gefa Þjóðverj- um kost á að kalla á tvo nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. „Þessi ákvörðun léttir nokkuð á - áhyggjum okkar,“ sagði Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja. Af þeim þrettán leikmönnum sem voru leikhæfir í gær, eru þrír markverðir. Uppselt er á Wembley — 76.000 áhorfendur. Þar af verða ellefu þúsund Þjóðverjar og fjögur þúsund Tékkar. Vogts lýsti því yfir í gær að hann teldi lið Tékka mun sigur- stranglegra. Mikil meiðsl hafa sett strik í reikninginn í herbúð- um Þjóðveija eins og fyrr segir og auk þess verða þeir Andreas Möller og Stefan Reuter í leik- banni. Skemmst er þó að minn- ast 2:0 sigurs Þjóðveijanna á Tékkum í fyrsta leik „dauðarið- ilsins" svokallaða, þar sem auk þessara liða léku Italir og Rúss- ar. Síðan þá hefur harkan og baráttan í leikjum Þjóðverja hins vegar tekið sinn toll og Vogts telur að sínir menn eigi eftir að eiga undir högg að sækja á Wembley. Fyrirliði Þjóðveijanna, Jiirgen Klinsmann, verður að öllum líkindum ekki búinn að ná sér af þeim meiðsium, sem hijáð hann hafa undanfarið en læknar þýska liðsins telja aðeins fimm til tíu prósent líkur á að Klinsmann geti leikið á morgun og verður þá óneitanlega skarð fyrir skildi hjá þeim þýsku. Tuttugu ár eru liðin síðan Tékkar sigruðu Þjóðverja eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Evrópukeppninnar í Júgóslavíu en siðan þá hafa Þjóðveijar ekki beðið lægri hlut í viðureignum liðanna og er því hefðin á bandi Þjóðverja. Þess má svo til gam- ans geta að þjálfarinn, Berti Vogts, var einn þeirra leik- manna þýska liðsins 1976, sem þurfti að sjá á eftir Evrópubik- arnum. Óvíst er hvort að Petr Kouba, markvörður Tékka, geti leikið vegna meiðsla á læri og er Pav- el Srnicek, markvörður New- castle, tilbúinn að taka stöðu hans. FRJALSIÞROTTIR 9fJón Arnar er mjög öflugur“ - segir Egill Eiðsson, einn af þjálfurum karlalandsliðsins í Bruss- el og spáirJóni Arnari á verðlaunapall ítveimurgreinum „BELGAR og Hollendingar eru með sterkustu sveitirnar í riðl- inum og síðan koma Kýpurbúar og á góðum degi getum við ver- ið í baráttu við þá. Síðan koma ísraelsmenn sem á pappírunum eru með áþekkt lið og okkar,“ sagði Egill Eiðsson, einn þjálfari íslenska karlaliðsins ífrjáls- íþróttum sem í dag og á morgun tekur þátt í 2. deildar Evrópu- keppninnar í frjálsíþróttum í Oordegem skammt utan Bruss- el í Belgíu. Ivar Benediktsson skrifar frá Brussel Egill sagði erfitt að gera sér raun- verulega grein fyrir styrkleika þjóðanna því í þeim upplýsingum sem þjóðirnar hafa gefið út er aðeins greint frá besta árangri kepp- enda, en ekki hvað þeir hefðu gert best á þessu ári. íslensku keppendurnir væru allir við góða heilsu og engin meiðsli hefðu komið upp á æfingu sem fram fór í gær. Menn væru staðráðn- ir í að gera sit besta og ljóst að allt geti gerst. Skarð væri reyndar fyrir skildi að Pétur Guðmundsson, kúlu- varpari og Sigurður T. Sigurðsson væru ekki í hópnum vegna meiðsla. íslenska liðið gæti á góðum degi náð þriðja sæti, en til þess yrði allt að ganga upp, en einnig gæti svo farið að við yðrum í fimmta sæti og sigruð- um aðeins smáþjóðir Evrópu sem hér senda sameinginlegt lið til keppni. „Styrkleiki íslenska liðsins felst í kastgreinunum og þeim greinum sem Jón Arnar Magnússon tekur þátt í,“ sagði Egill og vísar þar til kringlu- kasts þar sem Vésteinn hefur alltaf komist á verðlaunapall og oftast nær sigrað. Ætti svo einnig að verða nú. Þá er Sigurður líklegur til að vinna spjótkastið, en reyndar á einn hans andstæðinga kast yfir 80 metra en það er ekki frá þessu ári. Jón Arnar Magnússon keppir í langstökki og 110 metra grindahlaupi og í báðum þess- um greinum fær hann væntalega harða keppni, einkum í síðartöldu greininni. Þar eru tveir keppendur er hafa hlaupið á undir 14 sekúndum, en íslandsmet Jóns er 14,19 sek. „Jón Amar er mjög öflugur núna og ég held að hann vinni langstökkið þó þar séu menn sem eiga átta metra stökk, eins reikna ég með að hann verði í verðlaunasæti í grindahlaupinu," sagði Egill. Nokkrir mjög sterkir menn verða á meðal þátttakenda og má þar nefna Kýpurmanninn Viannis Zsisnides sem hefur hlaupið 100 metrana á 10,11 sekúndum á þessu ári. Þá em tveir keppendur hér sem hafa farið yfir 17 metra í þrístökki. Einnig má nefna Holendingin William Van Dijk sem hefur hlaupið á 8:10,01 í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hann er að vísu orð- inn 35 ára og ekki er búist við því að.hann hlaupi svo vel í dag, enda eflaust ekki þörf á því sökum þess að andstæðingar hans eiga að meðal- tali árangur i kringum 9,20 mínútur. Egill sagði vissulega vera skarð fyrri skildi að Pétur yrði ekki meðal keppenda í kúluvarpi. Vésteinn Haf- steinsson kemur í hans stað og miðað við árangur andstæðinga hans og hans sjálfs er er reiknað með honum í fjórða sæti. Enginn keppenda hefur kastað lengra en Pétur. I Evrópubik- arkeppninni í fyrra hafnaði sem fram fór í Tallin í Eistalndi hafnaði ísland í fimmta sæti af sjö þjóðum með 72 stig. „Allt lítur vel út og ég á von á hörkukeppni. Það er helst að maður voni að það rigni, það myndi verða okkur í hag,“ sagði Egill og brosti við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.