Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Voikswagen Caraveile í hnotskurn Dísilvél með forþjöppu: 2,5 lítrar, fimm strokkar, 102 hestöfi. Framdrifinn. Fimm gíra handskipting. Tíu manna. Vökvastýri. Samlæsing. Lengd: 5,18 m. Breidd: 1,84 m. Hæð: 1,94 m. Hjólhaf: 3,32 m. Þyngd: 1.830 kg. Burðargeta: 900 kg. Þvermál beygjuhrings: 12,9 m. Olíueyðsla: 8,11 á 100 km í þéttbýli, 6,6 á jöfn- um 90 km hraða. Hámarkshraði: 157 km. Stærð eldsneytistanks 80 lítrar. Hjólbarðastærð: 205/65R15. Staðgreiðsluverð kr.: 2.748.000. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. EKKI er tiltakanlega mikið rými fyrir farangur ef öll 10 sætin eru fullskipuð fólki. MÆLABORÐ er ekki beint fínlegt eða frumlegt en þar er allt skýrt og greinilega merkt og vel frá öllu gengið. GOTT er að komast inn og út úr bílnum og á það við um öll aftursætin einnig. Q2 CARAVELLE fjölnotabíll- 3 inn frá Volkswagen, gamla ^ „rúgbrauðið" í nýrri mynd 52 hefur verið seldur hérlendis 35 allt frá því hann kom fyrst m á markað árið 1990 en alls hafa selst um 700 þúsund bílar af gerðunum Tran- gjj sporter og Caravelle. Þessi 2 gerð er bæði fáanleg sem flg sendibíll og farþegabíll, með bensín- eða dísilvélum og nú kynnir Volkswagen umboðið, Hekla hf., Caravelle bílinn með nýrri 102 hestafla dísilvél með forþjöppu. Þetta er tíu manna bíll, framdrifínn og kostar rúmar 2,7 milljónir króna. Er hann að mörgu leyti skemmtilegur og lip- ur bíll þrátt fyrir að hann sé yfír fímm metra langur. Við skoðum þessa gerð nánar í dag en þenn- an bíl hefur mátt sjá dálítið í leiguakstri í þéttbýlinu og sem skólabíl úti á landi. I ársbyijun 1996 fengu Cara- velle gerðirnar nokkra andlits- lyftingu og tæknilega endumýj- un í nokkram atriðum og era þær því orðnar í dag nokkuð frá- bragðnar Transporter gerðunum. Framendinn er orðinn lengri, fá- anleg er 6 strokka bensínvél og nú fímm strokka dísilvélin með forþjöppu, báðar með nýjum gír- kassa, hemlar eru nýir, fáanleg er hemlalæsivöm, líknarbelgir eru tveir og litaúrval aukið. Cara- velle er annars með hefðbundnu lagi sendibíls eða fjölnotabíls, framendinn er dálítið hallandi og ávalur, hliðamar að mestu sléttar ef frá eru talin tvo brot um miðj- una og stuðarar era ýmist samlit- ir eða svartir. Rúður virka ekki endilega of stórar en þegar inn er komið veita þær ágætt útsýni. Tíu manna bíll Að innan er fyrirkomulagið í Caravelle nokkuð haganlegt og nægilegt rými í öllum sætum. Eins og fyrr segir er bíllinn tíu manna. Tveir stólar era frammí, síðan kemur þriggja sæta bekk- ur, þá tveggja sæta og aftasti bekkurinn tekur þrjá farþega. Þegar setið er í öllum sætum er því lítið sem ekkert rými fyrir farangur. Sé hins vegar aftasti bekkurinn ekki notaður má fá ákjósanlegt farangursrými og nota bílinn sem sjö manna ferða- bíl. Ágætt er einnig að komast inn og út úr í aftari hluta bílsins og hægt er einnig að smeygja sér milli framsæta ef farþegi eða ökumaður vilja skella sér afturí. Ökumaður situr nokkuð vel í Caravelle og nær fljótt góðum tökum og finnur sig vel heima í allri stjóm bílsins. Helst mætti kjósa sér örlítið lengri gírstöng en það er þó ekkert sem skiptir höfuðmáli. Fimm gíra handskipt- ingin er liðug og mjúk viðskiptis, stýrið er hæfilega létt í átaki og yfirleitt er ágætt að meðhöndla bílinn, rofar skýrir og góðir og gott að átta sig á öllum hlutum. Hljóðlát dísilvél Fimm strokka, 2,5 lítra dísil- vélin er ný af nálinni í Transport- er sendibílunum og Caravelle far- margar ferðir til að ná góðum tökum á allri meðhöndlun hvað varðar bílastæði og önnur þrengsli. Bíllinn er 5,18 m langur og 1,89 m breiður og með góðum speglum og vissir um lipurð bíls- ins geta menn óhræddir lagt í næstum hvaða aðstæður sem er í venjulegri notkun í þéttbýlinu. Bíllinn er furðu þungur eða rúm 1.800 kg og býður dísilvélin þrátt fyrir forþjöppuna ekki uppá neitt ofurviðbragð eins og fyrr er nefnt. í þéttbýlisakstrinum væri stundum gaman að hafa meira uppá að bjóða í viðbragði en það er ekkert aðalatriði enda giidir hér eins og stundum hefur verið nefnt hér áður að þessum bílum er ekki ætlað að keppa við bestu tímana í þessum efnum. GóA fjödrun Á þjóðvegi má hins vegar segja að Caravelle sé enn skemmtilegri. Þar nýtur hann sín vel á góðri siglingu á ferða- hraða, seiglast upp langar brekkur án þess að slaka á og ekki þarf mikið að skipta niður við þær aðstæður. Þótt ekki væri ekið með mjög lestaðan bílinn í þessum 350 km reynslu- akstri var nógu mikið ekið á margs konar þjóðvegum til að segja að næsta víst er að hann þolir talsverða áreynslu. Öku- maður og farþegar sitja ágæt- lega hátt og njóta útsýnis og það er líka alltaf kostur fyrir öku- mann þegar hann hefur góða yfirsýn í umferðinni. Fjöðrun er sjálfstæð á öllum hjólum og má segja að hún sé ekki síst það sem er skemmtilegt við Caravelle. Á malarvegi fer hann mjög vel í grófustu holur og liggur vel og skemmtilega og er merkilega rásfastur þrátt fyrir að vera aðeins létthlaðinn. Einkum atvlnnubíll Volkswagen Caravelle með fimm strokka dísilvél kostar kr. 2.748.000 en hún er sem fyrr segir 102 hestöfl. Vilji menn disilvél án forþjöppu er verðið kr. 2.588.000 og með tveggja lítra og 84 hestafla bensínvél kostar hann 2,4 milljónir. Sé tekin sterkari bensínvél, 2,5 lítra og 110 hestafla, er verðið 260 þúsund krónum hærra. Þetta er talsverð fjárfesting en gera má ráð fyrir að flestir noti bíl sem þennan einkum í atvinnuskyni þótt vissulega henti hann ágæt- lega sem venjulegur heimilisbíll fyrir fjölskyldur af stærri gerð- inni og þá sem vilja og þurfa mikið rými á alla kanta. Cara- velle er bæði hentugur i leigu- akstur og til minni hópferða, enda 10 manna bíll skilgreindur sem slíkur og til skólaakstur. Meðal aukabúnaðar sem hægt er að fá í Caravelle má nefna rafdrifnar rúður að framan fyrir kr. 58 þúsund, vinstri hliðarhurð kostar kr. 65 þúsund krónur, sjálfskipting kr. 213 þúsund og snúningsstólar að framan kosta kr. 61 þúsund. ■ Jóhannes Tómasson þegabílunum. Hún er 102 hestöfl, sérlega lágvær, vinnur mjög vel en er svo sem ekkert ofursnögg í við- bragði. Hún togar 250 Nm á snúningssviðinu 1.900 til 2.300 og er sparneytin vel. Eyðslan er 6,6 lítrar á hundraðið á jöfnum þjóðvegahraða en er í rúmum 8 lítrum í þéttbýli. Er sérstaklega Fjöðrun Rými Rósfesta Viðbragó 157 km á 1 akstri þokkalega bent á þetta í upp- lýsingum frá verk- smiðjum hversu hagstætt það sé í langferðum að geta ekið allt að 1.200 km á einum tanki en hann tek- ur 80 lítra. Við- bragðið í 100 km hraða tekur 18 sekúndur og há- markshraðinn er klst. í þéttbýli er Caravelle lipur og ekki þarf Volkswagen Caravelle með dísilvél Morgunblaðið/Ámi Sæberg CARAVELLE frá Volkswagen er álitlegur ferða- og fjölnotabíil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.