Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Mörk, spjöld og áhorfendur á EM Samtals 61 mark í 31 leik Meðaltal: 1,97 mark/leik Flestíleik: 6 (Tékkl.-Þýskal.: 3-3) Fyrsta: AlanShearer (Engl.-Sviss) Fljótastur: Hristo Stoichkov (3 mín.) 5 mörk úr vítaspyrnm í leik Mlsnataöar vítaspyrnur: 2 Zola, Ítalíu og McAllister, Skotlandi Mörk í vítaspyrnukeppnum: 37 Misnotaðar vítaspyrnur: 5 Hiero og Nadal, Spáni, Seeforf, Holl., Pedros, Frakkl. og Southgate, Engl. Gul spjöld: 148 Rauð spjöld: 7 mm Aðsókn á leikina Ahorfendur alls: 1.208.634 Meðaltal á leik: 40.288 Flestir á leik: 76.864 Wembley: England-Skotland Fæstir á leik: 19.107 St. James Park: Búlgaría-Rúmenía Flestir á einst. leikvöngum: OldTrafford: Ítalía-Þýskaland 53.740 Villa Park: Skotland-Sviss 39.000 Anfield: Frakkland-Holland 37.465 EllandRoad: Frakkland-Spánn 35.926 Hillsborough: Danmörk-Portúgal 34.993 St. James Park: Frakkl. -Búlgaría 26.976 m REYNIR Sandgerði, sem leik- ur í 3. deild, hefur fengið til sín tvo skoska leikmenn, Scott Ramsay, miðvallarleikmann frá Partick Thistle og Kevin Docherty, sem lék áður með Celtic. Þessir leik- menn komu fyrir tilstuðlan Jóhann- esar Eðvaldssonar, sem er fram- kvæmdastjóri Reynis. ■ HALLA María Helgadóttir, handknattleikskona úr Víkingi, leikur með norska liðinu Sola næsta vetur. ■ SVAVA Sigurðardóttir og Hanna Margrét Einarsdóttir, báðar úr Víkingi, leika með sænska liðinu Eslövs IK næsta tímabil. ■ MATTIAS Sunneborn frá Sví- þjóð Malmö. Hann átti eldra metið, 8,06 metra, sem hann setti fyrr á þessu ári. Heimsmethafinn Mike Powell frá Bandaríkjunum varð annar með 8,16 metra. Það er ekki á hveijum degi sem sænsk- ur langstökkvari sigrar heimsmet- hafa! ■ ANDERS IJhal Nilsen, fyrrum landsliðsþjálfari Dana og KR í handknattleik, tók þátt í Arctic Open golfmótinu á Akureyri um helgina. Hann er með 8 í forgjöf og lék á 169 höggum og hafnaði í 42. sæti af 159 keppendum. ■ ÞÝSKA meistaraliðið Dort- mund hefur hug á að kaupa þýska landsliðsmanninn Rene Schneider frá Hansa Rostock, sem vill fá 220 millj. ísl. kr. fyrir hann, en Dort- mund er ekki tilbúið að greiða nema 132 millj. kr. fyrir hann. Schneid- er, sem er varnarleikmaður, er í EM-liði Þjóðverja. ■ Raimond Van Der Gouw mark- vörður Vitesse Arnhem hefur verið seldur til ensku meistaranna Manc- hester United og er honum ætlað að vera varamarkvörður liðsins. Der Gouw skrifaði undir þriggja ára samning við Manchester liðið. ■ TONY Coton, sem var vara- markvörður Manchester United á síðasta leiktímabili gengur líklega í raðir Sunderland. ■ FLESTIR leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu eru nú mjög eftirsóttir af stóru liðunum í Evrópu eftir frábært gengi Tékka í Evrópukeppninni á Englandi. Enginn er þó jafn eftirsóttur og Karel Poborsky en enska stórveld- ið Liverpool hefur boðið rúmar þrjú hundruð milljónir króna í kapp- ann. ■ PATRIK Berger er annar leik- maðurinn úr herbúðum Tékka, sem eftirsóttur er af stórliðum Evrópu eftir Evrópukeppnina og fréttir herma að Berger sé líklega á leið- inni til Ítalíu eftir að hafa leikið með Borussia Dortmund í Þýska- landi á síðasta keppnistímabili. ■ SAMKVÆMT nýjustu fréttum frá Englandi hefur hinn nýi knatt- spyrnustjóri Chelsea, Ruud Gullit, mikinn hug á fá ítalska landsliðs- manninn Roberto Di Matteo í sín- ar herbúðir, en skemmst er að minnast kaupa Gullits á varnar- manninum Frank Leboeuf fyrir rúmar tvö hundruð milljónir króna. ATLANTA Nú eru aðeins rúmar tvær vik- ur fram að Ólympíuleikun- um í Atlanta, sem hefjast 19. júlí. Það er Ijóst að íslendingar verða með færri keppendur á þessum leikum en oft- ast áður og munar þar mestu um handbolta- landsliðið sem er illa fjarri góðu gamni að þessu sinni. Eins og staðan er í dag eru níu íslenskir keppendur búnir að tryggja sér farseðilinn á leikana og ef það breytist ekki hafa þeir ekki verið færri á ólympíuleikum síðan_í Mexíkó 1968, en þá tóku átta íslendingar þátt. Þeir níu sem hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á leikana eru júdómaðurinn Vemharð Þorleifs- son, Rúnar Alexandersson, sem keppir í fimleikum, badminton- konan Elsa Nielsen, Logi Jes Kristjánsson, Elín Sigurðardóttir og Eydís Konráðsdóttir, sem keppa í sundi og þrír fijálsíþrótta- menn, Jón Amar Magnússon, Vésteinn Hafsteinsson og Guðrún Amardóttir. Þrír aðrir fijálsíþróttamenn hafa verið að banka á ólympíu- dyrnar; Sigurður Einarsson, spjótkastari og Pétur Guðmunds- son, kúluvarpari, sem báðir náðu ólympfulágmarki í fyrra og hlaupakonan Martha Ernstsdótt- ir, sem hefur verið rétt við lág- markið f 5.000 metra hlaupi. Sig- urður kastaði spjótinu 80,06 metra í fyrra en í ár hefur hann verið að kasta aðeins 72 til 77 metra, en Ólympíulágmarkið er 79,90. Pétur varpaði lengst 20,13 metra í fyrra, en hefur ekki kom- ist nálægt þvf á þeim fáu mótum sem hann hefur keppt á í ár og varpað lengst 19,37 metra. Martha var aðeins 0,78 sekúndum frá lágmarkinu í 5.000 metra hlaupi á dögunum og ætlar á föstudag að freista þess á Bislet- leikunum að komast undir 16 mínútur. Ef marka má Ólympíunefnd íslands fara Sigurður og Pétur ekki á ieikana í Atlanta nema að hafa náð sambærilegum árangri á þessu ári eins og í fyrra. Tíminn er naumur og ef kastararnir ná ekki lágmörkum fyrir 16. júlí hafa þeir ekkert að gera á leikana og það veit Ólympíunefnd íslands. Ekki hefur enn verið endanlega ákveðið hve margir komi til með að vera í fylgd íslenska ólympíu- liðsins, en það kæmi mér ekki á óvart að það yrðu jafnmargir og keppendumir ef ekki fleiri. Það verða líklega tveir með sundfólk- inu þvf þar eru bæði karl og kona, þrír f frjálsum og lágmark einn þjálfari í júdó, fimleikum og bad- minton, auk aðalfararstjórans Kol- beins Pálssonar. Samkvæmt regl- um Alþjóða Ólympíunefndarinnar mega fylgdarmenn ekki vera fleiri en 55% af flölda keppenda viðkom- andi þjóðar. Það er þó undir fram- kvæmdanefnd Ólympfuleikanna í Atlanta komið hvort hún leyfir frávik frá þessari reglu. Þegar leikarnir voru haldnir í Mexfkó 1968 fóru þangað átta keppendur og tveir fylgdarmenn. Nú eru breyttir tímar og því má búast við að fylgdarliðið, þ.e.a.s. fararstjórar, þjáifarar og liðs- stjórar verði í meirihluta íslenska Ólympíuhópsins í fyrsta sinn. Valur B. Jóntansson Keppendur ekki verið færri á Ólympíuleikum síðan í Mexíkó 1968 Að hvaða marki stefnir JÓN AUÐUN SIGURJÓNSSOIU sleggjukastari? StefniáHM ánæstaári SLEGGJUKAST hefur verið í skugga annarra kastgreina hér á landi undanfarna áratugi og að undanskildum Erlendi Valdimars- syni hafa fáir íslendingar lagt stund á þessa grein hér á landi á þeim tíma. Fyrir um tíu árum fór Jón Auðun Sigurjónsson að æfa þessa grein í samvinnu við annan mann með sama áhuga, Guðmund Karlsson. Allt síðan þá hefur Jón æft íþrótt sfna af krafti og nokkrum sinnum keppt með landsliði íslands, síðast nú um helgina í Evrópubikarkeppninni f Belgíu. Þar varð Jón í þriðja sæti, kastaði 62,80 metra og var innan við metra á eftir þeim sem sigraði. Jón er 27 ára gamall pípulagn- ingameistari en vinnur við fyr- irtæki föður síns. Hann er trúlofað- ur Guðbjörgu Eftir Svansdóttur leik- Ivar skólakennara og Benediktsson fyrrverandi fijáls- i Brussel íþróttakonu úr ÍR. Þau búa í Grafarvogi, en Jón er félagsmaður í FH. Jón og Guðbjörg eiga tvö börn, Helenu 4 ára og Hilmar 2 mánaða. En hvemig datt Jóni í hug að fara æfa sleggjukast sem ekki hefur verið þekktust kast- greina hér á landi? „Eftir að Evrópubikarkeppnin var haldin hér á landi árið 1985 fór ég að æfa fijálsíþróttir, var fyrst í öllum kastgreinum og var hjá KR. Tveimur árum síðar fór ég að snerta á sleggjunni og náði fljótlega að slá drengja- og ungl- ingamet. Þessi árangur varð til þess að ég fékk brennandi áhuga og ákvað að æfa greinina af fullum krafti. Ég æfði mikið með Guð- mundi Karlssyni og hann sló fljót- lega íslandsmetið en ég var á eft- ir.“ Það æfa ekki margir sleggjukast hér á landi, hvernig æfir þú? „Það erum bara við Bjarki Við- arsson sem æfum þessa grein. Ég hef æft talsvert með Eggerti Bogasyni þjálfara hjá FH í lyft- ingaaðstöðu félagsins og síðan úti og því fylgir engin sæla yfir vetur- inn í hvernig veðri sem er. Oft verður að byija æfinguna á að moka upp hringinn og salta og síðan er tekið til við að kasta í hvernig veðri sem er. Þetta getur oft verið erfitt en annað þýðir ekki vilji maður ná árangri. í fyrravetur kom rússneskur sleggjukastþjálfari til íslands og hann sagði að til þess að verða góður í greininni þyrfti að kasta Morgunblaðið/Ivar JÓN Auðun Sigurjónsson sleggjukastarl tók hraustlega tll matar síns að lokinni Evrópubikarkeppninni á sunnudag. sex til átta þúsund sinnum yfir árið.“ Af hverju heldur þú að sleggju- kast hafi ekki náð eins miklum vinsældum hér á landi og aðrar kastgreinar? „Það er erfitt að segja, helst er kannski um að kenna hræðslu manna við áhaldið og einnig að það þarf nokkra aðstöðu eins og gott kastbúr til að vera á réttu róli. Aðstöðuna hefur vantað og einnig er að þetta er erfið grein þar sem mikið þarf að leggja á sig til árang- ur náist. Það er ekki nóg að vera sterkur, það þarf að kasta mikið allan ársins hring.“ Þarftu að fara erlendis til að æfa? „Yfir vetrarmánuðina, desem- ber, janúar, febrúar og mars væri það gott því þá er veðrið svo slæmt til að æfa utanhúss og í engin hús að venda. Eins er ég í erfiðisvinnu og ég fer oft þreyttur á æfingar. Þannig að gott væri að hafa að- stöðu til að fara út yfir veturinn, en þetta á við marga aðra en mig. Ég var úti í Athens í Bandaríkjun- um í tvær vikur í kringum páska og það skilaði sér vel.“ Nú hefur þú kastað 65,62 metra á þessu ári og vantar aðeins 66 sentimeta upp á að ná ísiandsmet- inu, hvert stefnir þú? „íslandsmetið er innan seilingar og gæti jafnvei fallið um næstu helgi á meistaramótinu. Ég væri ánægður að ná 67 metrum á þessu ári og stefnan hefur síðan verið tekin á 70 metra á næsta ári og ná B-lágmarki fyrir HM næsta sumar. Til þess að verða keppnis- hæfur erlendis þarf að kasta 70-75 metra og á það stefni ég.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.