Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 B 7 + KNATTSPYRNA Grindvíkingarfögnuðu sigri heima Unnu upp tveggja marka forskot Evjamanna GRINDVÍKINGAR lögðu Eyja- menn í Grindavík á sunnudag- inn, 3:2 í leik úr 5. umferð ís- landsmótsins sem hafði verið frestað. Leikurinn var fjörlega leikinn, sérstaklega ífyrri hálf- leik. Það hefði fáum dottið i hug að Grindvíkingar færu með sigur af hólmi í leiknum því Vestmannaeyingar voru komn- ir tveimur mörkum yfir eftir átta mínútna leik og var vörn heimamanna illa á verði íbæði skiptin. Fyrra markið á 6. mín- útu virtist slá Grindvíkinga út af laginu og seinna markið var eins og salt í sárin aðeins tveimur mínútum seinna. Þá var skipt um leikskipulag og Guðmundur Torfason þjálfari sem byrjaði á miðjunni fór í öftustu vörn en Ólafur Öm Bjarnason fór á miðj- una. Um leið var sem Eyjamenn gæfu eftir í leiknum og hleyptu heimamönnum inn í hann. Grindvík- ingar unnu vel saman á miðjunni og sóttu að vörn gestanna sem virkaði oft á tíðum óörugg í leiknum. Grétar Einarsson sem er kominn á ný í framlínuna hjá Grindvíkingum minnkaði muninn á 17. mínútu og skömmu seinna átti Ólafur Ingólfs- son upplagt færi í vítateig Eyja- manna en var of seinn að skjóta. Heimamenn náðu síðan að jafna rétt fyrir hlé þannig að haft var á orði að liðin væru á byijunarreit í hálfleik. Friman Ólafs- son skrifar frá Grindavík 1m ^%LIlynur Stefánsson ■ ^#fékk sendingu inn- fyrir vörn Grindavíkur rétt innan vítateigs hægra megin á 6. mín- útu og þrumaði boltanum í gagnstætt horn. 2B^\Tryggvi Guðmunds- «^#son komst upp að endimörkum vinstra megin og sendi boltann fyrir mark Grinda- víkurliðsins á 8. mínútu. Þar var Leifur Geir Hafsteinsson einn og óvaldaður við markteig og átti ekki í erfiðleikum með að skalla framhjá Alberti í mark- inu. Zoran Ljubicic og Ólafur Örn Bjarna- son léku í gegnum vörn Eyja- manna á 17. mínútu. Zoran renndi boltanum til Grétars Einarssonar sem renndi boltan- um í netið áður en Friðrik náði til hans. 2«o> m£rn\ Zoran Ljubicic iþrumaði boltanum yfir Friðrik í markinu eftir send- ingu frá Grétari Einarssyni. Mjög fallegt mark og vel að því staðið. 3a ^jGuðmundur Torfa- mÆmson tók aukaspyrnu á 79. mínútu og eftir fát á vörn Eyjamanna náði Gunnar Már Gunnarsson að skjóta í stöng- ina. Ólafur Ingólfsson var vel á verði og negldi boltann í netið þegar hann barst til hans. Hvað svo sem þjálfararnir hafa messað yfir sínum mönnum þá virt- ist sem Eyjamenn næðu sér ekki á strik og það voru heimamenn sem áttu hættuleg færi í seinni hálfleik. Guðmundur Torfason átti skot yfir Eyjamarkið úr aukaspyrnu á 47. mínútu og Kekie Siusa átti skot yfir á 52. mínútu. Gestimir náðu varla að ógna marki heimamanna að ráði og góður markmaður Grindavíkurl- iðsins, Albert Sævarsson, greip vel inn í þegar við átti. Það var síðan á 79. mínútu sem sigurmarkið kom og það eftir mikið fát á vörn gestanna sem mistókst að koma boltanum frá eftir aukaspyrnu. Sigurinn var heimamanna og verður að teljast sanngjam. „Eins og ég sé þetta byrj- uðu þeir með tveggja marka forskot. Við voram með ákveðið skipulag í huga til að bregðast við því. í dag vorum við án Milan Jankovic í vörn- inni og með aðra menn meidda á bekknum. Við eram með Guðlaug [Jónsson] sem er að leika sinn annan leik í fyrstu deildinni. Að vera 2:0 undir gegn Eyjamönnum og vinna það upp segir að það er mikill karakt- er í liðinu og ég kvíði ekki framhald- inu,“ sagði Guðmundur Torfason þjálfari og leikmaður Grindvíkinga í leikslok. Grindavíkurliðið átti allt ágætan dag og öfugt við það sem gerðist í leiknum gegn KR þar sem liðið brotn- aði niður við það að vera undir gáf- ust leikmennimir ekki upp og uppsk- áru sigur. Albert átti mjög góðan leik í markinu og Guðlaugur Jónsson sem er nú farinn að leika með liðinu eftir tveggja ára hlé var virkilega sterkur í vöminni þar sem hann hélt Tryggva Guðmundssyni niðri og skil- aði boltanum vel í leikinn eftir að hafa unnið hann. Hjá Eyjaliðinu var fátt um flna drætti eftir mörkin tvö og þrátt fyr- ir ný „fögn“ fannst ekki sú leikgleði sem einkenndi iiðið oft í fyrra. „Við gáfum eftir í leiknum eftir að hafa komist yfír og leyfðum þeim að jafna án þess að beijast. Það er búið að vera mikið að gerast innan félagsins í vikunni en við verðum að vinna okkur út úr því. Vömin var óörugg, hlutirnir heppnast ekki og hún varð óöragg þegar hún fékk á sig fyrsta markið. Það verður að líta á það að í henni eru strákar, allir undir 22 ára aldri og allt liðið er ungt og við erum að vinna með þá,“ sagði Atli Eðvaldsson þjálfari Vestmannaey- inga eftir leikinn. Fyrsta „gull- markið“ SEINNA mark Oliver Bierhoffs, sem tryggði Þjóðveijum Evrópumeistaratitilinn í leiknum gegn Tékkum á Wembley á sunnudag, var fyrsta „gullmarkið“ svokallaða í sögu knattspyrnunn- ar, en eins og flestir vita var tekið upp nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppninni þess efnis að ef leik lýkur með jafntefli eftir 90 mínútur er framlengt í þrjátíu mínútur eða leikið þar til annað liðið skorar og leiknum þá hætt. Ekki hefur þó tekist með öllu að útrýma vítaspyrnu- keppni í knattspyrnunni eins og margir vilja, því ef hvorugu liði tekst að skora á þrjátiu mínútum í framlengingunni er gripið til víta- spyrnukeppninnar. Margir hafa gagnrýnt til- komu „gulhnarksins“ en enn fleiri Imfa þó gagn- rýnt vítaspyrnukeppni, þannig að erfitt virðist vera að hafa það fyrirkomulag á leikslokum að öllum liki. Hér á myndunum til hliðar er Bierhoff búinn að skora jöfnunarmarkið, rétt eftir að hann kom inná sem varamaðurt og á hinni myndinni fagnar hann „gullmarkinu." Reuter Bierhoff bjarg- væftur Þjóðvera ÞJÓÐVERJAR urðu á sunnudag Evrópumeistarar í knattspyrnu í þriðja sinn er þeir lögðu Tékka2:1 eftir framlengingu á Wembley-leikvanginum í Lond- on. Oliver Bierhoff, sem kom inn á sem varamaður í lið Þjóð- verja um miðjan síðari hálfleik, var hetja Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk þeirra en áður hafði Patrik Berger komið Tékkum yfir úr víta- spyrnu. Leikurinn fór af stað eins og flestir höfðu átt von á, Þjóð- veijar héldu knettinum innan sinna raða og sóttu meira en Tékkar drógu sig til baka og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Þeir tékknesku komust þó sífellt meira inn í leikinn og í fyrri hálf- leik fengu bæði lið mjög góð tæki- færi til þess að taka forystuna. Þjóðveijinn Stefan Kuntz komst tvisvar einn inn fyrir vörn Tékka en í bæði skiptin varði Petr Kouba markvörður glæsilega og hinum megin þurfti kollegi hans í þýska markinu, Andreas Köpke, að taka á honum stóra sínum til þess að bjarga skoti Pavel Kukas eftir að hann hafði náð knettinum af Dieter Eilts á vallarhelmingi Þjóðvetja og komist í dauðafæri. Tékkar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og það voru þeir, sem tóku forystuna á 59. mínútu með marki frá Patrik Berger úr vítaspyrnu eftir að Matthias Sam- mer hafði brotið á Karel Poborsky, að því er virtist utan vítateigs, en dómari leiksins, Pierluigi Pairetto frá Ítalíu, var í engum vafa og benti umsvifalaust á vítapunktinn. Við markið vöknuðu þeir þýsku upp við vondan draum, hófu að sækja stíft og freista þess að jafna metin en tékkneska vörnin var sterk og virtist ætla að halda. En þá var komið að þætti Oliver Bierhoffs, sem kom inn á sem varamaður í lið Þjóðverja fyrir Mehmet Scholl á 69. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar skallaði hann knöttinn í mark Tékkanna eftir aukaspyrnu frá Christian Ziege og jafnaði þar með metin. Hvorugu liði tókst svo að bæta við áður en dómarinn Pairetto flaut- aði til loka venjulegs leiktíma og var því blásið til framlengingar skömmu síðar þar sem leik yrði hætt ef öðru hvoru liði tækist að skora innan þijátíu mínútna. Og ekki höfðu liðið nema fimm mínútur af framlengingunni þegar Oliver Bierhoff skoraði fyrsta „gullmark- ið“ svokallaða í knattspyrnusögunni og tryggði þar með Þjóðveijum þriðja Evrópumeistaratitil sinn en rak um leið endahnútinn á fræki- lega framgöngu tékkneska liðsins í keppninni, en fæstir höfðu spáð að þeir myndu komast jafn langt sem raun bar vitni. Fögnuður Þjóðveija var taumlaus í leikslok og fyrirliði þeirra Jiirgen Klinsmann, sem var meiddur lengi vel en harkaði af sér og lék við hlið félaga sinna í leiknum, réð ekki við tárin, sem runnu í stríðum straumum niður kinnar hans að leik loknum. Tékkar felldu einnig tár, þó ekki af sömu ástæðu og Klins- mann, en þeir eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í leiknum og keppninni allri og geta haldið stolt- ir og glaðir heim til Prag þrátt fyr- ir ósigurinn á sunnudag. Markalaust í Keflavík Keflvíkingar mættu á laugardag slóvenska liðinu Maribor Branik í Intertoto-keppninni í knattspyrnu og sýndu oft á tíðum stórskemmtileg til- þrif en úrslit leiksins urðu markalaust jafntefli. Keflvíkingar, sem sitja um þessar mundir í næstneðsta sæti 1. deildar, komu mjög á óvart í leiknum og greinilegt var að leik- menn komu með allt öðru hugar- Sigurgeir Guötaugsson skrifar fari til leiks en í öðrum Ieikjum liðs- ins það sem af er sumri. Mikil bar- átta var í Keflvíkingum og voru þeir óheppnir að næla sér ekki í öll stigin, sem í boði voru en þrátt fyr- ir að þeir hafi fengið mjög góð marktækifæri tókst þeim ekki að skora. Ef Keflvíkingar halda áfram á sömu braut og í leiknum á Iaugar- dag er nokkuð víst að þeir verða ekki lengi í fallsæti 1. deildar en Kjartan Másson þjálfari var ánægð- ur með sína menn að leik loknum. „Við töluðum saman fyrir leikinn og ætluðum svo sannarlega að sýna okkar rétta andlit. Við komum allt öðruvísi stemmdir til leiks en gegn Örebro í Svíþjóð, en ég held að þessi löngu ferðalög hafi mjög lýj- andi áhrif á strákana. Eg er mjög ánægður með leikinn og er bjart- sýnn bæði gegn FH-ingum í bikarn- um á miðvikudag og gegn Austria Vín á laugardag, en Maribor vann Vínarliðið 3:0 þannig að ég tel að við eigum góða möguleika. Ef við náum upp svipuðum leik og á laug- ardaginn getum við unnið hvaða lið sem er, ég missti aldrei trúna á strákunum og vissi að þetta myndi allt smella saman, það var aldrei spurning hvort heldur hvenær." Keflvíkingar mæta FH-ingum_ í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSI í Keflavík á morgun og halda svo utan til Austurríkis á föstudag þar sem þeir mæta Austria Vín á laug- ardag. Reuter Reuter JURGEN Klinsmann, fyrirliðl Þjóðverja, hampar Evrópublkarnum, sem Elísabet II, Englandsdrottning, færði honum. Mistök dómara elta Þjóðverja LITLU munaði á Wembley á sunnudag að Þjóðveijar yrðu aft- ur að verða af titli á stórmóti í knattspyrnu vegna mistaka dómara, en eins og mörgum er í fersku minni skoraði Geoff Hurst mark fyrir Englendinga gegn Þjóðveijum í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar á Wembley árið 1966 þrátt fyrir að knötturinn færi aldrei yfir marklínuna. Nú þrjátíu árum síðar fengu Tékkar dæmda vítaspymu þeg- ar Matthias Sammer felldi Karel Poborsky utan vítateigs en dómarinn, Pierluigi Pairetto frá ítaliu, færði brotið inn í teig- inn og dæmdi vítaspyrnu. Þjóðveijar gáfust þó ekki upp og náðu að jafna metin með marki Oliver Bierhoffs og Bierhoff tryggði svo Þjóðverjum Evrópubikarinn með öðru marki á fimmtu minútu framlengingar. Knötturinn hafði varla farið yfir marklinuna í síðara marki Bierhoffs þegar Þjóðveijamir byijuðu að fagna Evrópumeistar- atitlinum en annar aðstoðardómarinn hafði hins vegar veifað flaggi sínu þannig að Tékkar gáfu ekki upp alla von. Pairetto dómarí hljóp þá að hliðarlínunni en eftir stutt samtal við aðstoð- ardómarann benti liann á miðjupunktinn og þá fyrst gátu þeir þýsku gefíð gleðiuni lausan tauminn. Dansað í Berlín, dauðaþögn í Prag GRÍÐARLEGUR fögnuður braust út í Þýskalandi á sunnudag þeg- ar Ijóst varð að Þjóðverjar höfðu lagt Tékka að velli á Wembley og þar með tryggt sér þriðja Evrópumeistaratitil sinn í knatt- spyrnu. Dansað var og sungið langt fram á morgun í flestum borg- um Þýskalands og að sögn lögreglu í Berlín voru um 4.000 manns samankomin á stærstu götu borgarinnar til þess að fagna titlinum. í Prag, höfuðborg Tékklands, ríkti hins vegar lítil gleði á sunnu- dag og að sögn viðstaddra þar í borg mátti heyra saumnál detta á Old Town-torginu þegar Oliver Bierhoff skoraði á fimmtu mín- útu framlengingar og tryggði Þjóðveijum Evrópumeistaratitilinn. Tékkar geta þó vel við unað, því fæstir spáðu því að þetta baráttu- glaða og litríka lið næði alla leið í úrslitaleikinn. Shearer markakóngur ALAN Shearer, leikmaður Blackburn Rovers og enska landsliðsins, varð markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar á Englandi, en Shearer skor- aði fimm mörk. Markahæstu leikmenn urðu annars þessir: 5 mörk: Alan Shearer (Eng- landi). 3 mörk: Hrísto Stoic- hkov (Búlgaríu), Jíirgen Klinsmann (Þýskalandi), Brian Laudrup (Danmörku), Davor Suker (Króatíu). 2 mörk: Pierluigi Casiraghi (ít- alíu), Teddy Sheríngliam (Englandi), Oliver Bierhoff (Þýskalandi), Matthias Sam- mer (Þýskalandi). ■ STUART Pearce, leikmaður Nottingham Forest og enska landsliðsins, tilkynnti á sunnudag að ferill hans sem landsliðsmanns væri á enda. Pearce hefur leikið í níu ár fyrir enska landsliðið en finnst nú nóg komið og hyggst hætta að ljá liðinu krafta sína. Hann mun þó áfram leika með Nottingham Forest í ensku úr- valsdeildinni. ■ DAVID Seaman, markvörður Englendinga, hefur gagnrýnt nokkuð að hafa tímamörk í fram- lengingu þegar leikir eru útkljáðir á þann hátt að það lið, sem fyrr er til að skora fer með sigur af hólmi. Seaman telur að þetta dragi úr sóknarþunga liða og hvetji menn til að bíða vítaspyrnukeppninnar og vona hið besta. Hann leggur hins vegar til að vítaspyrnukeppnin verði lögð niður og í staðinn verði leikið til þrautar þar til annað lið skorar og leiknum þá hætt. ■ FYRRUM framhetji ensku knattspyrnuliðanna Fulham og Queen’s Park Rangers, Bobby Keetch, er látinn 54 ára að aldri. Keetch lést eftir hjartaáfall á laug- ardag en hann var einn besti vinur landsliðsþjálfarans fyrrverandi, Terry Venables, og átti litríkan feril að baki í ensku knattspyrn- unni. ■ ENSKA knattspymusamband- ið aflétti á sunnudag banni yfir fyrrum þjálfara Arsenal, George Graham, en hann hefur ekki mátt koma nálægt knattspyrnu síðan í fyrra eftir að uppgötvuðust „óeðli- legar“ greiðslur í sambandi við kaup og sölu á leikmönnum. ■ GRAHAM segist tilbúinn í slaginn á ný en hann muni þó ekki fara til hvaða liðs sem er heldur einungis sætta sig við þjálfara- stöðu hjá einhveiju af stóru félög- unum, hvort sem það er á Eng- landi eða annars staðar. ■ LÖGREGLA á Englandi þurfti lítil afskipti að hafa af knatt- spyrnubullum eftir úrslitaleik Þjóðverja og Tékka á Wembley á sunnudag. Einungis 35 voru handteknir og sagði lögregla að rólegt hefði verið fram eftir nóttu í höfuðborginni. ■ TÉKKNESKUR knattspyrnu- unnandi þoldi ekki álagið, sem fylgdi úrslitaleiknum á sunnudag og þegar Þjóðveijar höfðu jafnað metin fékk hann hjartaáfall og lést fyrir framan sjónvarpstækið í stof- unni hejma hjá sér. ■ FRÉTTIR bárust einnig af öðr- um eldheitum aðdáanda tékkneska liðsins, sem sömuleiðis fékk hjarta- áfall meðan á leiknum stóð en sá hafði þó heppnina með sér og ligg- ur nú og jafnar sig eftir áfallið á sjúkrahúsi í Prag. ■ NÆR öruggt þykir nú að mark- vörður tékkneska landsliðsins, Petr Kouba, muni leika með spánska félaginu Deportivo Cor- una á næsta keppnistímabili. Sam- kvæmt umboðsmanni Koubas er búið að gera drög að samningi og mun Kouba halda til Spánar í læknisskoðun á fimmtudag. Ef markvörðurinn stenst skoðunina verður að öllum líkindum skrifað undir samninginn um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.