Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 PEYJAMÓTIÐ í EYJUM Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson A-LIÐ Fylkis, efri röð frá vlnstri: Halldór Örn Þorsteinsson, þjálfari, Ragnar Slgurðsson, Sigurður A. Magnússon, Albert Ingason, Einar Pétursson og Stefán Sveínbjörnsson. Neðri röð: Sigurður Þórir Þorsteinssson, þjálfari, Hrannar Leifsson, Sigurður Helgi Harðarson, Þórður Þorsteinssson, Kristján Ágúst Jóhasnnsson. B-LIÐ Fylkis, efri röð frá vinstrl: Halldór Örn Þorsteinsson, þjálfari, Guðmund- ur Gunnarsson, Guðnl Alexanderson, Agnar Bragi Magnússon, Elvar Kári Ásmundsson, Sigurður Þórir Þorsteinsson, þjálfari. Neðrl röð: Finnbogi Hauk- ur Birgisson, Jakob Hreiðarsson, Jón Anton Jóhannsson, Ásgeir B. Asgeirs- son, Hjörtur Steinarsson. Tvöfalt hjá Fylki Fylkismenn eru samir við sig á Peyjamóti í Eyjum, þeir náðu besta árangri allra lia. Þeir sigruðu tvöfalt í flokki A- og B-liða, sem sagt bæði úti og inni. Þeir eiga því greinilega snjalla framtíðarleik- menn í Arbænum. Fylkismenn eru ekki alveg óvanir því að sigra á Sigfús G. Guömundsson skrífar Peyjamóti því árangur þeirra undan- farin ár er glæsilegur, þeir hafa einu sinni unnið hjá A-, B- og C-liðum árið 1992 en nú var til dæmis B-lið þeirra að sigra 3. árið í röð og alls 4 sinnum síðustu fimm ár, geri aðrir betur. Þó Fylkismenn hafi sigrað mest af liðunum stóðu allir leikmenn og lið sig geysivel á mótinu og gekk mótið mjög vel í flesta staði. Veðrið var gott allan tímann nema öflug gróðrarskúr á laugardeginum setti smástrik í reikninginn og var keppni í hinum ýmsu þrautum sleppt á laug- ardagskvöldinu, en peyjamir létu sér ekki leiðast það kvöld frekar en önn- ur því grillaðar voru pylsur oní allan mannskapinn og einnig fylgdust þeir með hörkuspennandi leik landsliðsins og pressuliðsins. Alls taka 24 lið þátt í Peyjamóti nu og komast færri að en vilja. í þessum 24 liðum eru nákvæmlega 860 leikmenn, liðin eru flest með A-, B- og X-lið og einstaka lið með D-lið. Og svo skemmtilega vildi til að D-lið KR-inga sem tók þátt í inn- anhússmóti C-liða gerði sér lítið fyr- ir og skaut öðrum liðum ref fyrir rass og sigraði þar. Ingólfur Þórarins- son, besti varnar- maðurinn Stelst stundum framog næað skora „ÉG hef spilað allar stöð- ur á vellinum nema mark og ætli ég sé ekki búinn að finna réttu stöðuna núna, nokkurs konar varnartengiliður, ég stelst nú stundum fram á völlinn og næ þá stund- um að skora, svo ég er ekki alveg fastur í vörn- inni. Til þess að verða góður í fótboita þarf maður bara að æfa vel, hlusta á þjálfarann og svo tek ég líka lýsi. Ég á mér uppáhaldsvarnar- menn, þá Paolo Maidinio og Desaylle, báðir l\já AC Milan en ég held nú samt með Lazio á Ítalíu. Þetta mót er búið að vera mjög skemmtilegt og ég á eftir að muna lengi eftir því,“ sagði Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi, sem var útnefndur besti varnarmaðurinn. Skora mest rétt fyrir utan teig að um 1.-4. sæti ef við hefðum ekki tapað fyrir ÍR. Við spiluðum svo snemma við þá og áttum slakan leik, svo það gekk ekki. Róbert þykir skemmtilegast að skora mörk en Brynjari þykir allt skemmtilegt við fótboltann. Við höfum fínan þjálfara, hann Vigni Stefánsson, og mætum alltaf á æfingar þegar við getum, æfum vel og förum snemma að sofa, þá gengur vel hjá okkur. RÓBERT Benedikt Hvanndal Róbertsson og Brynjar Úlfars- son, leikmenn a-liós Hauka. Þeir félagar í A-liði Hauka, mark- vörðurinn Brynjar Úlfarsson og Róbert Benedikt Hvanndal Róberts- son, eru báðir á tíunda ári og eru búnir að skemmta sér vel á Peyja- móti. Brynjar er að koma í annað skiptið en Róbert í það fyrsta. Okkur hefur gengið alveg ágætlega, urðum í 5. sæti hjá A-liðunum og í 3. sæti innanhúss og fáum brons, það er mjög gott. En við hefðum getað spil- ARON Bjarnason Aron Bjamason, 10 ára, C-liði UBK, markahæstur allra á mótinu með 17 mörk. Þetta er fyrsta Peyjamótið sem ég kem á, það gekk mjög vel hjá okkur, við urðum í 2. sæti, töpuðum fyrir Fram í úrslitaleiknum. Það var erfiðast að skora hjá þeim í Fram, þeir eru með mjög gott lið, en ég náði þó að skora einu sinni á móti þeim. Oftast skora ég mörkin rétt fyrir utan vítateiginn og reyndi að skjóta fast á ákveðinn stað, ég bíð ekki eftir boltanum fyrir utan teig heldur elti boltann um allan völl og reyni að vera sem mest í boltanum. Til að verða mikill markaskorari þarf maður að æfa sig vel og leggja sig allan fram. Ég æfi 4 sinnum í viku en er líka alltaf að leika mér í fót- bolta, sagði Aron, mesti markaskor- ari Peyjamótsins 1996 með 17 mörk. Æfum vel, förum snemma ad sofa og höfum góðan þjálfara Albert afi minn var sá besti ALBERT Brynjar Ingason, Fylki, var valinn besti leik- maður Peyjamótsins. Það voru aliir félagamir í liðinu mínu að segja að ég yrði val- inn bestur, svo ég var að vona að það mundi rætast og það rættíst, þetta er sko toppur- inn, þeir voru svo vissir af því ég skoraði á móti FH næstum frá miðju. Þetta er þriðji bik- arinn sem ég fæ en ég hef komið tvisvar á Peyjamót. Ég er alltaf að æfa mig í fótbolta og við í Fylki tókum allir lýsi á Peyjamótínu, það hafði greinilega góð áhrif. Albert Guðmundsson afi minn finnst mér vera sá bestí í fótbolta sem verið hefur, ég ætla mér að reyna að verða betri en hann einhvern timann og ekki væri leiðinlegt að ieika með AC Milan eins og hann gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.