Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 12
ÍÞROmR JU®nri0H]wMaí>íí> KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ámi Sæberg LEIKMENN ÍR hafa ekkl haft mlkla ástæðu tll að fagna það sem af er sumri. Á myndinnl fagna þelr markl gegn Lelknl en þeir höfðu ekki skorað eitt einasta mark í deildinni fyrir lelkinn. ÍR-ingar brutu loks ísinn NÁGRANNA- og botnslagur Breiðholtsliðanna tveggja, Leiknis og ÍR, fór fram á Leikni- svelli í gærkvöldi og sigruðu ÍR-ingar með þremur mörkum gegn tveimur. Fyrir leikinn höfðu þeirtapað öllum sínum leikjum og var því sigurinn kærkominn. Ahorfendur voru enn að týnast inn á áhorfendasvæðið þegar fyrsta mark ÍR kom sem köld vatnsgusa i andlit Edwin áhangenda Leiknis. Rögnvaldsson Markið skoraði Guð- skrifar jón Þorvarðarson af stuttu færi á 3. mín- útu eftir að varnarmönnum Leiknis mistókst að hreinsa frá er boltinn barst inn í vítateiginn. Með markinu tókst ÍR-ingum að leggja inn á markareikning sinn í fyrsta skiptið en fyrir leikinn voru þeir með væn- lega yfirdráttarheimild því marka- tala þeirra fyrir leikinn var 0:15. Á 13. mínútu fengu Leiknismenn vítaspyrnu. Ólafur Þór Gunnarsson, marvörður ÍR, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna, en hana tók Friðrik Ellert Jónsson. ÍR-fögnuðu misheppnuðu vítaspyrnunni mjög og skoruðu í kjölfarið sitt annað mark og var Guðjón Þorvarðarson þar aftur að verki. í þetta sinn skor- aði hann með skalla eftir horn- spyrnu. IR-ingar kunnu greinilega vel við sig eftir að hafa brotið ísinn því þeir skoruðu þriðja mark sitt fjórum mínútum síðar. Brynjólfur Bjarna- son kom á mikilli siglingu inn í miðjan vítateig Leiknis, tók þar við boltanum og spyrnti honum beint í netið. Leiknismenn voru ekki alls kost- ar ánægðir með leik sinn og hresst- ust dálítið. Þeir fengu aðra víta- spyrnu á 40. mínútu sem þeir nýttu sér til fulls. Það var Steindór Elíson sem skoraði úr henni og minnkaði muninn í tvö mörk. Staðan var því 1:3 í leikhléi, ÍR-ingum í hag. Leiknismenn tóku upp hanskann frá lokum fyrri hálfleik og skoruðu á 52. mínútu. Róbert Amþórsson komst inn fyrir vörn ÍR og skoraði með skoti framhjá Ólafi markverði. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum þrátt fyrir að ÍR-ingar hafi sýnt mikið hugrekki með því að sækja stíft að Leiknismarkinu þó forysta þeirra hafi verið aðeins eitt mark. Jafnhjá ÞórogVíkingi Þór og Víkingur skildu jöfn 1-1, er liðin mættust á Akureyri í gærkveldi. Þórsara vom óheppnir að ná ekki að knýja ReynirB. fram sig'ur en Þeir Eiríksson vom mun ákveðnari skrifarfrá og áttu góð færi í Akureyrí seinni hálfleik til að gera út um leikinn, en þeim tókst ekki að koma knettinum rétta boð- leið. Víkingar komu mun ákveðnari til leiksins og sóttu mun meira en Þórsarar framanaf. Þeir uppskáru svo mark sitt á 23. mínútu er Hörð- ur Theodórsson fékk sendingu inn- fyrir vörn Þórsara, sem var mjög götótt í leiknum, og skoraði með skoti rétt innan við vítateig. Eftir markið var sem vindurinn væri úr Víkingum og jafnaðist leikurinn það sem eftir lifði hálfleiksins. Þórsarar hafa greinilega fengið að heyra það hjá þjálfara sínum í hálfleik, því þeir tóku völdin á vell- inum í seinni hálfleik. Þeir áttu nokkur ágæt færi en tókst aðeins einu sinni að finna leiðina í mark Víkinga og var þar að verki Hreinn Hringsson sem skallaði í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Páls Gíslasonar á 71. mínútu. Eins og áður sagði voru Þórsara nær því að sigra í leiknum en þeir léku ágætlega í seinni hálfleik eftir að hafa átti erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Eftir ágæta byrjun virtust Víkingar hætta eftir að hafa skorað og reynda að halda fengnum hlut. Þeir voru mjög slakir í seinni hálf- leik og voru eflaust fegnir þegar leikurinn var flautaður af og þeir einu stigi ríkari. Fjör á Valbjarnarvelli KA-menn sóttu Þróttara heim á Valbjarnarvöll í Laugardal í blíð- viðrinu á sunnudag og var leikurinn oft og tíðum fjörugur og skemmti- legur á að horfa. Heimamenn komust yfir snemma leiks með marki frá Heiðari Sigur- jónssyni en gestirnir náðu að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og var þar að verki Þorvaldur Makan. Þróttur- um líkaði þó forystan greinilega vel því ekki leið á löngu þar til Zoran HJOLREIÐAR Micovic hafði komið þeim yfir á ný og þannig var staðan í leikhléi. Norðanmenn komu svo ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir aðeins þriggja mínútna leik jafnaði Bjarni Jónsson með laglegu marki. Heimamenn náðu forystunni í þriðja sinn um miðjan hálfleikinn með öðru marki Zoran Micovic en KA- menn neituðu að gefast upp, Þor- valdur Makan jafnaði sjö mínútum fyrir leikslok og liðin skiptu því stig- unum bróðurlega á milli sín á Val- bjarnarvelli á sunnudag þar sem baráttan var í fyrirrúmi í hörkuleik. Zuelle með forystu Eftir tvo leggi í hinni geysierfiðu Tour de France-hjólreiða- keppni hefur Svisslendingurinn Alex Zuelle forystuna en tími hans er fimm klukkustundir, tíu mínútur og 54 sekúndur. Frakkinn Frederic Moncassin gerir þó harða hríð að Zuelle og er tími hans einungis einni sekúndu lakari en Svisslendingsins og ljóst er að Zuelle þarf að halda vel á spöðunum ætli hann sér að klæðast áfram gulu treyjunni, sem forystusauðir keppninnar klæðast alla jafna. Þriðja sætið vermir svo Rússinn Yevgeny Berzin og er hann þremur sekúndum á eftir fyrsta manni en Miguel Indurain frá Spáni, sem talinn er sigurstrangleg- astur í keppninni, situr í sjötta sæti með tímann fimm klukku- stundir, 11 mínútur og sex sekúnd- ur. Hjólreiðakapparnir eru um þess- ar mundir staddir í Frakklandi en flestir telja þó að baráttan hefjist ekki fyrr en næstu helgi þegar hjól- að verður í átt að hinum stórbrotnu og mikilfenglegu Alpafjöllum. Miguel Indurain, sem ætlar að reyna við sjötta sigurinn og setja þar með met, tók enga áhættu í fyrstu tveimur áföngunum. „Fyrsta vikan er alltaf erfið. Mikilvægast Reuter ÍTALINN Marlo Clppolllni kemur fyrstur í mark á öðrum ðfanga. er að detta ekki og tapa ekki of miklum tíma,“ sagði Indurain eftir annan áfanga í gær. Úrslit / B10 Borgnes- ingar enn taplausir ^Skallagrímur frá Borgarnesi ,"^hélt toppsætinu í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sigr- aði FH-inga 1:0 í Kaplakrika á sunnudag og hafa Borgnesingar enn ekki beðið ósigur í deildinni það sem Sigurgeir Guðlaugsson skrifar af er sumri. í fyrri hálfleik sýndu bæði lið oft og tíðum ágætis knattspyrnu en marktækifærin létu hins vegar á sér standa og má í raun segja að hvorugur aðili hafi fengið eitt einasta umtalsvert tækifæri til að komast yfir í leiknum. Síðari hálfleikurinn hófst svo svipað og þeim fyrri lauk, heima- menn sóttu þó öllu meira, en það voru hins vegar gestirnir, sem tóku forystuna á 71. mínútu. Eftir að Daði Lárusson, markvörður FH- inga, hafði varið stórglæsilega skalla frá Sindra Grétarssyni hreinsuðu heimamenn frá marki sínu. Það dugði þó skammt því knötturinn barst til Björns Axels- sonar, sem var fljótur að átta sig og skaut að marki. Knötturinn fór í þverslá FH-marksins og skoppaði þaðan niður á völlinn, FH-ingar héldu leiknum áfram og hugðust byggja upp sókn en gestirnir heimt- uðu hins vegar mark. Gísli Jó- hannsson, dómari, ráðfærði sig þá við aðstoðardómara sinn, Halldór Einarsson, og benti því næst á miðjupunktinn, Borgnesingar höfðu tekið forystuna. Eftir markið reyndu heimamenn allt hvað þeir gátu til að jafna metin og áttu nokkur ágæt mark- tækifæri en inn vildi knötturinn ekki og það voru því gestirnir, sem fögnuðu sigri í leikslok. FH-ingar misstu á sunnudaginn af þremur dýrmætum stigum í bar- áttunni um 1. deildarsæti að ári en Skallagrímur virðist hins vegar á mikilli siglingu um þessar mund- ir og þeir koma fullir sjálfstraust til leiks í Árbænum á fimmtudag þegar þeir mæta Fylki í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. „Við erum bjartsýnir og munum leika af fullum krafti gegn Fylki á fimmtudaginn. Ég tel að ef við höldum áfram að leika varnarleik- inn eins vel og við höfum gert get- um við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Björn Axelsson, markaskor- ari Borgnesinga, eftir leikinn. Framarar gefa hvergi eftir Leikur Framara og Völsunga á Húsavík á sunnudag var lengst af lítið fyrir augað en greinilegt var þó að Safamýrarstrákarnir ætla hvergi að gefa eftir í baráttunni um 1. deildarsæti að ári og sigruðu þeir í leiknum 2:0. Það tók Ágúst Olafsson einungis sex mínútur að koma knettinum í mark heimamanna og koma þar með Frömurum yfir í leiknum en Ágúst var svo aftur á ferðinni á 50. mínútu, skoraði þá laglegt mark og gulltryggði sigur gest- anna. Framarar höfðu yfirhöndina í leiknum nær allan tímann og ekki batnaði staða heimamanna þegar einum þeirra, Hallgrími Guðmunds- syni, var vikið af leikvelli í síðari hálfleik. Framarar munu þó að öll- um líkindum eiga í harði baráttu við Skallagrím og Þór, og hugsan- lega fleiri lið, í allt sumar um tvö efstu sæti deildarinnar en þetta gamla stórveldi ætlar sér stóra hluti og á örugglega eftir að selja sig dýrt til þess að endurheimta sæti sitt í 1. deild að ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.