Morgunblaðið - 03.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.07.1996, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 3 Gubrandur Sig- urðsson fram- kvæmdastjóri Þróunarsviðs ÍS Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál © Nægur markaður talinn fyrir fram- leiðsluaukningu í fiskeldi Sýningar 7 íslenzka sjávar- útvegssýningin heldur áf ram að vaxa HUMARNUM LANDAÐ Morgunbladið/Sigurgeir • HÉR stendur yfir huraar- löndun úr minnsta humarbát flotans, Sjöfn VE, sem er tíu tonna bátur. Sjöfn var búin að landa í Eyjum rúmlega einu tonni af skottum þegar Ijósmyndara bar að garði. Á myndinni er Stígur Hannes- son, skipverji á Sjöfn, í þröngri lestinni. Rússarnir hafa ekki lengur ráð á soðningunni EINS og flest annað hefur fiskur hækkað mjög í verði í Rússlandi og hefur stór hluti þjóðarinnar ekki lengur efni á að fá sér í soð- ið. Alexander Rodín aðstoðarsjáv- arútvegsráðherra vill ráða bót á þessu með því að koma aftur á fót ríkisfyrir- tæki, sem væri jafnt í veiðum sem fiskdreifingu og sölu. Verð á fiskinum út úr búð hefur tvöfaldast Á tímabilinu janúar til september á síðasta ári tvöfaldaðist næstum því verð á fiski út úr búð í Rússlandi þótt verð til framleiðenda hækkaði miklu minna. Dreifingarkerfið er hins vegar í þvílíkum ólestri, að víða um landið er alls engan fisk að fá. Það er helst, að framboðið sé nægt í stærstu borgunum eins og Pétursborg og Moskvu. Rodín telur, að heildarafli Rússa geti orðið allt að 9,9 milljónir lesta á þessu ári en hann er þegar orðinn 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Þá hafa veiðar Rússa á alþjóðlegu hafsvæði aukist aftur en þær duttu að mestu niður eftir hrun Sovétríkj- anna. Vill aukna fullvinnslu Framleiðsla á fiski til neyslu jókst um 5,9% á síðasta ári og þá var fisk- mjölsframleiðslan 194.000 tonn. Jókst verðmæti hennar um 8,3% milli ára. Rodín segir, að helmingur rúss- neska fiskaflans hafi verið seldur út- lendum kaupendum, sem borgað geti strax í erlendum gjaldeyri. Innlendir kaupendur séu hins vegar fjárvana og geti oft ekki staðið við gerða samn- inga. Segist hann vera mjög hlynntur útflutningi en aðeins á fullunninni vöru, alls ekki á óunnum fiski. Innflutningur eykst Innflutningur á sjávarafurðum til Rússlands hefur verið að aukast og Rodín segir það vera mjög óæskilega þróun. Hún sé þó skiljanleg að sumu leyti, til dæmis hvað varðar norsku síldina, en „algert hneyksli“ þegar um það er að ræða, að fiskur, sem Rússar hafi veitt og selt úr landi, sé fluttur aftur inn sem unnin vara. Fréttir Gegn afnámi líntvöföldunar • BÆJARRÁÐ Vestur- byggðar er andvígt afnámi línutvöföldunar. Talið er að aflasamdráttur þar af þeim sökum geti orðið allt að 20%. Gísli Ólafsson, bæj- arsljóri Vesturbyggðar, segist hafa af því áhyggjur að með afnáminu leggist línuútgerð á tvöföldunar- tímabilinu af, sem þýði minnkandi atvinnu í bæjar- félaginu. Vesturbyggð hef- ur byggt að stórum hluta á þessum tvöföldunarveiði- tima./2 Þokkaleg • loðnuveiði • FÁ LOÐNUSKIP voru á loðnumiðunum norður af landinu í fyrrinótt en veiði var þokkaleg. Loðnuskipin voru víða stoppuð af í höfn í fyrradag þar sem verk- smiðjurnar fylltust af hrá- efni en mikil áta er í loðn- unni og hún brotnar fljótt niður. Mikið magn af loðnu barst að landi á mánudag og löndunarbið víðast hvar. Skipin voru hinsvegar að týnast á miðin í gærmorg- un./4 Á sjó með Rússum • BJÖRGVIN Sævarsson, nemi í Fiskvinnsluskóla Hafnarfjarðar, hefur und- anfarinn mánuð verið um borð í rússneska togaranum Makevka frá Murmansk. Hann segir umgengnina um aflann til fyrirmyndar og hráefnið sem skipið beri að landi sé fyrsta flokks. Makevka hefur landað ís- fiski á Vopnafirði en skipið hefur stundað þorskveiðar við Bjarnarey./5 Landsel fer fækkandi • TALNINGAR á landsels- stofninum árið 1995 benda til þess að í honum séu nú um 19 þúsund dýr og hefur tegundinni fækkað jafnt og þétt frá því að skipulegar talningar hófust. Margt bendir einnig til þess að útsel hafi fækkað við landið því samkvæmt talningu í fyrra reyndust haustkópar færri en þegar síðast var talið árið 1992. Talið er að í útselsstofninum séu nú um 8.000 dýr en hann var um 13 þúsund dýr á árunum 1982-90./8 Markaðir Þorskafli smábáta eykst • ÞORSKAFLI smábáta hefur aukizt mikið siðustu 10 árin samfara mikilli fjölgun bátanna og vaxandi sókn. I tonnum talið hefur þorskafli þeirra farið úr tæpum 24.000 tonn 1986 í 45.700 tonn í fyrra. Þorsk- afli á hvern smábát var nokkuð svipaður fyrstu ár þessa timabils eða 25 til 27 tonn á báta á ári að meðal- tali. í fyrra náði meðal- þorskafli á smábát svo há- marki í 31 tonni. 1986 voru smábátarnir 1.197. Þeir urðu flestir 1989 1.828 en voru í fyrra komnir niður í 1.461. Þorskafli smábáta árin 1985 «11995 1985*86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Bretar kaupa minna af ísfiski Innflutningur Breta á ísfiski jan.-feb. 1996 Færeyjar 3.346 Island 2.212 H Irland 1.905 Danmörk 1.267 Holland 739 Frakkland 359 Noregur 203 Þýskaland 132 Bandarikin 115 Portúgal 116 Sri Lanka 26 Spánn 24 Svíþjóð 20 Aðrir 140 Samtals 10.604 tonn • INNFLUTNINGUR Breta á ísfiski dróst nokkuð saman fyrstu tvo mánuði þessa árs. Nú nam þessi innflutningur 10.600 tonn á móti 12.400 tonnum í fyrra. Þarna ræð- ur úrslitum mikill samdrátt- ur á innflutningi frá ír- landi, seni féll úr 5.800 tonn- um, en þar er að mestu um makril að ræða. Mest kaupa Bretar frá Færeyjum, 3.350 tonn og næst mest héðan, 2.200 tonn, sem er aukning um rúmlega 400 tonn milli tímabila./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.