Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTKR Framselj anlegnr kvóti á nótaveiði NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að taka upp kvóta- kerfi fyrir nótaveiðiflota sinn. Hverju skipi verður þá uthlut- aður ákveðinn kvóti, sem síð- Norðmenn feta sig inn í kvótastýringu an má færa af einu skipi yfir á eitt eða fleiri, að því tilskyldu að skipið sem fært sé frá, verði úrelt. Ekki er ákveðið hvemig kvóta verður skipt milli skipa, hvort aflareynslan ræður, stærð þeirra eða hvort heildarkvóta verður skipt jafnt niður á skipin. í frétt frá norska sjávarútvegs- ráðuneytinu, segir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, að kvótakerfið verði tekið upp til að færa afkastagetu flotans að skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Kvótakerfið muni einnig auka arð- semi við veiðarnar, þannig að flot- inn verði frekar en ella fær um nauðsynlega endurnýjun. Verði dregið úr umfram veiðigetu, verði afkoma þeirra skipa, sem eftir verði, tryggari og atvinna sömuleið- is, þar sem afieysingar um borð verði þá í meiri mæli en nú er. Útgerðir, sem eiga fleiri en eitt skip, geta notað sér kvótatilfærsl- una, sömuleiðis útgerðir, sem verða sameinaðar eða starfa náið saman. Ákveðið þak verður sett á kvóta á skip. Þá verður leyfilegt að skipta upp kvóta á skipi, sem á að úrelda og skipta honum á fleiri en eitt skip. Kvóti sem færður er yfir á annað skip, tilheyrir því skipi í 13 ár. Nótaskipunum er skipt í tvo flokka, eftir landshlutum, Norður- Noreg og Þrændalög annars vegar og allt landið hins vegar. Kvóti sem færður er milli skipa og milli svæða, skerðist svo mismikið, eftir því með hvaða hætti tilfærslan er. Ekki kemur fram í fréttum frá Noregi hvort útgerðir þurfi að greiða fyrir kvótann. Þá er ekki heldur ljóst hvort útgerðum verður leyfílegt að selja kvótann, en svo virðist þó vera samkvæmt frétt í norska blaðinu Fiskeribladet. Lágt verð á þorskafla- hámarki Morgunblaðið/Árni Sæberg FREMUR lítil þátttaka var í uppboðinu enda margir að bíða eftir að verð myndist. Hér býður Hilmar A. Kristjánsson upp en kaupendur fylgjast spenntir með. FYRSTA uppboð á þorsk- aflahámarki smábáta var hald- ið hjá Kvótamarkaðnum hf. á dögunum og var verð lægra en búist var við. Margir smábát- asjómenn hafa beðið með eftir- væntingu eftir því að sjá hvem- ig verð á þorskaflahámarkinu muni þróast. Samkvæmt nýjum lögum um smábátaveiðar mega smábáta- eigendur nú selja af bát sínum þorskaflahámarkið yfir á ann- an krókabát eða báta. Á fyrsta þorskaflahámarksuppboði Kvótamarkaðarins hf. sl. mánu- dag var þorskaflahámarkskiló- ið á 145 krónur. Að sögn Hilm- ars A. Kristjánssonar, forsljóra Kvótamarkaðarins, er það verð ríokkuð lægra en fyrirfram var búist við, en sagði að verð gæti hækkað strax á næsta uppboði. Síminn hafi ekki stoppað undanfarna daga og margir eigendur minni báta í kvóta- kerfinu hugleiði að selja varan- legan kvóta sinn og kaupa krókabát og margfalda þannig aflaheimildir sínar. Hilmar seg- ir gríðarlegan áhuga á þorsk- aflahámarkinu, allir bíði eftir því að verð myndist og því sé að vænta mikilla breytinga í þessum málum. Uppboðin sniðin að þörfum smábátaeigenda Þorskaflahámarkið er boðið upp í lotum, ákveðinn kílóa- fjöidi í senn, og er hæstbjóð- anda frjálst að taka aila hlut- deildina eða eins mikið af henni og hann vill. Sá næst- hæsti getur tekið á sama verði og hæstbjóðandi allt sem eftir er eða eins mikið og honum sýnist. Hilmar segist telja þessa aðferð henta smábáta- eigendum vel þar sem þeir hafi ekki allir fullar hendur fjár og sé því boðið að kaupa eins stóra skammta og þeir ráða við. TSURUMI SLÓGDÆLUR Margar stærdir Níösterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 x 220 volt Tvöföld þétt- ing með sili- koniá snertiflötum Öflugt og vel opiö dælu- hjól meö karbíthnífum Skútuvogi 12a, 104 Rvk. tr 581 2530 Afnám línutvöldunar gæti þýtt 20% aflasamdrátt í Vesturbyggð bundnum útgerðarháttum. Gísli segir að með þessu minnkaði pott- urinn umtalsvert og hefði því lítil áhrif á heildarúthlutunina. Hann segir að þessari hugmynd hafi ver- ið komið á framfæri við sjávarút- vegsráðherra og þegar hafi komið viðbrögð við henni. „Við munum hinsvegar halda áfram að vinna að þessu máli. Eg geri hinsvegar ekki ráð fyrir því að menn vilji breyta neinu fyrr en búið er að keyra á þessu kerfi í eitt ár og sjá hvað kemur út úr því. Við hefðum viljað að smærri skip hefðu fengið að vera á tvöföld- uninni áfram. Það er alltaf verið að festa þetta kerfi rækilegar í sessi og afnema í raun alla lífs- möguleika og svigrúm fyrir þá sem hafa verið að gera út með hefð- bundnum hætti eins og gert hefur verið áratugum saman víða um landið," segir Gísli. Víða lokað nú í sumar NOKKUÐ er um sumarlokanir í frystihúsum víðsvegar um land vegna sumarleyfa starfsfólks. Þá er nú langt liðið á kvótaárið og hráefnis- staða iéleg hjá mörgum húsum. Am- ar Sigurmndsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir heldur meira um sumarlokanir nú en í fyrra og undanfarin ár. Fiskvinnslustöðvar sem grípa til sumarloknana loka flest í hluta júlí eða ágúst. Víða lamast starfssemin að einhverju leyti vegna sumarleyfa. Þá hefur hráefnisstaða einnig tölu- verð áhrif á starfssemi húsanna því nú er lítið eftir af kvótaárnum og margir eiga lítinn kvóta eftir. Líklega enn meiri á næsta ári Arnar segir að sumarlokanir séu með mjög svipuðum hætti og oft áður en segist hafa orðið heldur meira var við að fyrirtæki séu að taka ákvarðanir um að taka ekki á móti hráefni eða eru hráefnislítil og fari þá í sumarleyfíslokun. Hann seg- ir einnig viðbúið að á næsta ári verði enn meira um sumarlokanir. Það seni eftír er af kvótanum í byrjun júli 1996 (17% efttraf kvótaáriny) Þorskur, veiðiheimild, 102,0 þús. t, Ónotað, 5,2 þús. t. Ysa, veiðiheimild, 52,0 þús. t, Ónotað, 14,0 þús. t, Ufsi, veiðiheimild, 65,4 þús. t, Ónotað, 26,8 þús Karfi, veiðiheimild, 71,0 þús. t, Ónotað, 3,9 þús. t. Grálúða, veiðiheimild, 23,4 þús. t, Ónotað, 5,5 þús. t. Skarkoli, veiðiheimild, 14,0 þús. t, Ónotað, 4,4 þús. t, Uthafsrækja, veiðiheimild, 67,1 þús. t, Ónotað, 6,0 þús. t Innfjarðarækja veiðiheimild, 11,0 þús. t, Ónotað, 0,6 þús. t. Humar, veiðiheimild, 594 tonn Ónotað, 186 tonn Skel, veiðiheimild 9,3 þús. t, Ónotað, 1,2 þús. t. SHd, veiðiheimild, 128,7 þús. t, Ónotað, 2,8 þús. t. Loðna, veiðiheimild, 1.108 þús. t, Ónotað, 225 þús. t. BÆJARRÁÐ Vestur- A, i j * i nxi byggðar er andvígt afnámi Ottast að hefðbundin línutvöfðldunar og sam- línuútgerð leggist af 5 X“" um. Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segist hafa af því áhyggj- ur að með afnáminu leggist línuútgerð á tvöföldunartímabilinu af, sem þýði minnkandi atvinnu í bæjarfélaginu. Einnig sé ljóst að Vesturbyggð verði af töluverðum afla því þaðan sé gerður út mikill fjöldi línubáta sem byggi afkomu sína á línutvöfölduninni. Gísli segir erfitt að átta sig á hve mikill afli tapist úr sveitarfé- laginu með afnámi línutvöföldun- innar. Það sem bæjarráðið hræðist hinsvegar mest sé að hefðbundin línuútgerð í nóvember og fram að steinbítsvertíð í marsmánuði, leggist hreinlega af. „Það er ekki lengur fyrir hendi neinn hvati. Það er ljóst að þeir sem stunda þennan veiðiskap og eru núna komnir með kvóta, taka hann á hagkvæmustu tímum, í snurvoð eða önnur veið- arfæri, fremur en á línu sem er dýrt veiðarfæri. Þessir útgerðar- menn eru því ekki að taka eins mikinn afla á ársgrundvelli og þeir gerðu áður. Það er hætt við því að þetta sé um 20% minnkun í lönduðum afla. Umfang út- gerðarinnar hjá þessum línubát- unum, sem eru nokkuð margir og af misjöfnum stærðum, leggst að hluta til af og það getur verið slæmt mál fyrir Vesturbyggð sem hefur byggt að stórum hluta á þessum tvöföldunarveiðitíma. Beitning dettur niður og hluti af vinnslunni líka. Inn í þetta kem- ur þó að fiskverð er hátt á þessum tíma og útgerðarmenn meta hvað kostar að gera út á ákveðið veiðar- færi og hinsvegar hvaða verð þeir geta væntanlega fengið fyrir fisk- inn. Það getur því hugsanlega haft þau áhrif að menn halda áfram að gera út á þessum tíma en það verða aldrei allir. Það er því ekki gott að gera sér grein fyrir því hvernig þetta fer,“ segir Gísli. Smærri bátar áfram á tvöföldun Sú hugmynd hefur komið fram hjá bæjarráði Vesturbyggðar að línutvöföldunin verði aðeins af- numin hjá stærri skipum en land- róðrarbátar hafi hana áfram. Það tryggi áfram einyrkjabúskapinn og menn geti bjargað sér með hefð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.