Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 C 3 VIÐTAL IS STENDURISTORRÆÐUM MEÐ UTRF AUSTUR A KAMTSJATKA Framleiddu afurðir fyrir 3,2 milljarða ____Samstarf íslenskra sjávarafurða við útgerðaraðila á Kamtsjatka- skaganum í Rússlandi hefur gengið mjög vel og frekara samstarf fyrirhug- að. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs ÍS, sem hefur verið með annan fótinn á Kamtsjatka að undanförnu, sagði * Helga Mar Arnasyni frá samstarfinu. SAMSTARFSSAMN- INGUR íslenskra sjáv- arafurða við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF á Kamtsjatka er nú um það bil hálfnað- ur. Samstarfið hefur gengið vel að sögn Guðbrands Sigurðsson- ar framkvæmdastjóra þróunarsviðs ÍS og hafa þar verið unnar sjávarafurðir að verð- mæti um 47 milljónir dollara, 3,2 milljarðar króna. Guðbrandur segir Rússa taka vel á móti Islendingum á Kamtsjatka enda njóti allir góðs af samstarfinu og áframhaldandi samstarf sé fyrirhug- að. Islenskar sjávarafurðir gerðu árið 1993 samning við UTRF um sölu og framleiðslu á Alaskaufsa um borð í einum _af norskbyggðum togurum þeirra. í nóvember á síðastliðnu ári var síðan undirritaður árssamningur um rekstur, framleiðslu og sölu sem lýtur að þeim hluta UTRF sem ein- beitir sér að fiskveiðum og bolfisk- verkun. IS tók 1. desember sl. að sér rekst- ur á fjórum móðurskipum, sextán togurum sem afla móðurskipunum hráefnis og þar að auki fjórum rúss- neskum frystitogurum og tveimur togurum smíðuðum í Noregi, svoköll- uðum Sterkoder skipum. Þannig að samtals sér ÍS um rekstur á 26 skip- um á Kamtsjatka og felst aðstoðin í því að ÍS kaupir inn olíu, umbúðir og vistir og fær í rauninni greitt með aflanum sem unninn er um borð í þessum skipum. Til að koma þessum rekstri af stað hefur ÍS ellefu starfsmenn í landi á Kamtsjatka sem vinna að hefðbundn- um rekstri fyrirtækisins. Þar að auki eru 22 íslendingar um borð í skipun- um, bæði skipstjórnarmenntað fólk og fólk sem þekkir vel til framleiðslu og sér til þess að framleiðsla gangi vel og að gæði séu í lagi. Alltof gott veður Guðbrandur segir að um tveir þriðju hlutar af innkomu sjávarút- vegsfyrirtækja á Kamtsjatka komi inn á 5-6 mánaða tímabili. Alaska- ufsavertíðin stendur frá því í byijun janúar og lýkur í byrjun maí. Um 106 þúsund tonna Alaskaufsakvóti fellur undir samninginn sem IS gerði við UTRF og því til viðbótar er um 20.000 tonna kvóti af þorski, 20.000 tonn af flatfiski og um 10.000 tonn af síld. „Fyrripart ársins einbeittum við okkur að Alaskaufsa og má segja að það hafi gengið mjög vel. Að vísu var veður mjög sérstakt á þessum slóðum sem varð til þess að veiðar gengu ekki eins vel í fyrstu og vonir stóðu til. Veðrið var einfaldlega of gott. Það var of hlýtt og enginn lag- ís kom á hafið og þá eiga skipin erfiðara með að athafna sig. I ísnum verða þau stöðugri og það kemur sér vel þegar er verið að færa fiskinn úr veiðiskipunum yfir í móðurskipin. Vertíðin fór því rólega af stað en eftir því sem á leið, gekk þetta sí- fellt betur og í lok vertíðar vorum við búnir að veiða þarna ein 90.000 tonn af Alaskaufsa og framleiða sjávarafurðir fyrir um 47 milljónir dollara um miðjan maí,“ segir Guðbrand- ur. Guðbrandur segir að núna sé mun minna um að vera, þ.e.a.s. færri skip eru á sjó. Nú séu tveir frystitogarar á þorskveiðum og flaki um borð, nokkur veiði- skip á snurvoð og landi flatfiski og þorski um borð í móðurskip þar sem aflinn er heilfryst- ur. Á dögunum hafi síð- an verið send út vinnslulína fyrir þorsk- flakavinnslu sem verður sett upp í einu af móðurskipunum. Með því sé stefnt á blokkarvinnslu á þorskflök- um. Viljayfirlýsing um frekara samstarf Samningur ÍS og UTRF gildir til 1. desember á þessu ári og Guð- brandur segir mikinn áhuga hjá báð- um aðilum um að halda samstarfínu áfram. Forsvarsmenn UTRF hafi verið á íslandi nú í lok maí og þá hafi verið skrifað undir viljayfirlýs- ingu um áframhaldandi samstarf. „Við fórum mjög hratt inn í þetta samstarf á sínum tíma og lítill tími gafst til undirbúnings. Eg geri ráð fyrir því að með fenginni reynslu munum við sníða nýjan samning að því hvernig vinna okkar hefur verið að þróast. Við höfum séð að suma hluti geta Rússarnir gert mjög vel sjálfir og þurfa ekki mikið á okkar aðstoð að halda, tii dæmis við útgerð- ina á móðurskipunum en hana þekkja þeir mjög vel. Við myndum þá fyrst og fremst koma nálægt fagvinnslumálum um borð. Það hefur hinsvegar komið í ljós að í útgerðinni á Sterkoder skip- unum hefur náðst mun betri árangur með íslenskri skipstjórn og ég held að báðir aðilar hafi mikinn áhuga á að nýta þá þekkingu enda mikil verð- mæti í húfi. Mál sem lúta heildarfjár- málum fyrirtækisins snúa í sjálfu sér ekki að framleiðslunni sjálfri. Þetta er stórt fyrirtæki með fjölbreyttan rekstur og eins og mörg fyrirtæki í Rússlandi á það í miklum lausaljár- erfiðleikum og hafa verið að safna skuldum á undanförnum árum og þurfa í rauninni á hjálp sérfróðra manna að halda til að koma sér á réttan kjöl.“ Markaður í Rússlandi „Við höfum fram að þessu flutt framleiðsluna út en við höfum mikinn áhuga á að þjóna nærliggjandi mörk- uðum, jafnvel að vera meira með stýringuna á heildarsölumálum hér á Kamtsjatka. Og auðvitað er Rúss- land síðan mjög stór markaður. Hér er ofsaríkt fólk, fátækt fólk og mjög fátækt fólk en stór hluti fólks í Rúss- landi hefur orðið mjög góðar tekjur þó að auðæfunum sé auðvitað mjög misskipt." Samstarfið gengið vel Það er stór munur á menningar- heimum íslendinga og íbúa Kamt- sjatka, mismunandi viðhorf og mis- munandi lífsgildi. Guðbrandur segir að það hafi tekið ákveðinn tíma fyr- ir þetta ólíka fólk að ná saman og vinna saman. ÍS hefur boðið rúss- neskum starfsmönnum sínum hingað til lands á námskeið og til að kynna þeim íslenska fískvinnslu og segir Guðbrandur það hafi gefið mjög góða raun, Rússarnir hafi lært gríðarlega mikið og þetta eigi eftir að binda þennan hóp betur saman þegar til lengri tíma er litið. „Við komum þarna inn á sínum tíma eins og hvítur stormsveipur og var ætlað að kippa málunum í lag. Stjórnunarlega mátti því vænta þess að einhveijir yrðu óöruggir um stöðu sína og varir um sig. Fólkið á Kamt- sjatka er hinsvegar almennt afar gjafmilt og gestrisið. Samstarfið úti á sjó hefur gengið mjög vel og veru- legur árangur hefur náðst í gæða- málum enda hafa Rússamir lagt sig fram við að hjálpa okkar fólki og vinna með því. Það hefur líka áhuga á að breyta hlutunum með það fyrir augum að það sé þeim til hagsbóta með hærri launum. Ég held að flest- ir sem voru úti á sjó séu sammála um að tungumálið sé stærsta vanda- málið en þar fyrir utan hefur sam- starfið gengið mjög vel.“ Kjötbollur í öll mál Guðbrandur segir að reynt hafi verið að búa íslendingana, sem fóru til Kamtsjatka, undir ákveðið menn- ingaráfall enda sé flest í hálfgerðri niðurníðslu á þessum slóðum. Reynd- in hafi hinsvegar orðið sú að aðbún- aðurinn hafí verið mun betri en þeir áttu von á. Sérstaklega hafi myndast skemmtileg samfélög um borð í móð- urskipunum þar sem 260 manns eru í áhöfn og helmingurinn karlar og helmingurinn konur. Guðbrandur segir að aðbúnaðurinn í skipunum sé þokkalegur en það sem íslending- unum hafi þótt verst var einhæft mataræði. „Það er ekki það að fólkið fái ekki nóg að borða, heldur er allt- af það sama á boðstólum. Við reynd- um nú að bæta úr þessu og pöntuð- um meðai annars almennilegt kjöt frá Ameríku. Kokkurinn tók það hinsvegar og hakkaði það allt saman og síðan var boðið upp á sömu kjöt- bollurnar daginn út og daginn inn,“ segir Guðbrandur. Öðruvísi viðhorf í landi „I landi erum við hins vegar að vinna með fyrirtæki sem er mjög stórt en skipulagt á annan hátt en við eig- um að venjast. Þar sem við höldum utan um greiðsluflæðið í fyrirtækinu, þá gerist auðvitað mjög lítið nema við séum með í ráðum. Þar mættum við meiri andstöðu og menn þurftu að leggja meira á sig við að útskýra hlutina, veija gerðir sínar á þann hátt að þurfa að útskýra af hverju þessi ákvörðun er tekin en ekki hin, en smám saman er þetta allt saman að lagast,“ segir Guðbrandur. Góð vinnuaðstaða í landi IS er með skrifstofuaðstöðu í aðal- stöðvum UTRF og segir Guðbrandur hana mjög góða. Þeir hafi sett þar upp sitt eigið tölvukerfi sem í raun geri þetta samstarf kleift. „Það er kannski aðra sögu að segja af íbúð- unum. Okkur leist nú ekki allt of vel á íbúðirnar sem við skoðuðum þegar við vorum þarna fyrst. Við auglýstum síðan í blöðunum þarna og fengum að lokum ágætis íbúðir þótt þær séu ekki neitt líkar því sem að við þekkj- um hérna heirna," segir Guðbrandur. Guðbrandur Sigurðsson AÐALSTÖÐVAR UTRF á Kamtsjatka þar sem ÍS er með skrif- stofur. Húsið stendur við Leninskaya 18 en Islendingar hafa tam- ið sér að kalla götuna Hverfisgötu. RIS AHAL af Alaskaufsa og rússnesku sjómennirnir ofsakátir með árangurinn. Bilsom heyrnahlífar Eigum til varahlutií Bilsom heyrnahlífakerfin, bæöi hlífarnar og lúppukerfin. Einnig bjóðum við þjónustu við kerfin. Gerum tilboð í ný kerfi. Leitið upplýsinga. l/ARMÁZ Markholti 2, Mosfellsbæ, sími 566 8144 - fax 566 6241. Nýtt skip á verði gamals NÝ 60 M LÖNG OG 12 M BREIÐ NÓTA- OG TOGVEIÐISKIP . SJÓKÆLDIR LESTARGEYMAR 1400 M3 5000HA AÐALVÉL, 2X50 T. TOGVINDUR. 2X35 T. SNURPUVINDUR, 40T FLOTVÖRPUTROMLA, 24 T KRAFTBLÖKK. ALLUR ANNAR BÚNAÐUR í SAMRÆMI VIÐ STÆRÐ OG ORKU SKIPSINS. ALLAR VÉLAR OG BÚNAÐUR FRÁ VIÐURKENNDUM VESTUR-EVRÓPSKUM, JAPÖNSKUM OG AMERÍSKUM FRAMLEIÐENDUM. ÍBÚÐIR FYRIR 20 MENN í EINS OGTVEGGJA MANNA KLEFUM. ÍSLENSK HÖNNUN KÍNVERSK SMÍÐI HEILDARVERÐ Á SKIPI. kr. 510.000.000. FAXASKÁLI 2. REYKJAVÍK. SÍMI 562 3518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.