Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Alls fóru 120,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 2,4 tonn á 102,20 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 15,7 tonn á 90,69 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 102,3 tonn á 93,67 kr./kg. Af karfa voru seld alls 91,1 tonn. í Hafnarfirði á 48,76 kr./kg (4,01), á Faxagarði á 54,00 kr./kg (9,21) og á 57,75 kr. (77,89 t) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 65,8 tonn. í Hafnarfirði á 52,94 kr. (2,41), á Faxagarði á 52,35 kr. (7,51) og á 58,40 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (55,81). Af ýsu voru seld 150,5 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 75,15 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur m—mmm Karfi<-..........■■.> Ufsi ............» Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bremerhaven, Þýskalandi í síðustu viku. Af karfa voru seld samtals 116,3 tonn á 93,26 kr./kg og af ufsa voru seld 8,7 tonn á 108,73 kr. hvert kíló. Kr.Ag 180 160 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 567,6 tonn á 115,82 kr. hvertkíló. Afþorski voru seld samtals 44.4 tonn á 127,66 kr./kg. Af ýsu voru seld 339,5 tonn á 105,08 kr. hvert kíló, 78.4 tonn af kola á 158,67 kr./kg og 24,1 tonn af karfa á 86,74 kr./kg. Nægur markaður talinn fyrir framleiðsluaukningu í fiskeldi Stefnt er að allnokkurri aukningu í eldi næstu árin stuðla að allt að 2.000 tonna framleiðsluaukningu árin. Aðilar í fiskeldi telja að nægur markaður sé ingu í laxi ef menn geti sætt sig við álíka verð afurðir sínar. Markaðshorfur fyrir eldisbleikju eru haldið á spilunum. I MARKMIÐIÐ með endurlánum greiðslna af rekstr- arlánum til fiskeldis- fyrirtækja er að í fiskeldi næstu fjögur fyrir framleiðsluaukn- og Norðmenn fá fyrir taldar góðar ef rétt er Framleiðsla af slátruðum eldisaf- urðum nam í fyrra um 3.728 tonnum og áætlað er að framleiðslan verði um 4.220 tonn á þessu ári. Birgðir af lifandi laxi í áframeldi voru í árs- lok 1995 1.920 tonn sem er 166 tonna aukning frá fyrra ári. Fisk- eldis- og hafbeitarstöðvar slátruðu 2.880 tonnum af óslægðum laxi á árinu 1995 miðað við 2.896 tonn árið áður. Framleiðsla af slátruðum silungi á árinu 1995 var 860 tonn en 574 tonn árið 1994. Mest var slátrað af bleikju eða um 470 tonn- um. Framleiðsluverðmæti í fiskeldi var um 1.150 milljónir á árinu 1995 og er það nær óbreytt frá fyrra ári. Meðalverð á útfluttum eldisafurðum var 326 kr/kg á árinu 1995 en var 365 kr/kg á árinu 1994 sem er um 10,7% meðaltalslækkun milli ára. Verð á laxi lækkaði um 11% milli áranna en hinsvegar varð um 9-10% hækkun á meðalverði á bleikju. Framleiðni stöðvanna að aukast Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fískeldis- og haf- beitarstöðva, segir að framleiðslu- aukning í fiskeldi verði alls ekki vandamál. Fyrirtækin séu að lækka kostnað og aukningin verði samhliða því. Hann segir erfitt að spá í fram- vindu mála. Hann segir gæði skipta mjög miklu máli og hve mikil vinna sé lögð í markaðsþáttinn. Hann telur mikilvægt að reyna að vinna íslenska framleiðslu inn á sérhæfðari mark- aði þar sem mikið er lagt upp úr gæðum og fá þannig meira fyrir fiskinn. „Bg er alveg sannfærður um að markaðurinn er fyrir hendi en þetta er alltaf spuming um verð. Samhliða þessu mætti ennfremur leggja þyngri áherslu á að vinna þessar afurðir meira hér heima og fá þannig meira fyrir þær,“ segir Vigfús. Rétt markaðssetning á bleikju mikilvæg Vigfús segir málum allt öðruvísi háttað þegar komi að bleikjunni. Þar sé um að ræða óþekktan fisk þó reynt hafi verið af veikum mætti að kynna hann erlendis. Hann segir því ljóst að miklu meiri vinnu þurfi að leggja í kynningu og auka ekki Færeyjar framleiðsluna nema í takt við eftir- spumina. „Framleiðsla á bleikju má ekki aukast mikið nema að markað- urinn stækki. Annars gæti hún farið inn á ódýrari markaði en verðið má alls ekki verða lægra en nú er því bleikjan er mun dýrari í framleiðslu en lax. Bleikjan hefur ennþá tals- verða sérstöðu og gríðarlega mikil- vægt að vinna rétt að markaðssetn- ingu hennar,“ segir Vigfús. Aðvelt að losna við lax Silfurstjaman hf. í Öxarfirði sér sjálf um að selja framleiðsu sína og segir Björn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, að samkvæmt reynslu sé enginn vandi að losna við lax ef hægt sé að sætta sig við svipað verð og Norðmenn. „Við seljum samt dálítið af framleiðsl- unni inn á betri verð sem em stöð- ug. Fiskurinn frá okkur er ekki eins feitur og fiskur Norðmannanna og líkar þvi mjög vel. Framleiðsluaukn- ingin sem hefur verið veruleg síð- ustu árin hefur einnig komið á móti ýmsum neikvæðum þáttum í rekstrinum," segir Björn. Silfurstjarnan er stærsti bleikju- framleiðandi á íslandi og segir Björn verð á bleikju yfirleitt hátt. „Megnið af okkar bleikju fer á Bandaríkjamarkað og þar hefur verð verið nær óbreytt síðan 1990 og magnið verið að aukast um 20-25% á ári. Þessi markaður er langdýrmætasti bleikjumarkaður okkar og það em gerðar miklar kröfur og aðeins hægt að selja þangað bleikju með sérstökum roð- lit eins og við erum með,“ segir Björn. Magnaukning lykill að hagkvæmni Óskar G. Hallgrímsson, fiskút- flytjandi, telur að gmndvöllurinn fyrir fiskeldisrekstri í framtíðinni sé aukning í magni því með aukn- ingu og hagkvæmni í framleiðslunni verði fyrirtækin samkeppnishæfari á markaðnum. Hann segir að þann- ig verði nýting á fjárfestingum meiri og það sé mjög mikilvægt að það náist, sérstaklega í laxeldi. „Almennt er offramboð á laxi en markaðurinn hefur verið byggður mjög hratt upp samhliða því. Norð- menn eru nú byijaðir að beita tak- mörkunum á sinni framleiðslu og því hefur verið afskaplega erfitt að spá í það hvernig markaðurinn kem- ur til með að þróast. Lax er orðin það algeng verslunarvara að auð- velt er að selja hann á réttum verð- um en það er erfiðara að losna við dýran Iax.“ Óskar segir að hvað bleikju snerti virðist vera þar góð markaðstæki- færi og þar sé mikið óunnið starf. „Það er mikil þörf á meiri kynningu á erlendum mörkuðum. Það sem þegar hefur verið kynnt hefur tek- ist mjög vel, þannig að samhliða aukningu þar verða menn að átta sig á því að það þarf að fjárfesta í markaðssetningunni líka. Það er heldur ekki eins mikil verðsam- keppni í bleikjunni og hún nýtur tölverðrar sérstöðu ennþá,“ segir Óskar. 60.000 tonn af síld unnin hjá Havsbrun FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN Havsbrun í Fuglafirði í Færeyjum hefur nú tekið á móti um 60.000 tonnum af síld. Veiðarnar liggja nú niðri eins og er og óvíst að verksmiðjan taki á móti meiru af norsk-íslenzku síldinni í ár. Erlend skip hafa landað stórum hluta þessa magns. megnið af síldinni hefur farið í bræðslu en vaxandi hluti hennar fer nú til manneldis. Nú eru 30 ár síðan Havsbrun tók til starfa, en þar er mikið brætt af síld, loðnu, kolmunna, spærlingi og fleiri tegundum. 476 tonn c: :o f £ I 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 900 Utlutningur og útflutningstekjur af eldisafurðum laxfiska 860 millj. kr. 800 árin 1987-1995 700 600 500 400 300 200 Bleikja Heildarmagn af slátraðri bleikju 471 árin 1987-1996 388 tonn £10 10, '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 1 Fiskeldi fer vaxandi á ný Á síðasta ári slátruðu 33 eldis- stöðvar 471 tonni af óslægðri bleikju sem er um 21% aukning frá árinu 1994 en þá slátruðu 39 eldisstöðvar 388 tonnum af óslægðri bleikju. 24 eldisstöðvar voru með framleiðslu á bleikju- seiðum á árinu 1995. Birgðastaða af bleikju í eldisstöðvum í árslok 1995 var um 450 tonn. Út frá birgðastöðu í árslok 1995 og áætluðu sláturmagni eldisstöðva er reiknað með að framleiðslan árið 1996 verði u.þ.b. 550 tonn af óslægðri bleikju. í fyrra slátr- uðu 5 eldisstöðvar 378 tonnum af óslægðum regnbogasilungi sem er 133% aukning. Á síðasta ári slátruðu 4 eldisstöðvar um 10 tonnum af urriða en gert er ráð fyrir að slátrað magn af urr- iða verði innan við eitt tonn á þessu ári. Kvíaeldi tonn '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Á síðasta ári slátruðu 7 kvía- og fareldisstöðvar um 743 tonnum af laxi en árið 1994 slátruðu jafn- margar stöðvar rúmlega eittþús- und tonnum af laxi. í ár eru starf- ræktar 7 kvía- og fareldisstöðvar á landinu en gert er ráð fyrir að ein þeirra hætti starfsemi á árinu. Birgðastaða í árslok 1995 var 820 tonn af laxi og er áætlað að um 870 tonnum úr kvía- og fareldisstöðvum verði slátrað á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.