Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 1
 1996 MANNVIRKI MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ BLAD KSÍ yfirtekur framkvæmdir og rekstur Laugardalsvallar Brotid blað í sögu Reykjavíkurborgar Íngibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri greindi frá því í gær að borgarráð hefði ákveðið að ganga til samninga við Knattspyrnusam- band íslands um framkvæmdir og rekstur á Laugardalsvelli næstu 15 árin og tekur KSÍ við stjórn mann- virkjanna 1. janúar á næsta ári. KSI tekur að sér að koma upp nýrri yfirbyggðri stúku fyrir allt að 3.500 áhorfendur, sér um að koma fyrir sætum fyrir allt að 3.500 manns í núverandi stúku, lætur reisa klukku og upplýsinga- töflu fyrir knattspyrnu og fijáls- íþróttir, sér um endurnýjun á bað- og búningsklefum og kemur fyrir aðgöngumiðahliði við aðalinngang. Heildarkostnaður framkvæmda er áætlaður 166 millj. kr. og verður hönnun, uppbygging og íjármögn- un á hendi KSI en borgarsjóður greiðir árlega 14 millj. kr. til fram- kvæmda og reksturs í allt að 15 ár. KSÍ tekur einnig að sér að ann- ast framkvæmdir við viðgerð á núverandi stúku og endurbætur á aðstöðu fijálsíþróttamanna í Bald- urshaga, gegnt búningsher- bergjunum. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 20 millj. kr._ og greiðir Reykjavíkur- borg KSI kostnaðinn. Alþjóða knattspyrnusambandið herti kröfur um öryggi á knatt- spyrnuvöllum 1989 og lá þá fyrir að nauðsynlegt yrði að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir á áhorfendastæðum Laugardalsvall- ar en einungis er heimilt að selja í sæti á leiki í heimsmeistara- keppni, Evrópukeppni og Evrópu- mótum félagsliða. Ingibjörg Sólrún sagði að viðræður milli borgaryfir- valda og KSÍ um byggingu stúku við Laugardalsvöll hefðu staðið yfir frá 1992. Ljóst væri að um mikið hagsmunamál fyrir knattspyrnu- hreyfmguna í landinu væri að ræða og borgaryfirvöld væru afskaplega ánægð með samstarfið við KSÍ og gang mála. „Við trúum því að í rauninni sé verið að bijóta blað í sögu borgarinnar með þessu móti,“ sagði borgarstjóri. Morgunblaðið/Steinþór Tímamótasamningi fagnað INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjórl, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fögnuðu tímamótasamnlngl borgarlnnar og KSÍ í Róðhúslnu í gær. Guðmundur með tilboð frá Þýskalandi GUÐMUNDUR Bragason, landsliðsmaður í körfubolta úr Grindavík, hefur fengið tilboð um að gerast leikmaður með þýska liðinu TSV Spey- er, sem leikur í 2. deild. Liðið varð Suðurdeildarmeistari í 2. deildinni sl. ár og var hárs- breidd frá því að komast upp í 1. deildina. „Þetta er mjög spennandi tilboð og kom óvænt upp. Ég var ekkert að sækjast sér- staklega eftir að komast út, en þetta er freistandi. Það hefur verið draumur lengi að geta helgað sig körfuboltan- umogbættsig. Þettaerkær- Guðmundur komið tækifæri og ætti að gera mig að betri körfubolta- manni,“ sagði Guðmundur Bragason í samtali við Morgunblaðið, en hann er staddur í sumarfríi á Flórída. Guðmundur taldi meiri líkur á þvi að hann færi út en ekki. „Ég er búinn að ræða þetta lauslega við forráðamenn körfuknattleiks- deildarinnar í Grindavík og þeir setja sig ekki upp á móti þessu, en ég var búinn að gera eins árs samning við Grindavík. Þetta er tæki- færi sem ekki er hægt að sleppa. Það verður munur að geta helgað sig körfuboltanum í stað þess að vinna tíu til tólf tlma og fara síðan á æfingar,“ sagði Guðmundur. Tómas Tómasson er umboðsmaður Guð- mundar og sagði hann að það væru einnig tvö grísk lið sem hefðu sýnt Guðmundi áhuga. „Ég er búinn að senda félögunum myndbandsspól- ur af Guðmundi I leik og vonast til að heyra frá þeim fyótlega. Tilboðið frá þýska liðinu er gott, en það eru enn meiri peningar í Grikk- landi. Körfubolti er íþrótt númer eitt í Grikk- landi og félög þar hafa verið að fá til sín NBA-leikmenn,“ sagði Tómas. Tómas sá einnig um samninga Teits Örlygs- sonar við gríska félagið Larissa. Teitur heldur utan 20. júli og fer í læknisskoðun áður en hann skrifar endanlega undir tveggja ára samning við félagið. Æfingar hjá griska liðinu hefjast 27. júlí. Tómas hefur einnig verið að vinna í því að koma Herberti Arnarssyni úr ÍR og Jóni Am- ari Ingvarssyni úr Haukum í lið erlendis. Hann segir erfiðara að koma bakvörðum að þjá evrópskum félögum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið að gengið hefði verið til samninga að vel athuguðu máli. Um væri að ræða viðbót við viðamikinn rekstur sem ætti að geta skilað sambandinu auknum tekjum og ekki yrði um samdrátt á öðrum sviðum að ræða vegna þessa. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þennan samning,“ sagði hann. „Þetta er stór dagur hjá knattspyrnumönnum um allt land.“ Eggert hrósaði borgaryfir- völdum og embættismönnum góð- an skilning á mikilvægi málsins og hröð vinnubrögð. „Þetta er mikill tímamótasamningur," sagði hann. „Knattspyrnuhreyfingunni er sýnd mikið traust og þetta er mikil virð- ing fyrir KSÍ.“ Hann sagði að hönnun stúku væri þegar hafin og gert væri ráð fyrir að bjóða út fyrsta áfanga í september en framkvæmdum við stúkuna ætti að vera lokið fyrir 1. júní á næsta ári. ísland tekur á móti Litháen í undankeppni HM ll'.Júnf 1997 en þess má geta að KSÍ heldur upp á 50 ára afmæli sambandsins á næsta ári. í máli borgarstjóra kom fram að rekstrarkostnaður borgarinnar vegna Laugardalsvallar hefði verið um 12,6 millj. kr. á ári að meðal- tali undanfarin ár en þegar á heild- ina væri litið væri samningurinn ekki aðeins til hagsbóta fyrir KSÍ heldur einnig borgina. Hún þyrfti ekki að sjá um uppbygginguna en eignaðist mannvirkin eftir 15 ár. Steinunn Óskarsdóttir, formaður ÍTR, sagði að ekki þyrfti að segja upp starfsmönnum vegna samn- ingsins því núverandi starfsmenn fengju önnur verkefni hjá borg- inni. Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR, sagði að starfs- mönnum vallarins hefði verið gerð grein fyrir hvert stefndi og þótt ekki kæmi til uppsagna væri um að ræða leið til hagræðis og sparn- aðar í rekstri ÍTR. Þróttur flytur í Laugardalinn Á FUNDI borgarráðs í gær var lögð fram samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs um að geng- ið verði til samninga við Knatt- spyrnufélagið Þrótt um flutn- ing á starfsemi félagsins í Laugardal. SI. haust samþykkti borgar- ráð tillögu ÍTR um að teknar yrðu upp formlegar viðræður við Þrótt um fyrrnefndan flutn- ing og hafa þær staðið yfir síð- an. Ákveðið hefur verið að Þróttur láti af hendi svæði og húsnæði félagsins við Sæviðar- sund, hætti við byggingu íþróttahúss á svæðinu og end- urgreiði borginni fjármuni vegna samnings um bygging- una. Tennisvellir verða áfram við Sæviðarsund næstu fimm árin en síðan verða byggðir nýir vellir í Laugardal. Byggt verður bað- og búningsklefahús með félagsaðstöðu við gervi- grasvöllinn í Laugardal og fé- lagið fær grasæfingasvæði við Engjaveg, Álfheima og við skautasvellið í Laugardal en Valbjarnarvöllur verður aðal- keppnisvöllur félagsins. KNATTSPYRNA: 16 LIÐA ÚRSLIT BIKARKEPPNIKSÍ / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.