Morgunblaðið - 03.07.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 03.07.1996, Síða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Þau nálguðust hvort annað ÞIÐ notið tannstöngla, eldspýtur eða eitthvað álíka. Leikurinn felst í því að hringur er lát- inn ganga á milli þátttakenda þannig að aðeins er leyfilegt að nota tannstöngulinn, eldspýtuna eða hvað það er nú og rúsínan í pylsuendanum: Hafið aðeins á milli varanna, ekki nota tennurnar. Sýnist auðveldara en það er. Maður á eyðieyju Bjarki Hlífar Stefánsson, 8 ára, sendi þessa mynd sem hann nefnir „Maður á eyðieyju". Ekki vitum við hvernig maðurinn lenti í þessari klípu því það er ekk- ert grín að vera stranda- glópur á eyðieyju. Vonandi er skip skammt undan sem^ kemur og sækir manninn. Á meðan hann bíður getur hann gætt sér á kókoshnet- um af pálmanum. Smiður í vanda Smiðurinn snjalli á myndinni er þrátt fyrir snilldina hálf ráðvilltur á svipinn. Hann þarf nefnilega að finna í naglahrúgunni nagla sem eru jafn langir naglanum neðst á myndinni. Getið þið, krakkar, fund- ið út hversu margir naglanna eru í réttri stærð? Svarið er í Lausnum. ____________________ Allir á grímu- ball Sjöfn Haraldsdóttir, sem er fimm ára og býr í Hrauntungu 8 í Kópavogi, sendi þessa mynd af fólki á leið á grímuball. Það lítur helst út fyrir að sólin hafi líka búið sig út í grímubún- ing. Við efumst ekki um að allir hafi skemmt sér vel. Bestu-þakkir fyrir skemmtilega mynd. í SIGURVÍMU Sigga og hinar stelpumar í handboltaliðinu eru að springa úr gleði. Þær æfðu stíft í allan vetur þar sem æfíngin skapar að sjálfsögðu meistarann, og nú hafa þær malað andstæðingana. Það er eðiilegt að þær finni þjá sér þörf til að faðma hver aðra. Stelpumar em sjö í liðinu að markmanninum meðtöldum. Hversu mörg verða faðmlögin þegar allir hafa faðmast? Svarið er í Lausnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.