Morgunblaðið - 04.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 04.07.1996, Page 1
72 SÍÐUR B/C 149. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Um 67% kjörsókn í seinni umferð f or setakosninganna í Rússlandi Orugg forysta Jeltsíns eftir stórsigra í austri Forsetinn hafði 14% forskot á frambjóðanda kommúnista þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn - Bill Clinton seg- ir kosningarnar sigur lýðræðisins í Rússlandi Moskvu. Reutcr. KOSNINGASPÁR, sem birtar voru undir miðnætti í gærkvöldi, bentu til þess að Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti myndi bera sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninganna sem fram fóru í Rússlandi í gær. Samkvæmt tölum sem birtar voru kl. 23 þegar um 65% atkvæða höfðu verið talin var Jeltsín með 54,55% atkvæða, Gennadí Zjúganov, fram- bjóðandi kommúnista, með 39,44% en 5,09% voru andvíg báðum. Kjör- sókn var áætluð rúm 67% en menn Jeltsíns höfðu óttast mjög afleiðingar þess ef hún næði ekki 60%. Bill Clin- ton Bandaríkjaforseti sagði í gær- kvöldi að forsetakosningarnar í Rússlandi væru „sigur fyrir lýðræð- ið“. Þær sýndu hversu langt pólitísk- ar umbætur síðustu fimm ára hefðu borið Rússa og að kosningarnar væru sögulegur áfangi eftir að Rúss- ar hefðu um aldir verið undir stjórn keisara og lotið kúgun kommúnis- mans. Þótt úrslit lægju ekki fyrir ríkti fögnuður í herbúðum Jeltsíns og skáluðu stuðningsmenn forsetans í kampavíni. Fulltrúar kommúnista voru þungir á svip í sjónvarpsvið- tölum en lögðu áherslu á að úrslitin yrðu virt. Búist var við að forskot forsetans myndi minnka nokkuð er tölur tækju að berast úr „Rauða beltinu" svo- nefnda, landbúnaðar- og iðnaðar- svæðum í mið- og suðurhluta Rúss- Reuter BORÍS Jeltsín kaus ekki í úthverfi Moskvu eins og búist hafði verið við, heldur í þorpi einu skammt frá höfuðborginni. Þar voru einung- is viðstaddir opinberir ljósmyndarar og myndatökumenn og var myndefninu dreift skömmu síðar, eftir að það hafði verið klippt. - Starfs- kona kjörsljórnar færir kjörkassa til svo hin 86 ára gamla Pelageja Sjúravleva eigi hægara um vik að koma kjörseðlinum á sinn stað. lands sem eru sterkustu vígi komm- únista. Til mótvægis við það var bent á að enn væru ótalin atkvæði í stærstu borgum landsins í vestur- hlutanum þar sem Jeltsín forseti nýtur yfirburðafylgis. Yfir 105 milljónir manna voru á kjörskrá í 89 héruðum og var talið að allt að 70 milljónir manna hefðu gengið að kjörborði. í fyrri umferð kosninganna var kjörsókn um 70% en fréttaskýrendur höfðu bent á að hún þyrfti minnst að vera 60% í síð- ari umferðinni til að forsetinn gæti talist öruggur um endurkjör. - Fyrstu tölur í gær bentu til þess að forsetinn fengi 52% atkvæða á móti 41% Zjúganovs en að um 6% kjósenda vildu hvorugan. Sérstakur reitur var á kjörseðlinum fyrir þá sem vildu láta óánægju sína í ljós með þeim hætti. Á meðal þeirra sem nýttu sér þann möguleika, voru Míkaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sov- étríkjanna, og þjóðernissinninn Vlad- imír Zhírínovskíj. Ánægja hjá NATO og ESB Hjá Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu vörpuðu menn öndinni léttar í gærkvöldi og lýstu embættismenn hjá hvoru tveggja yfir ánægju með það að allt benti til sigurs Jeltsíns. Hann væri „þekkt stærð“ og endurkjör hans þýddi að litlar breytingar yrðu á samskiptun- um við Rússa, sem væri af hinu góða. Svo virðist sem kjósendur hafi ekki látið fréttir af bágu heilsufari forsetans hafa áhrif á sig enda var þeim lítt sinnt bæði í einkafjölmiðlum og hinum ríkisreknu. Jeltsín kaus í litlu þorpi skammt frá Moskvu og voru einungis viðstaddir opinberir ljósmyndarar og myndatökumenn. Virtist forsetinn stífur í hreyfingum en þó mun betur á sig kominn en í sjónvarpsávarpi sem sýnt var á mánudag. Kosningar fóru vel fram Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðu kosningarnar hafa farið vel fram. Kosningastjóri Zjúganovs, Valentín Kuptsov, tók undir þessi orð, þrátt fyrir að hann segði nokkur einstök dæmi um að illa hefði verið staðið að kjöri. Sagði hann kommúnista myndu taka úrslitunum með ró, hver sem þau yrðu. Háttsettur félagi í kommúnistaflokknum gerði í gær- kvöldi lítið úr yfirvofandi tapi Zjúg- anovs, sagði að kommúnistar myndu reka öfluga stjórnarandstöðu sem enginn valdhafi gæti horft framhjá. A meðal þeirra staða þar sem brotalöm var á framkvæmd kosning- anna var Tsjetsjníja. Áttu erlendir fréttamenn til dæmis auðvelt með að greiða atkvæði, starfsmenn kjör- staða afhentu þeim kjörseðil orða- laust eftir að þeir höfðu sýnt skilríki sem sýndu afar greinilega að þar væru útlendir menn á ferð. Kváðust nokkrir fréttamannanna hafa greitt atkvæði oftar en einu sinni en í öll skiptin ógilt atkvæðið með einum hætti eða öðrum til þess að hafa ekki áhrif á úrslit forseta- kjörsins. Heimamenn gátu kosið oft- ar en einu sinni með því að fara milli kjörstaða og rita nafn sitt á lista yfir „viðbótarkjósendur". Útiloka ekki kommúnista í sljórn Fylgismenn Jeltsíns útilokuðu í gær samsteypustjóm með kommún- istum, sem ráða lögum og lofum á þinginu, héldi forsetinn velli í kosn- ingunum. Þeir sögðu hins vegar vel mögulegt að einstaka flokksmenn fengju sæti í ríkisstjórninni, rétt eins og aðrir þingmenn, enda væru mannabreytingar í stjórninni nauð- synlegar. Bjóða stuðning fyrir sljórnarsetu Ankara. Reuter. SÁ flokkur, sem er yst á hægri vængnum í tyrkneskum stjómmál- um, hefur sett ríkisstjóm heittrúar- manna og Sannleiksstígsins það skil- yrði fyrir stuðningi sínum að flokk- urinn fái aðild að stjóminni. Búist er við að greidd verði atkvæði um traustsyfirlýsingu við stjómina í byijun næstu viku en allt að þrjátíu þingmenn Sannleiksstígsins hafa Stefnuskrá Erbakans hliðholl Vestur- löndum og markaðsöflum hótað að sitja hjá við þá atkvæða- greiðslu. Enginn friður hefur verið í flokki Tansu Ciller, Sannleiksstígnum, frá því að hún ákvað að ganga til stjórn- arsamstarfs við Velferðarflokk heit- trúarmanna og hafa sjö þingmenn sagt sig úr flokki hennar. Stjórnin hefur aðeins tíu sæta meirihluta á þingi og hefur því leitað stuðnings Sameiningarflokksins, sem er yst á hægri vængnum. Necmettin Erbakan, nýskipaður forsætisráðherra landsins, kynnti í gær stefnuskrá stjómar sinnar. í ræðu sem Erbakan hélt í þinginu lagði hann áherslu á baráttuna við verð- bólgu og nauðsyn þess að auka hag- vöxt. Þá sagði hann að stefna bæri að aukinni einkavæðingu, niðurskurði á opinberum útgjöldum og góðum tengslum Tyrkja við Vesturlönd. Bildt fundar með Milosevic Karadzic býður sig ekki fram Belgrad, Sanijevo. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóð- legu uppbyggingarstarfi í Bos- níu, átti í gær fund með Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, þar sem þeir ræddu kosningar í september og með hvaða hætti skilyrði, sem sett eru í friðarsamkomulaginu um Bosníu, séu uppfyllt. Neitaði Bildt að ræða við blaðamenn að fundi afloknum. Serbneska fréttastofan SRNA fullyrti í gær að Rado- van Karadzic, forseti Bosníu- Serba, hefði ákveðið að fara ekki fram í kosningunum sem haldnar verða í september, þrátt fyrir að flokksmenn hans hafi þrýst mjög á um það. Bosnfu-Serbar meina fmnskum sérfræðingum að- gang að líkamsleifum múslima við borgina Srebrenica. Tals- menn Sameinuðu þjóðanna segja Bosníu-Serba hafa sagst styðja rannsóknina en nú sé annað uppi á teningnum. Þeir hafí ekki gefið leyfi fyrir rann- sókninni og neiti að tryggja öryggi sérfræðinganna. ■ Nýjar refsiaðgerðir/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.