Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýir eigendur taka við rekstri Foldu Morgunblaðið/Sverrir * Arekstur við Krókháls TVEIR bílar lentu í árekstri á gatnamótum Krókháls og Hálsa- brautar á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur urðu engin alvarleg slys á fólki. Ökumenn beggja bifreiðanna fengu að fara heim að lok- inni skoðun, en farþegi annars bílsins var lagður inn til eftirlits. Deila vegna Hvalfjarðarganga < Þokast í sam- komulagsátt STÆRSTU hluthafar Foldu hf. á Akureyri, Regin hf., Fram- kvæmdasjóður Akureyrar, Jöklar hf. og Burðarás hf., sem eiga vel yfir 90% hlutfjár í fyrirtækinu, hafa selt hlut sinn til hlutafélag- anna Vopna hf. og Dropans hf. Vopni hf. er í eigu sömu aðila og eiga Sjóklæðagerð íslands hf. en Dropinn hf. er í eigu þriggja starfsmanna Foldu, þeirra Her- manns Sigursteinssonar, Tómasar Agnarssonar og Sæmundar Hrólfssonar og kaupa félögin jafn- anhlut. í framhaldinu mun Ásgeir Magnússon, láta af starfí fram- kvæmdastjóra innan tíðar og Her- mann Sigursteinsson, taka við, starfi hans. Regin hf. var stærsti hluthafinn í Foldu með rúmlega 57% eignarhlut, Framkvæmda- sjóður Akureyrar átti 35,7% og aðrir minna. Flestir starfsmenn endurráðnir Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur að undan- förnu verið unnið að endurskoðun á rekstri og skipulagi Foldu. Þar sem ekki tókst að ljúka endur- HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat utanríkisráðherrafund Eystrasaltsráðsins í Kalmar í Sví- þjóð 2. og 3. júlí sl. Auk utanríkis- ráðherra aðildarríkjanna sátu fund- inn Hans van der Broek, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, og Gay Mitchell, aðstoðarutanríkisráðherra írlands, formennskuríkis ESB. Helstu umræðuefni fundarins voru annars vegar umfangsmikil framkvæmdaáætlun fyrir starfsemi skipulagningunni fyrir mánaða- mót var gripið til þess ráðs að segja upp helmingi starfsmanna sl. föstudag, alls 37 manns. Það er hins vegar von stjóm- enda og eigenda Foldu að með þeim aðgerðum sem nú liggja fyr- ir verði framtíð starfseminnar tryggð og að ekki líði langur tími þar til fyrirtækið verður fullmann- að að nýju. Á starfsmannafundi í gær var tilkynnt að flest af því starfsfólki sem fékk uppsagnar- bréf yrði endurráðið og þar af 10-15 manns strax. Sjóklæðagerðin öflugt fyrirtæki Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Foldu segir að Sjó- klæðagerðin sé mjög öflugt fyrir- tæki í fataframleiðslu og Folda hafi verið verið að framleiða tölu- vert fyrir Sjóklæðagerðina m.a. kuldagalla. „Það er von okkar að með þessari breytingu takist að brúa þetta erfiða bil sem alltaf hefur verið í rekstrinum, sérstak- lega frá október/nóvember og fram í febrúar. Á þessum árstíma hefur verið dauft yfir starfseminni hér en nú kemur þá önnur starf- Eystrasaltsráðsins og hins vegar samskipti ráðsins við Evrópusam- bandið. Ráðherrarnir samþykktu framkvæmdaáætlunina á fund- inum. Halldór Ásgrímsson lýsti á fund- inum einörðum stuðningi íslendinga við starfsemi ráðsins. Hann minnt- ist á mikilvægi svæðisbundins sam- starfs í Norður-Evrópu, sem gegndi miklu hlutverki í samstarfi Norður- landanna. Hann sagði íslendinga semi inn í staðinn og vonandi tekst þá að byggja starfsemina upp.“ Breytingar á starfseminni Með tilkomu nýrra eigenda verður starfsemi fyrirtækisins mikið breytt og stefnt að því m.a. að sameina markaðsdeildir og samnýta enn frekar ýmsa þætti í rekstrinum. Ásgeir Magnússon, tók við starfi framkvæmdastjóra í framhaldi af endurskipulagningu fyrirtækisins í fyrra, þar sem nýir aðilar komu að rekstrinum. „Mér fannst ég bera töluverða ábyrgð á því að við settum þetta af stað á sínum tíma og vildi þess vegna fylgja því eftir eins og hægt væri,“ sagði Ásgeir, sem reiknar með að starfa eitthvað áfram við fyrirtæk- ið eftir að hann lætur af starfi framkvæmdastjóra. Árni Alvar Arason, markaðs- tjóri Foldu mun einnig hverfa til annarra starfa en sú breyting var reyndar löngu til komin og tengist ekki þeim áformum sem nú liggja fyrir. Aðalfundi Foldu sem settur var sl. föstudag verður fram hald- ið fimmtudaginn 11. júlí og á þeim fundi verður gerð grein fyrir af- komu félagsins á sl. starfsári. geta lagt sitt af mörkum til lýðræð- isþróunar í ríkjum við austurhluta Eystrasalts, m.a. með stuðningi við starf umboðsmanna í þessum lönd- um. Sama gilti um samstarf á sviði menntunar- og menningarmála. Halldór fagnaði öflugum stuðningi ráðsins við uppbyggingu í ríkjum við austanvert Eystrasaltið og því að ráðið hefði gefíð út stefnuskjal um málefni Eystrasaltssvæðisins. SAMNINGAFUNDUR verður hald- inn í dag í húsakynnum Ríkissátta- semjara vegna deilu vinnuveitenda og verkalýðsfélaga um kjarasamn- inga þeirra sem vinna við gerð Hvalfarðarganga, að beiðni deiluað- ila. Sigurður Bessason, varafor- maður Dagsbrúnar, segir að farið verði yfir stöðu mála, reynt að skil- greina hvar skilur á milli aðila og hvar lausn sé að finna. Fundur var haldinn í deilunni í seinustu viku og segir Sigurður menn komna talsvert langt í sam- komulagsátt, þótt enn skilji eitthvað á milli. Hæfilega bjartsýnir á lausn „Menn eru vonandi hæfilega bjartsýnir á að hægt sé að leysa úr þessum málum, þótt hvorum aðila fyrir sig fínnist skorta skilning á ákveðnum þáttum hjá hinum. Ég tel málin komin það langt að það í sýni sig mjög fljótlega hvort sam- j komulag náist eða ekki,“ segir Sig- urður. * Fulltrúar Dagsbrúnar, Raf- iðnaðarsambandsins, Samiðnar, Félags járniðnaðarmanna í Reykja- vík, Sveinafélags járniðnaðar- manna á Akranesi, Verkalýðsfé- lags Akraness og Framsóknar sitja fundinn í dag ásamt fulltrúm Vinnuveitendasambands íslands og ríkissáttasemjara. Aðildarfélög- ' in lögðu fram samræmda kröfu- j gerð í seinasta mánuði, sem gerði i ráð fyrir 25% hækkun á taxta * verkamanna og 23% hækkun handa iðnaðar- og rafiðnaðar- mönnum. Utanríkisráðherra sat fund Eystrasaltsráðsins Landmælingar íslands verða fluttar til Akranessbæjar fyrir árið 1999 Fyrstog fremstpóli- tísk ákvörðun Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRA blaðamannafundi í tilefni af ákvörðun um flutning Land- mælinga íslands. (F.v. Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Islands, og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. LANDMÆLINGAR íslands flytjast að ósk Guðmun'dar Bjamasonar, umhverfisráðherra, til Akraness og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang þar í ársbyrjun árið 1999. Guðmundur segir að hér sé fyrst og fremst um að ræða pólitíska ákvörðun í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um flutn- ing ríkisstofnana út á landsbyggð- ina. Starfsmenn Landmælinga Is- lands eru um 30 talsins. Þeim var tilkynnt ákvörðunin í gær. Ríkis- stjómin hefur samþykkt flutning- inn. Guðmundur sagði að umræðan um að flytja Landmælingar íslands til Akraness hefði hafist í tíð fyrri ríkisstjórnar. Hann hafi endurvakið hugmyndina og talið eðlilegt að miða við að stofnunin yrði flutt til Akraness eins og áður hefði verið gert ráð fyrir. Áður hefðu tvær rík- isstofnanir undir umhverfisráðu- neytinu verið fluttar út á land og hefðu flutningarnir gefið góða raun. Með flutningi Landmælinga væri stigið enn stærra skref því að um mun stærri stofnun væri að ræða. Guðmundur tók fram að með betri samgöngum og tækni yrði flutningur og rekstur ríkisstofnan- ana utan höfuðborgarsvæðisins auðveldari. Vegna Landmælinga nefndi hann að fyrirhugað væri að leggja fyrir næsta löggjafarþing frumvarp um Iandmælingar og kortagerð. í frumvarpinu væri m.a. tekið fram að stofnunin gæti falið öðrum aðilum verkefni. í tengslum við flutninginn væri ætlunin að kanna hagkvæmni þess að bjóða út einstök verkefni. Sú ákvörðun yrði til að gera starfsemina óháðari og styrkti því flutninginn. í máli Guðmundar kom fram að fyrirhugaður flutningur hefði verið kynntur starfsmönnum stofnunar- innar í gær. Hann sagði að fundur- inn hefði verið málefnanlegur. Eng- inn hefði andmælt flutningnum en upp hefði komið það sjónarmið um að flutningurinn væri ekki efnislega skynsamleg ákvörðun fyrir stofnun- ina sem slíka. Hjá Guðmundi kom fram að gert væri ráð fyrir að starfsmenn tilkynntu hvort þeir vildu starfa áfram hjá stofnuninni, eftir aðsetursskiptin, fyrir 1. janúar árið 1998. Hann sagðist vona að flestir héldu áfram og flyttu til Akraness. Ennfremur væri sá möguleiki fyrir hendi að ferðast á milli Reykjavíkur og Akraness. Óvíst er hvort sölu- og markaðs- deild Landmæliriga flyst til Akra- ness. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, tók fram að verið væri að taka afar mikilvægt skref í flutn- ingi ríkisstofnana út á land. Því væri mikilvægt að vel væri staðið að flutningnum. Sveitarfélagið myndi eftir fremsta megni greiða götu starfsmanna stofnunarinnar. Aðspurður um aðstöðuna á Akra- nesi sagðist hann ekki efast um að starfsmennirnir gætu fundið hent- ugt húsnæði og minnti á að félags- leg þjónusta væri afar góð í bæn- um. Kanna yrði hvar hægt yrði að fínna störf fyrir maka og eflaust væru að skapast mörg atvinnutæki- færi í mikilli grósku í atvinnulífinu á Akranesi um þessar mundir. j Akranesbær hefur boðist til að j greiða fyrir flutningi stofnunarinn- i ar, m.a. með beinum fjárstyrk. Gísli i sagði að aðalástæðan fyrir því væri að flutningurinn myndi styrkja og breikka grunn atvinnulífs á Ákra- nesi. Fyrirhugað er að stofnunin verði staðsett í nýju stjórnsýsluhúsi á Akranesi. Húsnæðið verður innrétt- að sérstaklega samkvæmt þörfum Landmælinga. Óvissuástandi eytt Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, sagði gott að óvissu- ástandi hefði verið eytt og komist hefði verið að niðurstöðu með fram- tíðarstaðsetningu stofnunarinnar. „Hins vegar höfðu starfsmenn búist við að málið væri komið út af borð- inu svo að nú verður væntanlega umræða innan stofnunarinnar um hvernig við mætum þessari ákvörð- ) un. En hún hlýtur á einn eða annan hátt að raska þeirri stefnu og þeim i verkefnum sem við vorum með,“ • sagði hann og tók fram að stofnun- in þyrfti óneitanlega að sækja mik- ið til Reykjavíkur og margir þyrftu að sækja til hennar. Hér færi því ekki hjá því að um fómarkostnað yrði að ræða. Spurningin væri hins vegar hvað menn sættu sig við að hann væri mikill. Hann tók fram að töluverð röskun og þar með tap ) myndi felast í því ef starfsmenn ) fylgdu stofnuninni almennt ekki. I Um ákvörðunina sagði hann að hún 1 væri algjörlega pólitísk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.