Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það fá nú ekki hvaða hross sera er að naga í stjórnarráðstúninu ... Gróðurhúsabændur eru vakandi fyrir nýjungum Flugan jók uppskeru og minkaði vinnuálag Morgunblaðið/RAX FEÐGARNIR Friðrik Rúnar Friðriksson og Friðrik Friðriksson voru að tína tómata í gær. A bak við þá suðar hunangsflugan. FRIÐRIK Friðriksson,. garðyrkju- bóndi í Ártúni í Ölfusi, segir að notk- un hunangsflugu við fijóvgun tóm- ataplantna hafi aukið uppskeru um- talsvert og minnkað vinnuálag bænda. Friðrik var fyrstur íslenskra gróðurhúsabænda til að nota hun- angsflugu við tómataræktun fyrir þremur árum, en núna er hún notuð af öllum tómataræktendum á land- inu. Áður en gróðurhúsabændur tóku hunangsfluguna í þjónustu sína fijóvguðu þeir sjálfir tómataplönt- urnar með því að hrista þær með sérstakri pumpu. Þetta var mikið verk því að fijóvga þurfti hveija plöntu einu sinni á dag. Ekki er eins árangursríkt að ftjóvga plöntuna þegar skýjað er úti því þá eru blóm plöntunnar lokuð og þess vegna bar þessi mikla vinna stundum takmark- aðan árangur. Friðrik hóf tilraunir með að nota hunangsflugu í gróðurhúsum fyrir þremur árum í samvinnu við Garð- yrkjuskólann í Hveragerði. Hann sagði að menn hefðu strax séð að flugan kunni miklu betur til verka en maðurinn. Hún fróvgaði plöntuna þegar hún væri tilbúin til fijógunar og árangurinn væri miklu betri. Nið- urstaðan væri sú að uppskera hefði aukist og vinnuálag bænda minnkað. Hefur kosti og ókosti að vera karlfluga Hunangsflugan er flutt inn frá Hollandi og Belgíu og kostar hvert bú 12-17 þúsund krónur. Endumýja þarf búin á 4-6 vikna fresti. Um er að ræða sömu flugu og finna má fljúgandi í görðum víða um land. Sú spurning vaknaði því í huga blaðamanns hvort ekki væri hægt að fanga hana úti og sleppa henni í gróðurhúsunum og spara þannig stórfé. Friðrik sagði að því miður bæri það takmarkaðan árangur. Flugan fijóvgaði plöntuna einungis fyrir tilstuðlan hunangsdrottning- arinnar. Ef hún væri veik eða ekki til staðar væri lítið gagn af flugi hunangsflugunnar. Friðrik sagði að eins og víðar væri það kvenndýrið sem ynni alla vinnuna. Karlflugan gerði ekkert annað en að eðla sig, en kvennflug- an væri á eilífum þönum um allt gróðurhúsið. Blaðamaður hafði á orði að það hlyti að vera gott að vera karlhunangsfluga. Friðrik sagði að það hefði vissulega sína kosti, en ókostirnar væru einnig nokkrir því að karlinn dæpist eftir að hafa eðlað sig. Tómatar á grein Friðrik er enn með vakandi auga fyrir nýjungum og í sumar setti hann fyrstur manna á markað svo- kallaða klasatómata. Þeir eru stærri en venjulegir tómatar. Aðal munur- inn er þó sá að þeir vaxa á einum stilk og er stilkurinn klipptur með þegar tómatarnir eru tíndir af plönt- unni. Þeir fá áfram örlitla næringu úr stilknum eftir að þeir hafa verið tíndir og eru því að margra mati bragðbetri. I verslunum hafa þessir tómatar verið kallaðir tómatar á grein. Friðrik sagði að góða veðrið í sumar hefði ekki hjálpað gróður- húsabændum mikið. Það skipti þá í sjálfu sér engu máli fyrir ræktunina hvaða hitasig væri fyrir utan gróður- húsin, en birtan væri hins vegar lyk- ilatriði. í vor hefði sólin ekki skinið neitt sérstaklega mikið. Skipst hefðu á skyn og skúrir og birtan því óstöð- ug. Hann sagði að gróðurhúsabænd- ur væru ekkert á móti því að hafa snjó fram eftir öllu vori því að snjór- inn endurkastaði sólargeislunum og yki birtuna. Raflýsing í gróðurhúsum hefur aukist mikið á síðustu árum. Friðrik sagði að hún hefði m.a. leitt til þess að tómatar kæmu á markað einum og hálfum mánuði fyrr en þeir gerðu fyrir tíma raflýsingar. Fyrstu ís- lensku tómatarnir hefðu komið á markað í apríl í vor. Verð á tómötum hefur lækkað mikið undanfarna daga enda er framleiðslan að ná hámarki. Nýr sendiherra Evrópusambandsins Sérskilgrein- ing fyrir íslenzk- an sjávarútveg? JOHN Maddison, sendi- herra Evrópusam- bandsins í Noregi og á íslandi, afhenti Vigdísi Finn- bogadóttur forseta trúnað-. arbréf sitt í síðustu viku. Maddison hefur aðsetur í Ósló en hefur hug á að koma til íslands oftar en forveri hans hafði tök á. „Ég mun reyna að koma til Islands að minnsta kosti annan hvern mánuð,“ segir Maddi- son. Sendiherrann segist gera ráð fyrir að einbeita sér eink- um að því að miðla upplýs- ingum um Evrópusambandið til íslendinga. Hann nefnir sem dæmi áhuga sinn á að koma upp evrópskri skjala- miðstöð á íslandi, en í slíkum miðstöðvum er meðal annars að fínna alla opinbera útgáfu Evrópusambandsins. „Nú þegar eru fimm slíkar mið- stöðvar í Noregi, en engin á Is- landi. Venjulega eru þessar mið- stöðvar settar upp í samstarfi við háskóla. Ég hef því mikinn áhuga á að kanna hvort Háskóli íslands vildi opna skjalamiðstöð, þannig að við gætum miðlað upplýsingum — ekki áróðri.“ Maddison segist hafa _ langa reynslu af samskiptum við íslend- inga á sviði samninga um við- skipti með sjávarafurðir. Sendiherrann segist ekki vera í neinum vafa um að fiskveiðar og sjávarútvegur muni áfram verða mikilvægasta málið í samskiptum íslands og ESB. Sjávarútvegsmál- in séu jafnframt eina hindrun þess að ísland gæti gengið í Evrópu- sambandið. „Ef hægt væri að finna lausn á sjávarútvegsmálunum, tel ég ekki að neitt annað mál ætti að standa í vegi fyrir aðild ís- lands, ef ísland vill ganga í Evr- ópusambandið," segir hann. „Þjóð- ir ganga auðvitað í sambandið af fúsum og fijálsum vilja og þær verða að sækjast eftir því að vera með. En þetta er kannski víta- hringur. Ef hægt væri að leysa sjávarútvegsmálin, myndi ísland vilja vera með, en til þess að hægt sé að leysa þau verður ísland að vilja vera með.“ Maddison segist reyndar telja að ekki megi einskorða umræður um hagsmuni þjóða af aðild að Evrópusambandinu við efnahags- mál; stjórnmál, saga og heimspeki séu líka ástæður þess að ríki sæk- ist eftir aðild að ESB. Hins vegar megi ekki líta framhjá því að sjáv- arútvegsmálin séu lífshagsmuna- mál íslands. „Eins og er á ég erfitt með að segja hvort Evrópusambandið gæti fundið lausn á sjávarútvegsmálun- um. Það fer eftir viðhorfi aðildar- ríkjanna," segir Maddi- son. „Sem stendur er stefnan skýr; sambandið hefur sameiginlega sjáv- arútvegsstefnu, sem er hluti af lögum þess og reglum og öll ný aðildar- ríki verða að samþykkja lög og reglur sambandsins. Við samþykkjum í mesta lagi aðlögun- artíma að þeim. Hins vegar — og þetta held ég að ísland ætti að reyna að hlera hjá aðildarríkjunum og fram- kvæmdastjóminni — mætti kanna hvort hægt sé að búa til sérstaka skilgreiningu, eins og við gerðum til dæmis varðandi fjallalandbúnað og heimskautalandbúnað. Spum- ingin er hvort hægt væri að búa til skilgreiningu um „Mið-Norður- Atlantshafs-fískveiðar" eða eitt- John Maddison Þ-John Maddison er fæddur í Bretlandi 1941. Hann nam við háskólana í Manchester, Cam- bridge og Grenoble. Hann kenndi frönsku í Englandi og ensku í Frakklandi áður en hann gekk í brezku utanríkisþjón- ustuna. Árið 1973 var hann í hópi fyrstu Bretanna, sem réð- ust i þjónustu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Undir hann hafa heyrt ýmiss konar alþjóðasamningar um unnar matvörur, þannig var Maddison aðalsamnmgamaður ESB í viðræðum við ísland um tollkvóta fyrir síld og aðrar sjávarafurðir á síðasta ári. Hann hefur einnig tekið þátt í undirbúningi stækkunar sam- bandsins til austurs. Maddison er nú í fyrsta sinn staðsettur utan Brussel, sem sendiherra ESB í Noregi og á íslandi, með aðsetur í Ósló. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. Sjávarútvegs mál eina hindrunin í vegi aðildar hvað því um líkt, sem augljóslega ætti aðeins við um fsland. Eg veit ekki svarið sjálfur. Sem stendur væri það sennilega neitandi, en þó er tilhneiging til þess innan Evrópusambandsins að víkja hluta stefnu sambandsins til hliðar gagnvart einstökum aðildarríkj- um. Ég er ekki viss um ágæti slíks, en í samningaviðræðum við Aust- ur-Evrópuríkin mun þetta án efa koma til umræðu. Ég held að minnsta kosti að hafi Islendingar á annað borð nægilegan áhuga á aðild, væri áhugavert fyrir þá að nota diplómatísk tengsl til að hlera hvað mönnum finnst um þetta og ræða möguleikann.“ Sendiherrann segist telja að núverandi tengsl íslands við Evr- ópusambandið, sam- kvæmt EES-samningn- um, séu í góðu horfi. Aðspurður hvort ESB hafí áhuga á samband- inu við EFTA-ríkin, nú þegar athygli sam- bandsins beinist austur og suður á bóginn í auknum mæli, segir hann: „Munurinn er sá að nú þegar hefur verið samið um EES. EES-samningurinn er nán- asta efnahagslega samband, sem við höfum við nokkurn heimshluta, það næsta sem ríki komast sam- bandinu án þess að ganga í það. EES er nú fyrir hendi og það þarf fyrst og fremst að viðhalda tengsl- unum. Augljóslega fer miklu meiri vinna í samskipti okkar við ýmsa aðra heimshluta, en rekstur EES hefur gengið mjög vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.