Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kúasmali með fót- boltadellu TÍKIN Týra frá bænum Stekk- um í Sandvíkurhreppi er ekki eins og aðrir hundar. Hún hefur sérstaklega mikinn áhuga á fót- bolta og hefur náð einstaklega glæsilegum árangri í þeirri íþrótt. Hún er einnig ein af fáum hundum á landinu sem sér um að reka beyurnar á bænum á mjaltatíma. Á seinni árum hefur vélvæðing i sveitum aukist mikið og nú er svo komið að börn og unglingar 'toma lítið nálægt heyskap. Börn voru áður ómissandi vinnukraft- ur í sveitum yfir sumarið. Þegar blaðamaður hitti Guðmund Lár- usson, bónda á Stekkum, spurði hann hvort það væri virkilega svo komið að það eina sem krakkarn- ir gerðu í sveitunum væri að ná í kýrnar. Guðmundur sagði að þjá sér kæmu krakkar lítið ná- Iægt þessu nauðsynlega verki því hundurinn sæi alfarið um það. Hann sagðist einungis opna hliðið og síðan sæi hundurinn um að reka kýrnar inn í fjós. Týra, sem er af skosku fjár- hundakyni, rekur kýrnar með því að hlaupa fram og til baka fyrir aftan þær. Ef það dugar ekki geltir hún lítið eitt og þá fara þær af stað. Guðmundur sagði að Týra ræki beljurnar á réttum hraða og biti þær aldrei. „Hún hefur reyndar þann sið að bíta alltaf i halann á beljunni sem fer síðust inn um fjósdyrnar, svona eins og í refsingarskyni fyrir að vera síðust.“ Góð í marki Helsta áhugamál Týru fyrir utan kúarekstur er fótbolti. Guð- mundur sagði að þessi áhugi hennar hefði komið mjög fljótt í Ijós. í fyrstu hefði hún bitið í boltana og sprengt þá, en hún Morgunblaðið/RAX TÝRA rekur kýmar á Stekkum heim og að því búnu er gott að bregða á leik með boltann. hefði náð að þróa knatttækni sína og væri búin að ná ótrú- legri leikni. Blaðamaður getur staðfest orð Guðmundar. Þegar boltan- um er sparkað nær Týra í hann og veltir honum til baka með því að ýta á hann með nefinu eða höfðinu öllu. Hún er einnig mjög góð í marki. Týra ver flest skot sem koma nálægt henni, en stærð hennar kemur í veg fyrir að hún nái háum boltum. Guðmundur sagðist í seinni tíð ekki oft gefa sér tíma til að leika fótbolta við Týru. Hún væri þess vegna mjög glöð þeg- ar gesti bæri að garði. Þá væri boltinn tekinn fram og knatt- spyrna leikin af miklum krafti. Hann sagði að þó að Týra væri einstaklega duglegur hundur væri hún stundum þreytt eftir leikina. Hún hefði þó aldrei ver- ið þreyttari en eftir daginn „Bændur bjóða heim“, en þá var hún í boltaleik frá morgni til kvölds. Vesturfara- setur opnað VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti ís- lands, mun opna Vesturfarasetrið á Hofsósi næstkomandi sunnudag. Dagskráin hefst klukkan 15. Sérstakt fyrirtæki, Snorri Þor- fínnsson ehf., hefur unnið að upp- byggingu safnsins. Hugmyndina að stofnun þess má rekja til samstarfs- verkefnis ellefu Evrópuþjóða, Ætt- irnar raktar, en að því stendur ferðaþjónustufólk og fræðimenn sem vinna að varðveislu minja og skjala tengdum flutningum Evr- ópubúa til Vesturheims. Ráðherrar og erlendir gestir flytja ávörp á opnunarhátíðinni og karlakórinn Heimir og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona skemmta. -----♦ ♦ ♦---- Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra Fjórar umsóknir FJÓRAR umsóknir höfðu borist um embætti héraðsprests í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra þegar umsóknarfrestur rann út 18. júní sl. Von er á niðurstöðu fljótlega. Umsækjendurnir eru dr. Arnfríð- ur Guðmundsdóttir, séra Gylfi Jóns- son, Sveinbjörn Reynir Einarsson, guðfræðingur, og séra Þórey Guð- mundsdóttir. Ingólfur Guðmunds- son lét af störfum héraðsprests 1. júlí sl. -----♦ ♦ ♦---- Flugmála- stjóri Namibíu í forystugrein Morgunblaðsins í gær var það ranghermi, að sagt var, að Grétar Oskarsson hefði gegnt starfi flugumferðarstjóra í Namibíu. Hið rétta er að Grétar er flugmálastjóri Namibíu og þar með einn af æðstu embættismönnum landsins. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kelduhvammur - Hafnarf irði Nýkomin til sölu falleg 4ra herb. 107 fm íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi. Allt sér. Verð 7,3 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sfmi 555 0764. Efri sérhæð i Hafnarfirði Nýkomin til sölu vönduð 3ja-4ra herb. um 100 fm íbúð við Reykjavíkurveg. Laus strax. Verð 6,7 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Melabraut - Hafnarfirði Vorum að fá í einkasölu þetta atvinnuhúsnæði skammt fyrir ofan höfnina í Hafnarfirði. Um er að ræða tvær hæðir, með innkeyrslumöguleika beggja vegna. Húsnæðið hefur verið nýtt sem vörugeymsla, en gæti nýst undir hvers konar fisk- vinnslu. Húsnæðið er í góðu ástandi, þó er lóð ekki fullfrágengin. Verð 44 milljónir. Nánari upplýs- ingar hjá fasteignasölunni As, Fjarðargötu 17, Hfj., sími 565 2790. Fjárframlög til tóbaksvarna aukast með nýjum lögum Styrkir til rannsókna NÝ tóbaksvamalög tóku gildi 1. júlí sl. Samkvæmt þeim má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára tóbak. Framlög til tóbaksvarna aukast einnig sam- kvæmt Iögunum. Þau fara úr 0,2% af brúttósölu tóbaks í 0,7% eða úr 8,9 milljónum króna á ári í 31,5 milljónir. Halldóra Bjarna- dóttir, formaður tóbaksvarna- nefndar, segir að nú sé verið að vinna að markaðs- og fjárhagsá- ætlunum til aldamóta en þær eru byggðar á stefnumótun frá síðasta ári. Ýmis verkefni styrkt Halldóra segir enn ekki hægt að greina frá því nákvæmlega hvemig f|ármagn muni skiptast á tiltekin verkefni en nefnir að hugs- anlega verði veittir einhveijir styrkir til rannsókna, gerð fræðslu- efnis verði fjármögnuð svo og fræðsla í skólum, námskeiðahald og fleira sem lýtur að tóbaksvörn- um verði stutt auk þess sem ákveð- inni fjárhæð verði varið til áróð- urs. „Við framleiðum öll þessi spjöld um reykbann og bæklinga um óbeinar reykingar og fylgjum eftir þeim verkefnum sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin ákveður á ári hveiju og við höldum áfram með reyklausa daga. Við þurfum áfram að fylgjast með tóbaksneyslu í landinu eins og búið er að gera frá árinu 1985. Markmiðið er svo að sjálfsögðu að minnka tóbaksneyslu enn frekar.“ Aðspurð um það hvernig banni á tóbakssölu til fólks yngra en 18 ára yrði framfylgt sagði Halldóra að heilbrigðisráðuneytið væri þegar búið að senda bréf til 700 söluað- ila. Með því bréfí væru nýju tóbaks- vamalögin og tvö spjöld sem vektu athygli á banninu. Spjöldin eiga að vera áberandi á sölustöðum. Hall- dóra sagði síðan Heilbrigðiseftirlits- ins og Hollustuvemdar í Reykjavík að fylgja banninu eftir og almenn- ings að veita aðhald. Segjast vera á undanþágu Hún sagði nokkuð hafa verið um það að 16 ára unglingar héldu því fram í verslunum að þeir hefðu mátt kaupa tóbak áður en lögin tóku gildi og þeir væm því á undanþágu frá nýju lögunum. Þetta væri að sjálfsögðu della, miðað er við afmælisdag og ef verslunarfólk er í vafa um aldur kaupanda á það að krefla viðkom- andi um skilríki. „Áður gat hver sem er keypt tóbak, sem orðinn var 16 ára, og afhent yngri ungl- ingi, jafnvel fyrir framan nefið á verslunarfólki, og það gat í raun- inni ekkert gert. Nú getur verslun- arfólk kært slíkt, vegna þess að ekki aðeins er bannað að selja tób- ak þeim sem era yngri en 18 ára heldur einnig bannað að afhenda þeim það,“ sagði Halldóra. Við brotum á sölubanni liggja fjársektir og getur heilbrigðiseftir- lit aðvarað söluaðila. Að sögn Hall- dóru má við ítrekuð brot beita ákvæðum laga um hollustuhætti. Unglingar sem ekki era orðnir 18 ára eru víða við afgreiðslu- störf. Halldóra segir að ekki hafi náðst að koma í gegn ákvæði í nýju lögunum sem gerði þá kröfu að þeir sem seldu tóbak væru einn- ig orðnir 18 ára. „Við lítum hins vegar þannig á að komi fram kæra þá sé verslunareigandi, verslunar- stjóri eða vaktstjóri ábyrgur," seg- ir Halldóra. Tóbakseftirlíkingar bannaðar Halldóra vekur athygli á að ákvæði í nýju lögunum um sæl- gæti og leikföng, sem eru eftirlík- ingar af sígarettum og þvílíku, mun skýrari en í gömlu lögunum. Nú er kveðið á um að innflutning- ur, framleiðsla og sala leikfanga og sælgætis sem er eftirlíking af sígarettum, vindlum eða reykjar- pípum eða er ætlað að minna á tóbak með öðrum hætti, svo sem myndskreytingu, sé bannaður. Að sögn Halldóru mun þetta hafa áhrif á einhveija íslenska fram- leiðslu og segir að athygli fram- leiðanda hafi þegar verið vakin á því. Einn framleiðandi breytti sælgætisnafni úr vindlum í rindla og verður ekki gerð athugasemd við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.