Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 H- MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ jf 5 * í I SIGRÚN Sigfúsdóttir fyrir framan nýja hluta farfuglaheimilisins Bóls. Gistirými aukið á far- fuglaheimilinu Bóli NY viðbygging við farfuglaheim- ilið Ból í Hveragerði hefur verið tekin í notkun. Byggingartími hússins sem er samtals 320 m2 á tveimur hæðum var óvenju stuttur en fyrsta skóflustungan var tekin í lok nóvember. Óvenju hagstætt veðurfar hjálpaði þar til og gerði hóteleigendum kleift að taka á móti fyrsta hópnum þann 12. maí. Með tilkomu nýju byggingar- innar eru í boði 8 tveggja manna herbergi með baði. Einnig er hægt að taka á móti 24 gestum í svefnpokapláss. Hafa þeir alla aðtöðu á staðnum, svo sem eldun- ar- og baðaðstöðu. Það eru hjónin Sigurður Páls- son og Sigrún Sigfúsdóttir sem eiga og reka farfuglaheimilið Ból, en þau ráku einnig til skamms tíma Hótel Ljósbrá í Hveragerði. Að sögn Sigrúnar er hún bjartsýn á reksturinn. Er- lendir gestir eru margir og aðal- lega frá Bretlandi. íslendingum sem gista á Bóli er einnig alltaf að fjölga enda eru þeir margir sem sjá kosti þess að gista í róleg- heitunum í Hveragerði en njóta samt nálægðarinnar við höfuð- borgarsvæðið. V atnalífssýning opnuð í gamla haughúsinu á Hólum VATNALÍFSSÝNING verður opn- uð á Hólum í Hjaltadal næstkom- andi laugardag, kl. 11. Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og um- hverfisráðherra opnar sýninguna, Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up flytur blessunarorð og Gerður Bolladóttir syngur við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem slík sýning er opnuð á íslandi. Vatnalífssýningin er sett upp í tengslum við fiskeldisbraut og ferðaþjónustu Hólaskóla og er meginmarkmið sýningarinnar að kynna almenningi dýralíf í ám, vötnum og votlendi á íslandi. Sýn- ingin er í rúmlega áttræðu haug- húsi undir fjósi sem teiknað var af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara. Haughúsið hefur fengið andlitslyft- ingu fyrir hið nýja hlutverk. Stórum glerbúrum, sem taka allt að 2.300 lítra, hefur verið komið fyrir og þar verða sýndar allar tegundir ís- lenskra ferskvatnsfiska, bleikja, urriði, lax, hornsíli og áll auk regn- bogasilungs sem nýttur hefur verið í fiskeldi. Auk þess er einnig að finna á sýningunni öll helstu smádýr sem lifa í ferskvatni. Þótt almenningur verði sjaldan var við þessi dýr er varla til sú tjörn eða lækur að hann iði ekki af fjölmörgum tegundum dýra sem eru fæða fiskana. Komið hefur verið fyrir smábúrum sem eru sérhönnuð til að hægt sé að fylgj- ast með atferli þessara smádýra. Gert er ráð fyrir að sýningin verði einnig nýtt til kennslu og rannsókna. Með því að stjórna ljósi og hita er hægt að stýra árstíðum í búrunum. Þess vegna verður hægt að sýna skólanemum dýrin á vet- urna þegar þau eru ekki aðgengileg í náttúrunni. Sýningin verður opin alla daga og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Egill Egilsson Að fegra sinn bæ Flateyri - Fréttaritari rakst á þennan fríða hóp unglinga undir handleiðslu verkstjóra síns við að fegra nálæga túnbletti á Flat- eyri á dögunum. Krakkarnir létu vel af því að vinna úti í góða veðrinu. Það er enda tilbreyting frá setunni á skólabekk að vinna úti undir beru lofti. Þegar haust- ar tekur síðan námið við á nýjan leik. I I I I I I I i I ( i í ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA HF. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Útgerðarfélag Akureyringa hf. Sölutímabil. 4. júlí 19% - 4. janúar 1997. Forkaupsréttur: Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 4. júlí - 24. júlí 1996. Þau hlutabréf, sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartfmabiii, mun félagið selja á almennum markaði eftir þann tíma. Nafnverð hlutabréfanna: 150.689.318 kr. Sölugeitgi: 4,50 á forkaupsréttartímabili og 4,50 á fyrsta degi almennrar sölu. Gengið getur breyst á sölutímabilinu verði breytingar á markaðsaðstæðum. Söluaðitar: Kaupþing Norðurlands hf., Kaupþing hf., Landsbréf hf., Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Handsal hf., Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. og afgreiðslur sparisjóðanna. Skráning: Áður útgefin hlutabréf Útgerðarfélags Akureyringa hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og verður einnig sótt um skráningu þeirra hlutabréfa, sem gefin verða út í þessu útboði að því loknu. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing Norðurlands hf. Útboös- og skráningarlýsing liggurframmi hjá söluaðilum og átgefanda. éMKAUPÞING NORÐURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri - Sími 462 4700, fax 4611235. Lífleg viðskipti með greiðslumark í sauðfé Vaðbrekku, Jökuldal.- Bændur í Jökuldalshreppi keyptu nærri átta hundruð ærgilda greiðslumark í sauðfé síðustu dagana í júni, en frestur til að stunda viðskipti með greiðslumark rann út þá um mán- aðamótin. Samkvæmt sauðfjárhluta bú- vörusamnings er gerður var á síð- asta hausti eru viðskipti með greiðslumark til sauðfjárfram- leiðslu óheimil eftir 1. júlí. Það voru þess vegna síðustu forvöð að festa kaup á greiðslumarki fyrir síðustu mánaðamót og mynduðust lífleg viðskipti fyrir mánaðamótin. Þótt nokkurt framboð væri á greiðslumarki lækkaði verð ekki svo neinu næmi og var milli fjórt- án og fimmtán þúsund fyrir ær- gildið þar til sölutímabilinu lauk. Hefur verð haldist svipað frá í mars í vetur en þá byijaði nýtt kvótaár. Þessi greiðslumarkskaup koma til með að styrkja byggð í Jökuldalshreppi nokkuð en þarna er um að ræða greiðslumark að ígildi tveggja meðalbúa. í Jökuldalshreppi er nær ein- göngu stundaður sauðfjárbúskap- ur. Þessi greiðslumarkskaup renna frekari stoðum undir búsetu í hreppnum, þar sem um aðkeypt greiðslumark er að ræða. Þetta greiðslumark var að jöfnu keypt af Suðurfjörðum og Suðurlandi. íbúar á Dalvík og Þórshöfn um áfengisútsölu Meinhluti vill áfengisútsölu MEIRIHLUTI íbúa á Dalvík og Þórshöfn eru fylgjandi því að áfengisútsölur verði opnaðar á stöðunum. Samhliða forsetakosningunum á laugardag voru íbúar á þessum tveimur þéttbýlisstöðum á Norður- landi spurðir um afstöðu til þess hvort opna ætti áfengisútsölur á þessum stöðum. Á Þórshöfn tóku 220 þátt í at- kvæðagreiðslunni eða 67,5% þeirra sem á kjörskrá voru. Fylgjandi áfengisútsölu voru 178 eða 80,9%, andvígir voru 36 eða 16,4% en auðir seðlar voru 6. Á Dalvík greiddu 861 atkvæði j um áfengisútsöluna eða 82,7% | þeirra sem voru á kjörskrá. Niður- | staðan var sú að 539 voru fylgj" andi eða 62,6% en 304 voru and- vígir áfengisútsölu í bænum eða 35,7% þeirra sem kusu. Auðir seðl- ar voru 15. Dalvíkingar tóku þátt í sams- konar könnun fyrir 6 árum, en þá voru niðurstöður á annan veg, ríf- lega 60% kjósenda voru andvígir ! því að áfengisútsala yrði opnuð í ( bænum en rösk 35% voru því fylgj" ' , andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.