Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrstu tölur frá Kyrrahafsströndinni gáfu til kynna sigur Jeltsíns Kjörsókn minni í anstnr- héruðum en í fyrri umferð Moskvu, Pétursborg, Vladívostok. Reuter. LIÐSMENN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta voru áhyggjufullir í gærmorgun er kjörsókn reyndist nokkru minni í Kyrrahafshéruðunum en í fyrri umferð forsetakosninganna 16. júní. Fyrir seinni umferðina var talið að yrði kjörsókn minni en 60% í landinu öllu gæti vel farið svo að Gennadí Zjúganov, forsetaefni kommúnista, sigraði. Síðar lyftist þó brúnin á mönnum Jelts- íns er þeim sýndist nær öruggt að kjörsókn yrði yfir 60% í landinu í heild. Kjörsóknin í 21 héraði á Kyrrahafsströndinni og í Síberíu var tæp 64% en alls eru héruð í Rússlandi 89. Fyrstu tölur sýndu að forsetinn hefði víðast hvar meira fylgi en Zjúganov í aust- urhéruðunum og sums staðar væri munurinn mikill. í borginni Vladívostok var Jeltsín með um 60% en Zjúganov 30% samkvæmt óopinber- um tölum fréttastofunnar Interfax. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar býr á hinn bóginn í Evrópu- hluta landsins og því lítið hægt að spá um loka- niðurstöðu fýrr en tölur bærust þaðan. Kosning fór hægt af stað í Moskvu í gærmorg- un. Óttast var að margir kjósendur og þá ekki síst í stærstu borgunum, þ. á. m. Moskvu og Pétursborg, þar sem Jeltsín hefur staðið best að vígi, myndu eyða frídeginum í sumarhúsum og sleppa því að kjósa. „Leggið frá ykkur hrífurnar og hlújárnin" Rússar hafa áður kosið á sunnudögum en ákveðið var að kjósa að þessu sinni í miðri viku í von um að kjörsókn yrði meiri fyrir vikið og veitt var frí frá vinnu. Settir voru upp kjörstaðir á hjólum við járnbrautarstöðvar til að reyna að fá ferðalanga til að nota atkvæðisréttinn. „Ég hvet ykkur, kæru Moskvubúar, til að standa upp úr sófanum, leggja hrífurnar og hlú- jámin frá ykkur og fara á kjörstað," sagði hinn vinsæli borgarstjóri í Moskvu, Júrí Lúzhkov. Hann er stuðningsmaður Jeltsíns og fékk um 90%. atkvæða í borgarstjórakosningunum 16. júní. Síðast var kosið til þings í desember og kosn- ingaleiði er útbreiddur, ýmislegt varð einnig til að taka athyglina frá kosningunum. Brasílísk sápa heillar Eitt vinsælasta sjónvarpsefnið á miðvikudög- um í Rússlandi hefur lengi verið sápuópera af brasílískum uppruna, „Tropikanka", er fjallar um tvíburasystur, önnur er ímynd góðleikans, hin er versta flagð. Ríkissjónvarpið rússneska sýndi í gærmorgun efni úr röðinni í tvær stund- ir við mikinn fögnuð og var ætlunin að reyna með þpssu að fá fólk ofan af því að fara upp í sveit. í Pétursborg mættu nokkrir kjósendur eld- snemma á kjörstað en þustu síðan heim til að horfa á þáttinn. Fáeinir kusu meðan á sýningu stóð en þegar henni var lokið fjölgaði hratt á kjörstöðum á ný. • • Oruggur stuðnings- maður Jeltsíns YFIRMAÐUR öryggisráðs Rúss- lands og fyrrverandi hershöfðingi, Alexander Lebed, greiðir atkvæði í Moskvu. Lebed varð þriðji í fyrri umferð forseta- kosninganna, hlaut nær 15% atkvæða og ákvað samstundis að styðja Borís Jelts- ín í síðari umferð gegn því að fá mikil völd. Jeltsín hefur gefið í skyn að Lebed verði ef til vill eftirmaður sinn. Sögusagnir Reuter voru 4 kreiki um að forsetinn hefði samið við Lebed nokkru fyrir fyrri umferðina. Ljóst þótti að hermaður- inn fyrrverandi myndi fá atkvæði margra sem éru óánægðir með Jelts- ín en treysta því að Lebed geti kveð- ið niður spillingu og glæpi, mál sem hann lagði mikla áherslu á. Ýmsar yfirlýsingar Lebeds að undanförnu hafa þótt hvatskeytis- legar og ögrandi, kímnigáfa hans þykir einnig torræð á köflum. Spænsk blaðakona spurði hann í gær hvernig hann hygðist hindra að spilltir, rússneskir embættismenn keyptu sér hús á Spáni fyrir illa fengið fé. „Við finnum einhveija leið til þess. Hvers vegna ætti ég að afhenda njósnara öll mín leyndar- mál?“ svaraði Lebed. Er konan mót- mælti þessari aðdróttun bað hann hana afsökunar. Reuter Kosið á fæðingar- deildinni UNG rússnesk móðir varpar at- kvæði sínu í kjörkassann, sem kjörnefndarmenn halda til reiðu við sjúkrahússbeð hennar á fæð- ingardeild sjúkrahúss í Moskvu í gær. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti og stuðningsmenn hans lögðu mjög hart að kjósendum að gera skyldu sína og neyta atkvæðisréttarins. Reuter Nóbelsskáld í vafa? NÓBELSKÁLDIÐ Alexander Solzhenítsín sést hér á kjörstað í Moskvu í gær, vegabréf hans er á borðinu en kjósendur þurftu að sýna skilriki til að fá kjörseð- il. Solzhenitsin var þekkastur allra andófsmanna á sovétskeið- inu og var rekinn i útlegð á átt- unda áratugnum en sneri heim á ný frá Bandaríkjunum 1993. Hann hefur gagnrýnt Jeltsín harðlega en ólíklegt verður að teljast að hann hafi kosið komm- únistann Gennadi Zjúganov. Á seðlinum er reitur sem hægt er að merkja við séu menn óánægðir með báða frambjóð- endur. Míkhaíl Gorbatsjov, síð- asti forseti Sovétríkjanna gömlu, sagðist hafa merkt við þennan reit og hið sama sagði þjóðernis- sinninn Vladímír Zhírínovskí. Sagði Gorbatsjov að best væri að óánægjureiturinn fengi flest atkvæði en þá verður að boða til nýrra kosninga samkvæmt lands- lögum. Zhirínovskí sýndi fréttamönn- um kjörseðilinn sinn til að taka af allan vafa. Er út var komið benti hann á plankarusl sem fólk varð að feta sig yfir til að kom- ast yfir vatnselg og sagði að þeir minntu sig á lýðræðið í landinu. „En áður var þetta svona,“ sagði hann og benti á vatnsflauminn, „og við urðum að fara yfir á vaði“. Kjósendur færa rök fyrir vali sínu „Getum ekki beðið eftir frelsara“ Hraðlestrarnámskeið ^ Vilt þú lesa meira, en hefúr ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) fyrir námið í haust? Sumarnámskeið i hraðlestri hefst 17. júlí n.k. Lestrarhraði þátttakenda Qórfaldast að jafiiaði. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 564-2100. I1KA.DI JBSTIT<ARSKÍÓI JININ Moskvu. Reuter. KJÓSENDUR gáfu mismunandi ástæður fyrir því hvers vegna þeir mættu á kjörstað í Rússlandi og hvað réði því að þeir kusu Borís Jelts- ín eða Gennadí Zjúganov. „Hvers vegna ætti ég að fara á kjörstað þegar búið er að ákveða fyrirfram hver úrslitin verða,“ spurði Larísa, rússnesk kona sem starfar á veitingastað í miðborg Grozní, höfuð- stað Tsjetsjníju. í bænum Gudermes, 40 km austur af Grozní var kjörsókn dræm. Flestir sem mættu á kjörstað í „Höll frum- heijanna" voru lífeyrisþegar. Emb- ættismaður sagði að þeim orðrómi hefði verið komið í kring að gamalt fólk yrði svipt lífeyri kysi það ekki. „Yfirvöld beita kúgunum. Þess vegna eru það fyrst og fremst lífeyrisþegar sem mæta hér,“ sagði hann. I austurhéruðum Rússlands hófst kosning fyrst. Kjósendur í Vladívo- stok virtist ekki mikið um Borís Jelts- ín forseta gefið en sögðust óttast að afturhvarf til kommúnismans jafn- gilti lífskjarastöðnun en bati er orð- inn sýnilegur í austurhéruðunum. „Ég valdi skárri kostinn af tveim- ur illurn," sagði Konstantín Polevoy, fyrrverandi liðsforingi í hemum eftir að hafa greitt Jeltsín atkvæði á kjör- stað númer 210 í Vladívostok. Zjúganov virtist fá atkvæði fólks sem vildi mótmæla því að hafa ekki fengið laun greidd mánuðum saman. „Það eina sem skiptir máli er að ég fái útborgað, eins og Jeltsín lofaði fyrir fímm árum,“ sagði Viktor Príadko, 59 ára starfsmaður skipa- smíðastöðvar. í Moskvu sagði Anatolí, 72 ára gráhærður bifvélaverki á eftirlaun- um, klæddur gatslitnum gallabuxum: „Ég kaus þann frambjóðanda sem mun skapa þjóðfélag þar sem ég þarf ekki hafa áhyggjur af því er ég fer að sofa á kvöldin hvað við tekur að morgni - - - þess vegna kaus ég Zjúganov." Endurspeglaði Ana- tolí viðhorf margra eldri kjósenda á kjörstaðnum er hann sagði: „Ég er búinn að fá nóg af kapítalismanum. Hann er viðurstyggilegur." Snyrtilega klædd 68 ára kona, Varvara Rogova, sagðist hafa kosið Jeltsín þrátt fyrir orðróm um veik- indi hans. „Ég hef heyrt allar frétt- imar um heilsufar hans, um hjart- veiki og fleira en hef samt alltaf stutt hann. Eg vil ekki sjá kommúnismann aftur.“ Yakob, 55 ára stærðfræðingur í Moskvu, sagðist hafa kosið Jeltsín. „Ég er lítt hrifinn af honum en kaus hann samt-----ég greiddi framtíð- inni atkvæði," bætti hann við. Raisa, 63 ára eðlisfræðingur, kaus Jeltsín. „Ég kaus Lebed í fyrri umferðinni en nú er hann kominn innanborðs [hjá Jeltsín] og röð og regla kemst á. Við getum ekki beðið eftir ein- hveijum frelsara af himnum ofan eins og kommúnistamir vilja. Við verðum að vinna og vinna, leggjá hart að okkur til að spjara okkur. Jeltsín mun veita okkur tækifæri til þess,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.