Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RETTLÆTIFULL- NÆGT í BOSNÍU EINURÐ Carls Bildts, yfirmanns endurreisnarstarfsins í Bosníu, við að þvinga Radovan Karadzic, „forseta“ lýðveld- is Bosníu-Serba, frá völdum og krefjast þess að hann verði fram- seldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag, er lofsverð. Ein for- senda þess, að friður geti fest rætur í hinu stríðshrjáða landi, er að þjóðunum, sem byggja það, finnist réttlæti hafa verið fullnægt í málum þeirra manna, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það er að sjálfsögðu óþolandi fyrir þá mörgu borg- ara, sem hafa mátt þola þjáningar og harðræði af hálfu hers Bosníu-Serba að einn af stjórnendum hans skuli gegna æðsta embætti eftir að friður er kominn á. Stríðsglæparéttarhöld hafa stundum verið kölluð réttlæti sig- urvegarans. Yfirleitt hafa það verið ríkin, sem fara með sigur af hólmi í styrjöld, sem draga valdamenn hinna sigruðu fyrir dóm. Þetta var tilfellið eftir síðari heimsstyrjöld er réttað var í málum japanskra og þýzkra stjórnmálamanna og herforingja, þótt dómstólarnir væru í orði kveðnu alþjóðlegir. Stríðsrekstur bandamanna var ekki endilega flekklaus, þótt því færi víðs- fjarri að þeir fremdu viðlíka grimmdarverk og Öxulveldin. Engra spurninga var hins vegar spurt um aðferðir sigurvegaranna. Á tíma kalda stríðsins voru engir alþjóðlegir stríðsglæpadóm- stólar settir á stofn, þótt oft hefði verið ástæða til. Orsök þessa var meðal annars sú að í þeim staðbundnu stríðum, sem geis- uðu víða um heim, áttu stórveldin oft hagsmuna að gæta og það voru ekki sízt Kína og Sovétríkin, sem stóðu í vegi fyrir því að hlutlausir, alþjóðlegir dómstólar yrðu settir á fót til að dæma í stríðsglæpamálum. Að kalda stríðinu loknu hafa hins vegar skapazt nýjar forsend- ur til að fullnægja réttlætinu þegar stríðsglæpir hafa verið framdir. Samstaða hefur nú náðst um það á vettvangi Samein- uðu þjóðanna að setja á stofn tvo alþjóðlega og óháða stríðs- glæpadómstóla, annan vegna þjóðarmorðsins í Rúanda og hinn vegna stríðsins í Bosníu. Síðarnefndi dómstóllinn hefur ákært menn úr liði allra stríðsaðila og þannig sýnt að hann gerir ekki upp á milli þeirra. Hitt er annað mál að fleiri Bosníu-Serbar eru í hópi hinna ákærðu en Króatar eða Múslimar, enda eru flestir sammála um að hernaður Serba hafi verið hrottalegri en hinna. Meðferð stríðsglæpadómstólsins á málum stríðsglæpamanna í Bosníu skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Takist dómstólnum að sannfæra heimsbyggðina um hlutleysi sitt og að allt kapp hafi verið lagt á að ná til þeirra, sem ákærðir hafa verið, er von til þess að I framtíðinni verði oftar hægt að fullnægja réttlæti, sem ekki verði kennt við sigurvegara, heldur við alþjóðlegan rétt, sem almennt er viðurkenndur af ríkjum heims. MÖGULEIKAR í FERÐAMÁLUM NÁLÆGT 190.000 erlendir ferðamenn lögðu leið sína hing- að til lands í fyrra. Ferðaþjónusta er augljóslega orðinn gildur þáttur í atvinnulífi, gjaldeyrisöflun og þjóðartekjum. Hún lýtur engu að síður lögmálum harðnandi samkeppni á heims- markaði. Árangur í slíkri samkeppni næst ekki án viðvarandi fyrirhafnar og framsýni. Parker W. Borg, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, fjall- ar í grein hér í blaðinu í gær um það, hvernig bæta megi ferða- þjónustu án þess að spilla viðkvæmu umhverfi. Glöggt er gests augað. Sitt hvað í grein sendiherrans er lærdómsríkt fyrir ís- lenzka ferðafrömuði. Strönd íslands er einhver sú stórbrotnasta í heiminum, seg- ir greinarhÖfundur. Gönguferðir um Látrabjarg, Hornstrandir eða Austfirði eru ógleymanlegar. „En sú reynsla yrði enn sterk- ari í minni ef auðveldara væri að sjá staðina af hafi. Okkur hefur oft orðið hugsað til skemmtiferðaskipa sem sigla með þúsundir ferðamanna um firðina í Alaska og Noregi... í slíkri siglingu væri hægt að bjóða ferðir í smærri þorp og fara skoðun- arferðir um griðasvæði sjófugla." Höfundur veltir því og fyrir sér, „hvort víkingaþorp með endurbyggðum húsum í líkingu við Stöng“ geti haft aðdráttar- afl fyrir erlenda ferðamenn. Hann hvetur til þess að komið verði upp skiltum með stuttum söguskýringum á helztu sögu- stöðum, t.d. á Njáluslóðum, Laxdæluslóðum og Þingvöllum, sem og að gefin verði út ieiðsögubók um söguslóðir og þekktir stað- ir merktir. Hann staldrar við möguleika, tengda hitasvæðum og heilsuþjónustu og eldri borgurum. Hann spyr, hvort lengja megi ferðamannatímann, m.a. með snjósleðaferðum, öræfaferð- um í fjallajeppum og hesta- og skíðaferðum á björtum og löng- um dögum apríl- og maímánaða. Hann vekur athygli á óþægind- um vegna lokana safna og veitingastaða yfir jól og ármót, en æ fleiri ferðamenn komi hingað á þeim árstíma „til að taka þátt í séríslenzkum hátíðarhöldum." Ábendingar greinarhöfundar eiga erindi við forsvarsmenn ferðamála hér á landi. HÁGÖNGU Tungnafellsjökull Nyröri Háganga HORFT í norðaustur ofan af S Kaldir eyði sérstæð ósp Úrskurður skipulagsstjóra ríkissins um að fram fari frekara mat á umhverfísáhrifum vegna framkvæmda við fyrirhugaða Há- göngumiðlun hefur verið kærður til umhverf- isráðherra. Kristín Gunnarsdóttir rekur í síðari grein aðdraganda framkvæmdanna. IFYRRI grein var fjallað um frummatsskýrslu Landsvirkj- unar vegna miðlunar við Há- göngur og raktar umsagnir þriggja umsagnaraðila, tveggja sveitarstjórna í Ása- og Djúpár- hreppi, Hollustuverndar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Þá var greint frá svörum Landsvirkjunar við um- sögnunum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir umsögn Orkustofnunar, veiðimálastjóra, Samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendis ís- lands og athugasemdum frá nokkr- um einstaklingum. Þá er rakin niður- staða skipulagsstjóra ríkisins og úr- skurðarorð og hluti af kæru Lands- virkjunar til umhverfisráðherra. Frestun á stækkun miðlunar við Þórisvatn í umsögn Orkustofnunar segir að stofnunin hafi bent á Hágöngumiðl- un sem möguleika á aukinni miðlun á Þjórsársvæði í tengslum við laus- lega athugun á veitu Þjórsár frá Norðlingaöldu til Þórisvatns árið 1993. I matsskýrslunni komi fram niðurstaða Landsvirkjunar um að miðlun við Hágöngur sé hagkvæm- ari kostur en að stækka miðlun í Þórisvatni en jafnframt er tekið fram að með þessari framkvæmd sé aðeins um að ræða að fresta ákvörðun um að stækka miðlun í Þórisvatni. Orkustofnun tekur undir þessa skoðun og leggur áherslu á að þessi aðgerð til að auka orku- vinnslu virkjana skili raforku með kostnaði sem er aðeins um helming- ur þess sem orkan mun kosta frá nýjum vatnsaflsvirkjunum. Þá segir: „Þegar metin eru umhverfísáhrif einstakra lóna á Þjórsársvæðinu tel- ur Orkustofnun að líta verði heild- stætt á þau mál og taka tillit til þess að með friðlýsingu Þjórsárvera, þar sem miklir umhverfishagsmuni voru í húfí, voru miðlunarmöguleikar þrengdir umtalsvert." Bent er á að í matsskýrslu Lands- virkjunar komi fram hugmyndir Orkustofnunar um hugsanleg um- hverfisáhrif Hágöngumiðlunar á möguleika á að nýta háhitasvæðið til raforkuframleiðslu og áætlun um rannsóknir á háhitasvæðinu. Settir eru fram nokkrir almennir fyrirvar- ar, þar sem svæðið væri lítið þekkt. Eftir að lónið yrði komið í gagnið yrði fyrirsjáanlega dýrara að nýta háhitasvæðið til raforkuframleiðslu. Könnun á útbreiðslu og ummerkjum jarðhita á yfírborði ásamt efnagrein- ingu væri lokið en ekki fengist úr því skorið nema með viðnámsmæl- ingu hver útbreiðslan væri, til dæm- is á 250-750 metra dýpi. Þær rann- sóknir mætti gera hvenær sem væri óháð gerð miðlunarlónsins. Það væri því mat Orkustofnunar að Há- göngulón hindraði ekki rannsóknir á útbreiðslu háhitasvæðisins. Fram kemur að ólíklegt sé að gerð Hágöngulóns muni breyta nokkru um eðli háhitasvæðisins en lónið kunni að hafa áhrif á hvernig svæðið bregst við vinnslu þegar að henni kemur. Leiði rannsókn í Ijós að ástæða sé til að ætla að þau áhrif geti verið umtalsverð til hins verra fyrir vinnsluna eða að lónið geri hana að ráði dýrari væri hægt að hætta rekstri miðlunarinnar og tæma lónið. Orkustofnun telur að enn muni líða einhveijir áratugir þar til kemur að því að háhitasvæði á miðju hálendinu verði nýtt. Stofnun- in hafi því ekkert við fyrirhugaða framkvæmd að athuga. Leitað var umsagnar Vegagerðar- innar og í svari hennar kemur fram að Vegagerðin hafí engar athuga- semdir fram að færa varðandi fram- kvæmdina. Áhríf á lífríki í vötnum í umsögn veiðimálastjóra segir að eðlilegt hefði verið að leita eftir áliti Veiðimálastofnunar á fyrri stig- um, þar sem virkjanaframkvæmdir á hálendinu geti haft áhrif á vatns- föll og stöðuvötn og ekki síst lífríki þeirra, þar sem oft er lítið vitað um lífríki fallvatna í svo mikilli hæð yfír sjó. Vegna skorts á upplýsingum um fisktegundir og skilyrði fyrir fisk í Köldukvísl ofan Sauða- fellslóns væri eðlilegt að gera þar lágmarksúttekt áður en lagt er í fram- kvæmdina. Raunar tengd- ist það heildarúttekt, sem eðlilegt væri að gera vegna miðlun- arframkvæmda, sem fyrirhugaðar eru á svæðinu, svo sem Norðlinga- öldumiðlun. í svari Landsvirkjunar kemur fram að drög hafa verið gerð að rannsóknum á urriðastofnum Þóris- vatns og Kvíslaveitu. Rannsóknirnar muni meðal annars felast í tilrauna- veiðum, seiðarannsóknum og mæl- ingum ýmissa umhverfisþátta. Þá muni þær fela í sér úttekt á lífríki Köldukvíslar. Bent er á að með tilkomu Há- göngumiðlunar muni vorflóð fara sjaldnar um yfírfall Köldukvíslar og vatn í farvegi Köldukvíslar neðan Sauðafellslóns muni því haldast tært mestan hluta ársins. Vistfræðileg skilyrði fyrir bleikju fyrir neðan foss í Köldukvísl færu því væntanlega batnandi með tilkomu lónsins. Loks segir að heildarsýn eða stefna um nýtingu vatnsins til orkuframleiðslu á svæðinu hafi legið ljós fyrir um langt skeið. Þannig að unnt hafi verið að meta heildaráhrif á lífríki vatnasviðsins. Ævintýraheimur fyrir ferðafólk Engar athugasemdir bárust frá Þjóðminjasafni íslands en Sam- vinnunefnd um svæðisskipulag mið- hálendis íslands bendir á að ágrein- ingur sé um stjórnsýslumörk á svæð- inu milli Holta- og Landsveitar og Djúpár- og Ásahreppa. í athugsemd frá Veiðifélagi Holtamannaafréttar er bent á að öll lögbýli í Ása- og Djúpárhreppi eigi rétt til upprekstr- ar á sauðfé, einnig veiði- rétt á Holtamannaafrétti og að þeim beri skylda til að smala afréttinn. Þá segir, „Frá Jökulheimum og norður með vesturhlíð- um Vatnajökuls er ævintýraheimur fyrir ferðafólk. Þar má nefna Kerl- ingar og Hamarinn í Vatnajökli með sínu standbergi, jarðhita ogjökullón, ásamt mörgum gígum, hraunum og kynjamyndum, sem fínnast á þessu svæði, sennilega er ekki hægt að finna meiri auðn á landinu en þarna. Lítiö vitaö um lífríki faiivatna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.