Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FIMET RAFMOTORAR LISTIR SIG. SVEINBJORNSSON ehf Skemmuvegur 8 - 200 Kópavogur Sími: 544 5600 - Fax: 544 5301 Stettm erfyrsta skrefiö inn... -\ -V ■ X i S \ ^ MiMðúrval afhellum og steinum. Mjöggottverð. □rjr STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVI'K SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 „Á köldum klaka“ sýnd um öll Bandaríkin EKKI linnir lofsamlegum dóm- um um mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Á köldum klaka“, sem frumsýnd var í Washington D.C. í síðasta mánuði. Sýningar á henni hóf- ust í Bandaríkjunum í apríl og mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er sýnd um öll Bandaríkin í kvik- myndahúsum. Hátt í 30.000 manns hafa séð han» þar í landi. Áður hefur verið rakin um- fjöllun gagnrýnenda víðs veg- ar um Bandaríkin um „Á köld- um klaka“ en fyrir skömmu birti stórblaðið Washington Post“ gagnrýni á myndina. Þar segir að myndin sé ein „yfir- lætislausasta og dularfyllsta skemmtun sem kvikmynda- unnendum bjóðist í sumar“. Gagnrýnandinn segir myndina bráðfyndna þrátt fyrir að hún sé ekki gamanmynd í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Sumartón- leikar í Stykkis- hólmskirkju Stykkishólmi. Morgnnblaðid. SUMARTÓNLEIKARÖÐ í Stykkishólmskirkju er nýjung í bæjarlífinu í Stykkishólmi. Þegar hafa nokkrir tónleikar verið haldnir og hafa heima- menn sem gestir bæjarins sótt þá., Á tónleikunum, sem haldnir voru síðastliðinn mánudag fluttu Daði Þór Einarsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir verk fyrir básúnu og píanó og á efnisskránni voru verk efnir Hándel, Gráfe, Martin, Pethel, Debussy og Pryor. Tónaandakt“ Guðna GUÐNI Franzson fær lofsamlega dóma fyrir leik sinn í „Hinni óperunni" í Kaupmannahöfn í síðustu viku. í dómi í Politiken segir að hann hafi ekki flutt „gljáfægðan leik með mjúkum tónum og einstökum dæmum um snilli sína“ heldur hafi Guðni leitað fanga í anda tónlist- arinnar. Á tónleikunum lék Guðni verk eftir Þór- ólf Eiríksson, „Mar“, íslenska þjóðvísu, verk eftir Skotann William Sweeney, Ital- ann Franco Donatoni, Danann Bent Sorensen, Arne Málnes frá Guðni Franzson Svíþjóð og Banda- ríkjamanninn Steve Reich. Gagnrýnandi Poli- tiken, Theresa Waskowska, segir kvöldið hafa verið nokkurs konar „tónaandakt“. Leik- ur Guðna hafi ekki verið rofinn með klappi eða hléum, heldur hafi menn setið í hálfan annan tíma, og einbeitt sér að því að meðtaka öll þau hljóð og tóna sem í klarinettinu búi. Guðni Franzson búi yfir ímyndunarafli til „að móta liljóminn svo að hann hafi verið gegnsýrður af tjáningu". ^ Nýjar bækur I straumsamband ÚT er komin bókin í straumsamband, saga Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 75 ár. Höfundur er Sumarliði R. ísleifsson, sagn- fræðingur. Sumarliði ísleifsson er fæddur árið 1955. Hann lauk B.A. prófi í sagnfræði frá Há- skóla Islands árið 1984 og cand. mag. prófi frá sama skóla árið 1986. Hann stundaði framhalds- nám við háskólann í Kaupmannahöfn og háskólann í Árósum árin 1988 til 1990. Hann leggur nú stund á doktorsnánm við Há- skóla íslands þar sem viðfangsefn- ið er hugmyndir erlendra manna um ísland og íslendinga frá önd- verðu til loka 19. aldar. Eftir Sumarliða liggja fjölmörg verk, bæði greinar, rit og efni fyr- Sumarliði ísleifsson ir sjónvarp. Meðal helstu ritverka Sum- arliða má nefna bók- ina „Málmiðnaður á íslandi á 19. og fyrri hluta 20. aldar“, en sama ár hafði Sumar- liði umsjón með gerð heimildamynd arinnar „Eldur í afli“ þar sem fjallað er um þetta efni. Árið 1994 kom út bókin „Frá steðja til stafns“ þar sem fjallað er um málmiðnað á íslandi á síðari hluta 20. aldar. Á þessu ári kemur út bók eftir Sumarliða sem er yfir- litsrit um hugmyndir útlendinga um ísland og Islendinga frá mið- öldum til loka 19. aldar, en að þessu verki hefur Sumarliði unnið í tengslum við doktorsnám sitt við Háskóla íslands. Auk sjónvarpsmyndar um sögu málmiðnaðar hefur Sumarliði unn- ið að gerð heimildamyndar um sögu landbúnaðar á íslandi um aldamót sem gerð var 1989-1990, heimildamynd ar um íslandsleið- angur Stanleys 1789, en hún var gerð árið 1993 og heimildamyndar um Guðmund Hannesson, sem gerð var 1994. Þá liggja eftir Sumarliða fjöl- margar greinar og ritgerðir um ýmis sagnfræðileg efni, en einnig hefur hann flutt marga fyrirlestra í tengslum við störf sín. Morgunblaðið/Golli LISTAMAÐURINN að störfum. Halldór opnar á ný sýning- una á Kjarv- alsstöðum SÝNING Halldórs Ásgeirssonar myndlistarmanns, Náttúran í ís- lenskri myndlist, hefur verið opnuð á ný í vestursal Kjarvalsstaða, en rýma varð salinn vegna forseta- kosninganna. Á sýningunni bræðir Halldór hraungrýti með logsuðutækjum nið- ur á gipsplötur sem síðan eru hengdar upp á vegg. ------» ♦ ♦----- „Þar sem Hönn- un & handverk renna saman í eitt“ í HORNSTOFU Heimilisiðnaðarfé- lags íslands á Laufásvegi 2 stendur nú yfir sýningin „Þar sem Hönnun & handverk renna saman í eitt“. Ákveðið hefur verið að lengja opn- unartíma sýningarinnar til 10. júlí. Á sýningunni er annars vegar sýndur árangur samstarfs Védísar Jónsdóttur og handverkshópsins Hnokka í Borgarfirði og Snæfells- nesi á handprjónuðum peysum úr léttlopa og hins vegar er sýndur afrakstur samstarfs Asdísar Birgis- dóttur og Ullarselsins á Hvanneyri á peysum unnum úr handspunnu bandi. Einnig eru sýndar ýmsar bandtegundir og hnappar frá Ull- arselinu. Homstofan er opin alla daga kl. 13-18. Dragtir; stakir jakkar, buxur; pils og blússur nglunnar þann 2. )úlí 1996. Vlð bjóðum okkar trúföstu vlðsklptavlnum 30% afslátt af öllum okkar vel þekktu gaeðavörum: HIGH DESERT drottningarhunang, blómafrjókorn og Propolis, ALOE VERA frá jASON og Dr. Guttorm Hernes dag- og næturkrem gegn húðvandamálum. TILBOÐIÐ GILDIR FRA OG MEÐ ÞRIÐJUDEGI 2. JÚLÍ TIL OG MEÐ LAUGARDEGI 6.JÚLÍ. Þeif viðshipíavinir. sem ehlii eiga hosl á aö heimsæhia ohhufá tímabilinu. gefa einnlg níjtl sér tilboðið með pví að panta gegn póstHröfu. Visa eða Euro. »11« 566 8593 08 8542117. /^neni tláes / Yagnmn í Borgarhringlunni. Þorpinu. 2. hæO. sTmar 8S4 8117 6 566 8533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.