Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 35 GESTUR HALLGRÍMSSON + Gestur Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 20. september 1929. Hann lést 25. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru Hallgrímur J. Bene- diktsson, f. 7. júlí 1879, d. 18. nóv. 1940, prentsmiðju- stjóri, _ og kona hans, Asta Guðjóns- dóttir, f. 7. 1901, d. 1983. systur Gests eru: Margrét, f. 23. ágúst 1926, hús- móðir; Ingigerður, f. 15. nóv. 1927, húsmóðir; Halla, f. 12. okt. 1928, húsmóðir. Árið 1956 giftist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigurjónu Gyðu Magnúsdóttur, f. 31. ágúst 1926. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, verkamaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1890, d. 18. des. 1976, og Sigurjóna Soffía Siguijónsdóttir, f. 7. ág- úst 1896, d. 21. maí 1990. Börn þeirra eru: 1) Magnús, f. 7. apríl 1956, rithöfundur og sagnfræðistúdent, kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur, leið- beinanda. Börn þeirra eru Mel- korka, f. 22. okt. 1986, og Embla, f. 14. júní 1991. 2) Bene- dikt, f. 29. des. 1957, bók- menntafræðingur. Dóttir hans er Kristrún Vala, f. 30. nóv. 1990. 3) Hulda Ragna, f. 20. des. 1959, flokksstjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Börn hennar með Odd Stefáni Þórissyni ljósmyndara eru Anna Hera, f. 23.5. 1990, og Hrafnkell Breki, f. 3. júní 1995. 4) Hallgerður Inga, f. 21. feb. 1963, uppeldis og menntunar- fræðistúdent. Hún býr með Herði B. Níelssyni, sjómanni. Dóttir hennar er Gyða Dögg Einarsdóttir, f. 6. apr. 1987. Börn Sigurjónu Gyðu fyrir hjónaband eru: 1) Sigurjón Tracey, f. 28. júlí 1941, bif- reiðastjóri, kvæntur Áslaugu Valdemarsdóttur, d. 7. júní 1996. Börn þeirra eru: Jón Arn- ar, f. 29. des. 1960; Sigurbjörg Gyða, f. 22. júlí 1962; Valde- mar, f. 25. maí 1964. 2) Ánna F. Birgis- dóttir, f. 1. júní 1947, bankamaður, gift Friðriki M. Haraldssyni, leið- sögumanni. Gestur hóf prent- nám í Gutenberg árið 1948 og tók sveinspróf í setn- ingu árið 1953. Hann vann að prentstörfum til 1955 og sneri sér þá að sendibílaakstri. Árið 1957 réðst hann til Áhalda- vörslu Reylqavíkurborgar sem afgreiðslu- og viðgerðarmaður. Aðstoðaráhaldavörður varð hann árið 1966 og áhaldavörð- ur og verkstjóri á sama stað frá 1968-1974. Um tima starfaði hann á Prentstofu Reykjavíkur- borgar en hóf svo störf hjá embætti gatnamálastjóra í Reykjavik árið 1976, fyrst sem eftirlitsmaður hjá hreinsunar- deild borgarinnar og síðan full- trúi við þá deild til dauðadags. Hann sótti verkstjóranámskeið Iðnaðarmálastofnunar Islands I. og II. hluta 1969. Gestur sat í fulltrúaráði Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar frá 1966, varafulltrúi í fyrstu, en aðalfulltrúi frá 1968. Gestur var virkur í ýmsu félagsstarfi og bar þar hæst Félag íslenskra frímerkjasafnara þar sem hann sat í stjórn og gegndi öðrum trúnaðarstörfum. Einnig var hann í Klúbbi Skandinavíusafn- ara. Þekktastur er hann fyrir Hið íslenska póstgönguminja- safn en fyrir það hlaut hann verðlaun og viðurkenningar. Einnig var hann virkur í Sjálf- stæðisflokknum, m.a. Mál- fundafélaginu Oðni. Útför Gests fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Gestur var sérstakur maður og kom mér fyrir sjónir sem mikið ljúf- menni, fullur áhuga á manneskj- unni í okkur öllum. Það sem ég tók fyrst eftir þegar ég kynntist honum fyrir tólf árum var að hann hafði alltaf mikinn áhuga á fólkinu í kringum sig og sýndi áhugamálum þess bæði skilning og virðingu. Hann var alltaf tilbúinn að fræðast af öðru fólki og kynnast því hvern- ig það fór að því að fylla Ííf sitt gleði og fannst það aldrei ómerki- legra en hans eigin gleði og Iífsfyll- ing sem var frímerkjasöfnun og póstgöngur. Það var sama hvort ég talaði' um steinasöfnun, tónlist, jurtasöfnun, börnin mín, keramik, hugleiðslu eða tófuvinafélag föður míns. Honum Gesti fannst þetta allt jafn athyglisvert. Og snillingur var hann í rökræðum. Það var hægt að rökræða við hann um stjórnmál eða önnur mál sem brunnu á mér allt þar til ég var orðin nokkuð reið en hann hélt allt- af ró sinni og glotti út í annað yfir æsingnum í mér. Samt sem áður virti hann alltaf skoðanir mínar og gerði aldrei lítið úr þeim. Það er mikil list að virða skoðanir annarra þegar maður er ekki sammála þeim, þá list kunni Gestur. Gestur hafði mikinn áhuga á öllu sem íslenskt er og þá sérstaklega íslenskum bókmenntum, fomum og nýjum. íslensk tunga og falleg notk- un hennar var honum afar hugleik- in. Hann spurði mig oft hvað mér fyndist um notkun hinna og þessara orða og orðatiltækja í fjölmiðlum. Af þessu spruttu oft langar og skemmtilegar hugleiðingar. Gestur var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á og oft fengum við fjölskyldan að njóta vináttu hans og reynslu. Hann átti alltaf til falleg orð handa dætrum mínum og oft og iðulega nokkra góða brandara sem féllu vel í kramið. Kæri Gestur, ég er glöð í hjarta mér að hafa fengið tækifæri til að sitja hjá þér síðustu nóttina og kveðja þig. Eftir þá reynslu er ég endanlega sannfærð um líf eftir þetta líf og veit að þú ert þar. Þú hefur auðgað líf mitt, hafðu þökk fyrir. Þín tengdadóttir, Þorgerður. Elsku bróðir minn, Gestur Hall- grímsson er látinn. Eftir miklar þjáningar lét hann í minni pokann fyrir skæðum sjúkdómi, krabba- meini, fyrir aldur fram. Við vorum fjögur systkinin, Gestur yngstur, ég næstyngst, að- eins ellefu mánuðir voru á milli okkar. Við urðum fljótt samrýnd og hændumst hvort að öðru. Leiðir okkar skildu snemma á fullorðinsárunum þar eð ég fluttist til Bandaríkjanna árið 1955 og hef búið þar síðan. Gestur giftist eftirlifandi konu sinni, Gyðu, sem var honum yndis- leg eiginkona. Eignuðust þau fjög- ur börn, Magnús, Benedikt, Huldu og Hallgerði. Ég kom oft í heimsókn til íslands og var það jafnan mitt fyrsta verk að koma á heimili bróður míns og Gyðu. Ég get ekki lýst þeirri gest- risni og velvilja sem beið mín þar. Gestur gekk í Iðnskólann og út- skrifaðist þaðan sem prentari. Þar með fetaði hann í fótspor föður síns, Hallgríms Benediktssonar, sem var einn af stofnendum prent- smiðjunnar Gutenberg, er síðar var seld ríkinu. Gestur hætti í prent- verkinu sökum heilsubrests. í fram- haldi af því fór hann að vinna hjá Áhaldavörslu Reykjavíkurborgar. Gestur og Gyða reistu sitt eigið hús í Breiðholtinu. Unnu þau mikið sjálf við það verk. Þar er um mjög fallegt og smekklegt heimili að ræða. Það gleður mig mikið að- hugsa til þess hve fjölskyldan var einhuga og góður félagsskapur á heimilinu. Bróðir minn hafði mörg áhuga- mál. Skáldskapur var þar á meðal og liggja eftir hann margar vísur. Einnig unni hann bókmenntum og tónlist. Eitt af því sem honum var kært var söfnun frímerkja og ýmis fróðleikur um þau. Annað áhuga- mál hans var að fræðast um land- póstana sem ferðuðust um landið fyrr á dögum. Gestur fór oft í lang- ar póstgöngur um landið ásamt öðru áhugafólki. Áhugi hans á póstmálum varð til þess að hann safnaði ýmsum póstminjum. Einnig tók hann þátt í frímerkjasýningum og hlaut viðurkenningar fyrir. Að lokum kveð ég þig, elsku bróðir minn. Ég mun ávallt sakna þín því þú varst drengur góður. Elsku Gyða og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð við fráfall Gests Hallgrímssonar. Ykkar einlæg, Halla Hallgrímsdóttir Haraldsson og fjölskylda, Kaliforníu. Afi minn er dáinn. Hann var góður við mig og aðra. Hann var indæll. Við fórum oft í bíltúr sam- an, fórum í bankann og póshúsið. Afi klappaði mér oft á kollinn og það var mjög gott. Hann sagði líka alltaf að við værum bestu bömin. Hann sagði það þegar við vorum góð. Mamma sagði mér að það hefði verið hellirigning um nóttina þegar afi minn dó. Kannski var Guð að gráta eða kannski allir englamir. Það era mörg þúsund englar uppi í himninum. Kannski gráta englam- ir alltaf svona mikið þegar einhver deyr og þess vegna kemur rigningin. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, mömmu og Hrafnkel Breka. Þú hjálpaðir okkur alltaf mjög mikið. Megi góður Guð geyma þig í faðmi sínum, hjá englunum. Anna Hera. Elsku afi minn. Mig langar til að þakka þér fyr- ir samveruna í lífi mínu. Við áttum margar góðar stundir saman, þegar ég átti heima hjá þér og ömmu í Hólunum. Alltaf varstu tilbúinn til að keyra mig í skólann, þó að það væri ekki langt að fara. Eftir að þú veiktist fannst mér leiðinlegt að hafa þig ekki eins og venjulega. Svo allt í einu ertu dáinn og ég veit ekki hvað ég get sagt við þig, en sem betur fer man ég ýmislegt, sem þú gerðir og sagðir. Þegar ég var pínulítil sýndirður mér alltaf svarta glerkrummann og sagðir mér að hann segði „krúnk, krúnk“. Eftir að ég stækkaði spurðir þú mig næstum á hveijum morgni, hvað mig hefði dreymt um nóttina. Ég man vel eftir því, hvernig þú spilaðir Hani, krummi, hundur, svín á píanóið. Það var skemmtilegt. Ég og frænka mín vorum báðar búnar að óska okkur að þér mundi batna og að þú mundir ekki deyja, en óskirnar rættust ekki. Kannski höfum við ekki óskað okkur rétt, en ætli Guð hafi ekki bara viljað hafa þig hjá sér. Ég ætla alltaf að hugsa um þig, hvemig þú varst og mig langar til að þakka þér fyrir að hafa verið afi minn. Gyða Dögg. Það bregður birtu fyrir gluggann minn og í einni svipan flýgur mér í hug að þú sért úti í garði að laga til. En það er bara óskhyggja, að- eins vindurinn að leika sér við tréð sem skyggir á birtuna inn. Það er erfitt þetta líf. Við áttum okkur von um betri daga. En þessi litla von er horfin hvert sem ég lít. Ég harma þig mest allra manna. í Gunnarshólma, einu af þínum uppáhaldsljóðum, eftir Jónas Hall- grímsson, segir, þótt hér sé textinn tekinn úr nokkru samhengi: „Hræðist þá ekki frægðarhetjan góða óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.“ „Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljarböndum." Farðu vel, faðir. Hulda. Elsku afi minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum af því að ég gat ekki kvatt þig áður en þú fórst. Þakka þér fyrir hvað þú varst allt- af góður og yndislegur afi. Innst inni veit ég að þú ert núna kominn til Nangijala, í Kirsibeijadalinn og borðar gómsæt kirsiber og baðar þig í sólinni og ferð á hestbak á hestunum Fjalari og Grími. Ég veit að núna ertu laus við sársaukann í líkama þínum og sú tilhugsun huggar mig þegar ég sakna þín. Þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Þín, Melkorka. Ég vil minnast frænda míns Gests Hallgrímssonar nokkram orðum. Við voram jafnaldrar og höfum þekkst frá því að við mundum af okkur. Gestur var ákaflega tryggur og frændrækinn. Hann var búinn miklum mannkostum. Aldrei man ég eftir því að hann talaði illa um nokkkum mann. Hann flíkaði ekki sínum skoðunum, var fastur fýrir, hógvær og virti skoðanir annarra. Hann hafði mikið jafnaðargeð og aldrei man ég að hann brygði skapi. Hann var frekar dulur og lét ekki allt uppskátt. Þótt Gestur væri hægur maður var hann þó léttur í lund og gerði oft að gamni sínu. Ég minnist æskuheimilisins á Bergstaðastræti og síðar á Suður- götu. Þar var oft glatt á hjalla. Þau systkinin á sitt hveiju árinu, hann yngstur og þá systurnar Halla, Ingigerður og Margrét. Gestur hafði ýmis áhugamál, einkum safnanir af ýmsu tagi. Snemma beygist krókur. Hann var mikill aðdáandi Tarzans og safnaði myndasögum af Tarzan, sem hann klippti úr dagblaðinu Vísi þegar hann var smápatti á Suðurgötunni. Hann hafði áhuga á frímerkjum og yndi af bókum. Njálssaga lá á nátt- borði hans síðustu dagana sem hann lifði. Hann hafði áhuga á listum og sótti oft sýningar. Ég minnist þess er við hjónin fórum með honum og Gyðu að skoða safn Gerðar Helga- dóttur hvað hann var ánægður þrátt fýrir það að hann væri þá orðinn mikið veikur. Ég heyrði hann tala hástemmdum orðum um þá ánægju sem hann hefði af kórsöng. í nokkur ár stundaði Gestur göngur, vora þá farnar leiðir, sem voru farnar með póst áður en vélar komu til sögunnar. Hafði hann af þessu mikla ánægju. Það sem skipti hann mestu var fjölskyldan, að sjá henni farborða og veita henni öryggi. Hann varð þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að kvænast Gyðu Magnúsdóttur, sem er afbragðs kona og hafa þau ver- ið afar samrýnd. Þau hafa verið lánsöm með börn sín og barnabörn. Gestur og Gyða unnu að því frá upphafi að koma sér upp góðu heimili, sem er nú stórt og glæsi- legt og hafa þau sýnt mikla hag- sýni og elju. Gestur var nægjusamur og kunni að njóta margs í lífinu. Ég sé það fyrir mér að hann hefði notið elliár- anna vel við grúsk og ýmis áhuga- mál. Hann vissi lengi að hveiju stefndi og var það sárt fyrir hann að kveðja fjölskylduna. Elsku frændi, ég kveð þig með söknuði. Friðþjófur Björnsson. Snemma á vormánuðum átti ég tal við konu sem iýsti önnum sínum í starfi og hafði orð á því að hún hefði varla tíma til að vera „mennsk“. Það skýrði hún með því að hún hefði vanrækt að sinna vini ' sem átti úm sárt að binda. Um svipað leyti frétti ég af alvar- legum veikindum Gests og þá varð mér hugsað til þess hvað sá gamli góði vinur föður míns væri einstak- lega mennskur maður. Ég náði ekki að þakka honum það augliti til auglitis áður en hann dó. En ég geri það hér með. Ég þakka Gesti alla tryggðina og stuðninginn við föður minn í erfið- um veikindum hans fyrir nokkrum áram og ég þakka honum jafnframt stuðninginn við fjölskyldu mína í máli sem snerti hagsmuni minni máttar, fatlaðs einstaklings, sem tengist fjölskyldu okkar. Gestur hafði ekki meiri tíma aflögu en aðrir, en hann var sérlega ræktar- samur maður, sem lét sig skipta ótal margt annað en eigin hag og hann mat það öðruvísi en svo marg- ur hvað hefði forgang. Sameiginleg áhugamál tengdu m.a. þá Gest og föður minn og áhugi þeirra var slíkur að ættingjar þeirra kviðu því aldeilis ekki að þeir sætu aðgerðalausir í ellinni. Sérlega er mér minnisstæð áhuga- semi þeirra og undirbúningur fyrir póstgöngur Ferðafélags íslands. Þá voru þeir eins og smástrákar og alltaf var farið ef því varð mögu- lega við komið þó ljóst væri fyrir- fram að þeir yrðu að ganga umfram raunverulega getu. Samgangur hefur verið milli fjölskyldna okkar eins lengi og ég man og sem barn og unglingur minnist ég þess að þau Gestur og Gyða voru ávallt miklir aufúsu- gestir á heimili okkar. Og þau j voru ávallt nefnd í sömu andrá. Gyðu prýða ekki síðri mannkostir- . en Gest og samheldni þeirra hjóna ( held ég að hafi verið einstök. Því f er missir hennar enn meiri við lát Gests. Kæra Gyða. Ég og bræður mínir og íjölskylda okkar vottum þér, börnum ykkar Gests, tengdabörn- | um og barnabörnum einlæga sam- úð okkar. Jónína Bjartmarz. Með Gesti Hallgrímssyni er horf- inn af sjónarsviðinu ágætur starfs- maður embættis borgarverkfræð- ings i Skúlatúni 2. Gestur var ein- stakt prúðmenni og drengur góður. Hann var gæddur mikilli kímnigáfu sem kom öllum í gott skap, sem í kringum hann voru. Þegar ákveðið var að koma upp sérstakri póstþjónustudeild í Skúla- túni var Gesti falið að bæta því starfi við fljöbreytt umsjónarstörf, sem hann hafði með höndum. Þar var réttur maður á réttum stað. Auk þess sem Gestur var mjög samviskusamur og nákvæmur var hann fróður um sögu póstmála landsins, átti merkilegt safn póstst- impla frá mörgum pósthúsum, sem ekki eru lengur til. Hann átti frí- merkjasöfn sem hann hafði hlotið viðurkenningu fyrir, enda mikils metinn í félagi frímerkjasafnara, sem og hjá öðrum sem honum kynntust. Fyrir nokkrum áram gekk þann ásamt öðru póstgöngufólki allar gömlu landpóstaleiðirnar sunnan- lands en hann var sá eini sem gekk þær allar 26 að tölu. Þegar Gestur veikist í vetur tók ég að mér að sjá um póstinn. Strax fann ég hve starfsfólkinu á póst- húsinu var vel til Gests og spurði oft um líðan hans. Þrátt fyrir allt sem reynt var að gera til að lækna hann varð sjúkdómurinn fljótt óviðráðanlegur. Þótt Gestur vissi að hveiju stefndi og kveldist oft mikið tók hann því með miklu jafn- j aðargeði og gat stundum slegið á létta strengi. Við Elsa sendum Gyðu, konu hans, og öllum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Óskar Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.