Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 41 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FRIÐFINNUR Hilmarsson ásamt konu sinni Önnu Valdimarsdóttur. ÓLAFUR H. Einarsson ásamt syninum Oddi. HREINN Þorkelsson með ráðgjafaskaranum en þeir eru allir af Olverjakyni. Ungn hryssumar góðar HESTAR Gaddslaöaflatir FJÓRÐUNGSMÓTSUNN- LENSKRA HESTAMANNA Fjórðungsmótið var sett í góðu veðri á Gaddstaðaflötum við Hellu um tvö- leytið í gær. DÓMAR hófust á fjögra og fimm vetra kynbótahryssum. Talsverður fjöldi manna var mættur í áhorf- endabrekkurnar til að fylgjast með og vöktu hryssurnar verðskuldaða athygli, sérstaklega þær yngri. Þótti það sem gat að líta lofa góðu um yfirlitssýninguna sem fram fer á föstudag og ekki talið ólíklegt að sumar fjögra vetra hryssurnar eigi eftir að slá eftirminnilega í gegn. í dag fer fram keppni gæðinga í A- og B-flokki og voru menn farnir að spá nokkuð í hverjir verði þar efstir eftir fyrsta hluta keppninnar enda saman komið einvalalið gæð- inga og knapa. Til að kynda örlítið undir spennuna voru nokkrir brekkusérfræðingar teknir tali og þeir beðnir að spá um röð fimm efstu í hvorum flokki. Fyrstur fékk að spreyta sig Frið- finnur Hilmarsson sem er kunnur hestaíþróttadómari. Taldi hann að Seimur og Þórður Þorgeirsson yrðu efstur í A- flokki en næstir kæmu Óður og Hinrik Bragason, Kolfinnur og Þórður, Gordon og Sigurbjörn Bárðarson og Dalvar og Daníel Jóns- son yrðu fimmtu. í B-flokknum leist honum best á Þyril og Vigni Siggeirs- son, síðan kæmi Farsæll og Asgeir Svan, Næla og Hafliði Halldórsson, Ábóti og Halldór Svansson og þá —1——1 ■;. UNGU hryssurnar vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu í dóm- um og fer hér ein þeirra, Filma frá Árbæ, mikinn en knapinn er Gylfi Gunnarsson. OROBLU KYNNING 20% AFSLATTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn 4. júlí og föstu- daginn 5. júlí kl. 13-00-18.00. ■ BONJOUR 50 Frábærar lycra stuðnings/nudd- sokkabuxur - 50 den. 30% afsláttur. Venjulegt verð 495 kr. - kynningarverð 345 kr. APÓTEK GARÐABÆJ AR Hrísmoum 2 - Sími 565 1321 Boði og Örn Karlsson í fimmta sæti. Næstur tippaði Ólafur H. Einars- son stjórnarmaður í Félagi Tamn- ingamanna og var val hans á þessa leið, A-flokkur, Óður og Hinrik, Hjörvar og Atli Guðmundsson, Kol- finnur og Þórður, Lukka og Stein- grímur Sigurðsson og Seimur og Þórður. I B-flokki, Þyrill og Vignir, Hektor og Gunnar Arnarsson, Far- sæll og Ásgeir, Oddur og Sigurbjörn og Næla og Hafliði. Hreinn Þorkelsson Laugvetningur sem naut góðra ráð frá ungum frændum sínum spáði Hjörvari og Atla efsta sæti í A-flokki, Seimi og Þórði öðru sæti, Óði og Hinrik þriðja sæti, Dalvari og Daníel Jónssyni fjórða sæti og Kolfinni og Þórði fimmta sæti. I B-flokki var röðin eftirfarandi: Álfur og Erling Sig- urðsson, Þyrill og Vignir, Næla og Hafliði, Oddur og Sigurbjörn og Farsæll og Ásgeir. Fjórði og síðasti spámaðurinn, Logi Laxdal skeiðmeistari, var fljót- ur að þylja upp röðina sem var á þessa leið: A-flokkur, Óður og Hin- rik, Kolfinnur og Þórður, Dalvar og Daníel, Spá og Erling Sigurðsson og Hjörvar og Atli. B-flokkur, Far- sæll og Ásgeir, Þyrill og Vignir, Næla og Hafliði, Eldur og Bjarni Sigurðsson og Ábóti og Halldór. Ef þéssir sérfræðingar reynast sannspáir má ætla að stóðhestarnir verði atkvæðamiklir í A-flokknum. Fjjórir hestar verða á vellinum í einu og má víst telja að keppnin verði stórskemmtileg fyrir áhorfendur. LOGI Laxdal var með röðina mjög á hreinu og taldi sig engum gleyma. ÁHUGAMENN um hrossarækt voru mættir til að fylgjast með kynbótadómum og þar á meðal mátti þekkja þá Sauðárkróks- feðga Svein Guðmundsson og son hans Guðmund sem ekki létu sig vanta venju fremur. i=iomi.Dio BORGARKRINGLAN 103 Reykjavik. Simi 568 9525 - s G '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.