Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐlÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 45 ; BRÉF TIL BLAÐSINS Fyrirspurn til forráða- manna Bílastæðasjóðs Frá Jóhannesi Gunnarssyni: MÁNUDAGINN 24. júní þurftum frúin og ég að fara í „bæinn“ og sinna nokkrum erindum. Eftir tals- verða leit fann ég bílastæði á miðju planinu á móti Kolaportinu og Svörtu Pönnunni við Tryggvagötu og Geirsgötu. Ég greiddi í gjald- sjálfsala og fékk úr honum miða sem ég setti í framrúðuna á bílnum. Á miðanum stóð að ég mætti vera í stæðinu til klukkan 13.38. Það æxlaðist síðan þannig að við töfðumst í bænum og með það í huga að stöðumælaverðir í mið- bænum eru mjög „duglegir" að skrifa sektarmiða ákváðum við að fara hratt yfir og reyna að ná á tilsettum tíma að bílnum en þar sem við þurftum að leiða einn sem er nýorðinn tveggja ára á milli okkar sóttist okkur ferðin hægt. Þegar við komum á planið þar sem Esso bensínstöðin var við Hafnar- stræti sáum við yfir allt bílastæðið og okkur létti við að sjá að stöðu- mælaverðirnir voru langt frá bíin- um okkar að sekta „aðra trassa“. Það tók okkur síðan um tvær til þtjár mínútur að komast að bílnum og inn í hann. Þá var klukkan 13:44 og 30 sekúndum betur ná- kvæmlega (miðað við klukkuna sem bíbbar á hveijum klukkutíma á Bylgjunni). En viti menn, á rúð- unni var kominn sektarmiði og á honum stóð að hann hefði verið skrifaður klukkan 13:45. Miðað við staðsetningu stöðumælavarða á stæðinu og tímann sem það tók okkur að komast að bílnum hlaut miðinn að hafa verið skrifaður (allavega) klukkan 13:40-13:42. Ég ók að stöðumælaverði og spurði hvort hann hefði staðið við bílinn um leið og mælirinn féll. Hann fórnaði bara höndum og benti á unga stúlku og sagði að „hann vildi ekki skipta sér af þessu“ (?). Hann sagðist ekki hafa skrifað miðann án þess þó að líta á hann og virtist vita strax um hvað málið snérist. Stúlkan sagðist „hafa geng- ið oft framhjá bílnum og það hefði ekki verið annað að gera en að skrifa miðann". í þessu tilviki er. sökin mín. Ég kom hreinlega of seint og mörkin eru greinilega skýr. Eftir klukkan 13:38 var mælirinn fallinn! Ég fór beint í banka og borgaði 500 krónurnar sem þessar mínútur kostuðu því innan nokkura daga hefði sektin hækkað í 850 krónur og að lokum endað í lögfræðingum og það er hreinlega of dýru verði keypt. Mig langar að leggja nokkrar spurningar fyrir forsvarsmenn bíla- stæðasjóðs og aðra sem um málið fjalla: Éru allar klukkur stöðumæla- varða samstilltar? Eru þær réttar? Er ekki skylda, þar sem um jafnvel sekúndur er að ræða, að geta t.d. á rafrænan hátt sannað að klukkan hafi verið það sem sagt er? Hjá hveijum er sönnunarbyrðin? Að lokum langar mig að segja við verslunareigendur í miðbænum: Þar sem bílastæði eru ókeypis og án stöðumælavarða í Kringlunni mun ég nýta mér það í verslunar- ferðum mínum í framtíðinni án þess að bera af því nokkurn aukakostn- að. JÓHANNES GUNNARSSON, Lindasmára 33, Kópavogi. Tilboð á birki í hnaus, 125-175 sm, og skógarbirki með 35 plöntum í bakka og stóran rótarhnaus. Verðáðurkr. 990-1.350 nú kr. 590 Ef keyptir eru 6 bakkar af birki á tilboðsverði fylgir einn frítt. Fossvogsbletti 1 (fyrir neðon Borgarspítalo) Opið kl. 8-19, helgar kl. 9 -17. Sími 564 1777 plöntusalan í Fossvogi Plöntur og ráðgjöf eftir þínum þörfum fltotgtiitMafrifr - kjarni málsins! DRESS MANN BORGAÐU FIMMTUDAG FRA 09 - 20. FOSTUDAG FRA 09 - 20. LAUGARDAG FRA 09-18. LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.