Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI SíEjÍfH^yj ÚTFLUTNINGUR ¦¦.¦¦< 1 TORGID Orka beisluö í lH^^y^j ' Límtré á Japans- 1 Rannsóknir í Rúmeníu/4 wm j^gjJJB-i | markað /5 :íÉ^HP "JHhil^í rénun /8 -' ftor|>MtiMtóiS> VIÐSKIPn/AIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. JULI 1996 BLAÐ B Seðlabanki Gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó batnaði um 1,1 miHjarð króna í júní og var 7,5 miujörð- um betri en í ársbyrjun. Þessi bati skýrist m.a. af kaupum bankans á gjaldeyri á milli- bankamarkaði umfram sölu. Gjaldeyrisforði bankans jókst um 0,2 milljarða og erlendar skammtímaskuldir lækkuðu um 0,9 mill jarða. ! Hlutabréf Viðskipti fyrir rúmar 20 mujj- ónir áttu sér stað á hlutabréfa- markaði í gær. Viðskipti urðu með hlutabréf í Borgey fyrir 1.740 þúsund að söluvirði og lækkaði gengið um tæp 5%, í 2,9. Heimsókn Tuttugu Frakkar frá tólf fyrir- tækjum sem eiga nú þegar í viðskiptum við íslendinga eða hafa hug á að koma þeim á komu hingað til lands í vikunni. Hópurinn kynnti sér islenskt efnahagslíf en einnig var efnt til viðræðna við íslensk fyrir- tæki. SOLUGENGI DOLLARS HLUTABREF ENN Á UPPLEIÐ Vísitölur hlutabréf amarkaðar 3. janúar til 3. júlí 1996 Þingvísitala hlutabréfa 2200----------------------------------- +40,3% breyt'mg frá áramótum Verslun og þjónusta 220-------------------------------- +22,5% breyting frá áramótum 165,28 120"»- T'm.'a'm' j'-j Flutningastarfsemi 260 160 I 7~»-r—» ¦ - I . I ¦ ¦ I , I , J F M A M J J Sjávarútvegur 220- +57,4% breyting frá áramótum 195,92 F M A M J J Iðnaður og verktakastarf semi 220---------------———•------------ +30,4% breyting f rá áramótum ^j'f'm'a'm' j'j Oliudreifing 220----- —--------------- +42,4% breyting frá áramótum 200--------------------------- J F M A M J J Titringur á verðbréfamarkaði vegna inn- köllunar á spariskírteinum í næstu viku Seðlabankinn stöðvarþrjú verðbréfaútboð SEÐLABANKINN hefur ákveðið að nýta heimildir sínar til að fresta fyrsta söludegi í almennum verð- bréfaútboðum nokkurra aðila sem áttu að hefjast í byrjun júlí. Hús- næðisstofnun hugðist bjóða út svo- nefnd húsnæðisbréf að fjárhæð 1 milljarður. króna og Iðnlánasjóður áformaði að hefja enn stærra útboð, skv. upplýsmgum Morgunblaðins. Þá hugðist Búnaðarbankinn bjóða út bréf á markaðnum. Verður útboðunum frestað fram undir miðjan mánuðinn eða fram yfir innköllun rikissjóðs á eldri spari- skírteinum að fjárhæð 17,3 milljarð- ar. Birgir ísleifur Gunrtarsson, seðla- bankastjóri, sagði í samtali við Morg- unblaðið að í lögum um verðbréfavið- skipti væri kveðið á um að Seðla- bankinn gæti sett nánari reghir um fyrsta söludag einstakra almennra útboða í því skyni að draga úr sveifl- um í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðnum. „Slíkar reglur höfum við sett og þar er ákvæði um að bankanum sé heimilt að breyta dagsetningu útgefanda með tilliti til aðstæðna á verðbréfamarkaði. Við höfum reynslu fyrir því að framboð og eftirspurn á verðbréfa- markaði skiptir afar miklu máli um hreyfíngu vaxta. Það lá ljóst fyrir að ríkissjóður þyrfti að fjármagna innlausn að fjárhæð 17 milljarðar á markaðnum sem byrjaði með útboði þann 26. júní. Á grundvelli þess út- boðs stendur yfir sala ríkisverðbréfa til 19. júlí. Við toldum að það gæti haft slæm áhrif á markaðnum að margir aðilar væru að byrja almenn skuldabréfaútboð á þessum sama tíma og höfum því ákveðið að fyrsta útboðið fari fram 12. júlí, en síðan koma þau hvert á fætur öðru." Birg- ir ísleifur vísaði því á bug að bankinn væri að gæta sérstaklega hagsmuna ríkissjóðs með þessari ákvörðun. „Við erum eingöngu að gæta hagsmuna markaðarins og reyna að forðast of miklar sveiflur á vaxtastiginu." „Erum ósáttir við þessa ákvörðun" „Við erum ósáttir við þessa ákvörðun Seðlabankans," sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaup- þings, en fyrirtækið hefur umsjón með útboði húsnæðisbréfa. „Þarna er bankinn að gæta hagsmuna ríkis- sjóðs. Það er mjög einkennilegt að Húsnæðisstofnun skuli vera látin víkja þar sem hún hefur gert grein fyrir áformum sínum um fjáröflun langt fram í tímann. Að vísu er það rétt að aðstæður á markaðnum eru mjög óvenjulegar vegna innköllunar á 17 milljörðum í spariskírteinum ríkissjóðs og væntanlega er horft til þess að koma í veg fyrir harða sam- keppni um þessa peningasem myndi sprengja upp vextina. Á móti má spyrja hvers vegna Seðlabankinn sé að ganga erinda ríkissjóðs. Ef ríkis- sjóður ákveður að innkalla 17 millj- arða þá hljóta menn að gera sér grein fyrir því að það hefur einhver áhrif á markaðinn." ¦ Til fyrirtœkja og rekstrataðila: | 1 ¦ ^^BwfwwMwfMmfíMWl til 25 dra .: 1 LANDSBRÉFHE Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþing • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður •Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. í i íslands. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsnjönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. .. ..... ¦¦......,.-..,.... ¦, .... ,,..¦ v. ..... . ............. . ,. ....... ., . , ¦. : . ......, . ...,.,., .„..,¦„„:.,...¦....„.¦.. ~... .-.,..:¦..... ............. ......... . ' SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.