Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 4. JUU 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vörugeymsla ^ TVG-Zimsen býður upp á12 mismunandi möguleika við geymslu á vörusendingum, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. ^ Hjá TVG-Zimsen færðu hag NÝTT SlMANÚMER 5 600700 kvæmar og öruggar heildarlausnir varðandi vöru- flutninga, við vörugeymslu og vörudreifingu. TVG-ZIMSEN Héðinsgötu 1-3, sími 5 600 700 Lonrho skipt fyrir lok ársins London. Reuter. BREZKA stórfyrirtækið Lonrho Plc segir að skiptingu þess í þrjú aðskilin fyrirtæki verði lok- ið fyrir árslok. Námarekstur verður áfram í höndum Lonrho Plc. Hlutabréf- um í öðrum deildum Lonrhro verður komið í sölu, bréfum í hóteldeild fyrst, en bréfum í Afríku- og verzlunardeild síðar á þessu ári, að sögn Dieters Bocks forstjóra. Lonrho Plc mun ekki halda hlutabréfum í hótel- eða Afríku- deildum að sögn Boeks, sem sjálfur kvaðst vilja stjórna Afr- íku- og verzlunardeildum. Með hlutabréfasölunni stefnir Lonrho að því að gera öll fyrir- tækin þrjú skuldlaus. Bock kvaðst gera ráð fyrir að eiga að lokum 20-25% í Afr- íku/verzlunarfélaginu. Lonrho hafði áður ákveðið að kaupa þriðjung hlutabréfa í Metropole hótelum sínum af Arab Foreign Investment Co fyrir 389 milljónir dollara. Wi Hafóu samband vió AGRESSO ráðgjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. fjármálastjórnunarkerfi Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri PJÖÐBRAUT UPPLÝSINGA PHILIPS hagstætiuei <ö> Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI S SlMI 5691500 Kauphöllin bregst við harðnandi samkeppni London. Reuter. KAUÐHÖLLIN í London (LSE) hefur mætt harðnandi sam- keppni, starfsmenn hafa átt í innbyrðis deilum og dregið hef- ur úr tekjum — en ákveðið hefur verið að snúa vörn upp í sókn og tryggja að LSE haldi stöðu sinni sem aðalkauphöll Evrópu. Lokið er 12 mánaða víðtækri könnun á hlutverki LSE og hef- ur verið skýrt frá fyrirætlunum um að draga úr kostnaði til að gera kerfið einfaldara og ódýr- ara í rekstri þannig að kauphöll- in verði betur í stakk búin til að mæta harðnandi samkeppni. Hins vegar er ósvarað ýmsum spurningum um hvernig LSE hyggst ná fram markmiðum sín- um. Eitt af fáu sem er víst er að störfum verður fækkað um 370 og fulltrúi heildarskipulags- mála LSE, Fields Wicker-Miur- in, viðurkenndi að aðeins hefði verið mörkuð hugsanleg stefna næstu þijú til fjögur ár. Örar tæknibreytingar og aukin samkeppni hafa varpað skugga á langtíma horfur LSE. „Málið er að heimurinn hefur breytzt og við verðum að hafa mikið fyrir því að halda stöðu okkar,“ sagði Wicker-Miurin. Hún gerði grein fyrir þeim staðfasta ásetningi LSE að halda 90% heimsviðskipta með brezk hlutabréf, að vera aðal- markaður hlutabréfa frá lönd- um utan Evrópu á evrópska tímasvæðinu og að vera aðal- markaður ESB-hlutabréfa utan heimamarkaðar þeirra. LSE hefur þegar tryggt sér 93% hlutabréfaviðskipta í Bret- landi og vill auka 60-70% mark- aðshlutdeild sína í hlutabréfa- viðskiptum milli Evrópulanda. Ráöstefna um nýjungar í fjarsklptatæknl á vegum flarskipta- rannsfiknaráætlunar ESB. (RCTS) fce LAHOSMIBSTÖÐIN Fyrirlestrar verða sendir út frá 5 borgum í Evrópu. Notað verður ATM-tilraunabreiðbandsnettil að flytja fyrirlestrana til 16 borga í Evrópu og Kanada. Hægtverðuraðfylgjastmeðfyrirlestrunum á íslandi um ATM-tilraunasamband Pósts og síma. Ráðstefnugestir geta fylgst með fyrirlestrunum og lagtfram fyrirspurnirtil fyrirlesara. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Pósts og síma: http://www.simi.is/icenh/ Ráðstefnan verður í húsakynnum Pósts og síma í Landssímahúsinu dagana 9.-12. júlí. Ráðstefnugjald er kr. 2.000 og eru ráðstefnugögn innifalin. Skráning er hjá Ara Jóhannssyni, fax: 550 6209, netf.: arij@simi.is eða Sæmundi Þorsteinssyni, fax: 525 4937, netf.: saemi@kerfi.hi.is. Einnig má skrá sig við upphaf ráðstefnunnar að morgni 9. júlí. ABC'96 ADVANCTD BBOADBAND CDMMUNJCATI0N3 SA\YO pósnmocsiMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.