Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 B 5 VIÐSKIPTI T |IL þess að aðstoða íslensk fyrirtæki við að koma vöru á erlenda markaði hefur Útflutningsráð ásamt Stjórnunarfélagi íslands, Iðnlánasjóði og íslandsbanka staðið að þróunarverkefninu „Útflutnings- aukning og hagvöxtur" undanfarin 6 ár. Tilgangur verkefnisins er að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutn- ing eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Fyrirtækin fá að- stoð við gerð markaðsáætlunar, bæði er varðar markaðssvæði og fyrirtækið sjálft. Þegar markaðs- áætlunum lýkur er mótuð stefna fyrirtækisins í markaðsmálum og gerð rekstaráætlun til þriggja ára og metið hvort markaðsáætlunin borgi sig. Fyrirtæki af ólíkutn sviðum Haukur Björnssonj forstöðumað- ur fræðslusviðs hjá Útflutningsráði íslands, segir „meðal þess sem þátt- takendur í verkefninu þurfa að gera er að fara í kynnisferð á þá mark- aði sem þeir ætla að fara á með sínar vörur. Þetta er gert til þess að þeir kynnist af eigin raun við- horfi og stöðu á markaðnum en þar er iðulega margt ólíkt íslenskum viðskiptaheimi." Undanfarna tíu mánuði hafa sex íslensk fyrirtæki, af ólíkum sviðum íslensks atvinnulífs, tekið þátt í verkefninu og skilað markaðs- skýrslu með framtíðarstefnu fyrir- tækjanna í markaðsmálum erlendis. Þau stefna á markaði víða um heim, allt frá Færeyjum til Japans. Þann 24. júní sl. fengu fyrirtækin viður- kenningu fyrir þátttöku í verkefn- inu og var markaðsskýrsla Límtrés hf. valin besta skýrslan. Auk Límtrés hf. tóku eftirfarandi fyrirtæki þátt í verkefninu: Kjöt- vinnslufyrirtækið Kjarnafæði sem flytur út unnar kjötvörur til Fær- eyja. RKS skynjaratækni er að kynna framleiðslu sína á skynjurum sem nema gastegundir. Skynjararn- ir, sem nema leka á t.d. ammon- íaki, eru settir upp þar sem kæli- búnaður er í notkun. Úppmark selur afsláttarkort bæði hér á landi og til söluaðila íslandsferða erlendis. VKS er verkfræði og hugbúnaðar- fyrirtæki sem hefur þróað búnað vegna gjaldtöku á símkerfum. Vír- net sem framleiðir húsastál og nagla er byrjað að markaðssetja vöru sína í Færeyjum. „Þróunarverkefnið er ekki ís- lensk uppfinning heldur kemur það frá írlandi og samskonar verkefni eru í gangi hjá 15 aðilum í 9 lönd- um. Það hefur skilað -------------- mjög góðum árangri og er með því betra sem við höfum gert á þessu sviði. Árangur fyrirtækjanna, ____________ sem hafa áður verið með, er besti vitnisburðurinn en meðal þeirra eru Össur, Miðlun og Bakka- vör,“ segir Haukur. Frá Flúðum til Japans Límtré hf. var stofnað árið 1983 af aðilum í uppsveitum Árnessýslu. í dag eru hluthafar 230 og starfs- menn fyrirtækisins eru 30 talsins. Eigið fé í árslok 1995 var 96 millj- ónir en veltan nam 215 milljónum króna árið 1995. Fyrirtækið fram- leiðir límtré í margskonar mann- virki. Á síðasta ári tók fyrirtækið við rekstri Yleininga. Hjá Yleining- um eru framleiddar léttar samloku- einingar í hús af öllum stærðum Límtré á Jap- ansmarkað Islenskum fyrírtækjum gengur oft illa að fóta sig í hörðum við- skiptaheimi erlendis. Skiptir þar miklu hversu smá flest fyrírtækin eru á erlendan mælikvarða. Guðrún Háifdánardóttir ræddi við Hauk Bjömsson hjá Útflutningsráði og Gest Bárðarson hjá Límtré hf. um markaðssetningu erlendis. Burðarrammar úr límtré í verslunarhúsnæði Ingvars Helgasonar.. Verkefnið hef- ur skilað góð- um árangri og gerðum auk einangrunarhurða fyrir frystiklefa og gáma. Gestur Bá-ðarson, ráðgjafi í út- flutnings- og sérverkefnum hjá Límtré hf., segir það tilviljun að Límtré tók þátt í verkefninu. „Við lásum grein í sænsku blaði um hversu vel sænskum aðilum gekk í límtréssölu tii Japans. Um svipað leyti fengum við senda kynningu á út- flutningsverkefninu sem Haukur Björnsson fylgdi síðan eftir. Allt spilaði þetta saman og við ákváðum að slá til. Tilviljunin borgaði sig, því þrátt fyrir að mikil vinna fylgi þátttökunni þá var hún þess virði og lærdómsrík. Við krufum fyrir- tækið inn að beini, lögðum mat á sterkar og veikar hliðar þess og greindum skipulega tækifæri og hættur í umhverfinu.“ Lokaáfangi verkefnisins er að gera markaðsáætlun fyrir fyrirtæk- ið og kynna dómnefnd á vegum þeirra sem standa að framtakinu „Útflutningsaukning og hagvöxt- eru Haukur Björnsson Gestur Bárðarson Þekking til Portúgals Áhugi á erlendum mörkuðum er ekki nýr af nálinni hjá forsvars- mönnum Límtrés og höfðu mark- aðskannanir staðið yfir í tvö ár áður en verkefnið kom tii. Gestur segir að „vagga límtrés- iðnaðarins í Evrópu sé í norðurhluta álfunnar, á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þar flest stóru fyrirtækin og samkeppnin eftir því.“ Markaðurinn hefur smá saman verið að færast suð- --------- ur á bógin en Portúgal er að mestu ónumið ______________ svæði og því beindu límtrésmenn sjónum að Portúgal, en þar er nægt fram- boð af hráefni úr furu- skógum sem þar vaxa. Að sögn Gest „und- irbýr fyrirtækið nú jarðveginn fyrir límtrésverksmiðju í Portúgal í samvinnu við heimamenn, þar sem þekking í hönnun og fram- leiðslu límtrés væri flutt héðan en varan framleidd í Portúgal.“ Jarðskjálftar í Kobe áhrifavaldar í upphafi verkefnisins voru þijú lönd í Asíu greind og naut Límtré Fyrirtækið krufið til mergjar aðstoðar tveggja viðskiptafræði- nema við gagnakönnun. Gestur seg- ir að sú könnun hafi leitt í ljós að Japan væri sá markaður sem hent- aði fýrirtækinu best. í markaðsskýrslu Límtrés kemur m.a. fram að „hús í Japan hafi í gegnum tíðina þótt af fremur léleg- um gæðum, enda oft og tíðum ekki mikið lagt í byggingu þeirra. Hefur þar mikil áhrif gott veðurfar, þjóð- félagsskipan þar sem almenningur hefur ekki haft greiðan aðgang að landi né auðlindum sem þarf til að byggja gott húsnæði. Eins hefur sá hugsunarháttur lengi ríkt í Japan að húsnæði væri lítið annað en þak yfir höfuðið. Viðhorf japönsku þjóðarinnar í húsnæðismálum er að breytast í kjölfar batnandi efnahagsstöðu al- mennings og áhrifa frá vestrænum siðum. Um helmingur allra íbúðar- húsa í Japan eru úr timbri. Svoköll- uð „post and beam“ (súlur og bit- ar) byggingaraðferð hefur verið allsráðandi en hún byggist í grund- vallaratriðum á aldagamalli hefð. Hún felst í megindráttum í því að reisa alla burðarviði hússins og setja þakið á áður en hafist er handa við að ganga frá gólfi, millilofti og veggjum. Þegar jarðskjálftarnir í Kobe árið 1994 riðu yfir komu í ljós veikleikar í burðarvirkjum „post. and beam“-húsa úr heiltimbri.“ Gestur segir „hús þar sem límtré er notað hafi þolað jarðskjálftana betur enda sé límtré helmingi sterk- ara en venjulegt timbur. Eftir þetta hefur aukist eftirsókn eftir húsum sem eru byggð úr límtré samkvæmt „post and beam“ byggingaraðferð- inni enda hentar það byggingarað- ferðinni mjög vel.“ Þrátt fyrir að langar vegalengdir skilji að löndin tvö, ísland og Jap- an, er flutningskostnaður á milli landanna ekki jafn mikill og búast mætti við. Þar skiptir miklu að var- an er á leið til Japans en ekki öfugt því að útflutningur Japana er mun meiri en innflutningur og því er gámarúmmetrinn ódýrari á þeirri leið. „Milliliðakostnaður getur verið hár í Japan og því verða innflytjend- ur að leggja áherslu á að hafa sem fæsta milliliði og komast sem næst lokakaupanda í dreifikeðjunni," segir ennfremur í skýrslunni. íslensk vara samkeppnishæf „í maí sl. fór ég til Japans og fékk miklar og góðar upplýsingar um límtrésmarkaðinn. Þar kom í ljós að í verksmiðjunni okkar á Flúð- um er meiri framleiðni á hvern starfsmann og hún er stærri og betur búin tæknilega en flestar þær japönsku. Markaðsverð á límtré í Japan er vel við unandi ________og við getum keppt bæði við aðra innflytjendur og Japani sjálfa varðandi gæði,“ segir Gestur. Forráðamenn Límtrés hf. telja margt benda til að útflutningurinn til Japans geti hafist strax á þessu ári. Hann mun að öllum líkindum fara hægt af stað en árið 2000 er markmiðið að hann nemi um 20% af afkastagetu verksmiðjunnar, að verðmæti 65 milljóna króna. „Á þessum 13 starfsárum Límtrés hf. hefur fyrirtækið byggt upp mikla þekkingu á hönnun og framleiðslu mannvirkja úr límtré. Því er staða þess mjög góð tæknilega séð og þessi þekking er eign fyrirtækisins í dag,“ segir Gestur að lokum. Esso með eigin kreditkort OLÍUFÉLAGIÐ Esso býður nú viðskipta- vinum sínum rafrænt greiðslukort, Einka- kort, sem hægt er að nota við allar úttekt- ir hjá félaginu. Að sögn Jóhanns P. Jónssonar, korta- stjóra Olíufélagsins, eru íslandsbanki og Póstgíróstofan einu bankastofnanirnar sem hafa gert skriflegan samning við fyrirtækið og því einungis viðskiptavinir þeirra sem geta fengið Einkakort. „En viðræður eru í gangi við Landsbankann um samstarf varðandi Einkakortið.“ Korthafar Einkakortsins þurfa ekki að greiða stofn- eða kortagjald líkt og tíðk- ast þjá greiðslukortafyrirtækjunum. „Tilkoma Einkakortsins þýðir sam- keppni við kortafyrirtækin og ég hef fulla trú á að fleiri einkafyrirtæki fylgi á eftir því þjónustugjöld kortafyrirtækjanna eru töluverð," segir Jóhann. Pappírslaus viðskipti í frétt frá Olíufélaginu segir að korthaf- ar geti valið um hvort viðskiptin séu gjald- færð vikulega eða mánaðarlega. Ef úttekt er gjaldfærð vikulega þá nýtur korthafinn sama afsláttar í formi safnkortspunkta og þeir viðskiptavinir sem staðgreiða fyr- ir vöru eða þjónustu. Greiðslurnar eru færðar beint af banka- reikningi viðskiptavinarins og inn á bankareikning Olíufélagsins með EDI- staðli, sem felur í sér að upplýsingar eru sendar á milli án nokkurrar pappirsnotk- unar. Er það nýlunda í bankaviðskiptum hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.