Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 8
VEDSKIFTI AIVINNUIiF FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 Fólk Nýttfólk hjá VSÓ VSÓ, Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar ehf., hefur nýlega fært út kvíamar og bætt við sig fólki á sviði umhverfismála, rafmagnsverkfræði og brunavarnaverkfræði. • HALLDÓRA Hreggviðsdóttir hefur meistarapróf í hagverkfræði frá Stanford háskóla í Kalifomíu. Hún útskrifaðist sem BS jarðfræð- ingur frá Há- skóla Islands og hefur einnig meistarapróf í jarðfræði frá Stanford há- skóla, með jarð- efnafræði sem Sérgrein. Hall- dóra hefur undanfarin ár starfað sem sviðsstjóri umhverfíssviðs hjá Skipu- lagi ríkisins, sem hefur m.a. umsjón með mati á umvherfísáhrifum fram- kvæmda. Áður hefur Halldóra m.a. starfað hjá Hitaveitu Reykjavíkur og jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð- anna. Einnig hefur hún haldið fjölda námskeiða í samvinnu viðEndur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands og Centre for Environmen- tal Management and Planning í Aberdeen í Skotlandi, um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Halldóra mun starfa sem ráðgjafi í umhverfismálum, meðal annars í umhverfisstjórnunarkerfum og mati á umhverfisáhrifum. Eiginmaður Halldóru er Arni Geirsson verk- fræðingur og eiga þau tvö börn. • INGA Hersteinsdóttir er bygg- ingaverkfræðingur með meistarapróf frá Dundee University í Skotlandi. Inga hefur sérhæft sig í brunahönnun og brunavömum bygginga. Hún starfaði lengi hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen ehf. að al- mennri hönnun burðarvirkja ásamt brunahönnun og um tíma í sérverk- efnum á sviði brunavama hjá Eldvamaeftirliti Rcykjavíkur- borgar. Hún var búsett í New York í þijú ár og kynnti sér þá skipulag brunavama þar í landi sérstaklega. Eiginmaður Ingu er Kornelíus Sigmundsson forseta- ritari og eiga þau tvö böm. • SÍMON Unndórsson er raf- magnstæknifræðingur frá Aarhus Teknikum. Hann starfaði frá 1983- Krogboe A/S, ráðgefandi verk- fræðistofu í Kaupmanna- höfn. Þar sinnti Símon margvís- legum verkefn- um, meðal ann- arshönnunog verkefnastjórnun fyrir danska rík- isútvarpið á sviði hús-, öryggis-, samskipta- og hússtjómarkerfa. Eiginkona Símon- ar er Lára Hallgrímsdóttir cand.mag. og eiga þau tvö börn. ------♦ ♦ ♦------ Nýirstarfs- menn hjá Borg- arplasti hf. BORGARPLAST hf. hefur á undan- förnum mánuðum ráðið nýtt starfs- fólk í sölu og markaðssdeiid og í þróunardeild fyrirtækisins vegna aukinna umsvifa. • GUÐJÓN Grímur Kárason hefur verið ráðinn forstöðumaður vöruþróunardeildar hjá Borgar- plasti hf. Guðjón er 27 ára gamall vélaverkfræðjngur með M.Sc.-próf frá Háskóla íslands og KTH í Stokkhólmi. Guðjón sér um hönnun Inga 1995 hjáBirch & Símon Vöruriutningar ^ TVG-Zimsen býður upp á sterkt flutninganet og öfluga samstarfsaðila um allan heim. ^ Hjá TVG-Zimsen færðu hag- NÝTT SfMANÚMER 5600700 kvæmar og öruggar heildarlausnir varðandi vöru- flutninga, við vörugeymslu og vörudreifingu. TVG-ZIMSEN Héðinsgötu 1-3, sími 5 600 700 Ragnheiður nýrra fram- leiðsluvara og stýrir þeim rann- sóknar- og þró- unarverkefnum sem Borgarplast tekur þátt í. Guð- jón var áður þró- unarstjóri hjá rilSi. r . Sigurplastihf.í Guðjon Grimur Mosfe,lsbæ Guðjón er í sambúð með Sóleyju Ómarsdóttur læknanema • RAGNHEIÐUR Kristín Guð- mundsdóttir hefur verið ráðin til Borgarplasts hf. Ragnheiður mun sjá um auglýsinga- og kynningarmál auk þess sem hún mun sinna sölu og markaðsmál- um innanlands og erlendis einkum í Suður-Evrópu og Suður Amer- íku. Ragnheiður er 28 ára gömul. Hún lauk BAjorófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Islands árið 1991 og árið 1995 mastersnámi í alþjóða hag- fræði og stjómun frá SDA Bocconi viðskiptaháskólanum í Milanó. Ragn- heiður hefur starfað hjá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, hjá Út- flutningsráði íslands og hjá Globef- ish, markaðsdeild sjávarútvegsdeildar FAO í Róm. • ElRÍKUR Valsson hóf í maímán- uði störf í söludeild Borgarplasts hf. Hann sinnir sölu- og markaðsmálum á fslandi og er- lendis, einkum í Mið-Evrópu. Ei- ríkur starfaði síð- ast hjá Við- skiptavakanum ehf., og áður m.a. hjá Póls raf- eindavörum hf., Sölusamtökum lagmetis, Marel hf. og hjá Kontor-Automation A/S í Kaupmannahöfn um 8 ára skeið. Eiríkur er 45 ára og lauk nú í júní rekstrar- og viðskiptanámi við_ Endurmenntunarstofnun HI. Eiríkur Nýir eigendur taka við verk- stæðum Kaupfé- lags Rangæinga NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri vélsmiðju og bílaverk- stæðis Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. Nýja félagið hefur fengið heitið Vélsmiðja KR ehf. og mun það annast rekstur vélsmiðju, bílaverkstæðis og hjólbarðaþjónustu og smur- stöðvar, segir í frétt. Átta starfsmenn halda áfram Eigendur hins nýja félags eru Magnús Halldórsson vél- virkjameistari, sem verið hefur verksljóri hjá KR á sama stað undanfarin 6 ár og Smári Jósa- fatsson vélvirkjameistari ásamt eiginkonum þeirra. Smári Jósafatsson starfaði hjá J. Hinriksson hf. í Reykja- vík í meira en 25 ár við allflest störf. Síðastliðinn áratug gegndi hann starfi sölustjóra fyrirtækisins og síðast var hann sölu- og markaðssljóri. Smári er framkvæmdasljóri hins nýja félags en Magnús yfirverkstjóri með stjórn á daglegri þjónustu. Átta reyndir starfsmenn Kaupfélagsins halda áfram störfum sínum hjá nýja félaginu. Markmið nýrra eigenda er að þjónusta núverandi við- skiptavini og markaðssetja og efla þjónustu félagsins um allt Suðurland. Stefnt er að því að kynna þjónustu bílaverkstæðis, smurstöðvar og hjólbarðaverk- stæðis fyrir viðskiptavinum á Suðurlandi og ferðamönnum sem leið eiga um Hvolsvöll. Starfsmenn á bakvakt um kvöld og helgar Starfsmenn verða á bakvakt um kvöld og helgar þannig að hægt verður að veita þjónustu utan hefðbundins opnunar- tíma. Þessi þjónusta er auglýst í gluggum í fyrirtækisins við Hlíðarveg 2-4, en jafnframt verður hún auglýst á viðkomu- stöðum ferðamanna um Suður- land. Vélsmiðja KR mun sem fyrr annast verktakavinnu um allt Suðurland og á verkstæðinu. Pípulagningameistari í samstarfi Þá hefur Sigurður Ú. Krist- jánsson, löggiltur pípulagn- ingameistari hafið samstarf við félagið. Hann og starfsmenn hans munu vinna með starfs- mönnum Vélsmiðju KR hf við pípulagnir og viðhaldsverkefni á Suðurlandi. Torgið Rannsóknir í rénun í LOK síðasta mánaðar var því fagnað að 10 ár væru liðin frá því að aðildar- ríki Evrópusambandsins, í samstarfi við nokkur önnur Evrópuríki, komu sér saman um áætlun til að styrkja rann- sókparvinnu fyrirtækja undir heitinu EUREKA eða EVREKA eins og það heitir á íslensku. Á afmælisárinu voru samþykkt 156 ný verkefni, samtals að fjárhæð tæp- lega 230 milljarðar króna, og eru nú 721 verkefni í gangi innan vébanda EVREKA. íslendingar eiga þar hins vegar ekkert nýtt verkefni á þessu ári. Á síðasta ári voru samþykkt 2 ný verkefni og er þá heildarífjöldi ís- lenskra verkefna frá upphafi orðinn 10, en af þeim standa 6 ennþá yfir og er heildarkostnaður þeirra áætlað- ur um 760 milljónir króna. Á ráðherrafundi aðildarríkja EV- REKA sagði Finnur Ingólfsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, m.a. aö það hlyti að valda mönnum áhyggjum hversu illa Evrópubúum hefði gengið að hagnýta þá rannsóknar- og þróun- arvinnu sem þar færi fram. Þrátt fyrir að Evrópa væri fremst í flokki, hvaö menntun sem og rannsóknir og þróun varðar, væru Evrópulöndin engu að síður eftirbátar helstu keppinautanna í Bandaríkjunum og Japan í því að hagnýta niöurstöður þessarar vinnu. Þessa mætti glögglega sjá merki í hátækniiðnaði þessara landa. Sagði hann þetta vera eitt það stærsta vandamál sem Evrópuríki stæðu frammi fyrir í dag. Finnur lagði ennfremur mikla áherslu á hversu mikilvægur þáttur smærri og meðalstórra fyrirtækja væri í þessu starfi. Stærri fyrirtæki væru heldur að skera niður í mann- afla sínum og atvinnusköpunin ætti sér stað í smærri fyrirtækjunum. „Raunar sjáum við að nær öll atvinnu- sköpun á sér stað í fyrirtækjum með færri en 100 starfsmenn og þessi fyrirtæki eru einnig uppspretta aukins fjölbreytileika í iðnaði. Þau koma fram með nýjungar og flytja út en eiga hins vegar við ákveðin vandamál að etja. Veikleiki þeirra felst fyrst og fremst í fjármögnun, mannauði og uppbygg- ingu á yfirstjórn þeirra." I samtali við Morgunblaðið sagði Finnur að þróun EVREKA-verkefnanna væri íslendingum mjög í hag. Þau færu smækkandi og væru jafnframt að verða alþjóðlegri með fleiri þátttak- endum. Því væri það orðið mun viðráð- anlegra en áður fyrir íslensk fyrirtæki að taka þátt í þeim. Hins vegar væri mikilvægt að tengja EVREKA betur við önnur ámóta verkefni i Evrópu, svo sem rammaáætlanir ESB. Engin ný íslensk verkefni í ár Það vekur athygli að íslendingar skuli ekki eiga neitt nýtt verkefni á þessu ári. Snæbjörn Kristjánsson, verkfræðingur hjá Rannsóknarráði ís- lands, sem fer með samskiptin við EVREKA, segir að nú sé að Ijúka nokkrum verkefnum sem hafi komið til eftir verkefnamiðlun hér á landi í fisktækni árið 1993. Því hafi myndast smávægileg eyða í verkefnum nú en stefnt sé að því að bæta úr því á næsta ári. „Við munum halda verkefnamiðlun í matvælatækni hér á landi nú í ágúst, með stuðningi frá EVREKA- netinu, auk þess sem þrjú lönd, Finnland, Portúgal og Ungverjaland, standa með okkur að verkefnamiðluninni. Þátttak- endur munu hins vegar koma frá öllum 24 aðildarríkjum EVREKA. Við stefnum því að því að verða með a.m.k. tvö ný íslensk verkefni á næsta ári og u.þ.b. tvö á ári á næstu árum þar á eftir," segir Snæbjörn. Hann segir að verkefnamiðlunin verði þó ekki eingöngu stíluð á EVREKA- verkefnin því einnig verði stefnt að því að koma á fót nýjum rannsóknarverk- efnum innan 4. og 5. rammaáætlana ESB og hjá Norræna iðnaðarsjóðnum. Það er vissulega mikilvægt að ís- lensk fyrirtæki nýti sér betur þá mögu- leika sem bjóðast í samstarfsverkefn- um sem þessum innan EVREKA og annarra samevrópskra sjóða. Rann- sóknar- og þróunarstarf var lengi vel vanrækt hjá íslenskum fyrirtækjum og þó svo að heldur hafi rofað til í þess- um efnum á undanförnum misserum verða íslendingar að ganga harðar fram í að nýta sér þá möguleika sem felast í slíkum samstarfsverkefnum. Það er því nokkurt áhyggjuefni að sjá að ekkert íslenskt fyrirtæki er að- ili að neinu þeirra 156 nýrra verkefna sem samþykkt voru á ráöherrafundi EVREKA nú á dögunum. Vonandi mun verkefnamiðlun sú sem áformuð er nú I haust verða til að bæta hér úr. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.