Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ]M**gMiiIA&ifc 1996 FIMMTUDAGUR 4. JULI BLAÐ c KORFUKNATTLEIKUR itir Morgunblaðið/Björn Blöndal Áttundi tapleikur Örebro í deildinni ÖREBRO tapaði í gær áttunda leiknum síimm í sænsku úrvalsdeildinni þegar það heimsótti Öster. Lokatölur 2:1 og sem fyrr verma Arnór Guðjohnsen, Hlynur Birgisson og Sigurður Jónsson ásámt samherjum í Örebro neðsta sæti deildarinnar með 11 stíg eins og Trelleborg að loknum 13 leikjum. Örgryte, lið Rúnars Kristíns- sonar, lék ekki í gær. Sigurjón sex höggum undir pari SIGURJÓN Arnarson náði mjög góðum árangri er hann lék á Graud Cypress open, sem fór fram á samnefndum velli í Flórida 1. og 2. júlí. Sigurjón lék fyrri hringinn á 77 hbggum, seinni á 66 höggum, sem er sex höggum undir park vallarins. Samtals lék hann á 143 höggum, einu höggi undir pari. Keppendur voru 120 og hafn- aði Sigurjon í 27. sæti. Stúlkurnar vel að sigrinum komnar „Þ AI) var sérlega ánægj ulegt að sigra í þessu móti og stúlkurnar voru vel að sigrinum komn- ar. Þær sýndu mikla baráttu í öllum leikjunum og léku auk þess mjög vel, hvort heldur var i vörn eða sókn," sagði Sigurður lngimundarson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körí'u- knattleik, við komuna tíl landsins aðfar anótt miðvikudagsius. Eins og greint hefur verið frá varð íslenska liðið meistari á alþjóðlegu mótí sem fram fór á Möltu þar sém það sigraði alla andstæðinga sína. Stulkunum var vel fagnað við heimkomuna, þær fengu blóm og Ólafur Rafnsson formaður KKÍ þakkaði þeim i'yrir hinn góða árangur. Þetta er i fjórða sinn sem liðið tekur þátt í þcssari keppni og var besti árangurinn fjórða sætíð. „Við höfum átt erfitt með stulkurnar frá Lux emborg og áður en við mættum þeim núna höfðum við tapað f yrir þeim í 9 leikjum i röð. Núna tókst okkur að snúa við blaðinu og ef tir að okkur hafði tekist að sigra Luxemborg í fyrsta sinn varð ekki aftur snúið," sagði Anna María S veinsdóttir f y r irliði og leikjahæstí lcik- maður íslenska liðsins. Leifur Garðarsson al- þjóðlegur dómari var einnig með í ferðinni og var f ull trúi íslands í mótinu. Ká meistarar við komuna frá Möltu ÍSLENSK A kvennaliðinu í körfuknattlei k var vel fagnað við komun a til landsins eftir að sigur vannst í fyrsta skipti á alþjóðlegu móti smáþjóða sem f ram fer á Möitu, en besti árangur til þessa var fjðrða sætið. Fremri röð frá vinstri: Anna Dis Sveinbjornsdóttir, Kristín Blðndal, Alda .lóns- dóttir, Erla Reynisdóttír, Guðbjörg Norfjörð og Helga Þor va ldsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Erla Sveinsdóttir, í kvcnnalandsliðsnefnd, Krist- in Jónsdóttir, Linda Stefáns- dðttír, Anna María Sveins- dóttír, Birna Valgarðsdðttir, Hanna Kjartansdóttir, Erla Þorsteínsdóttír, Sigurður lngimuudarson, þjálfar i, Leifur Garðarsson og Olafur Rafnsson, formaður KKL OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA Níu íþróttamenn og þrettán fylgdarmenn með farseðil á leikana Martha, Pétur og Sigurður hafa 12 daga til stefnu Framkvæmdastjórnarfundur Ólympíunefndar íslands ákvað í gær að þrír frjálsíþróttamenn, Guðrún Arnardóttir, Jón Arnar Magnússon og Vésteinn Hafsteins- son, yrðu á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Atlanta sem hefj- ast 19. júlí. Áður hafði verið gengið frá þátttöku Elsu Nielsen í badmin- ton, Vernharðs Þorleifssonar í júdó, Rúnars Alexanderssonar í fimleikum og sundfólksins Loga Jes Kristjáns- sonar, Eydísar Konráðsdóttur og Elínar Sigurðardóttur. Þetta íþrótta- fólk hefur náð tilsettum lágmörkum en að sögn Júlíusar Hafstein, for- manns ÓI, verða frjálsíþróttamenn- irnir Martha Ernstdóttir, Pétur Guð- mundsson og Sigurður Einarsson að ná tilsettum lágmörkum á viður- kenndum mótum fyrir miðnætti 15. júlí til að öðlast þátttökurétt. Sama á reyndar við um aðra íþróttamenn en auk fyrrnefndra hefur Einar Vil- hjálmsson æft undanfarna mánuði með Ólympíuleikana í huga. Lágmarkið í 5.000 m hlaupi kvenna er 16 mínútur sléttar og ætlar Martha að reyna við það á Bislettleikunum í Osló fyrir helgi en hún hljóp á 16.00,76 á Evrópubikar- mótinu í Bergen sl. föstudag. Lág- markið í kúluvarpi er 19,50 m og náði Pétur því á liðnu ári en það nægir ekki. Lágmarkið í spjótkasti er 79,90 m og kastaði Sigurður lengst 80,06 m í fyrra en hann hef- ur 12 daga til stefnu eins og Martha og Pétur til að sanna sig og fá að keppa í Atlanta. Frjálsíþróttasambandið valdi . í gær allt fyrrnefnt frjálsíþróttafólk að Einari undanskildum til að taka þátt í lokaundirbúningi fyrir leikana og óskaði eftir þvi að það yrði skráð í ólympíulið íslands. Júlíus sagði hins vegar við Morgunblaðið að ávallt hefði legið fyrir að enginn íþrótta- maður færi á leikana nema að hafa náð tilskildum lágmörkum á ólymp- íuári. „Á framkvæmdastjórnarfund- inum var gengið frá þátttöku þriggja frjálsíþróttamanna. Jafnframt var samþykkt að um leið og þeir þrír, sem Frjálsiþróttasambandið bendir á, ná lágmörkunum fyrir þessa leika verða þeir skráðir umsvifalaust. Ef þeir ná ekki tilsettum lágmörkum núna hefur framkvæmdastjórnin tekið ákvörðun um að þeir fara ekki á leikana. Þeir verða að ná þessu í keppni á viðurkenndu móti." Júlíus og Ari Bergmann, ritari ólympíunefndar, verða fulltrúar Óí hjá Alþjóða ólympíunefndinni og í hennar boði í Atlanta en þeir koma ekki til með að búa í ólympíuþorp- inu. Kolbeinn Pálsson verður aðal- fararstjóri, Birgir Guðjónsson læknir og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari. Með Elsu fara tveir fylgdarmenn, einn með Vernharð, einn með Rún- ari, þrír með sundfólkinu og þrír með frjálsíþróttamönnunum að öllu óbreyttu. FRÍ hefur óskað eftir að fá að senda fjóra fylgdarmenn en til að svo megi verða verða firnm frjálsíþróttamenn að vera á meðal keppenda. KNATTSPYRNA: KR, íA, ÍBV OG KEFLAVÍK ÁFRAM í BIKARNUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.