Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 BÖRN OG UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ Stuðlar að auk- inni útbreiðslu - segir Gústaf Björnsson um Knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni DRENGJUM sem fæddir voru árið 1982 gafst kostur á að sækja Knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni sem stendur yfir í þessari viku. Kunnir kappar í íþróttinni mæta á svæðið og gefa yngri knattspyrnumönn- um tilsögn. Á mánudag voru bæði núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfari, þeir Logi Ól- afsson og Ásgeir Elíasson, drengjum innan handar og stjórnuðu æfingum. Hvert félag á landinu á þess kost að senda einn leikmann úr sínum röðum í Knattspymuskólann á Laugarvatni. Að þessu sinni sendu 48 Rognvaldsson fél°g fulltrúa sinn ‘ skrifar skólann og vonast Knattspymusam- band íslands til þess að drengirnir snúi aftur til sinnar heimabyggðar með góðu hugarfari og aukinni þekkingu á íþróttinni. Gústaf A. Björnsson, fræðslu- stjóri KSÍ og þjálfari landsliðs drengja 16 ára og yngri: „Markmiðið með Knattspymu- skóla KSÍ er að gefa öllum félögum tækifæri til að senda einn fulltrúa í skólann og markmiðið þegar í skólann er komið er að menn bæti hæfíleikana tæknilega séð og leik- fræðilegan skilning. Svo er líka fé- lagslegi þátturinn að vera hér sam- an í fímm daga við leik og störf og fara eftir þeim reglum sem upp em settar — borða þann mat sem hér er á boðstólum og þar fram eftir götunum. Gústaf segir skólann vera fyrst og fremst útbreiðslutæki knatt- spymunnar á íslandi. „Það em ákveðin forréttindi að vera valinn til að koma hingað í skólann og síðan koma þeir heim og segja frá því sem héma kom fram og von- andi smita þeir út frá sér í leið- inni. Þannig má útbreiða knatt- spymuna og þetta er hvati til út- breiðslu. Svo er auðvitað möguleiki að einhver af þeim eigi eftir að ná lengra í knattspymunni síðar meir.“ Aður fyrr var skólinn notaður til að fylgjast með og leita að framtíð- arleikmönnum fyrir íslands hönd. Það er nú liðin tíð því önnur starf- semi KSÍ hefur tekið við því hlut- verki. „Við emm með annað átak í gangi sem heitir Hæfíleikamótun KSÍ. Við emm með fímm trúnaðar- menn dreifða um allt land sem em með hópæfíngar á sínum svæðum fímm sinnum á ári. Þar hefst mark- viss leit að efnilegum knattspymu- mönnum. Þessi skóli héma er eins konar undanfari þess. Það er fræðsla héma um Hæfíleikamótun KSÍ því þeir em að verða gjaldgeng- ir í það kerfi. Við fáum hingað stráka sem hafa hæfíleika umfram aðra og eiga eftir að vera inni í hæfileikakerfínu okkar, en svo er- um við líka með einstaklinga sem verða ekki inni í því kerfi þannig að hérna emm við ekkert að spá í hæfíleikana," segir Gústaf. Knattspymuskólinn er síður en svo nýr af nálinni. Aftur á móti hefur KSÍ nú komið til móts við kvenkyns knattspymuiðkendur. Stúlkumar vom á Laugarvatni í viku á undan strákunum. „Þessi skóli hefur verið starfræktur í ein tólf til fimmtán ár, alltaf þessir fimm dagar og þessi aldur [14 ára]. Þetta er þriðja árið sem boðið er uppá sams- konar fræðslu fyrir stúlkur þannig að þetta er miklu nýrra hjá þeim. Áður fyrr vom 24 strákar valdir inn { skólann eftir forvalsæfíngar, en ÞESSIR drenglr voru grlpnlr glóövolglr eftlr æflngu. Frá vinstri, Andri Gunnarsson, Grétar Steinsson, Einar Þór Lár- usson, Elmar Þór Viðarsson, Helgi Páll Asgeirsson. Morgunblaðið/Edwin TÆPLEGA fimmtiu drenglr eru nú I Knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatnl. Á myndlnni fá þelr sér sætl eftir morgunæflngu með Ásgelrl Elíassynl og Loga Ólafssynl. það var áður en við byijuðum með hæfíleikamótunina. Þannig að áður fyrr gat sama félagið átt fjóra eða fimm fulltrúa meðan annað félag átti engan. Þannig að skólinn virkar miklu betur núna sem útbreiðslu- tæki því að við náum til miklu fleiri félaga," segir Gústaf Bjömsson sem þjálfar landslið drengja 16 ára og yngri. Þeir munu taka þátt í Norður- landamóti í Noregi í haust. Einn af strákunum sem sælqa Knattspymuskólann þetta árið er Grétar Rafn Geirsson úr KS. Hon- um líkar dvölin vel það sem af er „Við emm búnir að gista aðeins eina nótt þannig að það er ekkert mikið búið að gerast. Maður eign- ast fullt af vinum héma og maður getur spilað fótbolta allan daginn. Það er skemmtilegt að vera á æf- ingum, borða og sofa. Við fómm í sund í gær en við vomm bara tutt- ugu mínútur þar af því að við fómm að horfa á úrslitaleikinn í Evrópu- keppninni. Ég sá samt ekki þegar Þjóðveijamir unnu því að við vomm famir út í fótbolta." Þorsteinn Gestsson frá Tindastóli leggur áherslu á að draga lærdóm af því sem þeir reyndu hafa frá að segja. „Við fáum reynslu og kunn- áttu útúr kennslu Ásgeirs og Loga. Það er líka gaman að eignast fullt af vinum og spila fótbolta með svona góðum leikmönnum, því margir af þessum strákum eiga að vera bestu leikmennimir í sínu liði. Það er gaman að spila með þeim og sjá hvemig maður stendur á landsvísu." Drengirnir munu ekki verða leið- ir á vemnni á Laugarvatni því dag- skráin er þétt alla daga. Á morgn- ana er snæddur morgunverður eins og venja er og því næst er farið út á völl. Þar æfa drengimir í 75 mín- útur í senn tvisvar á dag. Ýmsir reyndir fótboltakappar stjórna æf- ingunum í vikunni og munu dreng- imir alltaf læra eitthvað nýtt á hverri æfingu. Eftir síðari æfinguna síðdegis er sundið vinsælt. Einnig höfðu nokkrir drengjanna í hyggju að leigja bát og sigla á vatninu. Eftir kvöldverð mæta drengirnir á fræðslufund. Þar eru ýmis málefni tekin upp. Á mánudaginn mætti dómarinn Guðmundur Maríasson á svæðið og fræddi drengina um störf sín og starfsbræðra sinna. Einnig mun læknir KSÍ koma og brýna fyrir drengjunum að hugsa vel um líkama sinn. Slegið verður upp litlu hraðmóti innanhúss tvö kvöld vik- unnar áður en drengirnir fá sér kvöldkaffi fyrir svefninn. Ólafur Bjarnason frá Selfossi á von á viðburðaríkri viku. „Við eram búnir að vera á æfingum og horfð- um á EM-leikinn. Hann var slappur af því að vitlaust lið vann. Mér fínnst Poborsky bestur hjá Tékkum. Svo emm við búnir að fara í sund og fleira. Annars emm við bara búnir að vera héma í tvo daga þann- ig að það á fleira eftir að gerast.“ Atli Jóhannsson er framheiji í A-liði IBV. „Það em nokkuð marg- ir sem æfa í Eyjum. Við emm svona u.þ.b. 35 til 40 manns.“ Atli hefur náð góðum árangri í fótbolta því hann er í A-liðinu þrátt fyrir allan þann fjölda sem æfir í hans flokki. Félagi Atla í ÍBV, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, á glæstan feril að baki sem knattspymumaður. „Þegar ég var á Peyjamótinu í Eyjum ’91 var ég í Þór og lenti í Pressuliðinu og það sama gerðist árið eftir en þá átti ég að vera í landsliðinu." Gunn- ar er greinilega mjög frambærileg- ur knattspymumaður en hann spil- ar á miðjunni. Gústaf Bjömsson sagði að slíkur væri áhuginn hjá drengjunum að þeir nýttu frítíma sinn á kvöldin til að fara út í fótbolta þrátt fyrir að hafa æft stíft um daginn. 1 gær- kvöldi fóm drengimir út að borða í Reykjavík áður en þeir héldu á völlinn til að horfa á bikarleik KR og Breiðabliks. Morgunblaðið/Edwin LANDSLIOSÞJÁLFARINN Logl Ólafsson gefur þelm yngrl góð ráð eftlr æfingu á mánudag. Logi lagðl sérstaka áherslu á hellbrlgt Iffernl og að það værl nauðsynlegt tll að ná langt í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.