Morgunblaðið - 05.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.1996, Síða 1
"h r p íii d fí I SUNDLAUGUM/4 ■ GOTULIF I MOSKVU/5 ■ SALARONÆMISFRÆÐ- INGUR Á KRABBAMEINSSPÍTALA/6 ■ ÍSLENSKAR FYRIRSÆTUR/8 ■ FOSTUDAGUR 5. JULI 1996 BLAÐ SLUÐUR ÞRIFST BETUR I SMÁUM SAMFÉLÖGUM/2 USÓL OG SUMAR I sundi á sumardegi Þ AÐ er alltaf líf og fjör í sundlaugum lands- ins á sólríkum sumardögum. Fólk streymir að til þess að njóta veðurblíðunnar; synda, sóla sig og spjalla við náungann. Blaðamað- ur Daglegs lífs brá sér ásamt Ijósmyndara í sundlaugarölt einn góðviðrisdaginn og heilsaði upp á sundlaugagesti. 4 Með naflalokk í stuttum bolum og mjaðmabuxum Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÁÐU sæta naflann minn. Á GÓÐVIÐRISDÖGUM má sjá á götum Reykjavíkur léttklæddar ungar konur með naflalokka. Lokkarnir eru af ýmsum stærð- um og gerðum. Hringar eru vin- sælastir en í gegnum þá er stund- um dregin mittiskeðja. Sverrir Þór Einarsson hjá Skinnlist er húðflúrmeistari að mennt en hefur undanfarin þrjú ár unnið við að stinga gati í hold. „Það er alls ekki sama hvernig stungið er í nafla. Gæta þarf ýtrasta hreinlætis og nota skal sérstök áhöld úr læknastáli en gull og silfur dugar alls ekki. Eftir stungu er nafli níu mánuði að gróa og þrífa þarf hann vel með sótthreinsandi efni, helst tvisvar á dag,“ segir Sverrir. Hann segir líkamsgötun vera listgrein erlendis. „ Fólk sækir í það frumstæða og villimennsk- una. Ættflokkar á Amason- svæðinu voru með disk í vörinni og bein í gegnum nefið og lík- amsgötun er arfleifð frá því tíma- bili. Kvenfólk er hrifið af nafla- lokkum, en herrarnir kjósa hins vegar að setja hringi í geirvört- urnar, neðri vörina eða auga- brúnina. Súsanna Heiðarsdóttir, förð- unarmeistari er með gat í naflan- um. „Aðgerðin tók örstutta stund en hún var sársaukafull. Síðan hef ég ekki fundið fyrir neinum óþægindum. Hins vegar hef ég heyrt af fólki sem hefur lent í vandræðum því ekki hefur verið hreinsað nógu vel. Eg ber yfirleitt ekki skraut þannig að lokkurinn í naflanum er eiginlega eina skartið mitt. Því miður hefur kvenfólk ekki næg tækifæri til að vera léttklætt hér á landi en svona lokkur fer vel við mjaðmabuxur og stutta boli“ segir Sús- anna. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.