Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF * Oformlegt tal um náungann, gjaman undir flögur augu, hefur einkennt samfélag manna frá fyrstu tíð. Hrönn Marinósdóttir kynnti sér nokkrar kjaftasögur og ræddi við fræði- menn sem þekkja eðli og tilgang þeirra. „EKKERT flýgTjr hraðar en slúðrið" er haft eftir Rómverjanum Marcus Tullius Cicero sem lifði 106-43 fyrir Kristburð. í gömlum heimildum má víða finna skírskotun í þá áráttu manna að koma af stað vafasömum orðrómi yfirleitt í þeim tilgangi að skaða orðstír einhvers. íslendingasögurnar eru glöggt dæmi um mikinn áhrifamátt kjafta- sagna en talið er að slíkar sögur hafi verið mikilvægt tæki til að komast til valda og áhrifa í þjóðfé- laginu, eins og fram kemur í við- tali hér á síðunni við Gísla Pálsson, prófessor í mannfræði. Rannsóknir mannfræðinga hafa einnig sýnt frá á að í frumstæðum samfélögum þar sem ekki er sterkt ríkisvald hafí kjaftasögur gegnt stóru hlutverki við að kveða úr um deilumál og komið þannig í stað dómstóla. í seinni tíma bók- menntum er persónu- gervingur kjaftasög:- unnar, Gróa á Leiti, ógleymanleg í Pilti og stúlku eftir Jón Thor- oddsen og síðan hafa Gróusögur loðað við landann. Að mati margra fræðimanna þrífast slúðursögur betur í smærri samfélögum en stórum, þar sem lítið gaman er af því að tala um náungann ef ekkert þekkist til hans. í stórborgum erlendis hafa kjaftasögur því oft einskorðast við vinnustaði, hverfi eða slúður um fræga fólkið. Að ýkja eða draga fram ákveðin atriði til að gera frásögnina skemmtilegri er oft ómeðvitað en alþekkt fyrirbrigði hér á landi. Slúðursögum getur skotið upp kollinum hvar og hvenær sem er, í heitu pottum sundlauganna, saumaklúbbum eða karlaklúbbum. Oft er hægara sagt en gert að greina höfundinn og þá er eins og sagan öðlist sjálfstætt líf. Yfírleitt eru kjaftasögur þó skammlífar. Oft spretta sögumar upp af nei- kvæðum hvötum þar sem sannleiks- gildið er látið víkja fyrir frásagnar- gleðinni. Þær fara yfirleitt af stað af litlu tilefni og erfítt getur reynst að afsanna þær. íslenskir fjölmiðlar hafa nokkrum sinnum neyðst til að taka af skar- ið og leiðrétt kjaftasögur. Fyrir nokkrum árum gekk til að mynda svæsin saga um dóttur þekkts stjórnmála- manns sem ekki var með nokkru móti hægt að leiðrétta nema með yfirlýsingu í dagblaði. Velgegni slúðurblaða er dæmi um mátt kjaftasagna Merki um mikið vægi kjaftasagna hér á landi er allur sá fjöldi orða og hugtaka sem íslensk tunga hefur yfír umtal um náungann. Flest em þau neikvæðrar merkingar, s.s. kvittur, blaður, baktal, ávæningur, uppspuni, hviksaga, fleipur, íjas, slefburður, slúður og bakmælgi. Fátt bendir til að lífskraftur kjaftasagna fari dvínandi því með aukinni fjölmiðlun og tilkomu al- netsins hefur máttur þeirra aukist til muna. Velgengni slúðurblaða er mikil meðal annars í Noregi þar sem fimm dagblöð byggja tilveru sína að mestu á fréttum um náung- ann og fjölmiðlar hér á landi hafa stundum verið staðnir að því að koma af stað sögum sem ekki er flugufótur fyrir. Vinsælt viðfangsefni erlendis Sigurður Ægisson, sóknarprest- ur á Grenjaðarstað og nemandi i þjóðfræði, hefur kynnt sér erlendar rannsóknir á kjaftasögum. „í út- löndum hafa slúður- sögur verið algengt við- fangsefni fræðimanna meðal annars í sál- fræði, félagsfræði, þjóðfræði og mann- fræði og fjöldinn allur er til af erlendum bók- um um efnið. Einhverra hluta vegna hefur kjaftasag- an lítið verið rannsök- uð hér á landi, kannski vegna þess að hún er oft viðkvæmt mál í litlu samfélagi eins og okk- ar og það eru fáir sem þora að koma fram sem hafa orðið fyrir barðinu á slíkum sögum,“. segir hann. Sigurður segir skilgreiningar á kjaftasögum vera nokkuð misjafn- ar meðal fræðimanna en hann flokkar kjaftasögur í þrennt eftir því hver undirrót þeirra er. „í fyrsta lagi er kjaftasagan búin til af illum hug til að klekkja á andstæðingnum en þær sögur fara að mínu viti oftar skammt en langt. Það sem liggur að baki er yfírleitt öfund, hatur eða ótti. Afleiðingin er þá oft ærumeiðing en í verstu tilfellun- um sálarmorð. Stundum er kjaftasagan hins vegar einfaldlega afrakstur ósköp venjulegs blaðurs, til dæmis á vinnustað, oftast tiltölulega sak- laust en getur síðan auðveldlega undið uppá sig og haft slæmar af- leiðingar í för með sér. í þriðja lagi geta kjaftasögur staf- að af hreinum misskilningi sem veldur síðan hneykslan eða skelfingu. Það er til dæmis þekkt fyrirbirgði innan sálarfræðinnar að mönnum fínnst gott að tala um þá hluti sem valda þeim kvíða. í sumum til- fellum fær söguberinn útrás fyrir kvíðann með því að bera út sögur.“ Hin ódauðlega ádeilusaga H.C. Andersens, „Það er alveg áreiðan- legt“, fjallar um heiðvirða hænu sem missti eina fjöður en eftir að saga hennar hafði gengið dýra á milli var haft fyrir satt að fimm hænur hefðu reytt af sér allar fjaðr- imar til að ganga í augun á hanan- um. Svo huggu þær hvor aðra til blóðs og duttu dauðar niður. Ein lítil fjöður getur því hæglega orðið að fimm hænum. Það er alveg áreiðanlegt. g Sigurður Ægisson SlúAur þrífst betur í smáum samfélögum en stórum Morgunblaðið/Golli Sögur sem gengið hafa fjöllum hærra Naut í framboðl Nú látinn stjórnmálaleiðtogi er sagður hafa ferðast á hvern ein- asta sveitabæ á landinu þegar hann var í framboði á sínum tíma. Einhvern tímann kom hann á bæ þar sem Iítið var um svefnpláss og var honum því skipað til rúms hjá heimasætunni. Það vildi fram- bjóðandinn ekki, því hann var hræddur um að fá á sig þá sögu að hafa sofið hjá heimasætunni. Honum var því vísað út í fjós og var hann hinn ánægðasti með það. Daginn eftir var verið að leiða saman naut og belju. Verður heimasætunni þá að orði: „Það mætti halda að nautið væri í fram- boði.“ Sagan varð fleyg og fylgdi stjórnmálamanninum æ siðan. Tvíburar af sltthvorum kynþættl Fyrir nokkrum árum eignaðist landsþekkt kona tvíbura. í viðtali á einum Ijósvakamiðlanna gat hún þess að börnin væru svo ólík að þau væru nánast eins og svart og hvítt. Skömmu seinna komst sá kvittur á kreik að það væri nú ekki beint gott til afspurnar þetta með konuna; sú væri nú ansi fjöl- lynd. Það hefði líka borið þann ávöxt að undir hefðu komið tví- burar, er báru hvor sinn litinn, annan hvítah og hinn svartan. SJálfsmorðstllraun söngvara Sú fregn komst á loft fyrir um 10 árum að þekktur söngvari hefði reynt sjálfsvíg í útlöndum. Atti hann að hafa sent kúlu I haus- inn á sér en mistekist ætlunar- verkið og væri hann því gersam- lega lamaður. Ástæðan fyrir til- ræðinu var ástarsorg. Seinna var því svo bætt við að hjúkrunarkona hefði séð líkama tónlistarmanns- ins sundurtættann á Landspítal- anum. Söngvarinn hafði ekki ver- ið á sjónarsviðinu lengi og því lík- legt að mati margra að hann hafi reynt sjálfsmorð. „Ég er ekkl dauður“ Fyrir um 16 árum barst sú voveif- lega fregn eins og eldur í sinu að landskunnur tónlistarmaður hefði framið sjálfsmorð. Ástæðan var talin eiturlyfjaneysla. Tónlistar- maðurinn leiðrétti þetta í fjölmiðl- um með því að tilkynna að hann væri ekki dauður og skömmu siðar hélt hann tónleika. ■ GÍSU Pálsson, prófessor í mann- fræði við Háskóla íslands, segir kjaftasögur vera algengt viðfangs- efni i mannfræði. „Segja má að kjaftasögur gegni í dag sams kon- ar hlutverki og galdrar gerðu á miðöldum, að vera tæki til að ná sér niðri á fólki ef ekki var hægt að fara aðra og formlegri leið. Ég held því fram að ásakanir um galdra hafi þjónað mikilvægu hiutverki í valdakerfí íslenska þjóð- veldisins. í stað þess að til dæmis að lýsa yfír„þú stalst hrossunum mínum“, sem hugsanlega hefði haft í för með sér að vera sóttur til saka og tekinn af lífi, þá komu menn af stað kjaftasögum bakvið tjöidin sem oft urðu að beinum ásökunum um galdra,“ segir Gísli. KJaftasögur valdatmkl í frumstæðum samfélögum Margar mannfræðirannsóknir hafa komið inn á hvernig valdi er beitt með óformlegum hætti í gegnum kjaftasöguna. „Hlutverk kjaftasög- unnar var mikið í frumstæðum samfélögum, þar sem ekki var sterkt miðstjómarvald með her, dómskerfi og lögreglu, til dæmis í gömlum höfðingjadæmum. Samtímalýsingar mannfræðinga af frumstæðum samfélögum t.d. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.