Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 B 3 DAGLEGT LÍF „ÍSLENDINGAR hafa aila tíð verið sagnaglöð þjóð, sérstaklega í fásinninu hér áður fyrr. Þá vann fólk með höndunum og talaði saman við vinnu sína. Sögur og munnmæli voru einnig snar þátt- ur í afþreyingu fólks sem gekk á milli bæja og launaði fyrir veiting- amar með því að segja fréttir sem margar hveijar voru bara kjafta- sögur,“ segir Ólína Þorvarðar- dóttir, þjóðfræðingur. Ólina segir kjaftasöguna vera töluvert frábrugðna venjulegri þjóðsögu. „Kjaftasagan lifir yfir- leitt ekki lengur en mannsaldur- inn og er sundurlaus að formi og öftást styttri en dæmigerðar þjóð- sögur og munnmæli. Stundum þróast þær hins vegar yfir í nú- tímaþjóðsögur og hafa þá tekið á sig skáldlegra og hnitmiðaðra form.“ ólína nefnir sem dæmi persónulegar sögur af fljúgandi furðuhlutum og reynslusögur fólks sem upplifir dauðann, til að mynda þeirra sem sjá ljósið við enda ganganna en sogast síðan aftur inn í líkamana sinn. Alnetlð gróðrarstía fyrir kjaftasögur Aukin fjölmiðlun og alnetið geta verið gróðrarstía kjafta- segir alnetinu geta margir fylgst með og tjáð sig t.d. á spjallrásunum. &ögunnarv Ólína. „A OLINA ÞORVARÐARDOTTIR því vægi sitt og flýg- ur hærra. Fjölmiðlar taka einnig þátt í að koma sögum af stað sem enginn flugufótur er Ólína Þorvarðardóttir fyrir, eins og sjá má í slúðurdáikum dag- biaðanna. Það er al- varlegt umhugsunar- efni því oft er um skaðlegar sögur að ræða og fólk hefur tiihneigingu til að trúa frekar því sem stendur á prenti.“ Ólína segir kjafta- sögur stundum_ ná heimsfréttum. „í DV síðastliðinn mánudag birtist Reuters-frétt um Indland undir fyr- irsögninni „Úlfur tal- inn ábyrgur fyrir á<j- án barnamorðum.1' í fréttinni kristallast mörg sagna- minni og er þetta dæmi um hvem- ig kjaftasögur og tiigátur geta ummyndast í þjóðsögur og sagn- ir. Álmenningur lýsti glæpa- manninum ýmist sem varúlfi, hýenu eða skepnu í mannsmynd sem ók um á hvítum sendibíi, leit út eins og svín og gat flogið. „Þar með hefur kjaftasagan tryggt ódauðleika þjóðsögunnar sem mun ævinlega tengjast þess- ari frétt,“ segir hún. Ólína segir islenska stjórn- málamenn enn í dag notfæra sér mátt kjaftasögunnar með því að koma af stað baktali um andstæð- ingana eða hygia sjálfum sér. „Þeir sem eru klókastir beita fjölmiðlum fyrir sig með því að koma af stað jákvæðum sögu- sögnum eða ná fram ákveðnum hughrifum." Sem dæmi um hvernig menn reyna að nota mátt munnmæla nefnir Ólína þegar Davið Oddsson og Jón Baldvin Hannibaisson unnu að ríkisstjórn- arsáttmálanum í Viðey árið 1991. „Þeir voru með ýmsar uppástung- ur um nafngiftir á ríkisstjórnina, oftast með tilvisun í þjóðarsáiina, til dæmis var ein hugmyndin Við- eyjarstjómin. En markaðssetningin brást hjá Davið og Jóni og hagyrðingar iandsins snem óðar út úr nafn- giftinni og árangurinn varð annar en að var stefnt hjá þeim félög- um.“ Að mati Ólínu munu kjafta- sögur alltaf vera til staðar í þjóð- félaginu. „Það er gamalt við- kvæði sem hljóðar á þá leið að aldrei skuli skemma góða sögu. Það gleymist stundum að spyija um heimiidir og sannleiksgildið líður oft fyrir skáldskapargieð- ina. “ ■ Teikning/Halldór Pétursson -En ekki vil ég samt láta bera mig fyrir því, blessuð! Gróu- saga „Gróa bjó á þeim bæ er heitir á Leiti; Hallur hét bóndi hennar, og var hans sjaldan getið að nokkru nþví Gróa þótti vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Lítt voru þau hjón vel við álnir, en Gróa var fengsöm og hús- göngul; hún var og vitur kona og svo fróð um alla hluti, að hún vissi fyrir víst, hvað skammtað var hvert mál á flestum bæjum í öllu því byggðarlagi; aldrei trúði hún meir en einum í senn fyrir trúnaðarmálum; og svo var hún orðvör, að aldrei greindi hún sögumann; var það jafnan orðtæki hennar, er hún sagði frá einhveiju: Ólyginn sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því blessuð! Avallt vissi hún að haga svo orðum sínum, við hvern sem hún talaði, að hveij- um virtist sem Gróa ætti engan betri vin hér á jörðu en sig og að hún væri engum trú sema sér einum.“ ■ Úr Pilti og Stúlku eftir Jón Thoroddsen. GÍSLI PÁLSSON Baktal í stað vopnaskaks Nýju Gíneu og hjá þjóð- flokkum á Amason-svæð- inu í Suður-Ameríku eru lifandi dæmi um þetta.“ Gísli segir að fram komi í íslendingasögun- um að kjaftasögur hafí verið mjög algeng- ar.„Menn þurftu að reiða sig á hóp fylgismanna sem var ótryggur og voru því stanslaust að keppa um hylli manna oft með hjálp kjaftasögunnar. Alltaf voru einhverjir sem viku frá óskráðum reglum um hvað taldist siðlegt eða boðlegt og refsingin var í mörgum tilfellum kjaftasaga um viðkomandi. Dóm- urinn gat verið ansi harður, til dæmis yfiriýsing um að viðkom- andi væri afbrota- maður.“ Hann bætir við að rannsóknir á íslend- ingasögunum bendi til að konur hafi fremur beitt fyrir sig kjaftasögum og slúðri en karlamir hafí haldið um hin formlegu völd. KJaftasögur eru siðasta hðlmstrá lltllmagnans „Þegar lénshöfðing- Gísli Pálsson inn ríður i\já þá ieysir þjáleigubónd- inn vind,“ segir gamalt máltæki. Mannfræðingar hafa bent á að kjaftasögur eru oft síðasta hálms- trá lítilmagnans. „Stundum standa menn frammi fyrir það miklu valdi að stórhættulegt er að orða andóf eða óánægju beiniínis. Menn ógna ekki lénskerfí með að leysa vind en það minnir á að oft þarf að fara krókaleiðir að markinu og kjaftasögur eru kröft- ugt tæki til þess.Það við enn I dag. Jafnvel er hægt að ógna heilu her- deiidunum með slæmu umtali," seg- ir Gísii. Söngvaelnvígl Inúfta lMargar frásagnir mannfræð- inga benda til að inúítar hafi leyst ágreining með því sem kallað hef- ur verið söngvaeinvígi. Ekki voru til formlegir dómstólar en oft þurfti að leysa ágreiningsmál og þá var efnt til söngvaeinvígis þar sem andstæðingar áttust við og kölluðust á. Skipst var á söngvum þar sem andstæðingamir drógu hvorn annan sundur og saman í háði og vafalaust hafa þeir oft borið fyrir sig kjaftasögu. Þegar leið á einvígið tók annar aðilinn af skarið, fékk stuðning áheyrenda og hafði þar með sig- ur. Samfélagið var eins og kvið- dómur sem fellir dóm í ljósi mergj- aðra sagna sem deiluaðilar drógu fram í dagsljósið,“ segir Gísli. Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn frunsumyndun með virka efninu acíklóvír. Mikilvxgt er að byrja að nota kremið um leið og fyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax og þú finnur sting, fiðring eða kláða. Berið kremið á sýkt svceði fimm sinnum á dag í 5 daga. Varex, krem 2 g, fxst í apótekum án lyfseðils. Lesiþ vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Hafðu varann á með Varex!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.