Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF HENNING Serensen finnst gott að slaka á í heitu pottunum. FREMST á myndinni má sjá litla guttan Arnór og pabba hans Guðmund Halldórsson. HÉR má sjá nokkra meðlimi danska dómkirkjukórsins. Talið frá vinstri: Paul, Gitte, Karen, Henning, Rasmus og Bent. að vera ekki of gráðugur í sólbrúnku og fylgjast vel með húðinni svo hún brenni ekki. „Maðurinn minn kom til dæmis með mér hingað í sund, en hann brennur svo fljótt að ég sendi hann heim rétt áðan,“ sagði hún brosandi og hélt áfram að rýna í bókina sína. Skammt frá vakti athygli maður sem þræddi alla heitu potta Laugarinnar. Blaðamaður náði tali af hon- um í einum pottinum og kom í ljós að þarna var á ferðinni Henning Sorensen frá Danmörku. „Svona heit- ir pottar eru hvergi í mínu heimalandi. Þetta er dásam- legt,“ sagði hann ánægður á svip. Hann sagðist enn- fremur vera í tónleikaferð á íslandi með félögum sínum í kór dómkirkjunnar í Haderslev í Danmörku. „Við búum á farfuglaheimili hér rétt hjá og höfum verið tíðir gestir í Laugardalslauginni undanfarna daga,“ sagði hann og benti um leið á nokkra félaga sína sem stóðu rétt hjá. Ljósmyndari fékk leyfi til að smella einni mynd af kórfélögunum, sem dásömuðu einnig sundlaugarnar og góða veðrið á íslandi. Blaðamaður og ljósmyndari voru sennilega búnir að trufla sundlaugargesti nóg og kvöddu því viðmælendur sína. Að síðustu leit blaðamaður yfir sundlaugargesti sem lágu í sólbaði á bökkum laugarinnar. Sumir hvetj- ir voru orðnir ansi brúnir en aðrir „hættulega“ rauðir á nefi og öxlum. ■ as MEÐ AUGUM LANDANS Götulíf og útifundir < > María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs íslands við íslenska sendiráðið. k ÞAÐAN sem ég horfí út um gluggann minn, L^J út á Októbertorgið, þar I 1 sem Lenin og fulltrúar f hinnar vinnandi stéttar I B j stancla hnarreistir og A ákveðnir, sé ég rifin Oflögg og fána beijast í sunnan gjólunni, hátíð- ardagur er í vændum, en borgin hefur verið færð í sinn hátíðarbún- ing aðeins of snemma. Þegar eitthvað er um að vera, fer fólk að tín- ast á torgið um átta á morgnana, bæði al- menningur og eftirlits- menn. Hingað mæta nokkrir tugir trukka, sem út úr stökkva ungir sakleysislegir piltar í grænum ein- kennisbúningum, þeir mynda raðir meðfram götum hér og þar og er þeirra hlutverk að halda uppi lögum og reglu. Héðan leggja kröfugöng- ur af stað í átt til miðbæjarins, hér eru haldnir útifundir og oftar en ekki þarf að prófa gjallarhom og hátalarakerfi tímanlega, þess vegna verður ekki hjá því komist að fylgjast með öllum undirbún- ingnum. Unglr menn með eina rðs Á þessu torgi gerist margt skemmtilegt. Á góðviðrisdögum, sama hvort er sumar, vetur, vor, eða haust, situr fólkið sem er á leið heim úr vinnu, á bekkjum umhverfis Lenin og spjallar sam- an, sumir mæta með síðdegisölið sitt, aðrir með bakkelsi úr lúgunni í undirgöngunum handan götunn- ar, en flestir gæða sér á ís. Hér eiga margir stefnumót og hingað koma ungir menn með eina rós, skima athugandi í kringum sig, byija síðan að stika fram og aft- ur, staldra við og líta aftur yfir sviðið. En umfang Lenins og félag- anna er nokkuð dijúgt og stundum stendur sú sem beðið er eftir hin- um megin og þá er spennandi að fylgjast með hversu langan tíma það tekur fyrir unga parið að koma auga hvort á annað. Utifundimir eru áhugaverðir og skemmtilegir, hér er rifíst og skammast um pólitík og þegar fundi lýkur formlega, hefjast smærri hópfundir, þar sem þing- mennimir hitta kjósendur sína sem spara ekki við þá hollráðin, þessir fundir standa þar til þolinmæði lög- reglunnar þrýtur og hún hótar öllu illu, ef fólk hypjar sig ekki í burtu. Gömlu konunum er sérstaklega heitt í hamsi, þær lyfta krepptum hnefum til að leggja áherslu á orð sín og þeim liggur ekki lágt róm- ur. Hér hef ég nokkrum sinnum verið beðin um að undirrita stuðn- ingsyfírlýsingar við forsetafram- bjóðendur og enn oftar verið boðið að ganga í ákveðna flokka. Þegar ég segi þeim að ég sé nú reyndar flokksbundin, þá fæ ég að heyra það, að þessir nýju flokkar séu bara til vandræða, betra sé að treysta þeim gamla og góða. Þann 9. maí í ár voru hátíðar- höldin ekki eins stórkostleg og fyrir ári, þegar 50 ár voru liðin frá stríðslokum, en mikill þjóðhá- tíðarbragur yfir öllu og öllum. Einn af útifundunum var gegnt Bolshoi-leikhúsinu, við fótstall Karls Marx. Eftir ræðuhöldin var þar og á torginu við leikhúsið, sannkölluð útihátíðarstemmning. Fólk hópaðist um þá sem spiluðu á harmonikur og gítara, sungin voru ættjarðarlög og jafnvel stig- inn dans. Svo virðist sem allir Rússar geti sungið og þeir kunna marga söngva, en sumir þessara söngva kalla fram minningar sem fá lítil tár til að trítla niður ijóðar og alltof oft þreytulegar kinnar fullorðinna kvenna og karla. Sann- kölluð gleði ríkti á þessum stað, þrátt fyrir hávaða frá útifundi sem stóð sem hæst undir rauðum fán- um upp við Ljublianka fangelsið, sem gnæfir efst í brekkunni skammt frá. Þessi hátíð minnti mig næstum á 17. júní hátíðar- höldin í gamla daga, á Ráðhú- storgi og upp við íþróttavöll, þar sem fólk var í sparifötunum og í hátíðarskapi, heilu fjölskyldurnar komu sér fyrir á góðum stað upp í brekku, þá var alltaf sól 17. júní. Stemmningin hélst þar til upp- magnaðar hljómsveitir tóku völdin á sviði sem reist hafði verið fyrir framan leikhúsið í tilefni dagsins og þar kom meira að segja fram Dixieland hljómsveit. Það er ekki alltaf sama góða stemmningin á útisamkomum. Neðan við Basil kirkjuna, sem stendur við enda Rauða torgsins, var fyrir nokkru komið fyrir stóru sviði vegna útifundar og hljóm- leikahalds. Markmiðið var að fá unga fólkið til liðs við forsetann og fjöldinn var mikill, um 200 þús- und manns komu saman til að skemmta sér, aðallega ungt fólk, sem naut góða veðursins og ætlaði auðsjáanlega ekki að láta neitt fram hjá sér fara, hvorki ræðuhöld né tónlist. Mér stóð stuggur af við- búnaðinum. Hvert sem litið var, voru hertrukkar og hermenn og lögregla. Þeir mynduðu raðir, nokkurs konar varnargarða eða fjárréttir, þannig að fólk gat ekki gengið um. Þörfin fyrir aö sýna vald Ef tilgangurinn var að koma í veg fyrir troðning, mistókst það algjörlega, því þessi undarlegheit urðu til þess að troðningurinn varð hvað mestur við þessi höft og látun- um linnti ekki, fyrr en einhveijir háir herrar gáfust upp á þessari umhyggjusemi. Það sem olli mér þó aðallega áhyggjum, var sá hugs- unarháttur sem mér fannst endur- speglast í þessum aðgerðum, þ.e. þörfin fyrir að sýna vald og gera lífið svolítið flóknara og erfiðara ef mögulegt er. Ég minntist þess að þegar Persaflóastríðinu lauk, var ég stödd á Mollinum í Was- hington þegar Ameríkanar fögn- uðu stríðslokum. Þangað flykktist fólk, hvaðanæva að úr Bandaríkj- unum til að fagna með samlöndum sínum, ég man ekki eftir neinni lögreglu, hún hlýtur að hafa verið þarna, en ekki sjáanleg, enda há- tíðarhöldin um miðjan dag og fólk komið til að gleðjast saman. Ég held að í skipulagningu þessara tveggja hátíða liggi ákveðinn mun- ur á hugsunarhætti. I samskipta- vænu samfélagi er gert ráð fyrir virðingu og trausti fólks hvers í annars garð, trúað á hið góða sem býr í eðli hvers manns, en verið til staðar þegar með þarf, eins og móðir sem er tilbúin að grípa barn- ið sem hikandi tekur fyrstu skref- in sín, eitt og óstutt. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.