Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF BRESKIR karlmenn ásamt íslenskum þokkadísum. Náttúra *t Heilsa < Gleði I hjarta íslenskrar náttúruparadísar að Lundi í Öxarfirði Námskeið í sumar: 30. júlí - 8. ágúst Viltu verða jógakennaril Jóga, gleði og dans. Grunnnámskeið fyrir verðandi jógakennara. Ævintýraleg viðbót fyrir þá sem þegar kenna jóga. Leiðbeinandi: Uriel West kennari i jóga og dansi. Tenging við æðri vitund. Orkuvinna, meðvitund, hugleiðsla, slökun og dans. Leiðbeinendur: Örn Jónsson og Olga Lísa Garðarsdóttir. 30.- 3 i. júlí Heilsufæði. Meðferð og matreiðsia á Makrobíótíku heilsufæði. Leiðbeinandi: Sigrún Ólafsdóttir. Námskeið í meðferð íslenskra lækningajurta. Farió í tínsluferðir. Búin til smyrsl og oliur, te og seiði. Leiðbeinandi: Kolbrún Björnsdóttir jurtalæknir. LIJNDUR Sœlureitur í öxarfirði Allan ágústmánuð er boðið upp á jóga, hugleiðslu, nudd, dans og svitahof. Gönguferðir í helstu náttúruperlur landsins s.s. Ásbyrgi, Dettifoss og Jökulsárgljúfur. Gisting og fæði á staðnum. Nánari upplýsingar og skráningu annast Ása Jóhannesdóttir eftir 3. júlí að Lundi í slma 465 2334 & 465 2247. Bikiní 50 ara í DAG eru fimmtíu ár liðin frá því að frönsku hönnuðirnir Louis Rénard og Jacques Heim kynntu fyrstu tví- skiptu kvenbaðfötin, sem nefndust bikiní og voru saumuð úr rúmlega 76 sm efnisbúti. Baðföt- in drógu nafn sitt af eyjunni Bikiní á Kyrra- hafi vegna þess að þau voru fyrst kynnt í París 5. júlí, 1946, fimm dög- um eftir að kunnugt var að Bandaríkjamenn höfðu sprengt atóm- sprengju í tilraunaskyni á eyjunni. Tvískiptu kvenbaðfötin ollu miklu uppnámi í tískuheimin- um vegna dirfsku og hugrekkis og var þeim því líkt við sprengjuna sem Bandaríkjamenn vörpuðu á eyjuna Bikiní. Þó að tvískiptu bað- fötin eða bikiní hafi í fyrstu valdið mikilli hneykslan meðal al- mennings urðu þau sí- fellt vinsælli með tíman- um. Frægar leikkonur í Hollywood og fyrirsæt- ur sáust æ oftar spóka sig um í slíkum baðföt- um og hafði það ekki síst mikil áhrif á bað- fatatískuna. Nú fimm áratugum eftir „bikiní- sprengjuna" í París þyk- ir bikiní sjálfsagður bað- fatnaður kvenna. Ekk- ert lát virðist vera á nýjum hugmyndum tískuhönnuða um stærð, liti eða snið bikinía og er hægt að velja úr ótelj- andi möguleikum þegar kaupa á slíkan baðfatnað. ■ í FYRSTU þótti bikini vera hámark dirfsku og hugrekkis. a Hrafnhildur Hafsteins- PERRY GordomHrrfn ^ogHuW dÓttirThomasáHótelBorg. T ískuljósmyndari frá Bretlandi festir íslenska fegurð á filmu fyrir bandarískt karlatímarit Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson FRA vinstri:Perry Gordon myndar Ásdísi Maríu í sundbol úr fiskroði. Önnum kafnir ljósmyndararog Helen Barnes förðunarmeistari fylgist með tilþrifum Ásdísar. Blaðamaður Daglegs lífs heilsaði upp ljósmyndarann og aðstoðar- mann hans, hinn velska Huw Thom- as á Hótel Borg en þar sátu þeir félagar í góðu yfirlæti, umvafnir glæsilegu kvenfólki. Gordon og Thomas eru báðir búsettir í Dublin á írlandi en eru yfirleitt á ferð og flugi út um allan heim. Gordon á fjölskrúðugan feril að baki, hann er sjálflærður ljósmynd- ari en hefur starfað sem listmálari í París og við kvikmyndagerð í New York. Hann hefur áður starfað fyr- ir Men’s Journal sem er karlatíma- rit eins og nafnið gefur til kynria og er gefið út af Rolling Stones útgáfufyrirtæk- inu. Nýlega gerði Gordon auglýsingamyndir fyrir Ralph Lauren og Marie Claire. „Mín tekjulind er að taka tískumyndir en ég tek einnig'töluvert af heimildarmyndum, til að mynda um daglegt líf á Irlandi," segir hann. Hann segir allar ljós- myndir í raun vera heim- ildarljósmyndir, Til dæmis lifir tískan oft stutt en varðveitist síðan í ljós- myndinni. Mest dálæti hef ég þó á því að taka andlits- myndir af alls konar fólki. Birtan aíslandi góö tii myndatöku FYRIRSÆTAN Ásdís María Franklín, íklædd sundbol úr fiskroði, mun prýða forsíðu bandaríska tímaritsins Men’s Journal síðar í sumar. Breskui' ljósmyndari, Perry Gordon að nafni, tók myndirnar af Ásdísi í sund- lauginni á Akureyri en hann var staddur hér á landi í nokkra daga á veg- um Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur, skólastjóra John Casablanca skólans á ís- landi. Ásdís María starfar sem fyrirsæta í New York en skellti sér í sund á Akur- eyri fyrir forsíðumyndatök- una. Það er fatahönnuð- urinn Sigríður Sunneva sem á heiðurinn af klæðn- aði Ásdísar en hún skartaði ýmist valkyijubúningi úr selskinni eða sundbol úr fískroði. Það var förðunarmeistari Men’s Journal, Helen Barnes sem sá um andlitsmálningu Ásdísar. Gordon notaði tækifærið og tók myndir af fleiri íslenskum þokkadís- um sem munu birtast í tímaritinu, auk þess sem hann ferðaðist vítt og breitt um landið og festi á filmu. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, en í framhaldi af grein blaðamanns- ins Greg Donaldssons í Men’s Jour- nal um fallegar konur á íslandi var ákveðið að fá Gordon hingað til lands,“ segir Kolbrún. Hún bætir við að ekki hafi geng- ið áfallalaust að fá Gordon til Is- lands því hann er mjög vinsæll tískuljósmyndari, bókaður tvö ár fram í tímann. „En þolinmæðin þrautir vinnur allar og í fjórðu til- raun tókst okkur að lokka Gordon til landsins," segir Kolbrún. Umvafinn kvenfólki á Borgínni Upphaflega ætluðu Gordon og Thomas að koma til íslands í apríl en frestuðu ferðinni meðal annars til að upplifa bjartar nætur og sjá gróðurinn í fullum skrúða.,, Að geta tekið myndir að kvöldlagi í góðri birtu finnst mér frábært,“ segir ljós- myndarinn Gordon. Það eina sem skyggði á gleði Gordons var að sjá hversu drukkið fólk 1 var almennt á skemmti- stöðunum, bæði á Akur- eyri og í Reykjavík. Gordon segist ánægður með dvölina hér á landi, svo ánægður að hann hyggst koma fljót- lega aftur og mynda meira. ■ hm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.