Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA wjptnttbiMfr 1996 GOLF FÖSTUDAGUR 5. JULI BLAÐ c B E/ i 3 Á níræðis- aldri í hópi efstu manna GÍSLI Halldórsson arkitekt var í fyrsta sæti í 3. flokki að loknum fyrsta keppnisdegi í Meistara- keppni Nesklúbbsins í golfi en datt niður i 5. til 6. sæti í gær. Gísli verður 82 ára í næsta mán- uði en aldurinn yefst ekki fyrir heiðursforseta íþróttasambands íslands. Hann fór fyrsta hring á 78 höggum en þurfti 94 högg í gær og er samtals á 172 högg- um. Helgi Valur Helgason er í fyrsta sæti á 166 hðggum. Leif- ur, sonur Gísla, er í 10. sætí á 180 höggum. Meistaramót golfklúbba víða um land hófust í fyrradag og lýkur um helgina. Kylfingar hafa því í nógu að snúast þessa dagana og eins og sjá má á myndinni naut Gísli útiverunnar í blíðviðr- inu á Sehaarnarnesi í gær. Morgunbiaðið/Golli Pétur og Sig- urður berjast til lokadags „ÉG er ósáttur við að vita ekki fyrr áð staðið yrði fast á lágmarkinu og engin færi á leikana nema hafa náð því. Tímiun sem við höfum er m'i orðinn svo stuttur," sagði Pétur Guðmunds- son kúluvarpari við Morgunblaðið í gær. Eins og fram kom í blaðinu í gær ákvað f ramk væmda- stíórn Óí að enginn iþróttamaður fari á Ólympíu- leikana í Atlanta nema hafa náð lági nar kim i í ár þó að því hafi verið náð í fyrra. Þetta á við frjálsiþróttamennina Pétur, Sigurð Einarsson spjótkastara og Mört hu Ernstsdðttur hlaupa- konu. Pétur hefur átt í þrálátum meiðslum lengi, bæði í lófanum og í mjöðm og hefur lengst kast- aði í ár 19,37 metra en lágmarkið er 13 sentí- metrum lengra. „Ég hafði fengið meldingar frá formanni Ólympíunefndar um að þetta kast mitt yrðf Iátíð nægja vegna þess að ég hef ver- ið meiddur, en látum það vera. Það sem ég er ósáttastur við er hversu seint menn taka þessa ákvörðun um að lágmörkunum verði haldið tíl streitu. Það er því það eina sem ég get gert er að keppa og reyna við lágmarkið. Ef ég næ því ekM er ég ekki nógu góður tíi að fara og ver ð bara að taka því." Að s8gn Pétur ætlar hann og Sigurður að berjast tíl síðasta dags við að ná lágmörkunum, en Sigurður þarf að kasta spjótinu a.m.k. 79,90 metra. Á sunnudaginn taka þeir þátt i móti í Georgí u og vonir standa til um að komast inn á tvö mót til viðbótar. Þeir hafa verið velta fyr- ir sér að koma heim um hclgina og taka þátt í Meistaramóti íslands en hættu við eftir að mótið í Georgíu kom upp. Einnig settí strik í reikning- inn, að sögn Péturs, að ekki fékkst samþykki fyrir að árangur á innanfélagsmótí hér á landi yrði tekinn gildur, næðu þeir ekki lágmar kinu á Meistaramótínu. „Ég kastaði yfir 19,50 um siðustu helgi á æfingu og ég lét kúluna út af puttanum svo ég er í sókn auk þess sem hef mikinn styrk og hraðinn er að aukast. En þetta getur verið happa og glappahjá mér hvort mér tekst að náþessu eða ekki. Ég finn mig vel núna og hlakka tíl að keppa og vonast tíl að fá fleiri mót." Þjálfari þeirra Péturs og Sigurðar, Stefán Jóhánnsson, er vænta legur tíl þeirra á mánudag- inn. „ Við hef ðum viljað fá hann tíl liðs við okk- ur mun fyrr og erum einnig ósátt ir við hvað hann kemur seint." Að mótinu loknu á sunnudaginn fara Pétur og Sigur ður til liðs við íslenska ólympíuhópinn í Athcns og æf a með honum fram að leikum auk þess að keppa á þeim mótum sem bjóðast. KNATTSPYRNA Sala sjónvarpsréttarfrá HM tryggirknattspyrnusamböndum öruggartekjur KSÍ fær tæplega 17 millj. kr. á ári frá 1999 Joao Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði á fundi sambandsins með full- trúum allra knattspyrnusambanda innan FIFA í Ziirich í gær að hagn- aður vegna sjónvarpsréttar frá HM 2002 og 2006 rynni að miklu leyti til sambandanna sem eru 197 talsins og hvert þeirra fengi milljón dollara fyrir hvert fjögurra ára tímabil frá og með 1999 eða tæplega 17 milljón- ir kr. á ári að meðaltali á gengi dagsins. Mikiö ánægjuef ni Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands, var á fundinum ásamt Geir Þorsteins- syni, skrifstofustjóra KSÍ, og hann var að vonum ánægður með gang mála. „Þessi samningur er mikið ánægjuefni og tryggar greiðslur koma minni samböndum sérstaklega til góða," sagði Eggert við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Til þessa hefur FIFA aðeins umbunað samböndum sem hafa átt lið í úrslitakeppni HM en frá og með 1999 sitja öll sam- böndin við sama borð. „Auðvitað er þetta gífurleg breyt- ing sem kemur til með að gjörbreyta öllum áætlunum," sagði Eggert. „Við höfum aldrei getað gert lang- tímaáætlanir vegna óvissu varðandi sölu auglýsinga og sjónvarpsréttar frá undankeppni HM en þessi ákvörðun tryggir okkur fastan og öruggan tekjustofn. Eins og fram hefur komið höfum við verið óheppn- ir með mótherja í stórmótum að undanförnu með fyrrnefnda sölu í huga og þótt kostnaðurinn aukist stöðugt hafa miklir tekjumöguleikar ekki verið fyrir hendi. í því sam- bandi má geta þess að ef við hefðum ekki gert samninga áður en dregið var í síðustu keppni værum við illa staddir en þetta hefur verið happ- drætti. Nú sjáum við fram á meiri stöðugleika en að sjálfsögðu höldum við að okkur höndum þar til greiðsl- urnar verða orðnar að veruleika." Evrópusamband sjónvarpsstöðva, EBU, lýsti yfir mikilli óánægju með samning FIFA og sagði að gengið hefði verið framhjá EBU vegna pen- ingagræðgi. „EBU átti fyrsta samn- ingsrétt og hann var ekki virtur," sagði Jean-Bernard Miinsch, fram- kvæmdastjóri EBU. „ISL-Kirch, sem hafa enga reynslu í útsendingum og vinnu frá stórviðburðum, byggðu til- boðið á okkar tilboði, sem var betra fyrir knattspyrnuna en græðgin réð ferðinni hjá FIFA." ¦ Sjónvarpsréttur/C4. FRJ ALSÍÞROTTIR: MARTHA REYNIR VIÐ ÓLYMPÍULÁGMARKIÐ í 5.000 M HLAUPI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.