Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 C 3 ÚRSLIT Fylkir- Skallagr. 3:0 Fylkisvöllur, bikarkeppni KSÍ - 16-liða úr- slit, fimmtudaginn 4. júlí 1996. Aðstæður: Eins og best verður á kosið. Völlurinn góður og veðrið eftir þvi — sól, logn og hiti um 12 gráður. Mörk Fylkis: Þórhallur Dan Jóhannsson 2 (92. og 113.), Ólafur Stígsson (94.). Gult spjald: Ólafur Stigsson (49.) - fyrir brot, Enes Cogic (62.) - fyrir brot og Þór- hallur Dan Jóhannsson (76.) - fyrir brot, allir úr Fylki. Garðar Newman (35.) - fyrir brot, Hilmar Þór Hákonarson (60.) - fyrir brot og Þórhallur R. Jónsson (90.) - fyrir brot, allir úr Skallagnmi. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Pjetur Sigurðsson. Dæmdi ágæt- lega. Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Haukur Ingi Jónsson. Ahorfendur: Um 500. Fylkir: Kjartan Sturluson — Þorsteinn Þor- steinsson, Ómar Valdimarsson, Halldór Steinsson, Enes Cogic — Finnur Kolbeins- son (Gylfi Einarsson 114), Ásgeir M. Ás- geirsson (Ásgeir F. Ásgeirsson 110.), Ólaf- ur Stígsson, Andri Marteinsson (Erlendur Þ. Gunnarsson 72.) — Þórhallur Dan Jó- hansson, Kristinn Tómasson. Skallagrímur: Friðrik Ingi Þorsteinsson — Pétur Grétarsson, Alfreð Karlsson, Garðar Newman, Jakob Hallgeirsson — Hilmar Þór Hákonarson (Sigurður Már Harðarson 90.), Bjöm Axelsson, Þórhallur R. Jónsson, Krist- ján Georgsson (Einar Þ. Eyjólfsson 115.) — Valdimar Sigurðsson, Sindri Grétarsson (Stefán Bjarki Ólafsson 105.). Valur-Stjarnan 3:1 Valsvöllur, Bikarkeppni KSÍ - 16-liða úr- slit, fimmtudaginn 4. júlí 1996. Aðstæður: Gola, um tíu stiga hiti, kvöldsól og völlur góður. Mörk Vals: Sigurbjörn Hreiðarsson (18.), Arnljótur Davíðsson (45.), Salih Heimir Porcha (53.) Mark Stjörnunnar: Kristinn Ingi Lárusson (43.). Gul spjöld: Hjá Val Bjarki Stefánsson (24.) - fyrir gróft brot, Neboja Corovic (31.) - fyrir að handleika knöttinn, Sigurður Grét- arsson (64.) fyrir hróp á varamannabekkn- um, Salih Heimir Porcha (68.) - fyrir að hlaupa of fljótt út úr vamarvegg, Gunnar Einarsson (77.) fyrir að sparka boltanum í burtu eftir brot. Úr Stjömunni Ingólfur Rúnar Ingólfsson (48.) fyrir að toga í peysu. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason. Aðstoðardómarar: Einar Guðmundsson og Garðar Hinriksson. Áhorfendur: 218 gréiddi aðgangseyri. Valur: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefáns- son, Jón Grétar Jónsson, Gunnar Einarsson, Neboja Corovic - Sigurbjöm Hreiðarsson (Ólafur Brynjólfsson 86.), Salih Heimir Porca, ívar Ingimundarson, Jón S. Helgason (Sigurður Grétarsson 81.) - Sigþór Júlíus- son, Amljótur Davíðsson. Stjarnan: Bjami Sigurðsson - Birgir Sigfús- son, Helgi Már Björgvinsson, Reynir Bjöms- son, Heimir Erlingsson (Rúnar Páll Sig- mundsson 45.) - Ingólfur Rúnar Ingólfsson (Loftur Steinar Loftsson 70.), Valdimar Kristófersson, Baldur Bjarnason - Ragnar Ámason, Goran Kristófer Micic (Bjami Gaukur Sigurðsson 70.), Kristinn Ingi Lár- usson. Grindavík - KA 1:3 Grindavíkurvöllur: Aðstæður: Sól og norðan strekkingur ská- hallt á völlinn sem er mjög góður Mark Grindavíkur: Kekic Siusa (49.). Mörk KA: Halldór Kristinsson (59.), Bjami Jónsson vsp. (65.), Þorvaldur Makan Sig- björnsson (76.). Gult spjald: Hjálmar Hallgrímsson (61.) og Guðmundur Torfason (63.) Grindavík, báðir fyrir að mótmæla dómgæslu. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gísli Jóhannsson sem stóð sig vel. Línuverðir: Gísli Björgvinsson og Hans Scheving. Áhorfendur: Um 200. Grindavík: Albert Sævarsson - Guðlaugur Öm Jónsson, Guðjón Ásmundsson, Guð- mundur Torfason Gunnar Már Gunnarsson - Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Ólafur Öm Bjamason, Kekic Siusa - Þórar- inn Ólafsson (Júlíus Þór Daníelsson (66.), Grétar Einarsson. KA: Eggert Sigmundsson - Helgi Aðal- steinsson, Jón Hrannar Einarsson, Halldór Kristinsson, Steinn Gunnarsson - Dean Martin, Stefán Þórðarson, Bjarni Jónsson, Höskuldur Þórhallsson (Steingrímur Birgis- son (85.) - Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Logi Unnarsson Jónsson (Bjarki Snær Bragason (89.). Þór-Leiftur 6:5 Akureyrarvöllur, bikarkeppni KSÍ - 16 liða úrslit, fimmtudaginn 4. júlí 1996: Aðstæður: Norðan kaldi, 7 stiga hiti, þurr og góður völlur. Mörk Þórs: Vítaspymukeppni: Páll Gísla- son, Páll Pálsson, Halldór Áskelsson, Davíð Garðarsson, Þorsteinn Sveinsson, Sveinn Pálsson. Mörk Leifturs: Vítaspyrnukeppni: Sverrir Sverrisson, Pétur Björn Jónsson, Gunnar Oddsson, Gunnar Már Másson, Daði Dervic. Gult spjald: Árni Þór Árnason, Þór (48.) fyrir leiðindi, Páll Pálsson, Þór (111.) brot, Atli Knútsson, Leiftri (83.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Bragi V. Bergmann. Góður. Aðstoðardómarar: Jón Siguijónsson og Jóhannes Valgeirsson. Áhorfendur: 850 greiddu aðgangseyri. Þór: Atli Rúnarsson - Árni Þór Árnason, Þorsteinn Sveinsson, Páll Pálsson, Guð- mundur Hákonarson, - Davíð Garðarsson, Birgir Þór Karlsson (Kristján Örnólfsson 97.), Páll Gíslason, Sveinn Pálsson - Hreinn Hringsson (Örlygur Helgason 105.), Bjarni Sveinbjömsson (Halldór Áskelsson 84.). Leiftur: Atli Knútsson - Auðunn Helgason, Slobodan Milisic, Júlíus Tryggvason, Daði Dervic - Gunnar Oddsson, Gunnar Már Másson, Sverrir Sverrisson, Páll Guðmunds- son (Pétur Bjöm Jónsson 72.), Baldur Bragason (Matthías Sigvaldason 118.) - Rastislav Lazorik. 4. deild A-riðill: Afturelding - KSÁÁ..............1.4:3 D-riðill: LeiknirF.-KVA...................2:6 Kári Jónsson, Ágúst Margeirsson - Atli Kristjánsson 3, Dragoslav Stojanovic 3. Tennis Wimbledonmótið Einliðaleikur karla, 8 manna úrslit: Richard Krajicek (Hollandi) vann 1-Pete Sampras (Bandar.) 7-5 7-6 (7-3) 6-4 13-Todd Martin (Bandar.) vann Tim Hen- man (Bretlandi) 7-6 (7-5) 7-6 (7-2) 6-4 MaliVai Washington (Bandar.) vann Alex- ander Radulescu (Þýskal.) 6-7 (5-7) 7-6 (7-1) 5-7 7-6 (7-3) 6-4 Jason Stoltenberg (Ástralíu) vann 4-Goraú Ivanisevic (Króatíu) 6-3 7-6 (7-3) 6-7 (3-7) 7-6 (7-3) Konur, undanúrslit: 4-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Meredith McGrath (Bandar.) 6-2 6-1 1-Steffi Graf (Þýskal.) og 12-Kimiko Date (Japan) léku tvö sett 6-2 2-6, og leiknum verður lokið í dag. Hjólreiðar Frakklandskeppnin Fimmti áfangi, alls 242 km frá Lac de Madine: 1. Jeroen Biijlevens (Hollandi).6:55,53 2. Frederic Moncassin (Frakkl.) 3. Erik Zabel (Þýskal.) ■ Allir á sama tíma. Staðan: 1. Stephane Heulot (Frakkl.)...29:49,48 2. Piccoli...............20 sek á eftir. 3. Cyril Saugrain (Frakkl.)......34 sek 4. Rolf Jaermann (Sviss)........34 sek 5. Danny Nelissen (Hollandi).......1,35 6. Moncassin.......................3,32 7. Alex Zuelle (Sviss).............4,05 8. Yevgeny Berzin (Rússl.).........4,08 9. Abraham Olano (Spáni)...........4,12 10. BjarneRiis (Danmörku)...........4,16 11. Miguel Indurain (Spáni).........4,17 Golf Meistaramót klúbbanna Staðan eftir 2. umferðir Kjölur, Mosfellsbæ Meistaraflokkur karla Einar Bjarni Jónsson................148 Tómas Jónsson.......................152 Kári Emilsson.......................156 Davíð Már Vilhjálmsson..............156 Nesklúbburinn A-flokkur kvenna: Sigrún Jónsdóttir...................189 Kristín Jónsdóttir..................191 ErnaSörensen........................194 1. flokkur karla: Friðþjófur Helgason.................148 Þorvaldur Jóhannesson...............152 Óskar Friðþjófsson..................153 2. flokkur karla: Kári Ragnarsson.....................151 Guðmundur Davíðsson.................158 Baldur Þór Gunnarsson...............169 Hilmar Steingrímsson.............. 169 Erling Sigurðsson...................169 í kvöld Knattspyrna 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - Valur..........kl. 20 Vestm’eyjar: ÍBV - Stjarnan..kl. 20 Kópavogur: Breiðablik-ÍBA....kl. 20 KR-völlur: KR-UMFA.I.........kl. 20 3. deiid karla: Neskaupst.: Þróttur-HK.......kl. 20 Sandgerði: Reynir - Selfoss..kl. 20 Þórlákshöfn: Ægir-Víðir......kl. 20 4. deild: Grindavík: GG-Njarðvík.......kl. 20 Vestm.: Framheijar - Léttir..kl. 20 Hvolsvöllur: HB - ÍH.........kl. 20 Blönduós: Hvöt - Kormákur....kl. 20 ísland er áfram í 52. sæti EFTIR Evrópukeppnina í knattspymu á Englandi, sem lauk á sunnudag, tók Alþjóða knattspyrnusambandið sam- an nýjan lista yfír sterkustu knattspyrnuþjóðir heims. Staða tveggja efstu þjóða hefur ekkert breyst, heims- meistararnir frá Brasilíu sitja enn á toppnum og Evrópu- meistarar Þjóðverjar verma annað sætið. íslendingar sitja áfram í 52. sæti - voru í 50. sæti um áramót. 186 þjóðir eru skráðar á listanum. Staða tuttugu efstu liða er annars eftirfarandi (talan í svigunum merkir í hvaða sæti liðin voru í lok síðasta árs): 1. Brasílía (1) 2. Þýskaland (2) 3. Frakkland (8) 4. Tékkland (14) 5. Ítalía (3) 6. Holland (6) 7. Svíþjóð (13) 8. Spánn (4) 9. Rússland (5) 10. Danmörk (9) 11. Portúgal (16) 12. Kólombia(15) 13. England (21) 14. Mexíkó (12) 15. Argentina (7) 16. Zambia (25) 17. Bandaríkin (19) 18. S-Afríka (40) 19. Búlgaria (17) 20. Ghana (29) Roberto Di Matteo til Chelsea ÍTALSKI landsliðsmaðurinn í knattspymu, Roberto Di Matteo, staðfesti í gær að hann væri á förum frá Lazíó til Chelsea á Englandi. Knatt- spyrnustjóri Chelsea er Hol- lendingurinn Ruud Gullit og þurfti hann að reiða fram rúmar sex hundruð milljónir króna fyrir miðjumanninn. Samningur Chelsea við Di Matteo er til fjögurra ára og bætist kappinn þar með í hóp manna á borð við Gianluca Viallis og Frank Lebeoufs, sem Ruud Gullit hefur fest kaup á fyrir næsta keppnis- tímabil. Alan Shearer fer hvergi FORRÁÐAMENN enska úr- valsdeildarliðsins Blackburn Rovers sendu í fyrradag frá sér yfirlýsingu þess efnis að markahæsti leikmaður Evr- ópukeppninnar, Alan Shearer, væri ekki á förum frá félag- inu. Sögusagnir hafa gengið um að Shearer væri á leið til Manchester United en Robert Coar, forseti Blackburn, vísaði öllum slíkum sögusögnum á bug. „Það er enginn fótur fyr- ir þeim orðrómi að Alan Shear- er sé á förum frá Blackburn. Honum líkar vel að leika fyrir félagið og hjá okkur vill hann vera á næsta keppnistimabili. Við höfum að vísu fengið fyrir- spurnir frá Manchester United en höfum ætíð gefið þau svör að Shearer væri ekki til sölu og það ítrekum við hér og nú.“ KNATTSPYRIMA KNATTSPYRNA Akureyrarliðin KAog Þór ífyrsta sinn íátta liða úrslitum bikarkeppninnarsíðan 1985 Þórsarar áfram eftir bráðabana AKUREYRI á tvö lið í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ ífyrsta sinn síðan 1985. Þá komust Þór og KA reyndar í undanúrslit þar sem Þór tapaði á móti Fram og KA fyrir Keflavík. Að þessu sinni hafði KA betur í Grindavík og Þór á heimavelli. TENNIS Borgnesingar stóðu í Árbæingum Morgunblaðið/Þorkell FYLKISMENN gerðu oft harða hríð að marki Skallagríms, en uppskáru ekki laun erfiðisins fyrr en eftir 92. mínútna leik. Hér er það Finnur Kolbeinsson sem á skot að marki Borgnesinga. Þórhaliur Dan er fyrir aftan hann og Kristinn Tómasson við öllu búinnn fyrir fram en gestirnir eru víðs fjarri. Fylkir þurfti framleng- ingu gegn Skallagrími Fylkismenn þurftu framlengingu til að leggja 2. deildarlið Skalla- gríms að velli í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar í Árbænum í gærkvöldi. Eftir að staðan hafði ValurB. verið markalaus eftir Jónatansson 90 mínútur gerðu skrifar Fylkismenn út um leikinn með þremur mörkum í fram- lengingunni. Fylkismenn byijuðu með nokkrum krafti og fengu þá nokkur tækifæri, en inn vildi boltinn ekki. í síðari hálf- leik skall hurð oft nærri hælum við mark Skallagríms. Ólafur Stígsson átti þá skot í stöng og skömmu síðar skallaði Þórhallur Dan boltann í þverslá. Eftir venjulegan leiktíma var enn markalaust og þá var farið að fara um stuðningsmenn Fylkis. Stuðningmenn Árbæinga gátu tek- ið gleði sína því Fylkir gerði tvö mörk með þriggja mínútna millibili á upphafsmínútum framlengingarinn- ar. Þórhallur Dan braut ísinrí, skoraði með skalla frá markteig eftir innkast Ólaf Stígssonar sem Kristinn Tómas- son framlengdi með skalla til Þór- halls. Tveimur mínútum síðar skoraði Ólafur Stígsson af stuttu færi eftir að Friðrik í markinu hafði misst bolt- ann út í teiginn eftir skot Ásgeirs Ásgeirssonar. Þórhallur innsiglaði síðan sigurinn með marki í síðari hálfleik framlengingarinnar. Hann komst einn inn fyrir vörn Skallagríms og renndi boltanum af öryggi fram- hjá Friðriki markverði. Barátta Borgnesinga var að- dáunarverð, þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. Þegar kom að fram- lengingunni var þreytan farin að segja til sín og þeir urðu að játa sig sigraða. Með smá- heppni hefðu þeir alveg eins getað sigrað. Vörnin var sterkasti hluti liðsins með þá Alfreð Karlsson og Garðar Newman sem bestu menn. Eins barðist Björn Axels- son vel á miðjunni. Hjá Fylki voru Ásgeir og Þórhállur Dan bestir og eins var Enes Cogic góður í vörninni. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyrí Þórsarar fylgdu félögum sínum í KA inn í 8-liða úrslit bikar- keppninnar með því að leggja 1. deildar lið Leifturs að velli eftir mikinn barning, framleng- ingu og víta- spyrnukeppni á Akureyrarvelli. Það var í hæsta máta dramatískt að Þórsarar skyldu fljóta áfram á vítaspyrnu því þeir klúðruðu ein- mitt vítaspyrnu í venjulegum leik- tíma og voru heimamenn því orðn- ir vondaufir. Leikurinn var jafn allan tímann og lítill munur á liðunum. Þórsar- ar byijuðu betur og áttu tvö skot að marki Leifturs fyrsta stundar- fjórðunginn en Ólafsfirðingarnir hresstust og Sverrir Sverrisson og Baldur Bragason fengu hættu- leg færi. Seinni hálfleikur var keimlíkur, stuttar sóknir á báða bóga og þokkaleg tilþrif en loka- hnykkinn vantaði. Atli Rúnarsson varði vel frá Baldri í upphafi hálf- leiksins og nafni hans Knútsson í marki Leifturs bjargaði stórvel þegar Þorsteinn Sveinsson skall- aði knöttinn að markinu af stuttu færi. Undir lok venjulegs leiktíma dró til tíðinda. Hreinn Hringsson fékk stungusendingu inn í víta- teig Leifturs og var á undan Atla markverði sem hljóp á Hrein og felldi hann. Vítaspyrna dæmd og heimamenn fögnuðu - en ekki lengi. Bjarni Sveinbjörnsson, sem hafði aldrei komist í takt við leik- inn, tók spyrnuna og skaut lausu skoti sem Atli varði auðveldlega. Bjarna var umsvifalaust kippt út af eftir þetta en lokaspretturinn var Þórsara og Hreinn átti skot í stöng á 87. mínútu. Staðan 0:0 og blásið til framlengingar. Baráttan hélt áfram í fram- lengingunni. Leiftursmenn voru sprækari í fyrri hálfleik, Daði Dervic og Lazorik voru ágengir en Halldór Áskelsson átti eina færi Þórsara. Gunnar Már Másson komst í ágætt færi í seinnil hlut- anum en Atli Rúnarsson varði. Annars sætti það mestum tíðind- um í framlengingunni að spræk- asta leikmanni Þórs, Hreini Hringssyni, var skipt út af og gekk hann af velli með látum. Leiknum Iauk hins vegar með markalausu jafntefli og bjuggust nú flestir við öruggum sigri Leift- urs í vítaspyrnukeppninni. Sverrir skoraði fyrst fyrir Leift- ur, Páll Gíslason svaraði fyrir Þór. Atli Rúnarsson varði frá Lazorik en Árni Þór skaut í stöng. 1:1 eftir tvær umferðir. Pétur Björn, Gunnar Oddsson og Gunn- ar Már skoruðu fyrir Leiftur og Páll Pálsson, Halldór Áskelsson og Davíð Garðarsson jöfnuðu fyr- ir Þór. Staðan 4:4 eftir fimm umferðir og komið að bráðabana. Daði Dervic skoraði fyrir Leiftur og Þorsteinn Sveinsson fyrir Þór. Þá var komið að Júlíusi Tryggva- syni, fyrrum vítaskyttu Þórs. Undir miklu bauli skaut hann á mitt markið og Atli varði. Það var síðan Sveinn Pálsson sem tryggði Þór sigurinn með því að skjóta upp í þaknetið. Hið harðsnúna bikarlið Þórs er því enn komið áfram en Ólafsfirðingar naga sig sjálfsagt í handarbökin. Verðskuldaður sigur Valsmanna Góð suðurferð KA Stefán Stefánsson skrífar Garðbæingar höfðu lítið að gera í klærnar á Val í gærkvöldi, þegar liðin mættust á Valsvellinum í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar. Valsmenn höfðu und- irtökin í leiknum og unnu 3:1. „Þetta var verðskuld- að því við börðumst mjög vel þó að við dyttum niður um tíma eft- ir fyrsta markið," sagði Sigurður Grét- arsson þjálfari og leikmaður Vals. Leikurinn bytjaði á stungusendingum á báða bóga en vamir voru vel á verði. Heimamenn voru þó aðgangsharðari og á 18. mínútu sneri Arnljótur Davíðsson sér laglega inní teig og renndi á Sigur- hjörn Hreiðarsson sem skoraði fyrsta mark Vals. Sigurbjörn var ekki eins heppinn á 26. mínútu þegar hann renndi boltanum framhjá í dauðafæri og hinum megin, mínútu síðar, varði Lárus Sig- urðsson markvörður skallabolta frá Kristni Lárussyni. Til frekari tíðinda dró ekki fyrr en á 43. mínútu þegar Kristinn jafnaði 1:1 af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gorans Kristófers Micic en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks afgreiddi Arnljótur glæsilega í mark Stjörnunnar frábæra sendingu Jóns Grétars Jónssonar. Stjörnumenn lögðu meiri áherslu á framlínuna eftir hlé en Valsmenn bættu þá við vörnina og höfðu eftir sem áður tökin á leiknum. Á 52. mínútur skallaði Sigþór Júlíusson boltann í slá Stjörnunn- ar og mínútu síðar var Sigurbirni brugð- ið innan vítateigs svo að úr varð víta- spyrna sem Salih Heimir Porca skoraði úr þriðja mark Vals. Gestirnir náðu um tíma að komast inn í leikinn en máttu þakka fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk undir lokin. Valsmenn unnu fyrir sigrinum. Vörnin var sterk og samspil miðjumanna og sóknarmanna gekk oft glæsilega upp. Arnljótur var mjög góður og olli oft usla. Sigtirbjörn, Sigþór og Gunnar Einarsson voru góðir. Garðbæingar voru ágætir í vörn og spiluðu oft vel á miðjunni en fámennt var í framlínunni og þar við sat. Bestu menn liðsins voru Ingólfur, Kristinn og Baldur Bjarnason. Enn á ný sannaðist að í bikar- keppninni getur allt gerst því lið KA sem leikur í 2. deildinni gerði sér lítið fyrir og sló Frímann 1. deildarlið Grind- Ólafsson víkinga úr leik í gær- skrifarfrá kvöldi með öruggum Grindavik 3;1 sigri Grind. víkingar voru skeinuhættir í fyrri hálfleik og það var mest fyrir þeirra eigin klaufaskap að þeir voru ekki búnir að skora fyrir leikhlé. Á 19. mínútu fékk Zoran Ljubicic sannkall- að dauðafæri þegar Grétar Einarsson sendi boltann til hans þar sem hann var einn á markteig en hann hitti boltann illa og Eggert varði. Þá átti Kekic Siusa gott upphlaup á 28. mínútu þegar hann lék á hvern KA manninn af öðrum og skaut síðan að marki en uppskar hornspyrnu. Það var þó ljóst frá bytjun að norðan- menn voru ekki komnir til Grindavík- ur til að horfa á leikinn. Rétt fyrir leikhlé fékk KA besta færið sitt er Þorvaldur Makan Sigbjörnsson slapp einn í gegnum vörn Grindavíkur en Aibert bjargaði með úthlaupi. Seinni hálfleikur bytjaði með lát- um og Guðmundur Torfason skaut bylmingsskoti úr aukaspyrnu á 48. mínútu i þverslá og niður á jörðina og er óhætt að segja að þar hafi norðanmenn sloppið með skrekkinn. Mínútu seinna kom mark Grindvík- inga. Grétar Einarsson fékk boltann úr innkasti við endamörk. Hann lék aðeins áfram og renndi boltanum til Kekic Siusa sem skaut af stuttu færi undir Eggert í marki KA. Þarna héldu margir að björninn væri unninn. Það var öðru nær því KA menn færðust í aukana og jöfn- uðu á 59. mínútu. Þeir fengu horn- spyrnu frá hægri sem Stefán Þórð- arson tók. Halldór Kristinsson sem var við nærstöngina stökk hærra en varnarmenn Grindvíkinga og skoraði fallegt skallamark. Á 65. mínútu var síðan dæmt víti á Grindvíkinga eftir að Albert í markinu braut á Loga Unnarssyni. Bjarni Jónsson skoraði örugglega úr spyrnunni og kom KA yfir. Grindvíkingar náðu engan veginn að stjórna leiknum og virtust varla trúa því að þeir væru að tapa. Þrátt fyrir að vera meira með knöttinn var lítil hreyfing á liðinu og leikmennirn- ir náðu ekki að ógna marki KA að neinu marki. Þorvaldur Makan Sig- björnsson gulltryggði sigur norðan- manna síðan á 76. mínútu með skoti af markteig eftir sendingu Dean Martins. „Þetta var rosalega gott hjá okkur eftir að vera komnir undir. Við kom- um vel stemmdir í leikinn og áttum ágæt færi i fyrri hálfleik," sagði Bjarni Jónsson fyrirliði KA. Grétar Einarsson fyrirliði Grind- víkinga var stuttorður: „Við héldum að þetta væri komið þegar við skor- uðum en þeir unnu vel fyrir sigrin- um. Við vissum fyrirfram að þeir væru sterkir þannig að við komum ekki sigurvissir til leiks.“ Allt KA liðið á hrós skilið fyrir leikinn sem var sigur liðsheildarinn- ar. Það var þó ekki hægt anriað en dást að hraða og leikni Dean Martins sem kom varnarmönnum Grindvík- inga livað eftir annað í vandræði. Lið heimamanna spilaði ágætlega í fyrri hálfleik og var Kekic Siusa þeirra bestur. Reuter RICHARD Krajicek frá Hollandi fagnar hér sigri á Wimbledon- meistara síðustu þriggja ára, Pete Sampras, og sæti í undan- úrslitum í dag gegn Jason Stoltenberg. Meistarinn er úr leik eistari Wimbledon mótsins í tennis undanfarin þijú ár og besti tennismaður heimsins nú um stundir, Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, varð að játa sig sigr- aðann í átta manna úrslitum móts- ins í gær. Hollendingurin Richard Krajicek sem ekki hefur verið á meðal þeirra þekktustu lagði Samp- ras í leik sem tók yfir tvo 7-5, 7-6, 6-4. Þá varð annar þekktur tennis- maður að játa sig sigraðan í gær, en það er Króatinn Coran Ivan- isevic. Hann lá fyrir öðrum lítt þekktum tennismanni Jason Stolt- enberg frá Ástralíu, 6-3, 7-6, 6-7 og 7-6. Báðum þessum viðureignum var frestað í fyrradag vegna mikilla rigninga og þá stóðu þeir Sampras og Ivanisevic illa að vígi. Þeim tókst ekki að snúa stríðslukkunni sér í hag í gær er þráðurinn var tekinn upp að nýju. „Krajicek veitt mér eina mestu mótspyrnu sem ég hef orðið fyrir á Wimbledon og uppskar eftir því,“ sagði Sampras að leik loknúm. „Uppgjafir hans og sendingar voru mun betri en ég hafði reiknað með og því var sigur hans verðskuldað- ur,“ bætti Sampras við. Ivanisevic sem lék til úrslita gegn Sampras fyrir tveimur árum og í undanúrslitum í fyrra var að vonum vonsvikinn er ljóst var að hann mætti pakka saman og halda heim á leið, en hann hafði gert sér vonir um að mótið í ár yrði hans og í fyrsta skipti kæmist hann á efsta þrep á þessu stórmóti tennisheims- ins. „í fyrradag var ég svifaseinn og lék mjög illa í tveimur settum. Þá nýtti ég heldur ekki þau færi sem gáfust. Þegar þannig er leikið er ekki nema sanngjarnt að heltast úr lestinni,11 sagði Króatinn er Stolt- enberg hafði lagt hann að hólmi. Úrslit dagsins þýða að aðeins í annað sinn í 110 ára sögu Wimble- donmótsins eru þrír „óþekktir” tennismenn í hópi fjögurra í undan- úrslitum. Auk Stoltenbergs og Krajicek komst lítt þekktur Banda- ríkjamaður MaliVai Washington í undanúrslit eftir sigur á Þjóðveijan- um Alex Radulescu í fimm settum. Fjórði tennismaðurinn í undanúr- slitum er Todd Martin landi Was- hingtons. Martin lagði heimamann- inn Tim Henman að hólmi í þremur settum. í undanúrslitum í kvennaflokki sigraði Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni í viðureign sinni gegn Mered- ith McGrath í tveimur settum í ójöfnum leik sem tók aðeins 61 mínútu, 6-2, 6-1. Þar með tryggði spænska fljóðið sér sæti í úrslita- leiknum annað árið í röð. Veðrið var ekki gott á Wimbledon frekar en áður og þurftu þær að bíða lengi eftir að geta hafið leikinn. „Eftir biðina var ég ákveðin í að vera ekki að teygja lopann, heldur sigra á sem skemmstum tíma og það tókst,“ sagði Vicario og brosti breitt. Það kemur hins vegar ekki ljós fyrr en í dag hveijum hún mætir í úrslitum. Steffi Graf og Kimiko Date gátu ekki lokið leik sínum vegan veðurs en þegar hon- um var frestað hafði hvor um sig unnið eitt sett. lnéfllR FOLK ■ ALLS hafa fjórir tennisleikarar, sem ekki eru á alþjóðlega styrk- leikalistanum, leikið til úrslita á Wimbledon en engin þeirra kvenna, sem það hafa gert hefur þó náð að fagna sigri. Boris Bec- ker er sá eini úr þessum hópi, sem sigrað hefur á mótinu en það gerði hann árið 1985. ■ SVÍNN góðkunni, Björn Borg, sem lengi var meðal frægustu tenn- isleikara heims, hafnaði á dögunum boði um að leika sýningarleik gegn hinum skapmikla John McEnroe, en leikurinn átti að fara fram á sunnudag og vera jafnframt síðasti atburðurinn á Wimbledon áður en mótinu yrði slitið. ■ McENROE er hins vegar mætt- ur til Wimbledon, þó ekki til að draga fram spaðann á ný heldur til að spá í spilin meðan á mótinu stendur á einni af stærstu sjón- varpsstöð Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.