Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4
4 mm fRtorgmMð&ifr FRJALSIÞROTTIR / BISLETT-LEIKARNIR Martha Ernstsdóttirreynirvið Ólympíulágmarkið í 5.000 m hlaupi Einvígi Johnsons og Fredericks hápunkturinn Bislett-leikarnir í fijálsíþróttum verða í Ósló í dag og eins og oft áður koma margir af fremstu íþróttamönnum heimsins til leiks. Af keppnisgreinum og köppum Ieik- anna að þessu sinni er það einvígi tveggja af fótfráustu manna heims- ins um þessar mundir sem hvað flestir bíða eftir. í 200 metra hlaupi munu eigast við nýbakaður heims- methafi í greininni, Bandaríkjamað- urinn Michael Johnson, og fljótasti maður ársins í 100 metra hlaupi, Frankie Fredericks frá Namibíu. Margt fleira verður þar að sjálf- sögðu á dagskrá og má nefna að Martha Emstsdóttir reynir við Ólympíulágmark í 5.000 metra hlaupi, en hún var nálægt því um síðustu helgi í Bergen. Martha þarf að hlaupa á 16 mínútum til að ná lágmarkinu. Michael Johnson stefnir að því að verða fyrsti maðurinn í sögu Ólympíuleikanna til að koma fyrst- ur í mark bæði í 200 og 400 metra hlaupi og til þess að undirstrika styrk sinn setti hann heimsmet í 200 metra hlaupi á úrtökumóti í heimalandi sínu fyrir skemmstu, 19,66 sekúndur. Frankie Fredericks hefur á undanförnum árum verið einn fótfráasti maður heimsins og varð meðal annars í öðru sæti í KNATTSPYRNA bæði 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum í Barcelona 1992. Margir hafa einmitt álitið hann vera þann eina sem hugsanlega gæti komið í veg fyrir sigur Johnsons í 200 metra hlaupi í Atlanta. Hann er í góðri æfingu um þessar mund- ir og hefur sannað það með því að hlaupa 100 metrana, sem hefur verið aukbúgrein hjá honum, á 9,87 sekúndum og 9,86 sekúndum með stuttu millibili á síðustu dögum. Hann hefur þó ekki enn gefíð út um hvort hann ætlar sér keppa í 100 metra hlaupi á leikunum, en ljóst er miðað við árangur hans að hann verður Johnson skeinuhættur. Besti tími hans í 200 metra hlaupi á árinu er 19,95 sekúndur. Að framansögðu er ekki undar- legt þótt einvígis þeirra sé beðið með mikill eftirvæntingu í Ósló og ekki ósennilegt að verði aðstæður góðar muni heimsetið falla. Að minnsta kosti er ljóst að sigurvegar- inn mun sálfræðilega standa betur að vígi með þennan sigur í fartesk- inu er að leikunum í Atlanta kemur. Það er einnig fleira í húfi en sig- ur í þessari grein því leikarnir í kvöld eru fyrstir af fjórum „gull- mótum“ Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins ár hvert, hin eru í Zurich, Brussel og í Berlín. Gullstangir, Reuter MICHAEL Johnson þarf heldur betur aö taka til fótanna er hann mætir Frankie Fredericks í 200 metra hlaupi í Osló í dag. eitt kg að þyngd, eru í verðlaun fyrir sigur í útvöldum greinum og 200 metra hlaupið er einmitt ein þeirra greina. Þeim sem tekst að sigra í þessum útvöldu greinum á öllum „gullmótunum“ fá tækifæri til að skipta potti með 20 gullstöng- um. Á sama tíma og einvígi þeirra kappa fer fram mætir Ölympíu- meistarinn í 100 metra hlaupi, hinn 36 ára gamli Linford Christie til keppni í 100 metra hlaupi þar sem andstæðingar hans verða ekki af verri endanum. Bandaríkjmaðurinn Dennis Mitchell sem hljóp á 9,92 sekúndum á úrtökumóti í heimland- inu og samlandi Christies, Darren Braithwaite. Christie hefur ekki hlaupið 100 metrana undir tíu sek- úndum í ár og ætlar sér að komast undir múrinn nú til þess að sýna fram á að hann eigi möguleika á að veija titil sinn í Atlanta. Ravanelli til Boro og Kluivert með tilboð FABRIZIO Ravanelii, miðherji Juventus á Ítalíu, skrifaði í gær undir fjðgurra ára samn- ing við enska úrvalsdeildarlið- ið Middlesbrough og kostar kappinn félagið um 700 millj. kr. „Sj8 miHjónir punda eru miklir peningar, en Ravanelli er einn besti framherji I heim- inum og hann er þess virði. Við hðfum fylgst með honum lengi og vitum því hvað við erum að kaupa,“ sagði Bi-yan Robson, knattspyrnustjóri Boro, sem hefur boðið um 600 milij. kr. i Patrick Kluivert, miðheija Ajax og hoilenska landsliðsins í gær, og er tilbú- jpn að hækka boðið ef þörf krefur. Ravanelli sagðist fara frá Juve með blendnum tiifinning- um. „Ég hlakka til að flytja til Englands. Juventus hefur gert mikið fyrir mig. Félagið hefur gert mig af mikilvægum leik- manni, en ég hef lika gefið Juve eitthvað, kannski meira en ég hef fengið til baka,“ sagði Ravanelli, sem hefur skorað 77 mörk fyrir Juve, þar af 22 á síðasta tímabili. Raducioiu til West Ham FLORIN Raducioiu, miðheiji Rúmeníu, skrifaði undir samn- ing við West Ham í gær og greiddi félagið Espanyol á Spáni um 240 mil\j. kr. fyrir kappann sem lék áður með AC Milan á ítaliu. West Ham hefur ekki greitt svo háa upphæð fyrir leikmann en liðið gerði samning við Portúgalann Paulo Futre fyrr í vikunni, fékk framheijann Michael Hughes aftur frá Strasbourg i Frakklandi og varnarmann- inn Mark Bowen frá Norwich. FIFAfær um 150 milljarða kr. frá Kirch-ISLfyrir HM 2002 og 2006 Sjónvarpsréttur vegna HM til einkastödva í fyrsta sinn Svissneska markaðsfyrirtækið ISL, sem er 90% í eigu Spor- is Holding AG, fjölskyldufyrirtæk- is fyrrum eigenda Adidas, og 10% í eigu japanska auglýsingafyrir- tækisins Dentsu, og þýski fjöl- miðlakóngurinn Leo Kirch hafa tryggt sér einkarétt á sjónvarp- sendingum frá heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu 2002 og 2006. Sjö tilboð bárust en tilboð frá bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, TEAM í Sviss og CSI voru útilokuð áður en fjárhagsnefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, gerði upp á milli hinna fjög- urra sem voru auk fyrrnefndar samsteypu svissneska fyrirtækið CWL, sem var með einkarétt frá HM í handknattleik á íslandi í fyrra, alþjóða markaðsfyrirtækið IMG í Bandaríkjunum og Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem bauð 2,2 milljarða svissneskra franka fyrir réttinn. Kirch-ISL greiðir FIFA 1,3 milljarða sviss- neskra franka fyrir fyrri keppnina og 1,5 milljarða fyrir þá seinni (samtals um 150 milljarða kr.). Samið var við EBU vegna HM 1990, 1994 og 1998 og greiddi sambandið samtals 340 millj. svissneskra franka fyrir réttinn sem náði ekki til Bandaríkjanna. Til þessa hafa 24 lið leikið í úrslita- keppninni en frá og með 1998 verða þau 32 og fær FIFA sam- tals 230 millj. svissneska franka fyrir sölu sjónvarpsréttar til EBU og ABC í Bandaríkjunum vegna keppninnar í Frakklandi. Samningurinn við Kirch-ISL er á sömu nótum og Alþjóða ólympíu- nefndin, IOC, hefur gert vegna sölu sjónvarsréttar en í fyrsta sinn í fjórðung aldar gerir hann það að verkum að almenningur getur ekki treyst á að sjá leiki keppninn- ar í beinni útsendingu í opinni dagskrá. Hins vegar sagði Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFÁ, að FIFA stjórnaði sjónvarpsréttinum og sæi til þess að sjónvarpsáhorfendur sem hefðu ekki efni á að vera áskrifendur að einkastöðvum gætu fylgst með. „Við viljum að umfjöll- unin verði sem best verður á kosið og standi öllum til boða sem þýðir að fólk á Mali, í fjallahéruðum Sviss og í Bólivíu hefur rétt á að sjá heimsmeistarakeppnina í sjón- varpi. Ábyrgð okkar felst í því að tryggja að allir geti séð leiki keppn- innar,“ sagði hann. Svíinn Lennart Johansson, for- seti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem gefur kost á sér í for- setaembætti FIFA í næstu kosning- um 1998, gagnrýndi Joao Have- lange, forseta FIFA, á liðnu ári fyrir að markaðssetja ekki HM eins og IOC hefur markaðssett Ólympíuleikana og með það í huga er litið á þennan samning sem mik- inn sigur fyrir Svíann. FIFA fékk 112 millj. svissneskra franka fyrir sölu sjónvarpsréttar á HM 1994 og fær 230 millj. svissneskra franka fyrir réttinn á HM 1998 sem fyrr segir. Með samningnum hefur FIFA tryggt sér 1,3 millj. svissn. franka fyrir réttinn á keppninni í Japan og Suður-Kóreu 2002 en verði hagnaður meiri skiptist hann jafnt á milli FIFA og Kirch-ISL. Samskonar fyrirk'omulag er í samn- ingi IOC og bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC vegna Ólympíu- leikanna. Þýska sjónvarpsstöðin ARD gagnrýndi samninginn og sagði að FIFA hefði slitið ánægjulegu sam- starfi sem allir sjónvarpsáhorfend- ur í Evrópu hefðu notið í 24 ár. Ákvörðunin kæmi niður á sjón- varpsáhorfendum og knattspyrn- unni því í framtíðinni þyrfti að greiða aukalega fyrir að sjá leiki HM í beinni útsendingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.