Morgunblaðið - 06.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.1996, Síða 1
4- i BLAÐ ALLRA LANDSMANNA SUND 1996 LAUGARDAGUR 6. JULÍ BLAD Sigrún Huld setti heimsmet SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir úr Ösp bætti heimsmetið í 200 metra fjórsundi þroskaheftra á fyrsta degi Meistaramóts ís- lands í sundi sem hófst í Laug- ardalslaug í gærkvöldi. Hún synti á 2.59,08 mín. og bætti metið um eina sekúndu. Það var áströlsk stúlka sem átti eldra metið. Mótinu verður framhaldið í dag kl. 11 og lýkur kl. 17 með úrslitasundum. Á morgun hefst keppni á sama tíma og lýkur um-kl. 17.30. Alls eru 600 skrán- ingar í mótinu. Myndin hér fyrir ofan er frá keppni í 4x100 metra boðsundi kvenna á Meistaramóti íslands í Laugardalslaug í gærkvöldi. ■ Úrsiit / C2 Morgunblaðið/Þorkell KNATTSPYRNA Akureyrarslagur í átta liða úrslitum Það verður sannkallaður Akureyrarslagur í átta liða úrslitum bikarkeppni karla þegar Þór og KA mætast á Akureyrarvelli fímmtudaginn 18. júlí, en dregið var í næstu umferð í hádeginu í gær. Aðrir leikir á dag- skrá umferðarinnar eru þeir að bikarmeistarar KR mæta Valsmönnum að Hlíðarenda mið- vikudaginn 17. júlí og Keflavík tekur á móti Leiftri sunnudaginn 14. júli. Sama dag eigast einnig við íslandsmeistarar ÍA og Fylkir á Akranesi. „Mér var sagt af draumspökum manni fyrir leikina í sextán liða úrslitum að ég skyldi fara á Árbæjarvöll og fylgjast með leiknum sem þar færi fram. A þeim velli léki það lið sem ’við Skagamenn fengjum í næstu umferð og það gekk eftir," sagði Guðjón Þórðarson, þjálf- ari IA, í gær eftir að ljóst var hvaða andstæð- inga hann fengi í átta liða úrslitum. „Ég fór eftir þessu og sá Fylkismenn sigra Skallagrim í Árbæ og er þokkalega sáttur við mótheijann. Aðalatriðið var þó að fá heimaleik og Atli vin- ur minn Eðvaldsson sá um það,“ bætti Guðjón við og skírskotaði til þess að einn þeirra sem dróg nöfn félaganna upp í brúsanum í gær var Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV. „Ég hlakka til að mæta Valsmönnum og er viss um að þarna verður um skemmtilegan leik að ræða,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari bikarmeistara KR, er í ljós kom að næsti leik- ur í titilvörninni verður gegn Val að Hh'ð- arenda. „KR-liðið hefur verið í úrslitum tvö síðustu ár og strákamir þekkja hvað þarf til að komast þangað. Þeir vita einnig. hversu gaman það er að leika til úrslita og sigra og þess vegna er ég viss um að þeir koma ákveðn- ir til leiks gegn Val því sigurinn er ekki gef- inn. Það verður ekkert kæruleysi þrátt fyrir að okkur hafí gengið vel gegn Valsmönnum í vor og sumar.“ Martha náði ekki lágmarkinu MARTHA Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, náði ekki ólympíulágmarkinu í 5.000 metra hlaupi kvenna á Bislett-leikunum í Osló í gærkvöldi. Hún hfjóp á 16.11,39 mín. og kom síðust í mark af þeim 12 sem iuku hlaupinu. íslenska ólympíulág- markið í greininni er 16.00,00 mínútur. Sigurvegari í hlaupinu í gær var Fernanda Ri- beiro frá Portúgal sem hIjóp á 14.41,07 mínútum og er það vallarmet. Gabriela Szoabo frá Rúmen- íu varð önnur á 14.41,12 mín. og Julia Vaquero frá Spáni þriðja á 14.44,95 mín. 10 fyrstu stúlkurn- ar hlupu undir 16 minútum. Martha fer til Bandaríkjanna á þriðjudag til að keppa og reyna við ólympíulágmarkið, en hún þarf að vera búin að ná því fyrir miðnætti 15. júlí. Ólympíuleikamir í Atlanta verða settír 19. ^ júlí, eftir hálfan mánuð. «■- v Tveir norskir landsliðsmenn til Manchester United MANCHESTER United hefur gert samning við tvo norska landsliðsmenn i knattspyrnu. Félagið keypti miðvörðinn Ronnie Johnsen frá Besiktas í Tyrklandi fyrir um 120 miHj. kr. og gerði fimm ára samning við hann. Miðheijinn Ole Gunnar Solskjær var keyptur frá Molde í Noregi fyrir um 150 miHj. kr. „Ég er ánægður með þessa samn- inga,“ sagði Álex Ferguson, knattspyrnustjóri United, í gær. „Ronnie er stór, snöggur og sterk- ur í návígi. Koma hans eykur samkeppnina um stöður í vöminni sem er af hinu góða. Hann er reynslumikill og aðlagast auðveldlega. Ole er maður framtfðarinnar en hann er framheiji af guðs náð.“ Barcelona samdi við Baia en ekki Köpke ÞÝSKI landsliðsmarkvörðurinn Andreas Köpke fer ekki til Barcelona, en fyrir skömmu var greint frá því að hann hefði samþykkt að gera samning til tveggja ára við spænska félagið. Bobby Rob- son, nýráðinn þjálfari Barcelona, gerði hins vegar samning við Portúgalann Vitor Baia tíl átta ára, en Baia, sem er 26 ára, var undir stjóra Robsons hjá Porto. Spænska fréttastofan EFE sagði að Baia gæti fengið um 100 milfj. króna í árslaun, en Robson hefði snúið sér að Baia þegar ekkert hefði gengið að semja við Köpke sem er 34 ára. Fyrir Evrópukeppnina gerði Köpke samkomulag við Stuttgart, en í fyrradag ákvað þýska knatt- spymusambandið að honum væri fijálst að fara frá Frankfurt til Barcelona. Af því verður ekki. Joachim Björklund til Glasgow Rangers SVÍINN Joachim Björklund, sem á 44 landsleiki að baki, gekk í gær frá samningi við Glasgow Rangers í Skotlandi og er samningurinn metinn á um 260 miljj. króna. „Ég lít á Rangers sem eitt af 6 bestu liðum Evrópu,“ sagði þessi fjöl- hæfi knattspyraumaður sem vill helst leika sem miðvörður. „Ég heyrði fyrst af áhuga félagsins í liðinni viku og það tók mig aðeins tvo daga að segja já.“ Walter Smith, knattspyraustjóri Rangers, sagði að Björklund væri góð viðbót. „Hann stóð sig vel með Vicenza í ítölsku deild- inni í vetur og þar sem hann er aðeins 25 ára væntum við þess að njóta bestu ára hans. Hann hjálpar okkur að halda áfram á sigurbraut.“ George Weah tekur lagið HINN stórsiyalli leikmaður hjá AC Milan, Ge- orge Weah frá Líberiu, söðlar heldur betur um seinna í þessum mánuði og bregða sér í annað hlutverk en hann er vanur. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu mun kappinn koma fram á góðgerðar- tónleikum þar ytra og taka lagið með ítölsku blússveitinni Zucchero. Tónleikarnir verða haldnir þann 17. júlí nk. á San Siró-leikvanginum í Mílanó, heimavelli Weahs, til styrktar flótta- fólki frá Líberíu. Af öðrum frægum köppum, sem koma munu fram á tónleikunum, má nefna söngvarana Youssou N’Dour frá Senegal og Salif Keita frá Malí. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: TVEGGJA ÁRA SIGURGANGA JOHNSONS ROFIN / C3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.