Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 C 3 Morgunblaðið/Þorkell ieð fullt hús i 1. deild kvenna í sumar en í gær- Helgadóttir, sem er með knöttinn nni í Kópavogi, gerðl eitt mark. Ikur eru fyrri og Valsstúlkur uppskáru fljótlega mark er Kristbjörg Ingadóttir komst upp hægri kantinn og ætlaði að senda fyrir en tókst ekki betur til en svo að sendingin sveif í fjærhorn Skagamarks- ins. Steindóra var ekki viðbúin í mark- inu auk þess sem kvöldsólin blindaði hana. Skagastúlkur efldust við mótlæt- ið og fóru að láta meira að sér kveða. Margrét Ákadóttir jafnaði metin er hún braust ein í gegnum vörn Vals og skaut undir Birnu í marki Vals af stuttu færi. Eftir þetta var leikurinn tíðindalítill. Sem fyrr segir áttu Laufey og Stein- dóra góðan leik hjá ÍA auk Margétar Ákadóttur. Hjá Val voru Kristbjörg, Guðrún Sæmundsdóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir bestar. h etja IUI nnar strax í upphafi dauðafæri, en Elva B. Erlingsdóttir skallaði framhjá opnu marki ÍBV, og Rósa Dögg Jónsdóttir átti síðan skot í innanverða stöngina. Inn vildi boltinn ekki fyrr en á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks. Rósa Dögg skallaði hornspyrnu í bak einnar Eyjastúlku og þaðan fór boltinn í markið. Rósa Dögg var síðan aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hún fékk stungusendingu inn fyrir vörn ÍBV. Henni urðu ekki á mistök og skaut í stöng og inn. Lið ÍBV fékk ágæt færi í síðari hálfliek. Þau bestu fengu Ragna Ragnarsdóttir og íris Sæmundsdóttir en Stjarnan tóks að koma í veg fyrir að fá á sig mark. Lið ÍBV var síst minna með boltann en náði ekki að skapa sér mörg góð færi. Liði Stjörnunnar tókst hins vegar mun betur að skapa sér góð færi og það dugði þeim til tveggja marka og öruggs sigurs í leiknum. ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR Tveggja ára sigur- ganga Johnsonsrofin HJOLREIÐAR Frankie Fredericks batt í gær enda á tveggja ára sigurgöngu Bandaríkjamannsins Michael John- sons í 200 metra hlaupi er þeir mættust á Bislett leikunum. Einvíg- is þeirra var beðið með mikilli eftir- væntingu enda ekki á hveijum degi sem þeir mætast auk þess sem árangur þeirra upp á síðkastið vakti vonir um heimsmet janfvel yrði sett heimsmet. Af heimsmeti varð ekki því veður var óhagstætt, kalt var og talsverður vindur auk þess sem brautin var blaut eftir skúrir. Fredericks hóf hlaupið mun betur og náði forystu sem hann hélt allt til loka. Hann kom í markið á 19,82 sekúndum en heimsmethafinn á 19,85 sekúndum. En víst er að margir verða ekki sáttir við úrslitin í hlaupinu því glöggir menn sem rýndu í myndbandsupptöku af hlaupinu telja að Fredericks hafi þjófstartað. Johnson, sem er bæði heimsmet- hafi og heimsmethafi í greininni hafði sigraði í tuttugu og einu 200 metra hlaupi þegar að þessu kom, síðast tapaði hann í Lausanne í Sviss fyrir réttum tveimur árum. Þá varð hann ijórði og einnig á eftir Fredericks. Ef 400 metra hlaup er talið með hafði Johnson borið sigur úr býtum í 38 hlaupum í röð. Hvað sem öllu líður þá er greini- legt að Fredericks er í góðri æfingu um þessar mundir og árangur hans í 100 metra hlaupi á síðustu dögum er engin heppni. Að hlaupinu loknu vildi hvorugur þeirra tala um þjóf- start. Fredericks sagðist hafa verið vel einbeittur og tekist vel til og Johnson sagði. „Eg byijaði illa, það er eina skýringin á tapi mínu.“ Merlene Ottey frá Jamaíka kom fyrst í marki í 100 metra hlaupi kvenna á 10,95 sekúndum og hafði betur í keppni við bandaríska hei- meistariann í greininni og fljótust konu ársins, Gwen Torrance. Hún kom þriðja í mark á 11,06 sekúnd- um en landi hennar Inger Miller varð önnur á 10,98 sekúndum. Ludmila Engquist sem hlaut sænskan ríkisborgararétt 20. júní Reuter DENIMIS Mftchell (t.v.) kom fyrstur í mark i 100 metra hlaup- inu á Bislett í gær ð 10,10 sekúndum, en landi hans Jeff Laynes varð í þriðja sætf. ■ WILSON Kipketer er ættaður frá Kenýju en keppir nú fyrir Dan- mörku náði besta árangri ársins í 800 metra hlaupi karla - 1.42,76 mínútum, danskt met. Annar var Norðmaðurinn Vebjoern Rodal á norsku meti, 1.42,95 mínútum. ■ IGOR Trandenkov setti rússn- eskt met í stangarstökki á meistara- móti Rússlands í St. Pétursborg í fyrradag er hann lyfti sér yfir 6,01 metra. Hann bætti eigið met um einn sentimetra. sl. sigraði örugglega í 100 metra grindahlaupi á 12,48 sekúndum sem er besti tími ársins í greininni. Hún bar áður eftirnafnið Narozhi- lenko og varð heimsmeistari árið 1991. Hún þykir nú mjög líkleg til að vera í baráttunni um gullverð- laun á Olympíuleikunum í Atlanta. Þrefaldur heimsmeistari í kringlukasti karla, Þjóðveijinn Lars Riedel, náði lengsta kasti ársins er hann þeytti kringlunni 69,12 metra og Þjóðveijar fengu önnur gullverð- laun í kringlukasti kvenna er Evr- ópumeistarinn Ilke Wyludda kastaði kvenna lengst, 66,66 metra. FOLK ■ JÓN Arnar Magnússon verður fánaberi íslenska ólympíuliðsins er það gengur inn á ólympíuleikvang- inn í Atlanta við settningarathöfn leikanna þann 19. júlí. ■ ÞRÁTT fyrir aðstæður í Ósló í gær á Bislett leikunum væru ekki sem best verður á kosið náðist bésti árangur ársins í nokkrum greinum fijálsíþrótta. Fernanda Ribeiro frá Portúgal náði besta tíma ársins í 5.000 metra hlaupi á 14.41,07 mín- útum. Þetta er einnig þriðji besti tími í greinni frá upphafi. ■ ENDASPRETTURINN í 5.000 metra hlaupinu var jafn og spenn- andi og ekki munaði nema fimm sekúndum á Ribero og rúmennsku stúlkunni Gabrielu Szabo sem varð önnur. ■ NOUREDDIE Morceli tókst ekki að setja heimsmet í míluhlaupi eins og hann hafði vonað. Hann náði þó besta tima ársins á 3.48,15 mínútum. Reuter Heulot med forystu FRAKKINN Stephane Heulot (t.h.) hefur forystu eftir sex áfanga í Frakklandskeppninni í hjólreiðum. Hér er hann í forystu ásamt landa sínum, Francois Simon (t.v.), við upp- haf sjötta áfanga frá Arc-et-Semans til Aix les bains I gær. ■ IRINA Privalova varð að sætta sig við þriðja sætið í 100 metra hlaupi á rússneska meistaramótinu á þriðjudaginn kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi í gær 22,51 sek- úndur. Önnur varð Marina Trand- enkova á 22,56 sekúndum. Svíar með aðeins tvo markverði áÓlí Atlanta BENGT Johansson, lands- liðsþjálfari Svía í handknatt- leik, kom á óvart þegar hann valdi aðeins tvo markverði í landsliðshóp sinn, sem fer á Ólympíuleikana í Atlanta. „Þetta er áhætta sem ég verð að taka og geri það vegna þess að það líða tveir dagar á milli leikja okkar. Útispil- arar okkar áttu við ýmis smámeiðsli að glíma i Evr- ópukeppninni á Spáni, sem gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Johansson, sem valdi Mats Olson og Thomas Svensson sem markverði. Aðrir fjórtán leikmenn í hópnum eru: Robert Nedin, Minden, Magnus Wislander, Kiel, Thomas Sivertson, Drott, Ola Lindgreen, Dusseldorf, Per Carlén, Ystad, Erik Hajas, GUIF, Johann Petterson, Minden, Stefan Löwgreen, Red- bergslid, Robert Ándersson, RTV Basel, Pierre Thorson, Lindköping, Staffan Olsen, Kiel, Magnus Andersson, Schutterwald, Andreas Lar- son, Skövdeog Martin Fran- desjö, Redbergslid. Góður árangur undir stjórn Þorbjörns ÞORBJÖRN Jensson, lands- liðsþjálfari i handknattleik, hefur náð góðum árangri með landsliðið síðan hann tók við liðinu eftir HM á fs- iandi í fyrra. Undir hans sljórn hefur landsliðið leikið 24 landsleiki, fagnað sigri í 19 leikjum, tapað 5. Landsliðið fagnaði sigri á Svisslendingum í tvígang um sl. helgi í Sviss og hefur liðið leikið 9 sigurleiki í röð, alla á útivelli. Þess má geta að landsliðið hefur aðeins leikið 3 leiki á heimavelli undir stjórn Þorbjörns, alla í Kaplakrika 1 Hafnarfirði, og fagnað sigri í þeim öllum — gegn Rússum, Rúmenum og Pólveijum. Árangur Þor- björns með Iandsliðið er 79% ■ nyög góður árangur. Sigurganga landsliðsins var mest 1991-1992, þá lék landsliðið 14 leiki í röð án þess að tapa, undir stjórn Þorbergs Aðalsteinssonai*. Liðið vann þá 10 leiki og gerði jafntefli í 4. Næsta verkefni iandsliðs- ins eru 2 leikir gegn Kýpur eða Grikklandi í undan- keppni HM í byrjun október en ekki fæst úr því skorið fyrr en 20. ágúst hvor þjóðin það verður. Eistland og Dan- mörk leika einnig í riðUnura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.