Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 4
TENNIS Verður Graf meistari ílOO.sinn? Steffí Graf frá Þýskalandi tryggði sér í gær sæti í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þar mætir hún hinni spænsku Arantxa Sanchez Vicario í dag. Sigri Graf tryggir hún sér eitt hundraðasta sigurinn á tennismóti um leið og 20. sigurinn á stórmóti í íþróttinni og sjöunda vinninginn á Wimbledon. Þær stöll- ur mættust einnig í úrslitum mótsins í fyrra og þá hafði Graf betur. Graf lauk í gær undanúrslitaleik gegn japönsku stúlk- unni Kimiko Date, sem fresta varð vegna rigningar í fyrra- dag. Þá höfðu þær sigraði í einu setti hvor. í gær gekk Graf hreint til verks og stöðvaði sigurgöngu Date í mót- inu, en Date er fyrst japanskra kvenna til að komast í undanúrslit í Wimbledon. Síðasta sett vann Graf 6-3. Fyrir mótið hafði Graf efast um að hún næði í úrslit vegna meiðsla sem hafa plagað hana, en í gær sagði hún aðspurð að sér liði vel og meiðslin hefðu engin áhrif. En áfanginn, sem er framundan hjá henni takist henni að sigra í úrslitaleiknum, er stór og hún kemst á spjöld sögunnar sem ein sigursælasta tenniskona sem uppi hefur . verið. „Ég hugsa ekki um sagnfræði þegar ég mæti til leiks í úrslitum. Ég einbeiti mér að því að sigra í hvert sinn sem ég leik," sagði Graf í gær en bætti við: „Vera má eftir að ég legg spaðann á hilluna er fram líða stund- ir og ég fer að hugsa aftur til fyrri tíma að ég velti þá sagnfræðinni meira fyrir mér." Sanchez Vicario hafði í fyrradag tryggt sér leið í úrslit- in með sigri á Meredith McGrath á fyrirhafnarlítinn hátt í tveimur settum. Graf og Vicario mættust einnig í úrslit- um Opna franska mótsins fyrir mánuði og þá hafði Graf betur. Vicari lagði Graf síðast að velli í úrslitaleik Opna bandaríska mótsins árið 1994. Þær mætast nú í 36. sinn á tennisvellinum og hefur Graf haft betur í 27 skipti. „Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur, hver sem úrslitin verða," sagði Graf. TORFÆRA Reuter A leið í úrslSt STEFFI Graf frá Þýskalandi lauk í gær undanúrslltalelk gegn japönsku stúlkunnl Kimlko Date sem fresta varð vegna rlgnlngar í fyrradag. Þá höfðu þær sigrað í einu setti hvor. í gær gekk Graf hreint tll verks og stöðvaði sigurgöngu Date í mótinu, en Date er fyrst japanskra kvenna tll að komast í undanúrslit í Wlmbledon. Síðasta sett vann Graf 6-3. FRJALSAR Afmæli meistara- rnóts íslands eistaramót íslands í frjáls- íþróttum fer fram á Laugar- dalsvelli í dag og á morgun. Keppni hefst klukkan 14 báða dagana. Frjálsíþróttadeildir ÍR og Ármanns hafa umsjón með mótshaldinu að þessu sinni. Þetta er sjötugasta sinn semMeistaramótið er haldið en það var ÍR sem sá um framkvæmd fyrsta mótsins sem haldið var á Melavellin- um í byrjun ágúst árið 1927. Einn Ólympíufari Aðeins einn af þeim frjálsíþrótta- mönnum sem tekur þátt í Ólympíu- leikunum í Atlanta verður á meðal þátttakenda að þessu sinni, en það er Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari úr ÍR. Hann keppir á sunnu- daginn en heldur að því búnu áleið- is til Bandaríkjanna þar sem hann æfír með íslenska Ólympíuhópnum í Athens í Georgíu. Elnar ekki með Einar Vilhjálmsson, einn þeirra sem hefur verið að reyna við lág- mark fyrir leikana í spjótkasti, verð- ur ekki með vegna meiðsla. „Lið- bönd í hné eru veik og mér hefur verið ráðlagt að hvíla mig áfram og reyna bara við lágmarkið helgina á eftir, þannig að ég verð á síðustu stundu," sagði Einar \ samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég verð bara á meðal áhorfenda að þessu sinni." Þess má til gamans geta að Einar setti einmitt sitt fyrsta íslandsmet í spjótkasti á Meistaramóti íslands fyrir 15 árum, 81,26 metra. Tæplega 200 keppendur Þrátt fyrir að nokkrir af fremstu íþróttamönnum séu erlendis um þessar mundir er búist við skemmti- legri keppni í flestum greinum en alls eru keppendur tæplega tvö hundruð frá átján félögum. Breytingar á jeppum vegna titilslagsins Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Leidin á toppinn GISLI G. Jónsson spálr í rétta aksturslelð ásamt Vigdísi Grímsdóttur konu slnnl og Jónl aðstoðarmanni. Borðtennis unglinga í Prag ÍSLENSKA unglingalandsliðið í borðtennis tekur þátt í Evrópu- keppni unglinga í Tékklandi 'sem hófst í gær og lýkur 15. júlí. Liðið skipa þeir Guðmundur.EÍSteþhensen, Markús Árnason og. Adam Harðarson. Peter'NiIsson'er þjálfari liðsins. Guðmundur leikur með sterkasta unglinga Dana, Michael Maiz, í tvíliðaleik. Guðmundur og Markús Arnason hafa verið í æfingabúðum í Danmörku í júní og æft með danska landsliðinu. FYRSTA torfærumótið á Suð- urlandi á þessu ári fer fram í Jósepsdal í dag. Það er þriðja umferð íslandsmótsins af f imm og hefst keppnin kl. 13. Allir bestu torfæruökumenn lands- ins keppa og verða eknar sex þrautir íflokki sérútbúinna jeppa og útbúinna götujeppa. jög jöfn keppni er í flokki sérútbúinna jeppa. íslands- meistarinn Haraldur Pétursson frá Ölfusi og Þorláks- hafnarbúinn Gísli G. Jónsson eru efst- ir og jafnir með 33 stig og aðeins einu stigi á eftir er Akur- Einar iGunnlaugsson með-32. Þá koma Selfyssingurinn Gunnar Egilsson með 27 og Reyk- víkingurinn Sigurður Axelsson með 25 stig. Fjögur mót af fimm gilda til lokastiga og allir þessir ökumenn eiga góða möguleika á titlinum. „Urslitin i Jósepsdal eru mjög mik- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar eynngunnn ilvæg og ég mun frekar taka áhætt- una og reyna að vinna, heldur en að vera í einhverri meðalmennsku. Það eiga margir möguleika á titlin- um og því verður að taka af skar- ið, fórna sér," sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið, „ég er búinn að endurhanna framhásing- una, svo jeppinn stýri betur, ég lenti í vandræðum í þröngum beygj- um í síðustu keppni og vona að breytingin verði til bóta." Einar hefur einnig breytt sínum jeppa til að mæta aukinni hörku í toppslagnum. „Ég setti loftpúða- fjöðrun að framan og það virkaði vel á æfíngu, þannig að hugsanlegt er að ég setji slíkan búnað í að aftan eftir næstu keppni. Ég verð að'vinna næstu núna og þessi breyting er vonandi skref í rétta átt," sagði Einar. Hann ákvað að prófa fjöðrunina nýju eftir að gorm- ar undir jeppa hans höfðu sungið sitt síðasta. Loftpúðafjöðrun hefur talsvert verið notuð í fjallajeppum hérlendis. Gísli er þriðji maðurinn á toppnum og sigraði í síðustu kepgni. „Ég lagaði afturfjöðrunina fyrir síðustu keppni, sem skilaði sigri. Þá setti ég ausudekk undir og sá ekkert út fyrir grjótkasti. Ég hef því þurft að breikka frambrettin fyrir þessa keppni. Persónulega finnst mér að skófludekk hefðu mátt missa sín í torfærunni, hasar- inn er meiri á hefðbundnum skóflu- dekkjum og menn alltaf í botni. Það fer að verða erfitt að finna brekkurnar sem við komumst ekki upp með þessu framhaldi," sagði Gísli og sagði að skemmtilegast yrði að 'sigra í þeim þremur mótum sem éftir eru, en við ramman reip væri að,draga. Sigurinn í síðasta móti hefði hinsvegar koníið hónu'm á bragðið. I flokki útbúinna götujeppa er SigurðurvÞ. Jónsson efstur með 37 stig, Gunnar Pálmi Pétursson er með 33, íslandsmeistarinn Gunnar Guðmundsson 30 og Rafn A. Guð- jónsson 28 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.