Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson STÖÐYARHÚSIÐ og steypta stíflan í Macagua II á miðjum byggingartíma. VIRKJUNARFRAMKVÆMDIR við Macagua II á lokastigi. Lónið fullt og fyrstu fimm vélasamstæðumar þegar komnar í rekstur. Borgin Puerto Ordaz sést í bakgrunni. ER ÞAÐ ekki einmitt land drauma, þar sem smjör drýpur af hverju strái, ávextimir falla af tiján- um í lófa manns, gull og demantar fljóta upp úr árbotnum, olían brýtur sér leið upp á yfirborð jarðar, sól skín daga langa, alltaf hiti í kroppnum? Kannski er það fjarri okkur íslendingum að trúa að sá staður sé til þessa heims, en samt sem áður er landafræðin svo óútreiknanleg, að allt sem okkur dreymir um, getur einmitt verið ekki svo ýkja langt undan. Venesúela ku einmitt vera svona land. Guðmundur Pétursson hefur sannreynt það á sjálfum sér. Hann er nýkominn heim eftir þriggja ára dvöl í þessari einkennilegu paradís, þar sem landið gefur og gefur, en fólkið brýtur og týnir, rétt eins og landið og þjóðin eigi ekki samleið. Guðmundur hefur starfað sem ráðgjafi við virkjunarframkvæmdir við Macagua II virkj- unina, sem er í Bolivarfylki í suðausturhluta Venesúela. Heimabær hans var Puerto Ordaz eða Ciudad Guyana, sem liggur beggja vegna virkjunar og telur tæplega hálfa milljón íbúa. Hlutverk Guðmundar var að vera ráðgef- andi við stækkun Macagua-virkjunarinnar, en á þessum stað er fyrir gömul virkjun, Macagua I, sem er 390 megavött. Macagua II, hin nýja, samanstendur af tveimur stöðv- arhúsum, með samtals fjórtán vélasamstæð- ur, tæp 3.000 megavött. Virkjanimar eru í ánni Caroni, einni af þverám Orinoco-fljóts, sem er eitt af stórfljótum Suður-Ameríku. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir stærðum á stórfljótum og megavöttum virkjana... „Meðalrennsli í Caroní er 5.000 rúmmetrar á sekúndu sem samsvarar samanlögðu meðal- rennsli í öllum ám á íslandi,“ segir Guðmund- ur og bætir því við að Venesúelamenn ætli sér að virkja þessa á til fullnustu og ná úr henni 27.000 megavöttum. Þess má geta að allt virkjað vatnsafl á íslandi til þessa dags er samtals um 850 megavött. Svei mér þá ef öll vötn íslands eru ekki sokkin í þessum hlutföllum og landið orðið að einu litlu og lágu Seltjamarnesi. En það er ekki eins og þetta nægi þeim í Venesúela, þótt við hér fyrir norðan gleðjumst yfir smáu. „Þeir eru þegar búnir að virkja stórvirkjun- ina Guri, sem er 10.000 megavött, og er næst stærsta virkjunin hér,“ heldur Guð- mundur áfram, „em að ljúka við Macagua II og em vel á veg komnir með næstu stór- virkjun fyrir ofan Macagua. Síðan eiga þeir fmmhannaðar sex virkjanir til viðbótar í ánni. Orkufyrirtækið sem á virkjunarréttinn á þessum slóðum, EDELCA, stundar þetta sem fasta atvinnustarfsemi. Þeir eru Landsvirkjun þeirra í Venesúela og framleiða 80% af allri orku í landinu, þótt virkjunarsvæði þeirra takmarkist við þetta vatnasvæði - þar sem þetta er fylkisfyrirtæki." EDELCA er skammstöfun fyrir rafvæð- ingu Caroni-árinnar. Fyrirtækið tilheyrir CVG fyrirtækjasamsteypunni, sem er samtök rúmlega 40 fyrirtækja í undirstöðuiðngrein- um í Bolivar-fylki. Undir þessa samsteypu falla stálver, álver, kísilmálmiðja, gullvinnsla, námugröftur, timburvinnsla og fleira í hérað- inu. En hvert er hlutverk þeirra? „Hlutverk þeirra hefur verið að stuðla að uppbyggingu stóriðju og iðnaðar á öllu þessu svæði og þeir eiga öll námuréttindi þar. Nú er verið að vinna að því að emkavæða þessi fyrirtæki, samkvæmt yfirlýstri stefnu.“ Guðmundur vann hjá Landsvirkjun, áður en hann hélt til Venesúla. Hann er rafmagns- verkfræðingur að mennt, lærði í Darmstadt í Þýskalandi og dvaldi síðan þar í landi í sjö Paradís á iörðu, þangaö til... * Islenskur verkfræðingur, Guðmundur Pétursson, hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem ráðgjafi við virkjunarfram- kvæmdir í Venesúela. Hann segir Súsönnu Svavars- dóttur frá störfum sínum, þjóðinni sem býr í Venesú- ela, lífsstíl hennar, ríkidæmi, auðnuleysi og fátækt og ræðir orkumál okkar Islendinga. Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Pétursson verkfræðingur. ár, þar sem hann vann fyrir raforkufyrirtæk- ið ABB, sem þá hét BBC. Á þeim árum dvaldi hann rúmt eitt ár í íran, sem verkefnisstjóri fyrir BBC kom síðan heim árið 1980 og fór að starfa við virkjunarframkvæmdir hjá Landsvirkjun. Starfssvið hans var að sjá um rafmagns- og vélaframkvæmdir við Hraun- eyjarfossvirkjun, og síðan undirbúning og framkvæmdir við Blönduvirkjun ásamt fleiru. I framhaldi af því kom Venesúela inn í mynd- ina. „Þegar verkefninu við byggingu Blöndu- virkjunar lauk og lítið var framundan í fram- kvæmdum, bauðst mér þetta tækifæri í Venesú- ela,“ segir Guðmundur. „Ég sló til og gekk í lið með bandarísku verk- fræðifyrirtæki, HARZA, frá Chicago." Hvernig komstu í kynni við það? „HARZA hannaði Búrfellsvirkjun á sínum tíma og Landsvirkjun hefur átt góða samvinnu við þá síðan. Ég þekkti þá vel og þeir mig. Við höfðum nýtt sérfræði- þekkingu þeirra í vissum málum, til dæmis í Blönduvirkjun. Það vildi svo til að þá vantaði virkjunarmann i þetta verkefni í Suður-Amer- íku. Upphaflega átti ég að fára til Argentínu, en það tafðist. Það gilti einu fyrir mig og ég ákvað að reyna þetta.“ Hvert var þitt verk- svið? „Ég var ráðgjafi við framkvæmdir á bygging- arstaðnum, við allt sem laut að rafmagns- og vélabúnaði og gangsetn- ingu fyrstu vélasamstæð- anna. Við vorum þrír, verkfræðingarnir þarna, frá HARZA, þar af tveir á byggingarsviðinu og einn sem sá um verkskipulagningu." Hvað með tungumál? Er algengt að fólk tali ensku þarna? „Nei. Þegar þetta kom til var spænskan aðalspursmálið. Ég hafði aldrei lært spænsku og byrjaði á því að fara í mánaðar „krass- kúrs“ í spænsku, í Madrid. Það bjargaði mér alveg með að komast af stað og ná inn í málið. Öðruvísi hefði þetta ekki gengið, og það eru öll gögn og teikningar á spænsku. Ég byrjaði á því að fara út í þijá mánuði, til reynslu. Eftir það gerði ég tvisvar sinnum samning til eins árs í senn og til þriggja mánaða í lokin, til að ljúka mínu verki.“ Nú eru hlutföll og stærðir þarna stjarn- fræðilegar miðað við það sem við eigum að venjast. Hvernig varð þér við þegar þú mætt- ir á virkjunarstaðinn? „Þetta var allt mjög nýtt og framandi; umhverfið, fólkið, menningin, tungumálið, verkefnið og loftslagið. En þetta lagðist vel í mig frá byrjun, þótt það hafi auðvitað ver- ið erfitt hvað allir þættir voru nýir. Og þótt verkefnið hafi verið hliðstætt því sem ég hafði áður verið að vinna, var það allt miklu stærra. Þar af leiðandi voru öll vandamál í stærri skala. Þarna fara líka samsetningar á vélum úr frumeiningum fram á staðnum, en hér heima eru þessar einingar svo smáar að þær eru að mestu leyti settar saman í verk- smiðjum erlendis og fluttar þannig inn. En þetta átti allt mjög vel við mig frá byijun. Starfið var krefjandi og skemmtilegt og fyrir mig var þetta einnig mjög lærdóms- ríkt, vegna þess að þarna voru heimsins stærstu framleiðendur á þessu sviði og með nýtísku búnað. Aðalvélar, hreyflar og rafal- ar, voru japanskir, en stjómbúnaður yfirleitt frá Evrópu. Ymis búnaður var svo framleidd- ur innanlands í Venesúela." Það gerist bara á morgun Þú segir að fólkið og menningin hafi verið allt öðruvísi en hér heima. Hvernig eru Ve- nesúelabúar frábrugðnir okkur? „Lífsstíll þeirra er allt öðruvísi. Þeir eru miklu afslappaðri og rólegri - i öllu. Á okk- ar máli jaðrar það við kæruleysi. Þeir eru mjög þolinmóðir, gagnrýna lítið og eru lítið fyrir að láta gagnrýna sig. Þetta er hlýlegt fólk, afar vingjarnlegt - og heldur glaðlynd- ara en við. Venesúelabúar segja helst ekki styggðaryrði við neinn; finnst það eiginlega ekki viðeigandi að setja út á aðra. Það getur verið dálítið erfitt, þegar maður vinnur við ráðgjöf. Það reynir virkilega á diplómatíuna, þegar maður þarf að koma einhveiju á fram- færi án þess að stíga á tærnar á einhveijum. -Hins vegar eru þeir ekki íhaldssamir; allt- af til í að breyta áætlunum og hafa gaman af nýjungum. Það er allt mjög hægfara þarna og skrifræðið er afar flókið. Þar af leiðandi eru afköst minni en við eigum að venjast, og manni finnst alltaf óþarflega margir í hveiju starfi.“ Hvað gerir þá svona rólega? „Ætli þessi lífsstíll sé ekki kominn til vegna hitans og veðurfarsins. Hitastigsmunur milli sumars og veturs er ekki nema tvær gráður. Það er 28-30 gráðu hiti þarna allan ársins hring. Þar af leiðandi skiptir tíminn þá ekki svo miklu máli. Árvatnið hjá þeim er 28 gráðu heitt og því baðstrendur við ána! Hér þarf hins vegar að hita í innrennsli virkjana, til að allt fijósi ekki fast þegar kemur fram á haust. Svo má nú til gamans geta þess að þeir fá fleira en orku úr árnii. Þeir veiða gull og demanta upp úr henni, fyrir ofan orkuverið. Sjúga það upp af árbotninum. Við erum alltaf að nýta sumrin í kapp- hlaupi við árstíðirnar. Það vandamál þarf Venesúela ekki að kljást við. Við erum alltaf í kappi við að byggja stíflur yfir sumartím- ann, áður en frost kemur í jörð. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Manni hættir til að dæma þetta sem leti og kæruleysi, en í svona miklum hita vinnur maður hægar. Það er ekki hægt að vinna í járni og steypu á fullu allan daginn. Kapp- hlaup við tímann er ekki nærri eins áberandi þar og hér og þar af leiðandi er stressið miklu minna. Þeirra mottó er: „Það gerist bara á morgun, ef það gerist ekki í dag.“.“ Ekkert of stoltir af sínum kúltúr Nú er þetta nokkuð stór þjóð og menning-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.