Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 5 ast höfðu undan Zaka (höfðingi Zulumanna á þeim tíma og mjög grimmur) í Natalheraði í Suður- Afríku, inn í landið og voru þeir með tögl og haldir þar, þar til Cec- il Rhodes kom til sögunnar. í við- leitni sinni til að komast í mjúkinn hjá Viktoríu Bretadrottningu lagði hann landið, ásamt því sem núna er Zambía undir bresku krúnuna. Hann átti sér þann bijálæðislega draum að leggja járnbraut frá Cape til Kaíró. Sá draumur varð hinsveg- ar að engu þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Tanganiyka (núna Tanz- anía). Bretar stjómuðu þar tii ríkjasam- bandið riðlaðist í sundur uppúr 1960 og norður Rhódesía og Nyasaland urðu að sjálfstæðum ríkjum, Zamb- íu og Malawi. Hvíti minnihlutinn í Rhódesíu neitaði að gefast upp og þrátt fyrir skæruhernað svarta meirihlutans og viðskiptabann heimsbyggðarinnar þráuðust þeir við undir forsæti Ians Smiths þar til 1980. Mugabe tók við völdum eftir 1980 og var hann hallur undir marxisma, afleiðingin varð sú að mikill meirihiuti hvítra flúði land og efnahagur landsins fór í rúst. Mugabe hefur að einhverju leyti slakað á klónni síðan og er efnahag- ur landsins á uppleið. Gjaldeyrisvið- skipti hafa verið gefin fijáls og er hægt að fá flestalla hluti í landinu sem hugurinn girnist. Mugabe lagstur í ferðalög Hvítur Zimbabwebúi sem ég hitti á bar í Masvingo sagði að þeir hvít- ingjar sem hefðu ekki flúið land, hefðu það gott, en margir þeirra sem flúið hefðu land til Suður-Afr- íku væru ekki of ánægðir og vildu snúa aftur. Eru hvítir bændur í landinu mjög efnaðir og þá sérstak- lega tóbaksbændur, en gæði Zimbabwe tóbaksins eru með því besta sem þekkist. Þegar ég spurði hann um álit hans á Mugabe, hló hann og yppti öxlum. Hann er sjaldnast heima við, heldur er hann á stöðugu flandri um heimsbyggð- ina. Hann er í gamni uppnefndur Vasco De Gama. Einhveijar blikur eru á lofti vegna þess að Mugabe hefur boðað að árið 2000 muni hann taka helming jarðnæðis af hinum hvítu bændum landsins og útdeila því meðal svartra, sem lítið jarðnæði hafa. Við komum okkur frekar seint af stað frá Masvingo til Harare, höfuðborgar Zimbabwe. Vegurinn eins og reyndar allstaðar í Zimbabwe og Suður-Afríku var frá- bær. Fyrstu kynni okkar af Harare voru heldur leiðinleg. Á aðalbraut- inni sem liggur inni borgina var bíll stopp á gatnamótunum þó að grænt ljós iogaði. Enginn sinnti þessum bíl og flautuðu bílstjórar annarra bíla þegar þeir keyrðu framhjá bíinum. Við stoppuðum þegar við vorum komin yfir gatna- mótin og athuguðum hvað væri á seiði. Grátandi kona húkti undir stýri og þegar við reyndum að tala við hana kom í ljós að hún var mállaus. Þetta þoldum við íslensku mannvinirnir ekki að horfa uppá. Við tókum borgarstjórabeygju á bílnum og tróðum okkur yfir gatna- mótin á móti umferðinni. Við vorum nú orðin svo sjóuð í afrískri umferð að það var bara látið vaða, Friðrik þeytti flautuna og krakkarnir steyttu hnefana út um gluggann. Enda komumst við yfir án þess að valda neinu tilfinn- anlegu tjóni. Við gáfum konunni start og eftir á kyssti hún okkur öll í bak og fyrir. Við höfðum gert góðverkið í dag. Svona eru stór- borgir, þar er maður einn síns liðs og enginn réttir hjálparhönd, hrasi maður og lendi í skítnum. Kínverjar í prímusvanda Talandi um skít, þá er Harare frekar sóðaieg borg og lítt aðlað- andi. Við þurftum hinsvegar að stoppa þar í 3 daga til að fá vega- bréfsáritanir og kaupa ýmsar vistir, því þetta var síðasti stoppistaðurinn í langan tíma, þarsem eitthvert ANING: í Zimbabwe var óft undir baobab tré sem óx vió veginn. Búskmennirnir kalla þau „trén sem guAirnir plöntuAu ó hvolfi". ÞaA er eins og rætur trjónna teygi sig til himins. vöruúrval er. Við leigðum okkur leiðsögumann til að lóðsa okkur um borgina og hann fór með okkur á tóbaksuppboð í borginni sem mun vera hið veigamesta í heimi. Þetta var sannarlega helgur staður fyrir okkur tóbaksfíklana. Þarna kom tóbakið á færiböndum í 110 kg bölum. Eg greip nokkur lauf í hönd- ina og þefaði af þeim og vöknaði um augu, eins og Sigmar B. Hauks- son þegar hann þefar af 15 ára gömlu Cabernet Sauvignon rauð- víni. Þarna sönglaði uppboðshaldar- inn á einhverri óskiljanlegri mál- lýsku á meðan krabbameinsbyrlarar heimsins kepptust við að bjóða í gumsið. Eftir tóbaksuppboðið var haldið í sendiráð Zaire, til að fá vega- bréfsáritanir. Sendiráðsritarinn tók langan tíma í að fullvissa okkur um hve öruggt væri að ferðast í hans fagra landi og skyldum við ekki hlusta á kjaftasögur sem segðu annað. Það runnu á okkur tvær grímur eftir þennan lestur og miðað við móttökurnar sem við fengum í sendiráðinu, gat ég mér þess .til að það væri ekki mikil eftirspurn eftir áritunum hjá þeim. Eftir þessa upp- lifun fórum við til að láta fylla á tvo gaskúta sem við höfðum með- ferðis. Pressan, sem dældi á kút- ana, var í afgreiðslusalnum. Svo mikilí gasfnykur var í loftinu að við vorum að líða útaf. Greinilegt var að allt kerfið míglak hjá þeim. Þarna inni voru tveir Kínveijar að rífast við afgreiðslumanninn og var helst að skiija á babli þeirra að þeir væru eitthvað óánægðir með prímus sem þeir voru nýbúnir að kaupa. Þegar afgreiðslumaðurinn fullvissaði Kínveijana um að allt væri í lagi og tóku upp eldspýtu til að kveikja á prímusnum, hlupum við út. Við biðum úti á götu eftir því að öll húsalengjan þeyttist til himins, en ekkert gerðist. Þegar við, hálfskömmustulegir, gægð- umst inní salinn aftur voru Kínveij- arnir og afgreiðslumaðurinn skelli- hlæjandi að þessum taugaveikluðu vitleysingum og það skíðlogaði á prímusnum. Er við komum með gaskútana að bílnum lentum við í enn einni uppákomunni. Allstaðar þarsem maður leggur bíl í stórborgum Afr- íku eru náungar sem bjóðast til að passa bílinn fyrir smávægilega þóknun. Svo hafði einnig verið í þetta skipti. Við spurðum Stanley, fylgdarmann okkar, liversu mikið við ættum að borga gæjanum og sagði hann að dollar væri hæfilegt. Við hugðumst, hinsvegar, vera rausnarlegri og létum manninn hafa 2 dollara fyrir ómakið, en hann brást hinn versti við. Miðað við umfang og útlit bíls- ins, hafði hann greinilega álitið að hér væru moldríkir olíufurstar á ferð. Hann reifst og skammaðist og gerði sig líklegan til að ráðast á okkur. Við forðuðum okkur inn í bíl en hann hóf að misþyrma bílnum með hnefum og fótum. Þegar við keyrðum af stað hékk hann öskrandi á toppgrindinni. Við tók- um beygju á töluverðri ferð og hékk þá vinurinn láréttur eins og þvottur á snúru, áður en hann missti takið og rúllaði eftir gangstéttinni. Það síðasta sem við sáum til hans var að hann hljóp á eftir bílnum steit- andi hnefana og af látbragði hans öllu mátti ráða að hann óskaði okk- ur ekki góðrar ferðar. Þetta var síðasta reynsla okkar af Harare. Við kvöddum Stanley með virktum og héldum í norðurátt að landa- mærabænum Kariba. HæAnisglott hýenunnar Síðustu 80 km frá Harare til Kariba er keyrt um einstaklega fallegt landslag og þó svo að vegur- inn sé einstaklega góður er farið hægt yfir vegna þess að mikið er af kröppum beygjum og blindhæð- um á þessari leið. Þegar við lúsuð- umst útúr einni beygjunni stóð hý- ena og spókaði sig á ypginum. Bíl- stjórinn • nauðliemlaði og upphófst nú mikill hamagangur í bílnum þeg- ar krakkarnir reyndu að finna sína myndavél, en eins og vanalega voru þær grafnar undir allskyns drasli einhverstaðar í farangrinum. Þegar, óratíma seinna, fjórum myndavél- um var miðað á staðinn var hýenan löngu farin, en fyrirlitningarlegt glott hennar hékk í loftinu. Við reistum tjaldbúðir á bökkum hins geysistóra Karibavatns og fór- um síðan að skoða okkur um í bænum.'Meðal annars heimsóttum við íslendingana Hannes og Gerðu, en þau vinna i þróunarstarfi á Kariþavatni. Bærinn er ákaflega sérstakur að því leyti að hérna lifir fólk í nánu samneyti við dýr merk- urinnar. Ekki þýðir t.d. að hafa liunda vegna þess að hlébarðarnir éta þá ef þeir voga sér út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur. Erfitt er að stunda garðrækt í bæn- um sökum þess að fílar þramma þar um og gæða sér á girnilegum gróðrinum eða trampa hann niður. Þegar við fyrsta kvöldið vorum á leið frá Hannesi að tjaldstæðinu keyrðum við næstum því á fullorð- inn fílstarf sem var að háma í sig limgerði í næsta garði. Hann hristi kröftugt höfuðið að okkur og var hinn illilegasti og við gáfum í og brunuðum fram hjá honum. Dýralífið var einnig fjölskrúðugt á tjaldstæðinu, fílar lölluðu á milli tjaldanna og flóðhestar dormuðu í flæðarmálinu. Friðrik sagði mér að þegar þau voru þarna fyrir 3 árum gistu þau í nokkurskonar sumárbú- stað. Var það húsalengja og sneru öll herbergin út í garð. Eitt kvöldið voru þau að borða á veitingastaðn- um og Rannveig og Stefán vildu fara út því þau voru búin að borða. Þau fengu leyfi til þess og fengu lyklana að herbergjunum. Ekki voru liðnar nema um 15 mínutur þegar þau komu gargandi til baka snjó- hvít í framan og tók langan tíma að róa þau niður. Það sem hafði gerst var að þegar þau voru að stinga lyklinum í herbergishurðina birtist allt í einu stór fíll rétt hjá þeim. Rannveig vildi hlaupa í burtu en Stefán fraus og stóð blýfastur við hurðina. Rannveig vildi ekki yfírgefa Stefán og stóð því hjá hon- um. Fíllinn gekk rétt framhjá þeim og dóu þau næstum úr hræðslu (eftir því sem þau sögðu). Eftir þetta fóru þau ekki ein um svæðið. Lúmskir laganna verAir Mannlífið var skemmtilegt þarna því að þar var mikið samansafn af flækingum sem höfðu liinar ótrú- legustu sögur að segja. í næsta tjaldi við okkur var ungt par frá Suður-Afríku sem var á leið til Malawi. Bíllinn þeirra hafði bilað og voru þau búin að vera 5 vikur á tjaldstæðinu bíðandi eftir vara- hlutum. Við hittum emnig Kanada- mann þarna sem var að koma frá Mosambique og sagði hann farir sínar ekki sléttar. Hafði hann borg- að fleiri hundruð dollara í allskyns sektir, of hraðan akstur, ólöglega lagt, beygja tekin of krappt o.s.frv. Var lögreglan í engum vandræðum með að hafa út úr honum pening. Eitt sinn var hann sektaður um 20 dollara fyrir að aka með of dökk sólgleraugu á nefinu. Eftir tvo daga í þessari paradís var kominn tími til að kveðja þetta einstaklega „túristavæna“ land Zimbabwe og halda yfir á lítt kræsi- legri slóðir í Zambíu. Við kvöddum hina vingjarnlegu landamæraverði á Zimbabwe landamærunum og héldum yfir Zambezi ána tii Zamb- íu. Keyrt er yfír hið geysilega mann- virki „Kariba dam“. Þessi stíflu- veggur var reistur árið 1960, þegar Zambezi áin var stífluð og Kariba vatnið varð til. Það mun vera stærsta vatn í heimi gert af manna- völdum. Það er um 250 km á lengd og er mesta breidd þess 32 km. Sex 110 mW túrbínur eru á suðurbakka árinnar og 4.150 mW á þeim nyrðri. Sex flóðgáttir eru á stífluveggnum en um hvert þeirra geta runnið 1.500 tonn á sekúndu. Þegar vatnsborðið rís of hátt og allar flóðgáttirnar eru opnaðar titr- ar jörðin í Lusaka, 150 km í burtu. Stífluveggurinn er 128 m á hæð, 617 metrar á lengd og 13 metrar á breidd, sannarlega tilkomumikið mannvirki. Lusaka - borgin nöturlega Mikil umskipti voru að koma að Zambíulandamærunum. Stöðin öll í niðurníðslu og embættismenn hin- ir leiðinlegustu. Við keyrðum til höfuðborgarinnar Lusaka, en þar höfðum við heimilisfang hjá hjónum sem samþykkt höfðu að hýsa okkur eina nótt. Vegirnir voru frekar leið- inlegir. Einhverntímann í fyrndinni hafa þeir verið malbikaðir en við- hald þeirra er í molum, þannig að mikið er af stórhættulegum holum á þeim. Vegatálmar eru með reglu- legu millibili á leiðinni, þar sem lög- reglan snuðrar í farangri manna og gerir þeim lífið leitt á allan hugs- anlegan hátt. Lusaka er einkar nöturleg borg og sagði maðurinn sem við gistum hjá, að hún væri gjarnan nefnd „The City of Walls!“, vegna þess að háir múrveggir umlykja allar lóðir. „Eftir kl. 6 á kvöldin erum við öll fangar,“ sagði hann, „hér er fólk yfirleitt ekki á ferli eftir að skyggja tekur." Það kom líka á daginn að hann var með vopnaðan varðmann í garðinum. Glæpir eru mjög tíðir í borginni, en segja má að það sé afleiðing af 30 ára stjórn- arsetu Kenneths Kaunda, en hann afrekaði að koma efnahag landsins í kaldakol. Við fórum frá Lusaka í bítið næsta morgun og keyrðum eftir vægast sagt ömurlegum vegi í átt að Malawi. Við lentum á frek- ar leiðinlegum lögreglumönnum á leiðinni, sem reyndu hvað þeir gátu að finna eitthvað að bílnum, til þess að geta haft út úr okkur pening. Þegar þeir fundu ekkert að heimt- uðu þeir mat. Þar sem þeir héldu á rússneskri þróunaraðstoð í formi AK 47 riffla, sáum við þann kost vænstan að láta þá fá eitthvað af dósamat. En mikið vorum við fegin þegar við vorum búin að tékka okk- ur út úr Zambíu. Á einskismannslandi, á milli Zambíu og Malawi, hrundi kælirinn (fíni Sahara kælirinn) og vorum við í tvo tíma í niðamyrkri að brasa við að koma þessu í lag. Landa- mæraverðirnir á Malawi stöðinni voru hinir alúðlegustu og leyfðu okkur að hringja tii Lilongwe til að betla gistingu. Við vorum komin til Lilongwe kl. 11 að kvöldi, þreytt og slæpt. En hey!, við vorum komin í hið „lilýja hjaita Afríku", Malawi. Staða 14’S og 34’E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.