Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 7 ur daglegu lífi fólks og dansað er við ýmis tækifæri. Barnsburður, giftingar, kvöldverðarboð, afmæli og dauðsföll eru allt tilefni til að dansa. Á þessum heimaslóðum flamenco-dansins eru dansarar á öllum aldri sem læra listina frá blautu barnsbeini. Margir hætta ekki fyrr en í gröfina er komið enda fylgir dans og söngur hverju stigi lífsins hjá fólkinu. Madrid er aftur á móti alþjóðleg- ur miðpunktur flamenco þar sem dansinn tilheyrir leikhúsum fremur en lífsmynstri. Þar eru starfrækt dansfélög og einstaka dansarar og söngvarar eru stórstjörnur í augum landa sinna. Það er þó athyglisvert að hlutfall erlendra flamenco-dans- ara í Madrid er mjög hátt sem gef- ur til kynna að þessi aldagamli tján- ingarmáti hrífur fólk af ólíkum uppruna. Hin síðustu ár hefur flam- enco einnig orðið fyrir miklum utan- aðkomandi áhrifum. Nútímaballett og klassískur ballett hafa sett svip sinn á listformið og hafa sumir dansarar verið óhræddir við að sækja þaðan hugmyndir. Kvik- myndaiðnaðurinn hefur hjálpað til við útbreiðslu og vinsældir flam- enco-dansins um allan heim. Kvik- myndagerðarmaðurinn Carlos Saura hefur átt mikinn þátt í því en hann hefur gert fjöld.a mynda um dansinn og lífið í kringum hann. Árið 1984 var til dæmis kvikmynd hans Carmen tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir bestu erlendu mynd- ina. Myndin sýnir hvernig biturleiki og reiði eru túlkuð með flamenco- dansinum. í ljósi þess hve mikilvægt tjáning- arform flamenco-dansinn er þeim sem dansa hann væri fróðlegt að vita hvort hinn almenni ferðamaður hafi leitt hugann að því hvað flam- enco táknar fyrir senjórítuna sem dansar í grísaveislunni? Er það gleði, sorg, einmanaleiki eða 3.000 pesetar? finnst ekki samband. Ekki er. þó hægt. að útiloka að verið sé að mæla röng mengandi efni og að áhrif loftmengunar á astma stafi af óþekktum efnum eða efnum sem talin hafa verið óskaðleg. Afar ólíklegt verður þó að telja að loftmengun. skýri aukninguna á astmatíðni. Ein af stærstu breytingum á lifnaðarháttum fólks á síðari hluta þessarar aldar er að fólk er meira inni. Flest hús eru vel einangruð og kynt þannig að hitastig er stöð- ugt og hefur víða farið hækkandi, og mikið er um bólstruð húsgögn og gólfteppi. Farið hefur í vöxt að fólk sé með gæludýr eins og hunda og ketti á heimilum sínum. Allt þetta skapar hin ákjósanleg- ustu vaxtarskilyrði fyrir ryk- maura, sem dafna vel í bólum manna og dýra, teppum og bóls- truðum húsgögnum. Rykmaurar eru áttfætlingar sem eru um 0,3 mm að lengd og glærir þannig að þeir sjást tæplega með berum aug- um. Tvær tegundir rykmaura eru algengar í húsum hér á landi. Komið hefur í ljós að margir hafa ofnæmi fyrir húsryki og ofnæmis- valdinn er oftast að finna í ryk- mauraskít. í nokkrum rannsókn- um, m.a. í Ástralíu, fannst gott samband milli rykmaura og astma. Það sem er enn áhugaverðara er að svo virðist sem mikið af ryk- maurum í umhverfi barns í frum- bernsku geti aukið hséttu á alls kyns ofnæmi (m.a. kattaofnæmi) og astma síðar á ævinni. Einnig hefur komið í ljós að astmasjúkl- ingum, a.m.k. sumum, getur batn- að mikið ef þeir forðast rykmaura. Færa má rök fyrir því að rykmaur- um hafi fjölgað mjög í hýbýlum fólks á undanförnum áratugum og að þessi fjölgun eigi stóran þátt í að skýra fjölgun astma- og ofnæmistilfella. í næsta pistli verður sagt meira frá rykmaurum, lifnaðarháttum þeirra og hvað hægt er að gera til að forðast þá. MANIMLÍFSSTRAUMAR Matarlist/Hvað er loftgrautur? Námsmannakostur ÍSLENSKIR Kaupmannahafnarnámsmenn bjuggu oft við rýran kost í heimsborginni, en drukku þeim mun meira í sig af bókalærdómi og einn- ig öli, af heimildum að dæma. Ég heyrði hins vegar nýlega af fæðu, sem íslenskur námsmaður í kóngsins borg kvað sig lifa á og nefndi hana því fátæklega nafni loftgrautur. Þó að námslánin séu mun óhagstæðari en áður var, og margir veigri sér því við að taka þau, þá eru þau nú held ég fýsilegri kostur heldur en sá að þurfa að lifa á loftgraut. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur En hvað er loftgrautur og er hægt að lifa á honum? Fyrir- bærið finnst ekki í orðabók, en ég kemst næst því að þetta sé loft- kenndur grautur. Loftkennt er sam- kvæmt orðabók Máls og menning- ar eitthvað sem er „létt í sér, frauð- kennt, efnislítið, gisið; í sama óá- þreifanlega efnis- ástandi og and- rúmsloftið, hvorki fast né fljótandi." í það minnsta er harla ólíklegt að grautur þessi sé mjög staðgóð og holl fæða fyrir nokkurn mann. Mig hryllir við tilhugsuninni um að fleiri fátækir námsmenn lifi á þessu kreppufyrirbæri. Ég ætla því að koma með nokkrar hugmyndir að mjög ódýrum og hollum réttum sem nær allir ættu að hafa ráð á. Það þarf nú ekki að fjölyrða um hafra- grautinn, og þó hann sé e.t.v. ekki fyrir allra smekk er allt betra en loftgrautur. Samlokur eru tilvalin fæða fyrir fólk sem er á ferð og flugi og kemur oft ekki heim fyrr en seint á kvöldin, t.a.m. náms- menn. En það er ekki sama hvað er á milli brauðsneiðanna tveggja. Samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs er samloka skilgreind þannig: „Tvær brauðsneiðar sem hvolft er saman.“ Samkvæmt þessari skil- greiningu er samlokan hálfgerð loftsamloka því hvorki er minnst á viðbit né álegg. Ég verð samt að viðurkenna að sumar af þeim sam- lokum sem hér eru á boðstólum í kjörbúðum og skyndibitastöðum eru hálfgerðar orðabókarloftsamlokur. Samloka er semsé ekki það sama og samloka. Hér koma nokkrar hugmyndir að samlokum af hollara taginu. Nota skal vitanlega nýtt og gott gróft (fínt í hófi) brauð, ekk- ert jafnast á við það heimabakaða náttúrlega. Einfaldasata viðbitið er smjör. Hér fylgja uppskriftir að tveimur smjörtilbrigðum: Tómatsmjör 50 gr smjör 2 tsk tómatkraftur 1 tsk strásykur 1 tsk Worcestersósa Hrærið smjörið með lítilli trésleif þar til það er orðið mjúkt, blandið þá hinum efnunum saman við einu í senn. Kælið smjörið fyrir notkun. Það er ágætis viðbit í samlokum fylltum með lambakjöti, beikoni, skinku eða skelfiski og eins eitt og sér. Kjólar, stuttír og síðír. Blússur - buxnadress. Við sendum skattfrjálst til Islands Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. 3Rtar0ttndb(ii^lb - kjarni málsins! Graslaukssmjör 50 gr smjör 2 tsk mjög smótt saxaður graslaukur _________1 tsk sítrónusafi Útbúist eins og tómatsmjörið. Gott með hvers kyns kjötfyllingu eða eitt og sér. Gæta verður fjölbreytni við sam- lokugerðina því annars er hætt við að endurtekning geri samlokuna að leiðgjarnri og margjaplaðri tuggu. Hér koma nokkrar hugmyndir að fyllingu: Banani: sneiðar settar beint á smjörið eða: stappið banana og hrærið saman við ögn af sítrónu- safa og ijóma. Gott er að hafa salat- blað á milli brauðsneiðar og fylling- ar eða hvítkálsbita. Gráðostur og epli. Ostur með hráu grænmeti, s.s. lauksneiðum, tómötum, blaðsalati eða gúrku. Egg: Harðsoðin egg standa fyrir sínu á samlokuna gjarnan með gúrku- eða tómat- sneiðum, salatblaði eða steinselju. Reykt síld: góð t.d. með harð- soðnu niðursneiddu eggi eða kota- sælu. Svo er bara að nota hug- myndaflugið! í lokin kemur hér ein dúndurgóð og ódýr uppskrift fyrir fjóra að hvítlaukskartöflum. Hvitlaukskartöfflur 2 hvítlauksrif 60 gr smjör _______500 gr kartöflumús______ rjómasletta og önnur smjörsletta salt og pipar _______2 msk söxuð steinselja__ Sjóðið hvítlauksgeirana í 2 mín- útur, þerrið þá, kælið og afhýðið síðan. Bræðið smjörið og steikið hvítlauksgeirana við vægan hita þar til þeir eru mjúkir, en gætið þess að brúna þá ekki. Sigtið hvítlaukinn frá. Hrærið hvítlaukssmjörinu út í kartöflumúsina, hrærið vel og bætið út í rjóma- og smjörslettunni og steinseljunni. Hitið vel og berið svo fram. IHI Lederudvikling leitar eftir sambandi við Ráðgjafa/fyrirtæki einstaklinga sem hyggjast stofna eigin fyrirtæki til að kynna, selja og fylgja eftir stjórnunarþjálfúnar- og þróunaráætlun Personligt Lederskab. IHI Lederudvikling er umboðsaöili fyrir Leadership Management International, sem starfar í 70 löndum og er leiðandi í heiminum á sínu sviði. LMI er stærsti aðilinn sem býður upp á áætlun og kerfi á öllum sviðum persönulegrar þjálfunar á öllum stigum. Við bjóðum upp á einstakt þróunar- og þjálfunaráætlun, endurþjálfun og síþjálfun og ýtum undir opið og samskiptaskapandi atferli, stjórnunarreynslu, áhuga á mennlegri þróun og hæfileika til að.vinna að þrónuarferli og ná árangri. Sendu okkur linu um sjálfa(n) þig eða hringdu eftir nánari upþlýsingum. Lederudvikning IHI Ledcrudvikling A/S Lars Stig Duehart Strandmöllevej 2 DK-6000 Kolding Danmörku Simi +45 75 5o 56 33. „Personligt Lederskab" er þróunaraðferð til þjálfunar i að valda stjórnunarstaríi betur. Pjálfunaráætlunin er framkvæmd í staríi í fyrirtækinu á u.þ.b. 10 mánaða timabili, og þjálfuninni er stýrt á skilvirkan hátt með hjáip i 1 funda með \^persónulegum ráðgjafa. Við ábyrgjumst að þjálfunin komiað góðu gagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.