Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ■ GUS GUS-flokkurinn á ferð í Bretlandi fyrir skemmstu. ASÍÐASTA ári kom út fyrsta breiðskífa fjöllistahópsins Gus Gus, sem stofnaður var í kringnm gerð kvikmyndar- innar Nautnar. Platan fékk góða dóma og seldist þokka- lega hér á landi en hún fór víðar, því eintak af henni lenti í höndum útgáfu- stjóra breska fyrirtæk- isins 4AD, sem vildi í kjölfarið endilega gera útgáfusamning við sveitina. Það varð og úr, því fyrir stuttu undirrit- uðu með- limir Gus Gus út- gáfusamning við 4AD, um útgáfu á tónlist og kvikmyndum, en alls hljóðar samningurinn upp á fimm breiðskífur og kvikmyndir þær og/eða myndbönd sem gerðar verða í tengslum við plötum- ar. Gus Gus-hópurinn kom saman til að vinna að gerð stuttmyndarinnar Nautnar síðastliðið vor, en þegar þeirri vinnu var frestað um stund ákváðu liðsmenn hópsins að setja saman plötu. Hópinn skipuðu þau Daníel Ágúst Haraldsson, Emiliíana Torrini, sem lagði reyndar aðeins til rödd á plötunni og kom fram í myndinni, en var ekki eigin- legur hluti hópsins, Magnús Jónsson, Hafdís Huld, Birgir Þórarinsson, Magnús Gunn- arsson, iiðsmenn hönnunar- fyrirtækisins Kjóls og Ander- sons og.fl. Hver lagði sitt af mörkum, segja má að lög og útsetningar hafi verið unnar í samvinnu og myndbanda- og myndavinnsia var öll unnin innan hópsins. Platan þótti vel heppnuð og fékk góðar viðtök- ur gagnrýnenda, aukinheldur sem myndband við eitt laga hennar var valið tónlistar- myndband ársins í vali Sjón- varpsins. Varla átti þó nokkur von á að erlend fyrirtæki myndu sýna hljómsveitinni slíkan áhuga, nánast áður en liðsmenn hófust handa við að kynna plötuna erlendis, því fyrsta fyrirspum barst hingað til lands strax eftir jól og á meðan samningar tókust við þá útgáfu, komu tilboð og fyrirspumir frá fleiri fyrir- tækjum, þar á meðal frá helstu útgáfum Bretlands. Fyrstir koma, fyrstir fá á ekki bara vel við í þessu sam- bandi, heldur kom í Ijós að fyrsta útgáfan sem lýsti áhuga á samningi var einmitt óskaútgáfa Gus Gus-veija. Virt útgáfa 4AD-útgáfan er ein sú virt- asta í Bretlandi, þótt ekki sé íslenskar hljómsveitir hqfq náó góóum árangri ytra undanfarna mánuði og fyrir stuttu gerói fjöllistahópurinn Gus Gus útgáfusamning vió breska fyrirtæk- ió 4AD. Árni Matthíasson komst aó því aó samningurinn er um margt sér- stakur, því hann snýst ekki síóur um kvik- myndalist og Könnun en plöutútgáfu. hún með stærstu fyrirtækjum. Stofnandi 4AD, Ivo Watt-Russell, þykir sérkennileg- ur um margt, en hann hefur haldið mjög til streitu að gefa fyrst og fremst út áhuga- verða tónlist, án tillits til sölu, og líka að ekki sé minni áhersla lögð á sjón en heym, þ.e. útlit á öllu sem frá útgáfunni fer er ekki síður mótað af kost- gæfni en innihaldið. Af þekkt- um hljómsveitum sem 4AD hefur haft á snærum sínum má nefna This Mortal Coil, sem Ivo Watt-Russell stendur reyndar sjálfur að að hluta, Cocteau Twins, Throwing Muses, Pixies, sem flestir þekkja líklega, Breeders og Lush. Gus Gus er fjórtánda sveitin sem 4AD hefur á sín- um snærum um þessar mund- ir. Gus Gus-Iiðar segja að Lewis Jamieson, útgáfustjóri 4AD, hafi haft samband til íslands í desember að leita eftir upplýsingum um hljóm- sveitina, en honum barst disk- urinn eftir krókaleiðum. Einn Gus Gus-manna, Baldur, hélt utan í janúar og fór í ýmis fyrirtæki og hitti þá meðal annars Jamieson, sem lýsti þegar áhuga sínum á að gera samning og bað um tíma til að kynna hugmyndina fyrir öðrum í fyrirtækinu. „Eftir þá LEWIS Jamieson, útgáfustjóri 4AD. kynningu gengu þeir hreint til verks og gerðu okkur tilboð um samn- ing, sem kallaði á mikil fundar- höld okkar, enda var hljóm- sveitin ekki full- mótuð. Seinna fórum öll til London til samningavið- ræðna og eftir þá för stóð þó ekki í okkur að gera samning við 4AD. Við sáum fljótt hvað áhugi útgáfunnar á verkum okkar var einlægur og ein- beittum okkur að tilboði þeirra þótt útgáfufyrirtækin Virgin, Polydor, Nude og One Little Indian hafi öll leitað til okkar í millitíðinni. Við berum mikla virðingu fyrir því sem 4AD hefur gert enda rímar grund- vallarhugsjón þess og lífspeki best við okkar.“ Nónast tilviljun Eins og áður segir varð Gus Gus til nánast fyrir tilviljun og fyrir vikið segja Gus Gus- Iiðar að platan hafi ekki verið unnin með fjöldavinsældir í huga og reyndar að ekki hafi verið til eiginleg hljómsveit þegar á reyndi með samning úti. „Þegar tilboð tóku að ber- ast að utan settumst við niður til að móta hvað um væri að ræða og skilgreina hópinn upp á nýtt í samræmi við það að við ættum kannski eftir að starfa saman næstu árin. Sú vinna á eftir að koma til góða, því fyrir vikið erum við sam- taka og sammála um hvert stefnir og engin vandamál eiga eftir að koma upp síðar." 4AD gerir ekki bara samn- ing við hljómsveit, heldur níu manna hóp, hönnuði, kvik- myndagerðarmenn og ljós- myndara. Þau hafa starfað með ýmsum öðrum að tónlist og annarri listsköpun og segj- ast munu halda því áfram. „Samningurinn gefur okkur frelsi til að vinna með hveijum sem er að hverju sem er, en bara ekki undir Gus Gus nafn- inu.“ Nafn hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli, en þeir Gus Gus-Iiðar bregða fyrir sig Fassbinder spurðir um það efni: „Manchmal Gus Gus gut.“ flllir hrifust af Lewis Jamieson segist hafa heyrt fyrst um Gus Gus frá kunningja sem starfaði fyrir dreifingarfyr- irtækið Windsong sem sendi honum disk og lagði að hon- um að hlusta, „sem ég gerði og hreifst undir eins af“. Hann segir að 4AD starfi þannig að allar hljómsveitir séu bornar undir alla starfs- menn til að tryggja að allir leggist á eitt aukinheldur sem þær eru bornar undir eiganda fyrirtækisins, Ivo Watt Russ- ell. „Það voru allir hrifnir af hljómsveitinni og ekki síst Ivo sem hringdi í mig daginn eftir að hann fékk diskinn og lýsti áhuga á apð gera við hljóm- sveitina samning. Það má því segja að það hafi aldrei verið spurning um hvort ætti að semja, heldur hvenær.“ Jamieson segir að samning- ur 4AD við Gus Gus sé um margt sérstakur, ekki síst fyr- ir þá sök að ekki er aðeins gerður samningur við hljóm- sveit, heldur er einnig samið við grafíska hönnuði, kvik- myndagerðarmenn og upp- tökustjóra. „Til að mynda er sami upptökustjóri að vinna við endurhljóðblöndun á væntanlegri útgáfu hér úti í Bretlandi og vann með hljómsveitinni að plötunni á íslandi. Hann er því hluti af þessu samstarfi, þó ekki sé hann beinlínis hluti af hljómsveitinni, og verður með á meðan hann og hljómsveitin vilja vinna sam- an. Einnig munu þeir sömu og gerðu verðlaunamynda- band hljómsveitarinnar vinna myndbönd og stuttar kvik- myndir í tengslum við tónlist- ina og að vissu leyti feliur þetta að starfi 4AD, við höf- um ekki síður lagt áherslu á myndræna hlið útgáfunn- ar, eins og þeir eflaust vita sem einhver kynni hafa af henni á annað borð. Fyrir okkur er mikils um vert ef listamenn sem starfa hjá okkur hafa einhveija heild- arlistsýn og sé hún til stað- ar leggjum við áherslu á að ná henni fram ekki síður en tónlistinni. Eitt af því sem gerði að verkum að við Ivo vildum semja við Gus Gus var að okkur fannst þessi hópur ekki vera enn ein hljómsveitin í leit að vin- sældum; á bak við samstarf- ið var hugsjón sem okkur fannst áhugaverð." Nútímaleg tónlist Jamieson segir að tónlist Gus Gus falli að hans mati vel að því sem hæst ber í breskri danstónlist um þessar mundir. „Gus Gus er mjög frumleg hljómsveit og um leið söluleg; þó tónlistin sé nútíma- leg og ögrandi fyrir vikið er hún líka grípandi." Jamieson segir að næst á dagskrá sé að gefa út tólf- tommu til kynningar sem komi út á næstu dögum, en ekki sé ákveðið hve mörg lög verði á þeirri plötu. Fyrsta eiginlega smáskífan komi síðan út í september og loks komi breiðskífan, nokkuð breytt frá íslandsútgáfunni, seint á árinu eða snemma á næsta ári, það fari nokk- uð eftir því hve smáskíf- unni verði vel tekið. Næsta plata kæmi síðan út annað haust. Jamieson segir sitt mat að það skipti Gus Gus miklu máli að vera áfram á íslandi og starfa þar. í Ijósi nútímatækni sé eng- in knýjandi þörf á að liðs- menn flytji til Bretlands og það sé meðal annars þeirra styrkur, til íslensks veruleika sæki þeir margt sem geri þá eftirsóknar- verða fyrir erlenda plötu- kaupendur. „Þau eiga eflaust eftir að hugsa sér til hreyfings og setjist að utan íslands, hvort sem það er í Bretlandi, Frakklandi eða á Bahamaeyjum, en vonandi verður það ekki nærri því strax.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.