Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 15 Morgunblaðið/Ragnar Axelsson fætlingar horfa áhugalitlir á. Þar er verið að slást um forystuhlutverkið í hópnum. Fólk er ekki mikið á ferli þessa fáu daga sem við dvöldum í Ilulissat. Veiði- menn huguðu að bátum sem einn af öðrum losnuðu úr ísnum í höfninni og um leið og þeir voru klárir var haldið til veiða. Gömlu mennirnir fyrir utan kauj>- félagið voru kátir. ,,Frá Is- landi, ha? Fínt land Island.“ Og svo var alltaf einhver sem hafði verið á íslandi eða þekkti einhvern sem hafði verið þar og einstaka þekkti íslendinga. Brosin breikkuðu og íslensku gest- irnir voru kvaddir með virktum. Þeim leið vel í sól- inni, sumarið framundan og ekki undan neinu að kvarta. Vondur vetur „Þetta hefur ekki verið góður vetur.“ Ég hryllti mig í laumi og leit út undan mér á næsta ísjaka. Þóttist geta ímyndað mér hvað Grete, hótelstýran á Hótel Uu- mannaq, var að fara. Það gerði ég reyndar ekki því hún var útskýra fyrir mér að veturinn hefði verið veiðimönnunum erfiður fýrir þær sakir að hann var of mildur. Snjór og frost minna en venjulega og erfitt að komast áfram á hundasleð- unum. Nú hafði hafísinn til dæmis þynnst óvenju snemma og það var ekki þorandi að fara á sleðum yfir í veiðiþorpin á strönd meginlands- ins. Isinn var hins vegar enn á sín- um stað svo allir bátar sátu pikk- fastir. Veiðimennirnir dunduðu sér við að dytta að þeim og litu öðru hveiju upp í sólina eins og til að vega og meta hvenær geislar henn- ar næðu alveg í gegnum ísinn. Uumannaq er geysilega fallegur bær á samnefndri eyju um 600 km norðan við heimskautsbaug. Yfir bænum gnæfir fjallið Uumannaq, 1.175 m hátt. Það er hjartalaga eins og nafnið gefur til kynna. íbú- arnir eru stoltir af fallega bænum sínum og segja líka að lífið þar sé af mörgum talið nokkuð dæmigert fyrir grænlenska lifnaðarhætti þó menn verði að halda enn norðar til þess að ná því sem frumstæðast er og næst upprunanum. Fólkið lif- ir á veiðum, frá hundasleðum, kaj- ökum eða bátum. Þar sést miðnæt- ursólin frá 16. maí til 28. júlí og á þessum tíma fer hið daglega líf úr skorðum. Börnin eru að leik fram eftir nóttu, fólk á ferli alla nóttina og hundarnir láta í sér heyra allan sólarhringinn. Það er hægt að loka birtuna úti með þéttum gardínum en hlátur barnanna og undirleikur hundanna minnir á stað og stund. Það hlýtur að vera ákveðin kúnst að byggja upp heilan bæ, með um 2.600 íbúum, á bæjarstæði sem þessu. Húsin einfaldlega hanga i klettunum og á milli eru hundarnir tjóðraðir niður, alls staðar þar sem pláss leyfir. Brattar timburtröppur út um allt og auðvelt að komast í . gott form á rölti um bæinn. Útsýn- ið er kafli út af fyrir sig. Hundasleöar ollt óriö Áfram var haldið til Diskóeyjar. Þar er bærinn Qeqertarsuaq, eini bærinn á Vestur-Grænlandi þar sem hægt er að aka á hundasleða allan ársins hring. Yfir sumarið er farið með sleðunum upp á jöklana, Lyngmarksbræen og Sermersuaq. Þaðan er magnað útsýni er yfir eyjuna og flóann þar sem yfir sum- arið lóna ísjakar af öllum stærðum og gerðum. Yfir vetrartímann er hafís. Á sérlega heiðskírum degi má sjá alla leið að jökulbrúninni við Ilulissat. Miðnætursleðaferðir þangað upp eru líka vinsælar; þögn- in, kyrrðin, útsýnið. Diskóeyja er sérstæð fyrir þær sakir að hún er ung samanborið við meginlandið, „aðeins“ 55-65 millj- óna ára gömul og bergtegundirnar þar eru vísindamönnum óþijótandi rannsóknarefni. Fyrsta skip sumarsins kom þessa daga. Braut sér leið í gegnum ísinn og skilaði af sér fyrstu „farfuglun- um“, eins og Johan sleðahundamað- ur kallaði ferðamennina. Það er annars merkilegt með inúítana, þeir heita yfirleitt Ole eða Johan, Kristjan, Peder eða einhveiju álíka dönsku nafni. Það er að segja þeir sem eru á milli þrítugs og fimmtugs kannski. Svo fengu ungir foreldrar aftur áhuga á grænlenskum nöfn- um. Sem betur fer. Mér fínnst að grænlenskur veiðimaður á ísbjarn- arbuxum eigi ekki að heita Johan Pedersen. Við leigðum bát og ætlum með Ole út í kjölfar skipsins. Ole hættir við, þekkir aðstæður og við horfum á annan fiskibát fijósa inni í kjölfar- inu. Seinna töltum út á ísinn við höfnina og þóttumst í bráðri lífs- hættu í hvert sinn sem brakaði og- það brakaði í hveiju spori. Sjór vall upp úr sporum. Sluppum til baka og urðum kindarleg þegar veiði- mennirnir þrömmuðu fram og til baka um alla höfnina án þess að kippa sér nokkuð upp við „lífshætt- una“. Fórum út aftur og skoðuðum bátana. Yfír vetrartímann nota veiði- mennirnir hundasleða til þess að komast leiðar sinnar og oft vill brenna við að næturstaður þeirra verði í sleðunum. Þá er tjaldað yfir og enginn heima kippir sér upp við það þó útivera veiðimannsins van næturlangt, jafnvel lengur. Á sumr- in þegar þeir fara út á bátunum er tjaldið líka með í för. Kannski gista þeir, kannski ekki og Ole yppir öxl- um. Grænlenskir veiðimenn eru háð- ir veðurfari og duttlungum náttúr- unnar, en þeir eru svo sannarlega ekki þrælar klukkunnar. Það þarf ekki langa dvöl í landi þeirra tií þess að skilja hvers vegna. HANN var fljótur að setja sig í stellingar þegar hann só myndavélina. Fclaginn lét sér ffótt um finnast. num í höfninni. Bróóum losna þeir og þó er haldið til veiða. Fjallið Uumannaq gnæfir yfir, virðulegt og verndandi. á hreyfingu og framleiddi þessa ísjaka. Um 50 km frá Ilulissat inn til landsins fellur jökullinn í sjó og ísinn færist fram um 20 km meðal- hraða á dag fram í mynni ísfjarðar sem er um 7 km breitt. Fjörðurinn er djúpur, en grynnkar við mynnið þar sem stærstu jakarnir stranda og hindra skriðið. Dýpið er þó um 250 metrar og því engar smáflísar sem brotna þar úr innlandsísnum. Öðru hveiju verður þrýstingurinn svo mikill að strönduðu jakarnir losna og stíflan brestum með látum sem skapa flóðbylgjur um flóann. Fró íslandi, ha? Ilulissat er rólegur bær, upphaf- lega voru þarna þrír bæjarkjarnar, en með vaxandi íbúafjölda runnu þeir saman í eina heild. Breytt við- horf til lífsins endurspeglast meðal annars í staðsetningu nýjustu hús- anna í bænum. Áður var lítið hugað að útsýni en á síðustu árum hafa risið vegleg hús með fallegu útsýni yfir höfnina og mynni ísfjarðarins. Bæði gömul og ný hús eru litrík; gul, rauð, græn og blá. Sleðahund- arnir gulgráu setja svip sinn á bæinn líkt og annars staðar í norð- urhluta landsins. Þeir eru hlekkjað- ir við járnkengi í klöppunum þar sem þeir virðast bíða óþolinmóðir eftir því að komast á kreik með húsbændum sínum. Hundafæðið, þurrkaður fiskur, hangir á trönum og þegar eigendurnir koma út til þess að fæða hundana færist líf í tuskurnar. Þess á milli heyrist ein- staka spangól sem verður að sam- felldum hundakór þegar kvöldar. Hér og þar eru tveir hundar í blóð- ugum slagsmálum og menn og fer-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.