Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 17 ATVIN N U A UGL YSINGA R Skrifstofa forsætisnefndar Norður- landaráðs óskar að ráða starfsmenn Skrifstofa forsætisnefndar þjónar 87 nor- rænum þingmönnum sem sitja í Norður- landaráði. Stofnanir Ráðsins, auk forsætis- nefndarinnar, eru Norðurlandanefndin, Evr- ópunefndin, nærsvæðanefndin og eftirlits- nefndin, svo og tímabundnir starfshópar. Skrifstofan þjónar norrænum stjórnmála- mönnum í náinni samvinnu við skrifstofur sendinefndanna í hverju landi og með nor- rænu þingflokksskrifstofunum fjórum. Skrifstofan flyst til Kaupmannahafnar 1. ág- úst 1996 og sameinast þá skrifstofu Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Þar eð allmargir starfsmenn kjósa að flytja ekki frá Stokk- hólmi hefur verið ákveðið að óska eftir um- sóknum í eftirtaldar stöður án tafar. Ritari Norðurlandaráðs Hlutverk ritara Norðurlandaráðs er að und- irbúa, sjá um framkvæmd, skrá og fylgja eftir fundum í stofnunum, þingum og öðrum framkvæmdum Ráðsins og veita þingmönn- unum aðstoð við að undirþúa mál, gera frum- drög að ræðum, greinum o.s.frv. Ritari Norðurlandaráðs skal hafa háskóla- menntun, t.d. í hagfræði, lögum, stjórnmála- fræði eða hafa aflað sér samsvarandi færni með öðrum hætti. Auk þess skal viðkomandi bera gott skynbragð á og hafa reynslu af störfum við stjórnsýslu og í þjóðþingi lands síns, reynslu af gerð frjáhagsáætlana, eiga gott með að tjá sig skriflega og hafa gjarnan starfað á alþjóðavettvangi. Starfið krefst tíðra ferðalaga um Norðurlönd og hugsan- lega til grannsvæða. Upplýsingaritari Upplýsingaritarinn starfar sem ritari upplýs- ingafulltrúa og hefur samvinnu við upplýs- ingadeild skrifstofu Ráðherranefndarinnar um útgáfu sameiginlegs vikulegs fréttabréfs, sem sent er út á faxi, heimasíðu á Internet- inu og útgáfu fyrirhugaðs fréttablaðs í dag- blaðsstærð. Upplýsingaritarinn veitir einnig aðstoð við dreifingu upplýsinga um starfsemi stofnana Norðurlandaráðs og tekur þátt í að undirþúa mál á sviði upplýsinga og fjölmiðlunar. Upplýsingaritarinn skal hafa reynslu af al- mennum skrifstofustörfum, hafa til að bera þjónustulund, hafa gjarnan starfað sem rit- ari á ritstjórn eða á svipuðum vinnustað og geta unnið mjög sjálfstætt. Ritari stjórnar Ritari stjórnar starfar sem ritari stjórnar skrif- stofunnar og aðstoðar hana sérstaklega við undirbúning og framkvæmd funda forsætis- nefndarinnar og þing Norðurlandaráðs. Rit- ari stjórnar skal auk þess aðstoða við að setja upp nýtt skrásetningarkerfi og nýtt raf- rænt útsendingarkerfi. Ritari stjórnar skal hafa reynslu af almennum skrifstofustörfum, hafa til að bera þjónustu- lund, hafa góða þekkingu á tölvuvinnslu og skráningarkerfum, geta starfað sjálfstætt og afgreitt einfaldari mál. Launa- og ráðningarkjör eru samkvæmt sér- stökum norrænúm reglum. Ráðning er til fjögurra ára. Ríkisstarfsmenn hafa rétt á launalausu leyfi á meðan ráðningin varir. Frekari upplýsingar fást hjá Anders Wenström, ritara forsætisnefndarinnar eða Hans Anderson, skrifstofustjóra, í síma 0046 84 53 47 00, fax 0046 84 11 75 36. Umsóknir skal senda til Nordisk Ráds Præsidiesekretariat, Postboks 3043, DK- 1021, Kobenhavn K, Danmark og skulu þær hafa borist skrifstofunni í síðasta lagi 1. ágúst 1996. Stuðlar - meðferðarstöð fyrir unglinga - Laus staða yfirfélagsráðgjafa. Við erum að leita að félagsráðgjafa með reynslu og þekkingu á meðferð unglinga í margskonar vanda, þ.m.t. vímuefnavanda. Laun skv. kjarasamningi stéttarfélags félags- ráðgjafa og ríkisins. Einnig er laus staða fulltrúa til almennra skrifstofustarfa. Um er að ræða hálfa stöðu. Laun skv. kjarasamningi SFR og ríkisins. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Starf hefst á Stuðlum í ágúst nk. Þar veröa 12 rými fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára, sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríöa. Þar fer fram greining og meðferð, þ.m.t. vímuefnameðferð í 1-4 mánuöi, ásamt eftirmeðferð að aflokinni vistun. Einnig verður á Stuöl- um aðstaða til skammtímavistunar i neyðar- og bráðatilvikum. Umsóknir berist til Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, Hverfisgötu 4a, 101 Reykjavík, fyrir 22. júlí nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 8055. Forstöðumaður. - I nýjabrum og náttúru - Grunnskólakennara og tónlistar- skólakennara vantar á Kópasker og í Lund í Öxarfirði Grunnskólarnir: 1) Skólastjórn. 2) Aimenna kennslu 1 .-7. bekkjum á Kópa- skeri (tvær stöður), almenn kennsla Lundi í 1.-10. bekkjum (fjórar stöður). 3) Sérkennslu (rúmt stöðugildi samtals við báða skólana). 4) Mynd-, hand- og tónmenntakennslu. 5) íþróttakennsla, nýtt íþróttahús í Lundi, (sund að hausti og vori). Kópaskersnemendur koma af Sléttu, Kópa- skeri og Núpasveit. Lundarskólanemendur úr Kelduhverfi, Öxar- firði, Núpasveit, Kópaskeri og Sléttu. Við báða skóla er skólaakstur úr héraðinu og mötuneyti starfrækt í Lundarskóla. Tónöx: 1) Skólastjórn m/kennslu. 2) Tónlistarkennsla. Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs þjónar einn- ig Kelduhverfi, með kennslu í grunnskólun- um. í Lundarskóla standa nú yfir úrbætur á húsakosti fyrir Tónöx. Þá eru kórstjórnar- og organistastörf laus við: Snartarstaðakirkju, Skinnastaðarkirkju og Garðskirkju í Kelduhverfi, en þau störf gefa tónlistarfólki talsverða möguleika í samhengi við Tónöx. Upplýsingar um þessi störf, skólahverfin, umhverfi, kjör, húsnæði, búsetu- og atvinnu- möguleika (makarl), gefa: Finnur M. Gunnlaugsson skólastj. Lundi, símar 465 2244 og 465 2245. Iðunn Antonsdóttir skólastj. Kópaskeri, símar 464 2105 og 464 2161. Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstj. Öxarfhr., sími 464 2188. Björn Guðmundsson oddviti Kelduneshr., sími 465 2297. Hildur Jóhannsdóttir skólanefndarformaður, sími 465 2212. Flutningsstyrkur - húsnæðishlunnindi. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1996. Skólanefndirnar. Svæðisskrifstofa fatlaðra á Norðurlandi vestra Lausar stöður á Blönduósi Lausar stöður á sambýli á Blönduósi, um er að ræða 100°/o vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára og geta hafið störf 1. ágúst og 1. september ’96. Laun samkvæmt kjarasamningi Alþýðusam- bands Norðurlands. Umsóknarfrestur er til 19. júlí ’96. Allar nánari upplýsingar eru veittar af for- stöðumanni sambýlisins í síma 452-4960, einnig er hægt að leita upplýsinga á Svæðis- skrifstofunni á Sauðárkróki í síma 453-5002. Einnig er laus til umóknar staða deildarstjóra Iðju á Blönduósi. Um er að ræða dagvinnu í 100% starfi. Umsækendur þurfa að geta hafið störf 1. september ’96. Laun samkvæmt BSRB. Umsóknarfrestur er til 19. júlí ’96. Allar nánari upplýsingar eru veittar af iðju- þjálfa á Svæðisskrifstofunni á Sauðárkróki í síma 453-5002. Umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á sama stað. Vatnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Starf gæðastjóra Um er að ræða starf við uppsetningu og við- hald gæðakerfis og umsjón með samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Þú þarft • að hafa haldgóða þekkingu á gæðakerfum • að hafa háskólamenntun (æskilegt á sviði raungreina, umhverfisfræði, efnafræði eða matvælafræði) • að geta unnið sjálfstætt • að geta stjórnað verkefnum Skrifleg umsókn sendist Vatnsveitu Reykja- víkur, Eirhöfða 11, 112 Reykjavík, fyrir 13. júlí merkt: „Gæðastjóri". Allar nánari upplýs- ingar veittar í síma 569 7000. Umsjónarmaður tölvukerfa Leitað er að umsjónarmanni tölvukerfa VR til afleysingar í eitt ár. Tölvukerfi VR samanstendur af AS400 vél, Unix-tölvum og NT-tölvuneti ásamt notenda- hugbúnaði. Starfið felst í daglegum rekstri tölvukerfa VR, aðstoð við einstaka notendur þeirra og úrlausn vandamála sem upp koma og sam- skiptum við samstarfsaðila innan og utan vatnsveitunnar. Einnig stefnumörkun og áætlanagerð í tölvumálum og hönnun og þróun tölvukerfa eftir því sem tilefni er til. Leitað er að samstarfsfúsum starfskrafti sem hefur góða grunnþekkingu á tölvum og reynslu af rekstri og umsjón tölvukerfa, ásamt þekkingu og reynslu af notkun Micro- soft notendahugbúnaðar. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á sviði tölvu- fræði eða sambærilegt nám eða langa reynslu af rekstri tölvukerfa. Rétt er að benda á að borgaryfirvöld stefna að auknum hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Reykjavíkurborg. Skrifleg umsókn sendist Vatnsveitu Reykja- víkur, Eirhöfða 11, 112 Reykjavík, fyrir 13. júlí merkt: „Tölvukerfi". Allar nánari upplýs- ingar veittar í síma 569 7000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.