Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Hársnyrtifólk Hársnyrtistofa við miðbæ Reykjavíkur óskar eftir sveinum/meisturum ífullt eða hálft starf. Upplýsingar í heimasíma 587-4804. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í almenna kennslu. Æskileg- ar kennslugreinar: Sérkennsla, samfélags- fræði og tölvufræði á unglingastigi. í flestum árgöngum skólans eru tvær bekkjardeildir af þægilegri stærð. Mikii áhersla er lögð á stuðningskennslu. Stefnt er að eflingu skólastarfs á næstu árum og gangi áform um yfirtöku bæjarins á rekstri hans eftir, ætlar skólanefnd að hafa náið samráð við kennara við mótun skólastarfs. Unnið er að endurbyggingu skólahúsnæðis. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 467 1184 og bæjarstjóri í síma 467 1700. Umsóknir skulu berast Bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, bréf- sími 467 1589. Tölvupóstfang: Siglufjordur @centrum.is. Siglufjörður er í fallegu umhverfi og samgöngur við bæinn góð- ar. Tómstundastarf og félagslif eru fjölbreytt þ.á m. margskon- ar klúbbastarfsemi, mikið tónlistarlíf, nýtt iþróttahús, sundlaug, eitt af betri skíðasvæðum landsins, fjölbreytt íþróttalíf og falleg- ar gönguleiðir. Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn á sumrum. í bænum er nýr leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla og svo mætti lengi telja. Verið velkomin til Siglufjarðar! Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Grandaborg v/Boðagranda Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Matráð. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Anna Skúla- dóttir í síma 562 1855. Funaborg v/Funafold Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Sigríður Jónsdóttir í síma 587 9160. Holtaborg v/Sólheima Leikskólakennara eða ánnað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Guðbjörg Guðmundsdóttir í síma 553 1440. Sæborg v/Starhaga Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Aðstoð í eldhús (75% starf). Upplýsingar gefur leikskólastjóri Þuríður Anna Pálsdóttir í síma 562 3664. Vesturborg v/Hagamel Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk (frá og með 19. ágúst). Matráð (frá og með 1. sept.). Upplýsingar gefur leikskólastjóri Árni Garð-- arsson í síma 552 2438. Fífuborg v/Fffurima Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Elín Ás- grírrisdóttir í síma 587 4515. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. I Baader-maður Baader-mann vantar á frystitogara frá Suðurnesjum. Upplýsingar í síma 852 2238 frá og með mánudeginum 8. júlí. Frá Háskóla íslands og Landspítalanum Við læknadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar starf dósents í geislagreiningu. Starfið tengist yfirlæknisstöðu við geisla- greiningardeild Landspítala og veitist til tveggja ára. Að tveimur árum liðnum er fyrir- hugað að auglýsa starf prófessors. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslureynslu, vísindastörf og einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Umsækj- endur þurfa að gera grein fyrir því, hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja mark- verðastar og jafnframt hlutdeild sinni í rann- sóknum, sem lýst er í greinum þar sem höf- undar eru fleiri en umsækjandi. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsókn- ir sem umsækjendur hyggjast vinna að, verði þeim veitt starfið og þá aðstöðu sem til þarf. Laun skv. kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Umsækjendum er bent á að leita nánari upplýsinga hjá Helga Valdimarssyni, for- seta læknadeildar, í síma 525 4880 og Þor- valdi Veigari Guðmundssyni, lækningafor- stjóra, Landspítala í síma 560 2309. Skóla- og menningarfulitrúi ísafjarðarbæjar Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar auglýsir hér með laust til umsóknar starf skóla- og menningar- fulltrúa skv. nýju stjórnskipulagi bæjarfélags- ins. Þann 1. júní sl. tók formlega gildi sameining sex sveitarfélaga á Vestfjörðum í sveitarfé- lagið ísafjarðarbæ. Þetta nýja sveitarfélag er nú að stíga sín fyrstu skref og því gefur auga leið að hér er um krefjandi og áhuga- vert uppbyggingarstarf að ræða. Skóla- og menningarfulltrúi verður forstöðu- maður þeirrar starfsemi sem heyrir undir fræðslunefnd og menningarnefnd. Helstu verkefni þessa starfsmanns eru yfirumsjón með þeim málaflokkum sem lúta að uppeld- is- og menningarmálum í bæjarfélaginu, þ.e. allt skólahald í ísafjarðarbæ, rekstur íþrótta- mannvirkja, bóka-, skjala- og byggðasafna ásamt ferða- og kynningarmálum. Óskað er umsókna frá einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til þess að takast á við ögrandi verkefni og hafa vilja til þess að taka þátt í mótun nýs sveitarfélags. Starfið bíður þess umsækjanda sem hefur til að bera góða hæfileika í mannlegum samskipt- um, reynslu af stjórnunarstörfum og ekki síst ef sú reynsla er af vettvangi sveitar- stjórnarmála. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður í síma 456 3722. Umsóknir skulu hafa borist Bæjarskrifstofu ísafjarðarbæjar í síðasta lagi 30. júlí nk. Isafirði, 5.júlí 1996. Bæjarstjóri Isafjarðarbæjar, Kristján Þór Júlíusson. „Au pair“ i Englandi Islensk fjölskylda, búsett í Cambridge, óskar eftir „au pair“, sem ekki reykir og hefur bíl- próf, til að gæta þriggja ára drengs og að- stoða við létt heimilisstörf frá byrjun september '96. Upplýsingar í síma 557 2381. knattspyrnufélagið VALUR Vegna skipulagsbreytinga eru eftirfarandi störf laus til umsóknar hjá félaginu: íþróttafulltrúi „Va - 1 “ Verksvið hans er að hafa yfirumsjón með faglegri hlið íþróttmála félagsins. Hann á að vera félagslegur leiðtogi og sjá um tengsl við þjálfara, leikmenn, unglingaráð og for- eldraráð íþróttadeilda. Leitað er eftir íþróttafræðingi, íþróttakenn- ara, kennara eða aðila með sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á íþróttum, frumkvæði og eiga gott með að umgangast fólk á öllum aldri Fjármála- og markaðsstjóri „Va - 2“ Verksvið er fjármálastjórnun deilda og mark- aðssetning félagsins í heild. Leitað er að traustum aðila með menntun eða reynslu og þekkingu á ofangreindum verksviðum. Hann þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti, geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði. Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst nk. eða síðar eftir nánara samkomulagi. Umsóknir skulu sendar í afgreiðslu Mbl. merktar: „Va - 1“ eða „Va - 2“ fyrir 15. júlí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim öllum svarað. Störf á Þórshöfn Okkur vantar fólk til starfa sem vill takast á við spennandi störf í jákvæðu umhverfi: Skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn - frá og með 1. ágúst 1996. Grunnskólakennara - meðal kennslugreina almenn kennsla, myndmennt, handmennt og heimilisfræði. í skólanum eru tæplega 100 nemendur og verður hann einsetinn frá og með næsta hausti. Unnið er að því að bæta allan aðbún- að skólans og munu starfsmenn og stjórn- endur fá tækifæri til að móta þá vinnu, en áhersla verður lögð á uppbyggingu á sviði skóla-, íþrótta- og tómstundamála hjá sveit- arfélaginu á næstu árum. Hjúkrunarforstjóra við hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust. Um er að ræða starf á blandaðri stofn- un/heimili og er Naust miðstöð öldrunarþjón- ustu sveitarfélaganna á svæðinu. Hjúkrunar- forstjóri fer einnig með yfirstjórn öldrunar- mála og vinnur því að stefnumörkun í mála- flokknum með sveitarstjórnunum. Byggðarlagið telur rúmlega 600 manns og hefur íbúum fjölgað á undanförnum árum. Útlit er fyrir áframhaldandi vöxt, sem byggir fyrst og fremst á góðu gengi útgerðar og landvinnslu á staðnum. Eftirspurn er eftir fólki á vinnumarkað og þvi auðvelt um störf fyrir maka. Samgöngur eru greiðar, m.a. flug fimm sinnum í viku. Væntanlegum starfsmönnum verður útvegað húsnæði á sanngjörnu verði og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þórshafnarhrepps í síma 468 1220 eða 468 1275. Umsóknum skal skila á skrifstofuna, Langanesvegi 16a, 680 Þórshöfn, og er umsóknarfrestur til 15. júlí nk. Sveitarstjórinn á Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.