Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGÍ YSINGAR Árskógshreppur Árskógarskóli: Afleysingarskólastjóra vantar næsta skóla- ár 1996-'97. Einnig vantar kennara til al- mennrar kennslu. Þetta er fámennur skóli, u.þ.b. 60 nemendur í 1.-9. bekk. Hann er staðsettur um 12 km frá Dalvík og 30 km frá Akureyri. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri, Arnþór Angantýsson, í síma 466 1920, formaður skólanefndar, Helga Haraldsdóttir, í síma 466 1924 eftir kl. 17 og skrifstofa Árskógs- hrepps í síma 466 1901. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu hrepps- ins, Melbrún 2, 621 Dalvík. Leikskólinn Leikbær: Leikskólastjóra vantar sem fyrst á leikskól- ann Leikbæ. Þetta er leikskóli með 24 heils- dagsplássum. Allar upplýsingar eru gefnar í Leikbæ í síma 466 1971 og hjá skrifstofu Árskógshrepps í síma 466 1901. Kennarar, hjúkrunarfræðingar Á Djúpavogi sem ertæpl. 500 manna byggð- arlag um 100 km frá Höfn eru lausar eftirtald- ar stöður: Staða hjúkrunarfræðings. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Valtýs- son í síma 478-8866. Kennarastöður við Grunnskóla Djúpavogs. Meðal kennslugreina: Tölvukennsla, tungu- mál, myndmennt og íþróttir. Upplýsingar veitir Anna Bergsdóttir, skóla- stjóri í síma 567-2229 og Ólafur Ragnars- son, sveitarstjóri í vinnusíma 478-8834. Skólaskrifstofa Austurlands Sálfræðingar Skólaskrifstofa Austurlands auglýsir til umsóknar tvær stöður sálfræðinga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum, sem hafa vilja til að byggja upp öfluga sér- fræðiþjónustu á svæði Skólaskrifstofu Aust- urlands. Margskonar samstarfsmöguleikar eru við ýmsa aðila á svæðinu um uppbygg- ingu þjónustunnar. Stöðurnar verða veittar frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. júlí 1996. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands, Einar Már Sigurðarson, í símum 477 1620/477 1799. Forstöðumaður. Tónlistarskóli Húsavíkurog Húsa- víkurkirkja Tónlistarskóli Húsavíkur auglýsir lausar til umsóknar stöður kennara á píanó og málm- blásturshljóðfæri frá 1. september 1996. Einnig er laus staða organista og kórstjóra við Húsavíkurkirkju frá sama tíma. Upplýsingar gefur skólastjóri tónlistarskól- ans í síma 464 1741 eða 853 1751. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Umsóknir sendist til Tónlistarskóla Húsavíkur, pósthólf 135, 640 Húsavík. |g Skólastjóri Laust er til umsóknar starf skólastjóra við Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Nemendur eru u.þ.b. 140 og er kennt í öllum bekkjadeildum. Skólahúsnæði er þröngt en á næsta ári verður skólinn stækkaður um 600 fm. Einbýlishús er til reiðu fyrir skólastjóra. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 424-6541. Sveitarstjóri Vatnsieysustrandarhrepps. Heilsugæslustöðin Hvammstanga - Sjúkrahús Hvammstanga Lausar eru tvær stöður heilsugæslulækna við Heilsugæslustöðina á Hvammstanga. Stöðunum fylgja hlutastörf við Sjúkrahús Hvammstanga. Stöðurnar veitast frá 1. október 1996 og 1. janúar 1997. Krafist er sérfræðiviðurkenn- ingar í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Upplýsingar veita Gísli Þ. Júlíusson, yfirlæknir, vs. 451 2346, hs. 451 2357 og Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, vs. 451 2348, hs. 451 2393. Umsóknir sendist Guðmundi Hauki Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra, Spítalastíg 1, 530 Hvammstanga. MÝRDALSHREPPUR Mýrarbraut 13. 870 Vík í Mýrdal Skólastjóri Tónskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra Tón- skóla Mýrdælinga frá 1. september nk. Leitað er eftir einstaklingi sem getur kennt á sem flest hljóðfæri og jafnframt tekið að sér stöðu organista við Víkurkirkju. Aðsetur Tónskóla Mýrdælinga er í Vík í Mýrdal. Vík er 182 km frá Reykjavík (u.þ.b. 2 tíma akstur). Mýrdalurinn er rómað- ur fyrir náttúrufegurð. íbúar Mýrdalshrepps eru 563 og er tónlistarlíf i hreppnum öflugt. í Víkurkirkju er 3 ára íslenskt 11 radda pípuorgei. Unnið er að nánu samstarfi Tónskóla, leik- skóla og grunnskóla. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Mýrdalshrepps í síma 487 1210 og hjá for- manni Tónskólanefndar, Guðlaugu Guð- mundsdóttur, í síma 487 1118. Breska sendiráðið óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf f móttöku og til aðstoðar íviðskiptadeild Um er að ræða áhugavert starf sem felur í sér margvíslegar skyldur, svo sem afgreiðslu gesta og símtala, aðstoð við viðskiptafull- trúa, þýðingar, ásamt almennri aðstoð við sendiherra og ræðismann. Sá sem ráðinn verður þarf að hafa fullt vald á bæði ensku og íslensku. Góð tölvukunn- átta ásamt starfsreynslu er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að vera tilbúinn til að vinna af atorku og lipurð í fámennum hópi, á eril- sömum vinnustað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á ensku, ásamt persónulegum upplýsingum og upplýsingum um menntun og fyrri störf til Breska sendiráðsins, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. júlí 1996. Hrútafjörður Skólabúðirnar að Reykjúm og Barnaskóli Staðarhrepps auglýsa eftirfarandi stöður lausartil umsóknar: Við Skólabúðirnar er laus staða íþróttakennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0001 heima eða 451 0000. Við Barnaskóia Staðarhrepps er laus 11/2 staða kennara. Um er að ræða kennslu í 1.-7. bekk og er þeim skipt í tvær deildir, eldri og yngri. Eru 10-12 nemendur í hvorri deild. Um er að ræða bæði almenna kennslu og kennslu í verkgreinum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0030 heima eða 451 0025. Leikskólastjóri óskast við Leikskólann Lind, Laugarvatni fyr- ir haustið 1996. Leikskólinn Lind er í gamla Húsmæðraskól- anum og hefur verið þar í um 20 ár, að meðaltali eru um 25 börn á aldrinum 1-5 ára. Óskað er eftir áhugasömum aðila sem er tilbúinn að byggja upp starfsemi leikskól- ans jafnt inná við sem utan, en fyrirhugað er að gera upp húsnæði skólans. Laugarvatn er um 1 klst. akstur frá Reykja- vík og mjög friðsæll og fallegur staður, hús- næði er í boði. Vinsamlegast hafið samband við Kristveigu í síma 486 1159/486 1261 eða Þóri oddvita í síma 486 1199. tfl Vimimmðlun Reykjavíkurborgar Viðskiptafræðingur í Hagdeild Reykjavíkur Hagdeild Reykjavíkurborgar auglýsir lausa stöðu: Helstu verkefni deildarinnar eru: • Undirbúningur árlegra fjárhagsáætlana. • Kostnaðareftirlit. • Margvísleg greining lykiltalna. • Útgáfa Árbókar Reykjavíkur o.fl. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í viðskiptafræðum eða skyldum greinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af hliðstæðum verkefnum, séu ná- kvæmir í vinnubrögðum og hafi góða tölvu- kunnáttu. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Hauks- son, fjárhagsáætlunarfulltrúi, Ráðhúsi Reykjavíkur. Umsóknir berist til Vinnumiðlunar Reykjavík- urborgar í síðasta lagi föstudaginn 26. þ.m. Verðbréfamiðlun á Akureyri VÍB, Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf., óskar eftir að ráða viðskiptafræðing (eða starfsmann nneð hliðstæða menntun) til starfa við verðbréfamiðlun á Akureyri. Starfið felst meðal annars í samskiptum við stóra aðila á fjármagnsmarkaði, svo sem fyrirtæki, stofnanir og lífeyrissjóði. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og eiga gott með að umgangast fólk. Reynsla af fjármálastörfum er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Andri Teitsson, for- stöðumaður, í síma 461 2000. Umsóknarfrestur er til 19. júlí nk. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.