Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 25 ATVINNU Treystir þú þér til að takast á við krefjandi sölustarf? Þetta er starf fyrir þá sem vilja setja sér takmark í lífinu. Þetta er starf með mikla framtíðarmöguleika og býður upp á ferðalög erlendis. Bíll nauðsynlegur. Pantaðu viðtal í síma 555 0350. Lögreglumaður Staða lögreglumanns við embætti sýslu- mannsins í Kópavogi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. júlí nk. Upplýsingar veitir yfirlögregluþjónn. Sýslumaðurinn í Kópavogi. Rafeindavirki Okkur vantar rafeindavirkja í fjölbreytt og skemmtilegt framtíðarstarf. Áhugasamir sendi nafn og síma til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. júlí, merkt: „Raf - 600“. Þolfimikennarar Aerobic Sport auglýsir eftir reyndum þolfimi- leiðbeinanda. Umsóknir berist til Aerobic Sport, Faxafeni 12. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Sölumanneskja Framsækið þjónustufyrirtæki leitarað dugmikl- um og þjónustuliprum einstaklingi. Starfiðfelst í uppbyggingu á nýrri þjónustu, sölumennsku og símsvörun. Tölvukunnátta æskileg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. júlí, merktar: „F - 94“. Frá Grunnskólanum í Hveragerði Við skólann er laus staða raungreinakennara. Upplýsingar veita Guðjón Sigurðsson, skóla- stjóri, í síma 483 4350 eða 483 4950 og Pálína Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 483 4635. Skóiastjóri. Bakarar óskast Björnsbakarí, Seltjarnarnesi, óskar eftir að ráða morgunhressa bakara sem fyrst. í boði er gott vinnuumhverfi og ágætis laun hjá traustu fyrirtæki. Eingöngu er um framtíðarstörf að ræða. Upplýsingar hjá Árna í síma 896 3470 eða Margréti í síma 561 1433. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð við Suðurlandsbraut er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 16. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson framkvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhanns- dóttir, deildarstjóri í síma 552 7277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Forstöðumaður/ kona Starfskraftur óskast til að veita forstöðu ferðaþjónustufyrirtæki í Reykholti, Borgar- firði, tímabundið. Þeir, sem áhuga hafa, sendi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf á símbréfi 435 1197. Skólastjóri - kennari Eftirtalin störf við Villingaholtsskóla eru laus til umsóknar: - Starf skólastjóra. - Starf kennara í almennri kennslu. í bæði störfin er leitað eftir áhugasömu og dugmiklu fólki, sem er tilbúið til að kenna í árgangablönduðum hópum. Villingaholtsskóli er vel búinn skóli í aðeins 17 km fjarlægð frá Selfossi. Nemendur eru u.þ.b. 30 í 1.-7. bekk. Gott húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Einar Haraldsson, í síma 486 5590. Trésmiðir Óskum að ráða trésmiði til starfa. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í símum 562 2700 og 567 4002. ISTAK Skúiatúni 4. Hönnuðir Óskum eftir hönnuðum til að vinna að sérverkefnum með handverksfólki. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar í síma 551 7595. IS RTiT* LV4 3 reynsluverkefni „Au pair“ í Osló íslensk læknafjölskylda óskar eftir „au pair“ frá 20. ágúst nk. til að gæta tveggja telpna (2 og 11 ára) og annast heimilisstörf. Má ekki reykja og þarf að hafa bílpróf og hafa náð 18 ára aldri. Upplýsingar hjá Bryndísi í síma 00 47 22920510 T résmiði og kranamann vantar strax. Óskum að ráða sem fyrst tré- smiði í mótauppslátt og vanan mann á bygg- ingakrana. Upplýsingar í símum 555 4844, 892 8244 og 892 8144. Fjarðarmót hf., Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. Hafnarfirði Sy' Sjúkraliðar Óskum eftir sjúkraliðum til starfa frá 1. ág- úst og 1. september. Öll starfsaðstaða er mjög góð. Barnaheimili á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Steph- ensen, hjúkrunarforstjóri, í síma 565 3000. Járniðnaðarmenn Borgey hf. á Hornafirði óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn til starfa í viðhaldsdeild. Framundan er mikil vinna og fjölbreytileg verkefni. Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Elías- son eða Gústaf A. Ólafsson í síma 478 2255. Afgreiðslustörf Mál og menning óskar eftir starfsfólki til afgreiðslustarfa. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Einungis vant fólk kemur til greina. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júlí 1996 merkt: „187“. Kennara vantar Grunnskólakennara vantar að Reykhóla- skóla. Æskilegar kennslugeinar eru íþróttir, handmennt drengja (smíðar), bóknáms- kennsla, danska og náttúrufræði. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 434 7806 eða 434 7807 og form. skólanefndar í síma 434 7858. Laust starf Starf lögfræðings í samgönguráðuneytinu er laust til umsóknar. Ráðið verður í starfið til 31. desember 1997 í samræmi við lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík fyrir 20. júlí 1996. A Frá Smáraskóla Vegna forfalla vantar kennara frá og með næsta hausti. Um er að ræða kennslu sex ára barna. Upplýsingar eru veittar á skólaskrifstofu í síma 554 1988 og hjá skólastjóra í síma 554 5099. Skólafulltrúi. Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Leikskólakennarar Lausar eru eftirtaldar stöður: Staða aðstoð- arskólastjóra og stöður leikskólakennara. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. septem- ber eða eftir nánara samkomulagi. Fyrirhug- að er að ráða leikskólafulltrúa í hlutastarf á vegum bæjarfélagsins. Æskilegt er að þeir, sem ráðnir verða hafi áhuga á að hafa fagleg áhrif á mótun skól- ans ásamt þeim, sem nú starfa við skólann. Hér er tækifæri fyrir samhentan hóp leik- skólakennara að aðstoða við að byggja upp betri leikskóla. Við leikskólann starfa nú 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir auk skólastjóra, í 10 stöðugildum. Stykkis- hólmur er 1300 manna byggðarlag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 01.08.1996. Frekari upplýsingar veita stjórnarmenn leik- skólans, Margrét Thorlacius og Róbert Jörg- ensen, í síma 438-1128 og bæjarstjóri, Ólaf- ur Hilmar Sverrisson, í síma 438-1136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.