Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MOUGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Á undanfömum órum hefur veruleg uppbygging ótt sér stað í ferðoþjón- ustu ó sunnanverðum Vestfjörðum. Meginóhersla hefur verið lögð á aukið framboð á gistirými og ýmis konar afþreyingu. Arna Schram kynnir sér ferðamálin í Vestur- byggð og ræðir við nokkra þá aðila sem tengjast ferðaþjónustunni þar. Uppbygging ferðamála á vestasta odda Evrópu j‘Uavag£^V!$,0^á' •••'oVatnadalur, Kóngsh Kumbarapoilur Vilhjálmsvör Bjarnargjá t Fúlavík Sölvatángi Látravík /W'tnupur^ |f Jj Hvaunj x0fliðmunc}Attæ< wnúpur ! Brunn: Seljavflc Bjarg- £ tangar f Kollsvík Hnífaflaga Vatnadalsbót . , Landamerkjahlein HER ma sja Fjarðarhom vestasta hluta Evrópu, en þessi mynd er hluti af þrívíddarkorti því sem Ferðakort hf. Breiðavík gerði af Vesturbyggð. Latra- FERÐAKORT hf. sá um útgáfu á sérstöku þrívíddarkorti af Vestur- byggð. Hér má sjá hluta af því korti eða vestasta odda Evrópu. SUNNANVERÐIR Vestfirðir eru byggð mikilla andstæðna í lands- lagi og náttúru og er þar að finna fjölskrúðugt dýralíf. Við Breiða- fjörðinn er auðugt fuglalíf, svo sem æðarfugl, svartfugl, skarfi og lundi, og segja heimamenn að oft megi sjá haferni í kringum Flókalund við Vatnsfjörð og ná- grenni. Þá er nokkuð um að refir séu á vappi og mikið af hvölum meðfram ströndum, mörgum sjó- mönnum til mikillar mæðu. En ægifögur náttúra og ein- stakt dýralíf er ekki eina ástæða þess að íbúar á sunnanverðum Vestíjörðum ákváðu að leggja meiri rækt við ferðaþjónustu í þyggðarlaginu, heldur má finna fleiri samverkandi ástæður þar að baki. Aðal tildrög þess eru þó erf- itt atvinnuástand; samdráttur í búskap og í fiskveiðum á undan- förnum árum. Miklar vonir eru bundnar við aukna ferðamennsku á svæðinu og að sögn Gísla Ólafssonar bæjarstjóra Vesturbyggðar hefur á undanförnum árum verið unnið að ýmis konar uppákomum til að laða að ferðamenn. „Til dæmis er nú að ljúka nokkurra daga krafta- keppni sem við köllum „Vest- fjarðavíkinginn“ og hefur verið haldin um miðjan júlí undanfarin sumur. Þá hófst lista-og menning- arvika síðastliðinn fimmtudag á Blldudal og um verslunarmanna- helgina verður kajakmót kennt við Flóka Vilgerðarson við Flókalund í Vatnsfirði. Þá má nefna merki- legt minjasafn sem Egill Ólafsson í Örlygshöfn hefur komið á fót en þar er einnig að finna fyrsta vísi að flugminjasafni íslands,“ segir Gísli. „Á Vestfjörðum eru líka margir sögulegir staðir ekki síður en ann- ars staðar á landinu. Sem dæmi mætti nefna söguslóðir Gísla Súrs- sonar í Breiðafirði, Arnarfirði og Dýrafírði, en einnig mætti nefna Selárdal í Arnarfirði þar sem séra Páll Björnsson bjó, en hann stóð fyrir flestum galdrabrennum á íslandi á sautjándu öld, en er líka þekktur fyrir að vera einn fyrstur Islendinga til að gera út þilskip hér á landi,“ segir Gísli. Vestasti oddi Evrópu Að sögn Gísla Ólafssonar hefur ýmislegt verið gert til að markaðs- setja Vesturbyggð betur og öðru- vísi en gert hefur verið til þessa. „Sú hugmynd hefur komið fram að kynna sunnanverða Vestfírði undir nafninu „Vestasti oddi Evr- ópu,“ eða „West Cap“ á sambæri- legan hátt og Norðmenn kynna nyrsta odda Evrópu sem „Nord Cap“ og laða á þann hátt fjölda TEIKNING af matsölustaðnum. ----------------------LONDON---------------------------- Uppóhaldsveitingastaður Ingu Rúnar Siguróardóltur Dónolegt aö tryggja sér sæti Inga Rún Sigurðardóttir dvaldi í London i tæpa þrjá mánuði á þessu ári og tók ástfóstri við matsölu- stað að 31 Neal Street, skammt frá jámbraut- arstöðinni í Covent Garden hverfinu. Hann heitir Foodfor Thought og var tilnefndur sem einn af bestu grænmet- ismatsölustöðunum á Eng- landi í tímaritinu Time Out. „Þama er einstaklega góður matur og ódýr,“ seg- ir hún. „Aðalrétturinn kost- ar ekki nema 290 krónur. Ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn besti staður- inn var sennilega að hann þótti of ódýr, sem fólst í því að þjónustan væri ekki nógu mikil." „Hinsvegar er þjónustan mjög góð og skemmtileg," segir hún. „Foodfor Tho- ught er lítill staður og það er alltaf röð út á götu, en samt þarf maður aldrei að bíða lengi eftir afgreiðslu.“ Hún segir að enginn tryggi sér sæti áður en maturinn er pantaður, það telst dónaskapur. Fólkið raðar sér upp og „á ein- hvem undraverðan hátt er alltaf laust sæti þegar búið er að panta,“ segir Inga Rún. Matsölustaðurinn er opn- aður á morgnanna og hon- um lokað klukkan 9 á kvöld- in. Hann er ekki plaststað- ur, því borðin eru úr viði og innréttingarnar. Eigend- urnir virðast líka hugsa um náttúruvernd og á sérví- ettuhaldi stendur að skóg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.